Morgunblaðið - 29.07.1970, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1970, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1970 Meistaramótið: íþróttafólkið í - o g af rekin batna í samræmi við það betri æfingu en áður 5009 metra hlaupið nýlega hafið. Sigfús Jónsson hefur forystuna, en hann sigraði í hlaupinu á sínum bezta tíma. Þá kemur Halldór Guðbjörnsson er hætti er tveir hringir voru eftir. Bak við Halldór eru Ágúst Ásgeirsson, ÍR, og Steinþór Jóhannesson, UMSK, þá kemur Jóhann Garðars- son, Á, og Gunnar Kristjánsson Á. UM HELGINA fór fram aðal- hluti Meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum á Uaugardals- vellinum í Reykjavík. Þegar á heildina er litið verður að segja að mótið hafi verið ágætlega heppnað og borið vitni um þá framför, sem hérlendis er nú loksáns að verða á þessu sviði íþrótta. I 24 greinum af 30 náð- ist t.d. betri árangur en á meist- aramótinu í fyrra og segir það sína sögu, og í einstökum grein- um náðist betri árangur en á meistaramótum í allmörg ár, t.d. í spretthlaupunum og boðhlaup- unum. Ánægjulegt er einnig, að unga fólkið er í stöðugri fram- för og bætir sig með hverju móti — bendir það til þess að það leggi rækt við æfingarnar og ef svo er þarf engu að kvíða, því efniviðurinn er fyrir hendi, nú sem oftast áður. KR-ingar sáu um framkvæmd mótsins og fórst það ágætlega úr hendi, og það sem meira var, áhorfendur, sem voru að vísu Páll Eiriksson, KR, — miklar farir í spjótkastinu. heldur fáir, fengu stöðugar frétt ir af því seim var að gerast á vell inum. Allt virðist vera á réttri leið. Og þó? Eitt var mjög miður á þessu móti og hefur reyndar ver ið á frjálsíþróttamótum hérlend- is. Er það hvað mikil forföll verða í einstökum greinum frá skráðri þátttöiku. Það veldur óneitanlega vonbrigðum þegar maður er með lista yfir 11 þátt- takendur í einni hlaupagrein, að sjá aðeins fjóra hlaupa. A þessu þarf nauðsynlega að verða breyt irag og því fyrr því betra. Kepp- endur verða að gera það upp við sig áður en tií ikeppninnar kem- ur í hvaða greinum þeir ætla að keppa og skrá sig samkvæmt því. Svo sem við sögðum frá í Mbl. í gær var eitt Íslandsmet sett á mótinu og var það í 4x100 metra tooðhlaupi kvenna, þar sem sveit UMSK hljóp á 52,2 sek. Eftirtal- in meistaramótsmet voru sett: 100 metra hlaup kvenna: Krist ín Jónsdóttir, UMSK, 12,7 sek. (Hástökk kvenna: Anna Lilja Gunnarsdóttir, Á, 1,54 metr. Kringlukast: Erlendur Valdi- marsson, ÍR, 52,54 metr. Sleggjukast: Erlendur Valdi- roarsson, ÍR, 54,14 metr. 200 metra hlaup kvenna: Krist ín Jónsdóttir, UMSK, 27,0 sek. Verður þá vilkið að keppnis- greinunum: 400 METRA GRINDAHLAUP í fyrstu grein mótsins sigraði Trausti Sveinbjörnsson, UMSK, með miklum yfirburðum og náði eínum bezta tíma 55,7 sek. og fer nú að styttast i fslandsmetið 54,6 sek. hjá honum. Haukur Sveins- son, KR, byrjaði hlaupið vel, en á þriðju og fjórðu grind hitti hann mjög illa og datt og meiddi sig nokkuð. Var hann þar með úr leik, en annar varð Guðmund ur ólafsson, ÍR, á 62,0 sek. hástökk Svo sem vænta mátti sigraðd Jón Þ. Ólafsson, ÍR, með yfir- burðum í hástökkinu og stökk 2,03 metra. Sýnir það að Jón er nú í betra formi en oft áður og ekki er ólíklegt að hann geti bætt árangur sinn við hagstæð skilyrði síðar í sumar. Elías Svednsson, ÍR, varð annar með 1,90 metra. Reyndi hann síðan að bæta drengjamet sitt og stökkva 1,96 metra, en það tókst ekki að þessu sinni. í þriðja sæti var svo fslandsmethafinn í kringlukasti, Erlendur Valdimarsson, sem náði nú sínum bezta árangri í há- stökki og stökk 1,90 metra. Geri aðrir kringlukastarar betur! Fjórði varð Stefán Hallgrímsson, UÍA, stökk 1,80, 5. Jóhann Jóraas son, IJMISE, 1,75, 6. Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 1,75 og 7. Karl West, UMSK, 1,70. KÚLUVARP Guðmundur Hermannsson sigr aði með ótrúlegum yfirburðum i kúluvarpinu, og var þó ekki ná- lægt sínu bezta. Kastaði 17,35 m. Við verðlaunaafhendinguna var Guðmundi afhent fögur stytta — gjöf frá KR-ingum fyrir 30 ára keppnisferil. Annar í kúluvarp- inu varð Ari Stefánsson, HSS, sem kastaði 14,07 metra, þriðji Hreinn Halldórsson, HSS, sem kastaði 13,81 metra. 4. Ólafur Unnsteinsson, HSK, með 12,75 metra. LANGSTÖKK Keppni í langstökki var mjög tvísýn og árangur góður á okkar mælikvarða. í fimmtu umferð tók Guðmundur Jónsson, HSK, afger andi forystu og stökk 6,99 metra sem er bezti árangur ársins. Ólaf ur Guðmundsson, KR, varð ann- ar með 6,88 metra og Valbjöm Þorláksson, Á, þriðji með 6,86 metra. Fjórði varð svo Friðrik Þór Óskarsson ÍR, sem stökk 6,81 metra og munaðd því ekki nema 7 sm. á öðrum og fjórða manni. Fimmti varð Páll Ólafsson, USV H, stÖkk 6, 49 metra og hafði hann hvað skemimtilegastan stökkstíl keppenda. 6. Stefán Hallgrímsson, UÍA, 6.45. 7. Bjarni Guðmundsson, KR, 6,06 metra. 800 METRA HLAUP í 800 metra hlaupinu tók Hall- dór Guðbjörnsson, KR, þegar for ystu og fór nokkuð geyst. Fylgdi Sigvaldi Júlíusson, UMSE, hon- um lengi vel eftir, en varð að gefa svolítið eftir í síðari hringn um. Si-gvaldi er bráðefnilegur hlaupari og í stöðugri framför. Tími Halldórs var 1:56,1 mín., sem er bezti tími hérlendis í ár, Sigvaldi hljóp á 2:00,8 mín., þrdðji varð Helgi Sigurjónsson, UMSK, á 2:07,7 mín. og fjórði Böðvar Sigurjónsson, UMSK, á 2:08,3 mín. 100 METRA HLAUP KV'ENNA Skemmtilegasta keppni fyrri dag mótsins var 100 metra hlaup kvenna og í úrslitahlaupinu var baráttan milli Kristínar Jónsdótt ur, UMSK, og Ingunnar Ednars- dóttur, ÍBA, geysihörð. Ingunn var á undan mestan hluta hlaups ins en Kristín sýndi mikla keppn ishörku og tókst að fara framúr á síðustu metrunum. Timi henn- ar var 12,7 sek. Aðeins 1/10 úr sek. lakara en íslandsmet henn- ar, Ingunn hljóp á 12,8 sek., og þriðja varð Jensey Sigurðardótt ir, UMSK, á 13,0 sek., en hún er mjög efnilegur hlaupari. KCLUVARP KVENNA í kúluvarpi kvenna varði Bmelía Baldursdóttir, UÍMSE, ís- landsmeistaratitil sinn og kast- aði 2 sm lengra en í fyrra 10,36 metra, sem er ágætt afrek á okk- ar mælikvarða. í öðru sæti varð Alda Helgadóttir, UMSK, með 9,89 metra og þriðja varð Gunn- þórunn Geirsdóttir, UMSK, með 9,44 metra. Báðar eru þessar stúlkur bráðefnilegar og geta bætt sig verulega með meiri æf- ingu. 200 METRA HLAUP Bjarni Stefánsson, KR, hafði mikla yfirburði í 200 metra hlaup inu og var hann búinn að ná keppinautum sínum áður en á beinu brautina kom. Tíminn 21,7 sek. er hans bezti, en meðvindur mun hafa verið aðeins of mikill. Keppni um annað sætið varð harðari, en Trausti Sveinbjörns- son hljóp ágætlega síðari hluta hlaupsins og fékk tímann 23,3 sek. Vilmundur Vilhjálmsson, KR, varð þriðji á 23,9 sek., en hann er efni í mjög góðan sprett hlaupara. 