Morgunblaðið - 12.08.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1970, Blaðsíða 7
MÐBGUKTBtAÐJÐ, MTUVXKTJDAGUR, 12. ÁGÚST 1970 Guðmundur Kr. Jónsson, bóndi á Akri í Hvolhreppi, er sextugur í dag. Fáein heillaráð ínm hvernig ganga á af félags- skap dauðum: úr islenzka I.P.A. blaðinu. 1. Saektu ekki fundi. 2. En ef þú skyldir koma, komdu þá of seint. 3. Taktu aldrei að þér starf innan stjórnarinnar, því það er auðveldara að gagnrýna en vinna verkin. 4. Biðji fundarstjóri þig að segja álit þitt í sambandi við mjög mikilvægt mál, segðu hon- um þá, að þú hafir ekkert til málanna að leggja, en eftir fund inn, skaltu segja öllum hvernig hlutirnir ættu að vera. 5. Gerðu ekki meira fyrir fé- lagið en brýn nauðsyn er til, en þegar aðrir félagar bretta upp ermarnar til að taka til hend- inni, iáttu það berast að félag- inu sé stjórnað af „klíku“. 6. Greiddu ekki árgjaldið fyrr en i síðustu lög. PENNAVINIR Mr. Robert Testa, amerískur vísindamaður, 47 ára, ekkjumað- ur án barna, vill eiga bréfaskipti við íslenzkar konur milli 25—40 ára, á ensku. Heimilisfang hans er: Mr. Robert Testa, 1466 24th Avenue, San Franeisco, Caiifornia 94122, U.S.A. Manúel Brito, R. Antonio Ferro, 14/ev/esq Buraca — Damaia Portugal, óskar eftir að skiptast á bréf- um við 14 ára gamla drengi. Jorge Aperta, R. Abel Boteiho 25/3/esq Lisboa 4, Portúgal, óskar eftir að skiptast á bréfum við 15 ára gamla drengi. Odete Carvalha, R.D. Joad II Vivenda Castic Encosta Da Luz, Odivelas, Portúgal, óskar eftir að skiptast á bréfum við 17 ára gamlar stúlkur. Maria Jacinta Goncalves Cadete R. Da Igreja Pego Abrantes Portúgal, óskar eftir að skiptast á bréfum við 14 ára gamlar stúlkur. Antonio Barata Trav D. Estefania 19/30/dto Lisboa 1 Portúgal, óskar eftir að skiptast á bréfum við 15 ára gamla drengi. Isabel M. . Abel Boteiho 25/2/dto Lisboa 4 Portúgal, óskar eftir að skiptast á bréfum við 16 ára gamlar stúlkur. rr « 7. Verðir þú rukkaður, eftir að hafa borgað, segðu þig þá úr félaginu. 8. Gleymist að rukka þig, skaltu ekki borga. 9. Njótir þú einhverrar þjón- ustu félagsins, án þess að vera félagsmaðúr, gakktu þá ekki í félagið. 10. Þegar þú sítur fundi, þá greiddu atkvæði með að eitthvað verði gert, en vinn á móti því, er heim kemur. 11. Samþykktu allt, sem sagt er á fundinum, en vertu á móti því öllu eftir að fundi lýkur. 12. Ef þú ert beðinn um að gefa einhverjar upplýsingar, skaltu ekki gera það. (Úr ástralska I.F.A. Journal). Blöð og tímarit Náttúrulækningafélag fslands Hcilsuvernd 4. hefti er nýkoni ið út. Úr efni ritsins má nefna: Jarðvegur fýrir sýkla eftir Jón- as Kristjánsson. Áfengi og um- ferðarslys á Italíu. Kynnisför til Noregs og Danmerkur eftir Björn L. Jónsson. Enn um kostn að við hjartaígræðslu. Brauð- gerð Pöntunarfélags N.L.F.R. eftir Árna Ásbjarnarson. Er hægt að stöðva tannátu? Eitur- hemaður i Víetnam. Mataræði kringlukastarans. Ráð