Morgunblaðið - 12.08.1970, Blaðsíða 6
6
MOKOUINBÍLAÍMÐ, MIÐVEKUDAGUR, 12. AöÚST 1970
FRÁ BÓLSTURGERÐ
Suðumesja. Höfum opnað að
loknu sumarleyfi. Gjörið svo
vel og liítið inin. Bólsturgerð
Suðumesja, Sóttúmi 4, Kefla-
vík, sírnii 1484.
KEFLAVlK
Umg kona, vön skrifsit'ofu störf
um ósteiir eftiir sta'rfi. Tiilib.
merkt: „Viinna 921" send'ist
afgr. Mbl. í Kefliavjik fyniir
föstiudag.
V.W. ÁRG. '68—'69
í fuMikomniu kagii og vel út-
Uppl. í siíma 36308 f, ti. og
á kívötd im.
HVER VILL LEIGJA
tV'eim'Uir sikóla'ptlitum 2ja be'r'b.
íbúð eðe 2 herb. ásamt baói,
helzt sem naast M'iðibiænium.
Uppl. í sfma 92-1641.
BIFREIÐASTJÓRAR
Óslkium eftir að ráða tvo biif-
reiðastijóra.
Bifreiðastöð Steindórs s.f.
Sími 11588.
FLUGVÉL TIL SÖLU
4ra sæta sjó- og kamdvél ti'l
söl'u. Uppl. í síma 11588.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Fkngvétefjóri með konu og 2ja
mánaða bairn, ósikar eft'ir 3ja
tverb. íb'úð strax í Rvík, Kópa-
vogi eða Hafnarf, THb. send-
fst Mbb f. laugard. m.: „5433"
3JA TIL 5 HERB. ÍBÚÐ
óSkast á leigu í Hafnarfirði.
Lyst/bafen'd'ur hringi í síma
82023.
TIL SÖLU ZEPHYR 4, '64 ÁRG.
einikaibiilil, Til sýmis að Hát'úni
14, Keflavik. Sími 92-2362
eftfr kl. 17 00.
SÆLGÆTIS- OG TOBAKS-
VERZLUN með py'lisusöl'u í
Miðlb'ongiinnii tfl söllu. Tfllboð
sendist afgr. Mbl fyrir kil. 3
á föstiudag menkt: „Góð við-
skifpti — 5182".
KEFLAVÍK — ATVINNA
Reg'losöm stúlika óskast ti'l
afgre iðisl'ustanfa.
STAPAFELL, Keflavík.
REGLUSAMUR MAÐUR
úti á temicfi vaintar henbengii,
sem næst Stýrimanimaisikó'ten-
um frá 15. sept. m. k. Regíu-
semi ásk'flftn. Uppl. síma 93-
6292.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Ungt par óskar eftfr 2ja hertb.
íbúð í Rvík sem nœst Sjó-
mannasikótenium fyrir 1. okt.
Fynirframgreiðiste ef óskað er.
Uppl. í sfma 92-8250.
ÞÆGILEG iBÚÐ ÓSKAST LEIGÐ
Regkusemi og góð umgengmi.
Sími 25607 eftfr ki 18.00
GULLARMBANÐ
m'úrsteiirvsmymst'ur tapaðist
fyrir um það bil Vi mámuði á
Laugavegi eða Stkótevörðn-
stfig. Vfmsamtegaist hringið i
síma 10239.
SV0NA Á EKKI AÐ AKA
Mynd þessi er tekin fyrir
nokkru upp í Hvaifirði. Bíllinn
á myndinni hafði ekið lengi lús-
hægt á undan öðrum, aðallega á
vinstri kanti eða þá á miðjum
veginum eins og sést á mynd-
YÍSUK0RN
Ófögur mannlýsing.
Huglaus pjakkur hærugrár,
hokinn, frakkur, ljótur,
höfuðblakkur, heilasmár,
herðaskakkur þrjótur.
(ort árið 1968).
S. Þorvaldsson.
inni, án þess að sinna að neinu
ieyti flauti bílsins, sem fram úr
vildi fara.
Við birtum mynd þessa til leið
beiningar bílstjórum og áminn-
ingar þeim, að það er skylda að
hleypa bíl framúr, þeim sem
framúr vill fara, ef það er mögu
legt vegna umferðar eða vegar.
Annað er engum bílstjóra sæm-
andi. Slysahætta er líka talsverð
við sífelldar tilraunir til framúr
aksturs, þegar bíllinn á undan
gefur ekkert eftir af veginum
eða dregur úr hraða. Af tillits-
semi við bílstjórann á bíl þess-
um, höfum við strikað yfir núm-
er bílsins. Máski ætti ekki að
gera það? Það kynni að kenna
honum enn betri lexíu.
Þakkið Drotni, þvi að hann er góður. Því að miskunn hans
varir að eilífu. (Sálm. 107.1).
f dag er miðvikudagur 12. ágúst og er það 224. dagur ársins
1970. Eftir lifa 141 dagar. Tungl lægst á lofti. Ardegisháflæði
kl. 0.51. (Úr fslánds almanakinu).
AA- samtökin.
viðtalstími er í Tjarnargötu 3c a?la virka daga frá kl. 6—7 e.h. Sími
•-Ö373.
