Morgunblaðið - 09.07.1970, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1070
21
— ÍSLAND hefur alltaf ver-
ið eins og hulduland í mín-
um augiim og alla ævi hefur
mig langað til að sjá það,
sagði Helen Lloyd, dóttir
Sveinbjörns Sveinbjörnsson-
ar, tónskálds. En hún er nú
komin í fyrsta skipti til ís-
Iands, 78 ára gömul, ásamt
dóttur sinni Eleanor Oltean
Þær mæðgur búa á heimili
dr. Hallgríms Helgasonar og
frú Valgerðar Tryggvadótt-
Myndina tok ljósm. Mbl. Kr.
Helen Sveinbjörnsison Lloyd og dóttir honnar Eloa.nor Oltean,
liesn í gær.
Komin til huldulandsins
í fyrsta sinn, 78 ára
Viðtal við Helenu, dóttur Svein-
björns Sveinbjörnssonar, tónskálds
ur, sem þær þekkja frá
Kanada og sem hvöttu þær
til ferðarinnar. — Ég hélt að
ef ég ekki kæmi núna, þá
yrði aldrei af því, sagði Hel-
en. Og svo kom ég til að sjá
leiði foreldra minna í gamla
kirkjugarðinum í Reykjavík,
en aska móður minnar var
lögð þar til hvíldar við hlið
föður míns sl. haust.
Helen er fædd í Edinborg
1892, en þar bjuggu þá foreldr-
ar hennar, Sveinbjörn Svein-
björnsson og Eleanor kona hans.
— Þau fluttust stoömimiu seinna
í stórt einbýlishús, sem pabbi
keypti við Dick Place, segir
Helen, en um 10 árum síðar urð-
um við að flytja í Morningside
Drive í annað hús, sem var þægi
le-gt, en ekki eins gl'æsilegt og
hið fyrra. Það hafði bogaglugga
og bakhliðin sneri að götunni.
Við lifðum þar mjög góðu lífi og
þangað komu margir.
— Jú, ég man eftir mörgum
íslenzkum gestum. T.d. man
ég eftir Matthíasi Jochumsyni.
Hanm var hár maður, höfðing-
legur í útliti og ljúfur í fram-
komu. En þetta var löngu eftir
að pabbi samdi lagið við þjóð-
sönginn „Ó, guð vors lamds“, eft
ir hann. Ég man líka, að Magnús
landshöfðingi Stephensen og
Elín komu. Hún var yndisleg
kona og svo góð við okkur börn
in, en hann var mjög kurteis mað
ur í framkomu. Stephensenstúlk
umar, þrjár þeirra, voru hjá
okkur í húsinu einihvern tíma.
Svo heimsóttu okkur líka Jón
Sveinbjörnsson, konungsritari og
Ebba og börnim þeirra. Og
Magnús Einarsson, dýralæknir
og Ásta, og margir fleiri, sem of
langt yrði upp að telja. Einari
Benediktssyni man ég eftir. Við
fórum iðulega niður á höfn þeg
ar íslandsförin komu og Einar
hittum við á skipsfjöl. Hann
hafði mikinn persónuleika og
augun voru svo sérkennileg, eins
og hann horfði langt fram hjá
manni. En ég, telpan, var feim-
in við allt þetta ókunnuga fólk.
— Hvernig manstu eftir föður
þínum á þessum árum?
— Ég man pabba sem bezta
maran í heimi. Hann lék ekki við
okkur systkinin, mig og Þórð
bróður minn. Hann var „fullorð-
inn“ faðir. En hann strauk mér
oft um kinnina og færði lokk aft
ur fyrir eyrað. Og hann nudd-
aði enninu í hálsakotið á mér.
Það hlýtur að vera íslenzkur sið
ur segir Helen og hlær dátt,
hvergi anmars staðar hefi ég séð
þaið um ævina. Hann fór stund-
um með gamla vísu á íslenzku,
sem ég man enn: Pabbi, pabbi,
pabbi minn — pabbi gef mér
bréf — Labbi, labbi, labbi minn
— lítt á hvað ég hef!
