Morgunblaðið - 29.07.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1970 „Hatrömm borgara- styrjöld” á skátamótinu aö Hreöavatni Á skátamótinu sjást stundum langar raSir af skátum, en það er yfirleitt ekkert til að gera veð- ur út af, því þá er annað hvort verið að ganga fylktu liði á varðeld eða einhverja hátíðarsam- komu, og eins getur verið um danskennslu að ræða. En þessi röð er öllu alvarlegri, því í henni standa skátar, sem eru að bíða eftir símasambandi til ýmissa staða á landinu, en hafa þurft að bíða lengi, þar sem sú eina lína, sem skátarnir hafa tí| umráða, annar ekki allt af öllum þeim símtölum, sem beðið er um. Og raunar er ekki rétt að segja að skátarnir hafi lín- una til umráða, því hún á einnig að nægja Hótel Bifröst og Hreðavatnsskála, og þegar verst er, annar hún ekki einu sinni simtölum til og frá þessum tveimur stöðum. Svo að það er ekki nema von að skátamir þurfi að bíða í löngum röðum, en vonandi verður bætt úr þessu vand- ræðaástandi hið snarasta. Við höfðum samband við Reyni Aðalsteinsson, póstmálastjóra mótsins, og inntum hann eftir þessum vandræðum. Hann kvað þetta að vonum hagalegt fyrir mótsgesti og einnig móts- stjórn, og vissi hann tii þess að matarpantanir fyrir landsmótið hafi orðið að dragast fram á allra síðustu stund vegna sambandsleysis. Hins vegar sagði Reynir, að póstþjónustan gengi mjög vel og mun betur en á landsmótunum 1962 og 1966, en þá sá hann einnig um þessi mál. Hann sagði, að allir skátar á mótinu væru skyldaðir til að senda minnst eitt bréf eða kort heim til sín, og væri því mjög mikið að gera hjá póstþjónustunni, en þar g'engi allt að óskuin og salan mikil. í GÆR var mikið líf og fjör á skátamótinu að Hreðavatni. Um morguninn voru allir vaktir á slaginu átta með lúðrablæstri, og eftir morgun- þvottinn var framreiddur morgunverður, reykt síld, te og brauð. Að minnsta kosti stóð það á matseðlinum, en við sáum yfirleitt kakó í glös unum og ost á brauðinu. En bað fór að minnsta kosti al- veg nógu hratt í skátamagana. Síðan var tjaldbúðaskoðun, og fánahylling, en síðan hófust leikir og störf dagsins. íþrótt- ir, gönguferðir, könnunarferð- ir, bílferðir, þrautir og keppni, og einnig gátu menn setzt á skólabekk og lært þjóðdansa, ensku, leyniletur, jafnvægisgöngu, líflínuköst og hjálp í viðlögum. Var þátt- takan góð í öllum greinum dagsins. og engan sáum við aðgerðarlausan, en hins vegar virtust allir áhyggjulausir, og það var indælt . Hádegisverðinum var frest- að til kvölds. þar sem kjöt- farsið í kjötbollurnar var gaddfrosið og þiðnaði hægt. En í staðinn var kvöldmatur- inn, skyr og brauð, borðaður í sumum búðum en hádegis- grauturinn, hrísgrjónavelling- ur, í öðrum. Eftir hódegi var svo leikj- um og haldið. í gærkvöldi skátastörfum fram var haldinr næturleikur, geysihörð og grimmdarleg borgarastyrjöld milli hallarbúa og þorpsbúa. Þorp-búarnir í sex þorpum vildu gera uppreisn og berj- ast gegn kúgun aðalsins, sem Þessir snaggaralegu strákar smíðuðu tjaldið sitt sjálfir úr trönuspírum og plastdúki. Þeir geta sofið í því fimm talsins og að sögn er það svo haganlega smíðað, að þeir sólbrenna í því frá klukkan sex á morgnana. Þeir kalla sig Hvolpa og eru i skátafélaginu Dalbúum frá Reykjavík. bjó í fjórum höllum. En þar sem þorpsbúarnir voru ekki mjög margir, var það