Morgunblaðið - 09.07.1970, Page 11

Morgunblaðið - 09.07.1970, Page 11
MORT.UNÍBLAÐIÐ, FIMIMTUDAGU'R 9. JUL.I 1070 11 band við Margréti og sagði hún að aðeins um 500 avör hefðu borizt frá fbreldrum, en hún vonaði að miklu fleiri svör ættu eftir að berast til þeas að leiikvaHanefnd fengi sem skýrasta mynd af skoðiun um foreldranna. — Ég hef yfirfarið þau svör sem borizt hafa, sagði Margrét, og þegar hefur margt komið fram sem athygl isvert er. M.a. hefur það kom ið fram í nokkrum svörunum að fólk gerir sér ekki nægi- lega vel Ijóst hver munurinn er á gæzluleikvöllum og dag- heimilum, og yfirleitt hvað gæzluvöllur er. Margir kvarta undan því að gæzlu- vellirnir séu ekki opnir nógu lengi dag hvern og gera sér þá augsýnilega alls ekki grein fyrir því að börnunum er ekki hollt að vera lengur á vellinum á dag en nú er. Vellirnir eru opnir yfir sum- artímann frá kl. 9—12 og 2—5, en á veturna frá kl. l'O—112 oig 2—4, oig á fleisitiuim þeirra eru 2—3 gæzlukonur. Á völlunum er engin aðstaða til þess að taka bömin inn til leikja, hvíldar, eða annars þeiss háttair þó að illa viðri og gæzlukonurnar geta heldur ekki annað því, að veita öll- um þeim fjölda barna, sem daglega heimsækir vellina eirns mikla umönnun og að- stoð og þau þurfa, éf þau ættu að vera á vellinum mest- an hluta dagsins. Margrét sagði að lokum að mjöig miklar sveiflur væru í aðsókninni að vödilum og mest ur fjöldd kæmi á voriin og haustin. Er leikvallanefnd að íhuga hvort nauðsynlegt sé að takmarka fjölda þeirra barna, sem tekinn er inn á völlinn í einu og hvar eigi þá helzt að bæta nýjum völl- um við til þeiss að veiga upp á móti þeirri takmörkun. Og veltur því mikið á því að sem flestir foreldrar taki þátt í þessari könnun. <■ Hvað segja foreldrar um gæzluleikvellina Ueikvallanefnd Reykjavík- urborgar gengst um þessar mundir fyrir könnun meðal foreldra 2—5 ára barna í Reykjavík á ýmsum atriðum í sambandi við gæzluvelli borg arinnar. Könnun þessi er einm liður í ítarlegri ranm- sókn leikvallanefndar á þess- ari starfsemi. f maílok fengu 2200 foreldra í borginni sent blað með ýmsum spurningum; svo sem hvort böm þeirra sæktu gæzluleikvellina eða ekki; hve langt væri til næsta vallar frá heimili barnsins, hveir skoðun foreldrana væri á þessari starfsemi; hvað þau teldu æskilegt að börnin væru lengi á vellinum í einu o.s. frv., en tilgangurinn er sá að reyna að fá sem gleggsta mynd af ástandinu í dag og að bæta úr því sem betur má fara í sambandi við rekstur gæzluleikvallanna í borg- Rætt við Margréti Sigurðardóttur um kónnun á vegum leikvallanefndar í-.vc v Frú Margrét Sigurðardótt- jr, sem er starfandi í leik- vallanefnd, hefur borið hit- ann og þunganm af þessari rannsókn. Frá því í okt. sl. hefur hún heimsótt daglega einhvem gæzluleikvöll í borg inni og fylgzt með bönnun- um. Hve mörg mæta á dag, hvenær mest aðsókn er að vellinum og hvaða aldurs- flokkur er mest áberandi o.s.frv. Nú bíður Margrét eft- ir því að fá sem flestar úr- lausnir frá foreldrum, en skilafrestur rennur út um miðjan júlí. Þegar Margrét hefur unnið úr úrlausnunum verða niðurstöðurnar lagðar fyrir leikvallanefnd og hún gerir síðan viðeigandi ráðstaf anir. Fyrir nokkrum dögum hafði blaðamaður Mbl. sam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.