— Þú varst snemma listhneigð,
Var það ekki?
— Ég fór snemma í listas'kóila,
fyrst í Strathorn College, þar
sem pabbi kenndi, og var þar
frá 6 ára til 12 ára. Og síðan í
Craigmount. Ég byrjaði ekki á
tónlistinmi fyrr en 12 ára göm-
ul. En ég mun hafa verið 7 ára,
þegar ég tók að skrifa sögur. Sú
fyrsta var um gömlu vondu kon-
una og góða unga manninn og
önnur um jarðarber álfanna.
Alls voru þetta þrjár handskrif-
aðar og myndskreyttar bækur,
sem ég sýndi pabba og mömmu
og þau hvöttu mig til að skrifa.
Seinna fór ég svo í listaskóla í
Edinborg og lauk þaðan prófi og
hélt svo áfram námi í myndlist í
tvö ár. Síðan hefi ég alltaf mál-
að, lauk við síðustu myndina,
blómamynd, nú áður en ég kom
hingað.
— Þið systkinin hafið ekki far
ið með föður ykkar til fslands
1907, þegar Friðrik konungur
kom til landsins?
— Það var þegar kantatan
hans var flutt í Alþingishúsinu
fyrir kónginn, segir Helen. Nei,
en ég man þegar hann fór og
kom aftur. Allt, sem pabbi gerði
var svo spennandi í okkar aug-
um. Við vissum aldrei hvað
mundi gerast næst. í okkar aug-
um voru aldrei neinir erfiðleik
ar, þetta var bara allt svo
skemmtilegt. Pabbi hafði miklar
tekjur á tímabili, en hann tap-
aði fé á verðbréfum. Það var þá,
að við fluttum úr stóra húsinu.
Nýlega fann ég skjöl, sem sýna
að þarna var um að ræða gull í
Ástralíu. Jón Þórarinsson spurði
mig um þetta, þegar hann var
að skrifa ævisögu pabba, þá gat
ég ekki sagt honum það. þar eð
skjölin voru þá ófundin.
— Nei, við fórum ekki til ís-
lands 1907 með pabba, heldur
Helen áfram. En ég minnist þess
að við fórum fyrr, árið 1905, með
honum til London, til að fara í
Drury Lane leikhúsið, þegar
sýnt var leikritið Glataði sonur-
inn, sem hann hafði samið tón-
list við. íslendingar urðu víst
gramir, því höfundurinn, Hall
Caine, sem lét leikinn gerast á
Islandi, tók íslenzk nöfn eins og
Stephensen traustataki á ein-
hverjar persónur og það sem
verra var, notaði nafn Elínar
Stephensen á einhverja konu,
sem var hvorki læs né skrifandi.
Og ég skil gremju þeirra. Við
fengum aðeins að sjá tvo fyrstu
þættina, því hinir þóttu ekki við
barna hæfi. En pabbi var ekk-
ert hrifinn af þessu, því
ekki var notuð öll sú tónlist, sem
hann hafði verið beðinn um að
semja í leikritið. Mamma sagði
mér, að eitt ónotaða lagið fyrir
drengjakór hefði verið ákaflega
fallegt. Og söngur Elínar, sem
var yndislegur, var aldrei notað
ur. Ég þyrfti að láta athuga úti
í London hvort leikhúsið á
nokkurn rétt á þessum lögum.
- Ég man líka þegar pabbi
fór til Kaupmannahafnar, því
hann vann þá dag og nótt, og
hann var grindhoraður, þegar
hann kom aftur. Þar voru haldn
ir miklir tónleikar með verkum
hans. Viðstödd voru konungur
og drottning, Alexandra Eng-
landsdrottning, Dagmar keisara-
ekkja og fleira kóngafólk og
efnt var til hádegisverðarveizlu
fyrir hann. En mamma fór ekki.