Almtsnnar upplýsingar um læknisþjónustu i horginnl cru gcfnar
simsvara Læknafélags Reykjavíkur, sima 18888. l,ækningastofur eru
lokaðar á laugardögujn yfir sumarmánuðina. Tekið verður á mótl
beiðnum nm lyfseðla og þess háttar «vð Gr.rðastræti 13. síml 16195,
frá kl. 9-11 á laugardagsmorgnum
Tannlæknavaktin
er i Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudagá frá kl. 5—6.
Næturlæknir í Keflavík
12.8. og 13.8. Kjartan Ólafsson.
14., 15. og 16.8. Arnbjörn Ólafss.
17.8. Guðjón Klemenzson.
Læknisþjónusta á stofu á laugar-
dögum sumarið 1970.
Sumarmániuðina (júní-júlí-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vík lokaðar á laugardögum, nema
læknastofan í Garðastræti 14, sem
er opin alla laugardaga í sumar
kl, 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabeiðnir hjá læknavaMinni
sími 21230, fyrir kvöld- nætur- og
heLgidagabeiðnir.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið aila daga, nema laugar-
daga, frá kl. 1.30—4. Aðgangur
ókeypis.
SA NÆST BEZTI
Guðlaugur Tryggvi Karlsson var eitt sinn spurður að því,
hvaða starf hann kysi sér helzt, ef hann hefði frjálst val. Skil-
yrðið þótti nokkuð rausnarlegt og svona var svarið.
Hvert það starf, ég helzt mér kýs ?
Hérna er svar spurnar þinnar.
Konungur íslands klár, sæll og vís
og keisari heimsbyggðarinnar.
„Hún trúði þessu
hún amma mín”
f dag kynnum við skáldiö
Guðmnnd Guðmimdsson, sem
löngum hefur verið kallaður
„skólaskáld". Guðmundur
fæddist að Hrölfsstaðahelli í
Landsveit í Bangárvalla-
sýslu, 5. september 1874.
Foreldrar hans voru Guð-
mundur Guðmundsson á sama
stað og kona hans Guðrún
Jónsdóttir frá Þorkelsgerði í
Selvogi Jónssonar. Guðmund
ur lauk stúdentsprófi 1897, og
cand. phil varð hann árið eft
ir. Hann las læknisfræði um
skeið, en hvarf frá því námi.
Fékkst við ritstörf, blaða-
mennsku og ljóðagerð, er var
aðalævístarí hans. uann orti
mikið á skólaárum sínum, og
þaðan er viðurnefnið „skóla-
skáld". Átti hann um tíma
heima á Akureyri, alllengi á
ísafirði, en fluttist 1913 til
Reykjavíkur og átti hér
heima til æviloka, en hann
andaðist 19. marz 1919.
Hann starfaði talsvert í
Góðtemplarareglunni. Hann
var ritstjóri dagblaðsins
„Fréttir" um skeið. Helztu rit
sem eftir hann liggja eru
þessi: Kvæði, 1900, Streng-
leikar 1903, Gigjan 1906,
Friður á jörðu 1911, Ljósa-
skipti 1913, Ljóð og kvæði,
1917. Erlend ljóð, nokkrar
þýðingar 1924. Heildarsafn
ljóða hans kom út 1934. Kona
hans var Ólina Þorsteinsdótt
ir á Isafirði Stefánssonar,
KIBKJUHVOLL
Jónssonar prests á Svalbarða
Benediktssonar.
Við birtum til kynningar á
skáldskap Guðmundar kvæð-
ið:
Hún amma mín það sagði mér: „Um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til!
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. —
Þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.'
Hún trúði þessu, hún amma mín, — ég efaði ei það,
að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað.
Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til, —
ég lék mér þar ei nærri um sólarlagsbil:
Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin.
En forvitnin með aldrinum þó óx svo mér hjá
og einhver kynleg löngun og brennandi þrá. —
Á sumarkvöldi björtu um sólarlagsbil
á sunndegi Kirkjuhvols ég reikaði til.
-—■ I hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin.
Og er ég þar hjá hvolnum stóð við hamranna göng,
ég heyra þóttist kynlegan, ómfagran söng.
Og yfir öllum hvolnum og hæðunum þar
helgiblær og dularró svo undarleg var.
— 1 hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin.
Ég stóð. sem elding lostinn þar, ég starði hvolinn á,
þar stóðu dyrnar opnar, i björgin ég sá,
þar glöptu Ijósin sjónir með geislanna blik, —-
ég guðshús sá þar opið, — það kom á mig hik:
Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin.
Og dýrðleg var hún kirkjan sú, — á sveimi ég sá
þar svífa álfa ljósklædda um gólf til og frá,
og öldung sá ég standa þar altari við,
en allt i þoku ég sá það, — ég heyrði sífellt klið
af þung-glymjandi samhljómi klukknanna á kvöldin.
Og konu sá ég hvítklædda við kirkjunnar dyr,
— þá kaldur greip mig hrollur, er þekkti ég ei fyrr.
Hún varir aðeins bærði og benti mér frá
með björtum gullinsprota, og ljómi skein af brá,
og alltaf kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.
En óttablandna lotning mér innra ég fann hjá,
og eins og leiðslu fanginn gekk ég Kirkjuhvol frá.
Mér fannst ég brotizt hafa í helgidóm inn, —
mér hvellur kvað í eyrum með töfrahljóm sinn
hinn undarlegi samhljómur klukknanna á kvöldin.
En aftanblikið sveipar f jöll um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til:
Þú verður aldrei samur og áður, alla stund
í eyrum þér mun gjalla fram að siðasta blund
hinn undarlegi samhljómur klukknanna á kvöldin.