4. örn Petersen, KR, 24,4 se(k., 5. Sigurður Geirsson, KR, 24,8 sek Báðir eran í drengja flokki. HASTÖKK KVENNA íslandsmethafinn, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Á, sigraði örugg- lega í hástökkinu og setti nýtt meistaramótsmet 1,54 metra. Reyndi hún næst við fslandsmet ið, en tókst ekki að slá það að þessu sinni. f öðru sæti varð Sig ríður Jónsdóttir, HSK, stökk 1,40 metra og sömu hæð stökk einnig Kristín Björnsdóttir, UM SK, sem varð þriðja. SPJÓTKAST í fyrstu umferð spjótkastsins tók Ólafur Unnsteinsson, HSK, forystu með 50,60 metra kasti, en í þriðju umferð náði Páll Eiríks son, KR, sigurkasti keppninnar 59,00 metr. Páll er á réttri leið spjótkastinu og 60 metra kast er áreiðanlega stutt undan hjá hon um. f öðru sæti varð svo lands- liðsmaðurinn Sigmundur Her mannsson, ÍR, með 55,54 m og þriðji varð Finnbjörn Finnbjörns son, ÍR, með 52,10 metra, 4. Val- björn Þorláksson, Á, 51,50 metr., 5. Elías Sveinsson, ÍR, 51,15 m., 6. ólafur Unnisteinsson, HSK, 50,60 metr. 5000 M'ETRA HLAUP Sjö keppendur hófu keppni í 5 km hlaupinu og leiddi Jón Sig- urðsson, HSK, hlaupið fyrstu hringina en þá tóku þeir Hall- dór Guðbjörnsson, KR, og Sig- fús Jónsson, ÍR, við og fylgdust þeir að hring eftir hring. Þegar aðeins 3 Ihringir voru eátir dróst Halldór verulega aftur úr og hætti síðan hlaupinu. Sigfús sigraði á sínum bezta tíma 15:42,2 mín., og tekur haran stöðugum framförum. Jón H. Sig urðsson varð annar á 16:11,6 min„ og Ágúst Ásgeirsson, ÍR, þriðji á sínum bezta tíma 16:52,4 mín., en sama má segja um Ágúst og Sigfús að framfarirnar eru augljósar. í hlaupinu tóku tveir sundmenn frá Ármanini þátt og stóðu sig báðir með sóma. Jó- hann Garðarsson varð fjórði á 17:09,4 mín., sem er ágætt hjá al- gjörum nýliða og Gunnar Kristjánsson hljóp á 18:05,6 mín. 4x100 METRA BOÐHLAUP Fyrirfram var talið að sveit KR myndi vinna léttan sigur í 4x100 metra hlaupinu, en svo reyndist þó ekki vera. Sveit HS K, veitti óvænta og harða keppmi og var ekkert nema geysigóður sprettur Bjama Stefánssonar, sem færði KR gullverðlaunin. Tími KR var 43,4 sek., sem er bezti tími sem náðst hefur hér í boðhlaupi um nokkurt skeið, en tími HSK var 44,8 sek., sem er nýtt Skarphéðinsmet. í sigursveit KR voru auk Bjarna þeir Einar Gíslason, Ólafur Guðmundsson og Haukur Sveinsson, en í sveit HSK voru bræðurnir Guðmund- ur og Sigurður Jónssynjr, Sævar Larsen og Marinó Einartsson. í þriðja sæti í boðhlaupinu varð svo drengjasveit KR sem hljóp og skipti afbragðsvel og setti nýtt drengjamet 46,0 se(k. Sveitina skipuð-u: örn Petersen, Vilmundur Vilhjálmsson, Sigurð ur Geirsson og Borgþór Magnús son, Sveit ÍR varð í fjórða sæti og sveit UMSK í fimmta. 110 METRA GRINDAHLAUP Sex keppendur voru í 110 metra grindahlaupinu og framan af var mjög jöfn keppni milli Val bjöms og Borgþórs, en um mitt hlaupið náði Valbjöm forystu og sigraði örugglega, á 15,2 sek. sem er mun betri tími en honum nægði til sigurs á meistaramót- inu í fyrra. Borgþór hljóp á 15,4 sek. Þriðji varð Stefán Hallgríms son, UfA, á 16,1 sek. og fannst manni tímamunurinn á honum og Borgþóri óeðlilega mikill. 4. Hróðmar Helgason, Á, 16,6 sek., Halldór Guðbjörnsson, KR, sigraði í 800 og 1500 metra hlanp- um, en Sigvaidi Júlíusson, UMSE, bráðefnilegur hiaupari veitti honum nokkra keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.