Hún vildi aldrei skilja okkur eft
ir ein lengi. Seinna fór ég með
pabba til Hafnar og skemmti
mér vel. Ég var þá 18 ára. Þá
bjuggum við hjá Krabbefjöl-
skyldunni og ég var skilin eftir
þar. En mér leiddist svo mikið
að ég hágrét, og aumiragja ffú
Krabbe vorkenndi mér svo mik-
ið að hún grét með rraér. Það má
kannski geta þess, að ég man
þegar Pétur Jónsson óperu-
söngvari, sem hafði sungið á
hljómleikum pabba í Kaup-
mannahöfn, kom til okkar,
í heimsókn í Edinborg. Hann lék
fyrir okkur, sat og réri eiras og
bóndi og kvað rímur, og við
hlógum öll dátt.
— Var það svo seinna, að fjöl
skyldan fiuttist til Kanada?
— Já, það var 1919. Ég fór
ein á undan með flutningaskipi,
því Árni Eggertsison hafði út-
vegað mér vinnu við kennslu í
Winnipeg. Ég hafði þá kerant í
tveimur listaskólum í Skotlandi
og verið umsjónarkennari í 4
skóium. Þetta var ekki þægilegt
ferðalag. Brytinn átti að leyfa
mér að sofa í káetu sinni á raótt-
unni, en á daginn varð ég að
rýma hana, þar sem h.ann þurfti
að vinna þar. Svo ég gekk um
á dekkirau og sat frammi í sbafni.
Lára Bjarnason, dóttir Þórðar
Guðjohnsen, tók á móti mér. En
Þórður bróðir minn, sem var
læknir, kom á eftir og einnig
pabbi og mamma. Ég fór að
kenna í Winnipeg, en mér fannst
það ekki skemmtilegt. Börnin
voru miklu óþekka.ri en í Skot-
landi.
— En hvað um föður þinn í
Kanada?
— Pabbi fór hljómleikaferðir
alla leið vesitur á Kyrrahafs-
strönd. Annað árið hólt hann
tónileika, hitt árið flutti hann
fyrirlestra með tóndæmum. Við
bjuiggum fyrst í hliðargötu við
Sargent Averaue, götu Vestur-
fslendinganna, þó við yrðum að
filytja langt út í borg seinna.
Við fenguim oft vini okkar systk-
inanna og kunningja heim og
þá var pabbi óspar á að syngja
fyrir okkur. Hann hafði góða
rödd og söng svo fjörugt og líf-
lega, og það féll vel í smekk
unga fólksins. Hann var alltaf
fús til að syngja, þegar haran
var beðinn um það í boðum. Og
hann var vinsæll.
— Giftist þú ekki og fórst
burtu áður_ en foreldrar þínir
fluttust til íslands? Hvernig var
það?
— Jú ég giftist og fluttist með
manninum míraum 15 mí'lur suð-
vestur af Calgary á búgarð for-
eldra hans, sem hét Seighfort
Ranch. Ég hafði kynnzt honum
í lestinni, þegair ég kom til Kan-
adia. Ég var með hópi af fólíki af
skipinu, sem tók lestina til
Winnix>eg og va-r kynnt þessum
uniga Kanadamanni, sem hét
Ralph Ernest Alwyn Lloyd. Við
spiluðum lúdó og áður en við
skildum, bað hann um að fá að
skrifa mér. Ég þorði ekki að
gefa honum heimiiisfangið mitt,
því við höfðum aðeiras þekkzt ,í
einn dag og bað hann að skrifa
biðtoréf á pósthúsið í Winnipeg.
Ég akrifaði svo pabba og
mömmu um þetta. Eftir að þau
voru komin, kom hann í heim-
sókn tii Winnipeg árið 1920 og
vair í tvo daga. Og 1921 giftumst
við, höfðum mest kynnzt gegnuxn
bréf. Hann var á vígveiliinum í
Evrópu í fyrri heimsstyrjöldirani
og þar var Þórður bróðir minn
líka um tíma. Ég fluttist vestur
tii Calgary og var þar gift í 20
ár. Maðurinn minn dó 1943 og þá
fluttum við af búgarðiraum í lít-
ið hús skammt frá. Við átt-
um fjögur börn. En elzti drerag-
urinn dó á fyrsta ári. Það var
eina barnabarnið, sem pabbi sá.
