Morgunblaðið - 09.07.1970, Side 28

Morgunblaðið - 09.07.1970, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1&70 i I I I i í John Bell I NJETUR HITANUM i i i í i i i i i — Jú, það getið þér vafalaust I gert, sagði Sam. Hann langaði til að tala í samúðartón, en réð ekki almennilega við orðin. | — Ef þér viljið, getið þér kom ið með mér núna. Svo verður yð ur ekið heim aftur. Þegar Sam ók eftir hlykkjótta veginum, með Endicott við hlið sér, hafði hann ekki augun af veginum og gætti vandlega að hverri hreyfingu, til þess að láta bílinn renna jafnt og ró- lega. Hann ók enn afskaplega vandlega, er hann kom að stöð- inni í ráðhúsinu með farþega sinn. Svo gekk hann á eftir hon um upp tröppurnar og inn í gamigámm og a@ aÆganeiðslborðimu. Sam hafði ætlað sér að fara, þegar hér var komið, og fá leyfi til að fara heim. Þegar Endi- cott gekk með Arnold til lík- hússins, snerist honum samt hug ur og hann gekk á eftir eldri manninum, með þeim ásetningi að veita homjuim sdðíerðiilagan styrk, ef þörf gerðist. Hamn bölv aði þeirri stumd, er ábreiðan var tekin af líkinu og Endicott kink aði kolli vesældarlega. — Þetta er lík Maestro En- rico Mantoli, sagði hann, og er hann hafði þannig gegnt skyldu sinni, sneri hann sér snöggt við til þess að fara. En úti í gang- inum sagði hann: — Mætti ég tala við lögreglustjórann ykk- ar? Fred, sem var við afgreiðslu- borðið, tók símann. Augnabliki síðar kinkaði hann kolli og Sam, sem vissi til hvers var af hon- um ætlazt, fór á undan. — Hr. Endicott, þetta er Gillespie lög- Cabon plötur Birki- og beyki-gabonplötur. PLÖTURNAR fást hjá T.Á.J. Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. hf. Laugavegi 148 — Sími 11333. reglustjóri, sagði hann, er þeir komu í skrifstofuna. Endicott rétti fram hönd. — Við höfum nú sézt, sagði hann, blátt áfram. Ég er bæjarfulltrúi. Gillespie stóð upp og gekk fljótt frá sæti sínu. — Já, vitan lega, hr. Endicott. Og þakka yð- ur innilega fyrir að koma hing- að. Hann gekk aftur að sæti sínu og sagði: — Gerið svo vel að fá yður sæti. George Endicott settist var- lega á harða eikarstólinn. — Herra lögreglustjóri, sagðihanm — ég veit, að þér og yðar menn munu gera sitt bezta til að finna manminn, sem á sök á þessu og refsa honum. Ef ég get eitthvað hjálpað, skuluð þér láta mig vita. Maestro Mantoli var góður vinur minn og það var fyrir mitt tilstilli að hanm kom hingað. Að því leyti áttum við sök í dauða hans. Þér farið sjálfsagt nærri um, hvernig mér er inman- brjósts? Gillespie seildist eftir pappírs blokk og tók penna af borð- inu. — Kannski þér getið sagt mér eitthvað núna, sagði hann. — Hve gamall var hiran látni? — Enrico var fjörutíu og sjö ára. — Giftur? — Ekkill. Nánustu aðstandendur? — Dóttir hans, Duena, einka- bam. Hún er gestur hjá okkur núna. — Þjóðerni? — Hann var Bandaríkjaborg- ari. Gillespie hleypti ofurlítið brúnum, en sléttaði svo aftur úr andlitinu. — Hvar fæddur? spurði hann. Endicott hikaði. — Einhvers staðar á Ítalíu. Ég man það ekki svo alveg fyrir víst. — Ég held í Genúa, skaut Virgil Tibbs inn, hóglega. Báðir mennirnir sneru sér við til að líta á hann. Endicott varð fyrri til. — Voruð þér vinur Ma estro Mantoii? spurði hann. — Nei, ég hafði aldrei þá ánægju að hitta hann. — En samkvæmt boði Gillespie lög- reglustjóra, skoðaði