aug- ljóst að þeir yrðu að berja á hallarbúum í sameiningu. For ingjar þorpanna áttu því að reyna að ná sambandi hvor við annan áður en þeir gætu ráðizt á hallirnar. Hið sama urðu hallarbúar reyndar a<5 gera lí'ka til að eiga einhvern möguleika á að verja sig og sína. Baráttan var geysihörð og þegar síðast fréttist var ómögulegt að sjá hvor aðilinn færi með sigur af hólmi. í dag er dagskráin með sama sniði og í gær, nema hvað skipt hefur verið um rétti á matseðlinum og í stað næturleiksins eru varðeldar hjá hverju félagi fyrir sig. Veðrið í gær var sæmilegt, skýjað og hálfkalt og lá við rigninigu. Engin teljandi ó- höpp hafa orðið á mótinu, að- eins þessi venjulegu smáslys; nokkrir hnífsskurðir og skein- ur, einistaka snúinm fótur og togmaðuir, en ekkert, sem orð er á geramdi. Hefuir gæzlu- stjóri mótsins, Magnús Jón,s- son, sagt, að adlt ganigi eins og bezt vetrður á kosið og von- andi verðuir það þan.nig líka það sem eftir er mótsins. — s.h. — Svipazt Framhald af bls. 28 Þorvaldsson, flugmaður, er staðsettur á Egilsstöðum með flugvél sína, Cessna-180, sem hann hefur í leiguflugi, fer með fólk niðuir á firðina og í sjúkraflug til Reykjavíkur. Hann hóf sig nú á loft með Hákon inman borðs, auik blaða manns Mbi., sem þama var staddur. Flogið var sem lieið liggur upp Eyvindarda!, sem er þröngur dalur, og fylgt símalínunni, Þegar upp úr hon um kom á heiðina, tók að heyrast sagt í flngvélinini: — Þarna eru spor yfir skafl. Hér hafa þeir farið um. Og hér hjá sæluhúsi á heiðinni var snúið við niður dalinn aftur. Og þama voru kapp- arnir, 12 tímum eftir að þeir lögðu af stað. Stóðu 1 ánni og virtust vera að fá sér vatn. Þeir veifuðu fluigvélimni og var sýnilega ekkert að þeim. Þeir áttu meira að segja frem ur stuitt eftir ofan að vegi, siem kemur úr Mjóafirði og liggur þarna niður að Egils- stöðum. Sennilega höfðu þeir lagt sig einihvern tíma nætur, kanmski í sæluhúsinu. LEIGUFLUG Á FIRÐINA Þarna hafði þessi litla flug- vél Leyst á 20 mínútum verk, sem hefði kostað mikla fyrir- höfn leitarfólks og göngu. Gunnar flugmaður sagði fréttamanni blaðsins að hanm flygi mest niður á firðina frá Egilsstöðum, en þar eru víð- ast litlir flugvellir, eins og í Borgarfirði, Vopniafirði, Nes- kaupstað, Reyðarfirði, Fá- skrúðsfirði, í Eydölum í Breið dal og á Djúpavogi. Þar sem flugvélin kostar 3500 kr. á klukkutímann og á þeim klukkutíma kernst hún 150 mílria hringferil frá Egils- stöðum og getuir tekið fjóra farþega, þá sé þetta ódýrara en leigja bíl, einikum ef farið er til Vopnafjarðair, í Brsiðdal og til Norðfjarðar. En nauð- synlegt sé að hafa gott um- boðsmiannakerfi á fjörðunum, til að geta tekið farþega til baka. Leigjandi flugvélarinm- ar hefur ráðstöfunarrétt á henni til baka. En Gu.nnar sagði, að Aust- firðingar færu sér hægt og væru dálítið tregir til að nota slíkt leiguflug. Sumir væru hræddir. Ekki eru það þó aí'l- ir, því síðdegis átti Gunmar að fljúga til Þórshafmar með barn, sem foreldrarnir vildu láta skíra þar. Ætlaði hamn að bíða meðan barnið yrði skírt og korna með fjöliskyld- una til baka um kvöldið. í vetur er svo flugvélin notuð ti] póstflugs á af- skekkta staði, farið einu sinni í viku með póst til Raufar- hafnar, Þórshafnar, Vopnia- fjarðar óg til Breiðdalsvíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.