Því patobi og marnma fluttuat til
íslands og hann dó svo í Kaup-
mannahöfn, þar sem hanra var að
leita sér lækninga og var jarð-
settur í Reykjavík.
— Móðir þín fliuttist þá til þín,
var það ekki? Hvað eru afkom-
endur Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar margir í Karaada?
— Þórður bróðir minn kvæntist
ekki. Hann var læknir og verð-
ur áttræður á næsta ári. Haran
býr í sama húsi og ég. En niðri
býr dótturdóttir mín. Börn mín
cru Francis, sem er umsjónarmað
ur í skóla í Calgary, Eildric, sem
er verkfræðingur og rekur
reiknivélamiðisöð í Wastoingon-
fylki í Bandaríkjunum og
Elearaor, sem með mér er og er
gift i Regina, þar sem þau hjón-
im eiga stóran hveitibúgarð. En
barnabörra mín enu fimm talsins.
Mamma korh til okkar 1927, eft-
ir að pabbi dó og var hjá mér til
1966, en hún dó á elliiheimiii 99
ára gömul árið 1969. Jarðnesk-
ar leifar hennar voru fluttar til
Islandj og _ hvíla hér í kirkju-
garðinum. Ég tók með mér hiirag-
að giftiingarhringiran hennar,
sem ég ætla að gefa safninu. í
honum stendur Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Við höflðum iheyrt að í öllum af
komendum Sveinbjörns Svein-
björnssonar og Eleanoru konu
hans væri átoerandi listræn æð og
við færum það í tal við þær
mæðigur. Það kemur í ljós, að all
ir afkomendur þeirra fást við að
máia. Eleanor Sve iinb j örnsson
málaiði myndir og kvaðst Helen
fyrir löngu hafa gefið eina af
myndum hennar til íslenzka lista
safnsins. Hún málar sjálf mikið
af blómamyndum, þó ekki hefði
toún mikinm tíma til þess meðan
hún var við búskap, og
nú hefur hún al'veg nýlega lok-
ið við eina slíka. En dóttir henai-
ar, Eleanor Olteara, sem er með
herani á Islandi, er orðiinn þekkt
ur máilari í Kanada. í þiraghús-
inu í Regina er stórt málverk
eftir haraa af kanadisfcu sléttun-
um. Á sl. hálfu ári hefur hún
haldið tvær sjálfstæðar mál-
verkasýninigar í Regina, og í
haust verða myndir hennar á
sýningu í Spohaine í Washiragton
ríki í Bandaríkjunum. Við spu-rð
um hana hvort hún ætlaði að
mála á íslandi, en hún kvaðst
hafa unndð 8 tima á dag lengi
og vera nú í fríi, en teikniblokk
in er með. Og ararnir heraraar eru
einmitt ástæðan fyrir því, að þær
mæðgur geta aðeins stanzað í
tvær vikur á íslandi. Bæði bú-
garðurinn og myndapantanir
bíða vestra.
Móðir hennar, Helen, lætur
sér ekki nægja að mála blóma-
myndir, þó hún sé orðira 78 ára,
heldur fæst hún líka enn við
ljóðagerð og kveðst hafa mik-
inn hiug á að gefa út sína fyrstu
ljóðatoók, með úrvali af ljóðuin
laragrar ævd. Hún hefur ort sáð-
an um 1930 og oft átt Ijóð í
Alberta Poetry Yearbook. Bók-
in, sem húra er að taka saman,
á að heita „CLotlh of gold and
other poems“.
Helen Sveirabjörnsson Lloyd
er elskuleg gömu.1 kona með
ákaflega lífleg augu. Hún var
þreytt eftir ferðalagið til ís-
lainds, hafði ekkert sofið um nótt
ina og aðeins lagt sig áður en
við kornurn. En eftir einnar næt-
ur svefn, kvaðst hún hlakka til
að hitta ættingjana hér, sem
hún hefur haldið bréfasam’baradi
við, og fara í kirkjugarðinn að
leiði foreldra sinraa, Eleanóru og
Sveinbjörns Sveinbjörnissonar,
tónskáldsiras, sem gaf okkur m.a.
lagið við þjóðsömginn okkar.
— E. Pá.