ég lík hans í morgun. — Endicott setti upp spurnar- svip. — Eruð 'þér . . . útfarar- stjóri? sagði hann Tibbs hristi höfuðið, en áður en hann fengi svarað, tók Gilles piie fraim í: — Vingil hérna er rannsóknarlögreglu maður frá Beverley Hills í Kalí forníu. — Pasadena, leiðrétti Tibbs. — Jæja, gott og vel, Pasa- Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Ekki er allt sem sýnist, og Þú færð furðulegar fréttir Nautið, 20. apríl — 20. maí. Gerðu ráð fyrir dálítilli ringulreið i svipinn fyrri partinn. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Allir eru dálítið ruglaðir, en reyndu að fara ekki meira út af laginu en hinir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það er alveg eins gott að vera ekkert að fýta sér, ef enginn tekur eftir þvi, hvað iiú hefst að. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Fáanlegar upplýsingar eru líklegar til að vera dálítið samhands- lausar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Erfitt reynist að halda friðinn þessa dagana. Vogin, 23. september — 22. október. Bezt er að halda ókunnugum í fjarlægð. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Búðu þig undir að hafa óvenjuleg vinnuskilyrði i dag. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Sumir eru alltaf að veðja á rangan hest. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þvi minna sem þú gerir af þvi að endurskipuleggja, þeim mun betra. Hlustaðu eins vel og þú getur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Treystu á sjálfan þig um fram allt. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Reyndu að finna jafnvægi milli tveggja afla, sem togast á um þig. Þú græðir á því að hafa cyrun opin. Segðu sem minnst að óathuguðu máli. dena. Breytir það nokkru? Reið in í röddirani duldist ekki. Gillespie stóð upp. — Ég hef ekki heyrt yður nefndan sagði hann og rétti fram höndina. Unigi maðurinn tók í hana. — Ég heiti Tibbs. — Gleður mig að kynnast yð- ur, hif. Tibbs, sagði Endicott. — Hvers konur rannsóknir fáizt þér við? — Það er nú ýmislegt. Ég hef verið í eiturlyfjamálum, umferð- ar- og innbrotamálum, en ann- ars er ég helzt í morðmálum, nauðgunum og meiri háttar glæpamálum. Endicott sneri sér að Gilles- pie. Hvernig víkur því við, að hr. Tibbs er hér? spurði hann. Þegar Sam Wood sá svipinn, sem kom á Gillespie, varð hon- um ljóst, að þarna varð hann sjálfur að svara til sakar. — Ég fann Virgil á járnbrautarstöð- inni, þar sem hann var að bíða eftir lest, og tók hann semgrun aðan mann. En svo komumst við að því, hver hann var. — Wood lögregluþjónn var snar í snúningum, sagði Tibbs. — Hann vildi ekki eiga það á hættu að láta hugsanlegan morð- ingja koma sér undan. Á þessari stundu skeði það í fyrsta sinn, að Sam Wood varð vel til negra. Endicott talaði aftur til manns ins frá Pasadena. — Hve lengi verðið þér hér í Wells? spurði hann. — Þangað til næsta lest fer, svaraði Tibbs. — Og hvenær er það? — Mig minnir, að það sé kl. 3.40 í dag Endicott kinkaði kolli til merk is um, að hann léti sér þetta NÝTT - NÝTT frá HUDSOK LYKKJUFASTAR sokkabuxur LIVALONG teg. 12 sem endast lengur HUDSON INTERNATSONAL NÝ SENDING KOMIN Pantanir óskast endurnýjaðar Dovíð S. Jónsson & Co. hí. S/Mf 24-333 _____________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.