við líða- gigt. Um kartöflur og eitruð vamarlyf eftir Niels Busk. Upp skriftir eftir Pálínu R. Kjartans dóttur. Um vixl fótaböð. Á víð og dreif. Ritstjóri er Björn L. Jónsson. IPA-blaðið, 1. tbl. júlí 1970, er komið út, og meðal efnis má helzt geta: Lýsing á IEC-fundin um í París. IPA-fréttir. Bóka- þáttur. Eiturlyf og verkanir þeirra. Tólf tillögur um hvemig á að ganga af félagsskap dauð- um. Hvað er lögreglumaður? Parliamentary Anniversary Issue 1930, grein á ensku. Minn- ing um Leif Jónsson rannsókn- arlögreglumann. Margar mynd- ir eru í blaðinu. í ritnefnd eru: Sævar Þ. Jóhannesson og Reyn- ir Sveinsson. Frjáls verzlun, 6. tbl., 30. árg., 1970 er komin út, og meðal efnis má geta eftirfarandi: Orð í belg, lesendabréf. Á flakki, óstaðfest- ar íregnir. Samið um óðaverð- bólgu. Stimpilgjaldið er fleygur- inn í holdi viðskiptalífsins. Oí- fjölgun banka og glórulaus sjóðastarfsemi í landinu, viðtal við Stefán Hilmarsson, banka- stjóra Búnaðarbanka Islands. Afli úr sjó 1969. Hagnýting afla 1969. Framleiðsla sjávarafurða. Frumkvæði á sviði tækninnar er frumnauðsyn í - sjávarútvegi, grein eftir Jón Sveinsson, tækni fræðing. Gildi veiðitilrauna, grein eftir Guðna Porsteinsson fiskifræðing. Hagræðing, aukin vöruvöndun og fullvinnsia i hraðfrystiiðnaði, viðtal við Hjaita Einarsson efnaverkíræð- ing. Verðmætisaukning í salt- fiski er mikið til óplægður ak- ur, grein ritstjórnar og viðtal við Loft Loftsson verkfræðing. Niðursuðuiðnaðurinn er tækni- væddur, en sölukerfið vantar, viðtal við Tryggva Jónsson for- stjóra. Innkaupasamtök mat- vöruverzlana. Aukaútgáfumar orðnar að mest lesnu dagblöðun um í Danmörku. Úr ýmsum átt- um, innlendar fréttir. Sameigin- legur gjaidmiðill Ebe, Oliulind- ir í Norðursjó, af erlendum vett vangi. Úr öllum álfum, erlendar fréttir. Okkar á milli sagt, gam- anmál. Hvað gerist I málefnum verzlunarinnar. Forsíðumyndin er af Stefáni Hilmarssyni, bankastjóra Búnaðarbanka Is- lands. 1 blaðinu eru margar myndir. Ritstjóri er Herbert Guðmundsson. GAMALT OG GOTT Heill dagr! Heilir dags synir! Heil nótt ok nipt! Óreiðum augum lítið okkr þinig, ok gefið sitjöndum sigr. Heiiir æsir! Heilar ásynjur! Heil sjá en fjölnýta fold! Mál ok manvit gefið okkr mærum tveim ok læknishendr, meðan lifum. UR ISLENZKUM ÞJOÐSOGUM Komdu í Kampatún, ef þér þykir langt. Sögn Elinar Guðmundsdóttur og fleira fjörgamais fólks þar eystra. Fyrir ævalöngu var vegur frá Möðrudal á Fjöllum og þeim bæjum yfir Vatnajökul og niður í Staðarhálsa, skóg lendi innar af Staðardal í Suðursveit eystra. Þar er nú jökull hár. Því voru þessar íerðir tíðkaðar, að aflasælt var um þær mundir undir Hálsakletti og víðar þar í grennd. Komu þangað að norðan ár hvert margir sjó- róðramenn, og áttu þeir búð- ir sunnan undir Hestgerðis- kambi, er Kamptún nefnast. Sjást þar enn greinileg merki um tóftir, og þær nokkrar að mig minnir. Ég reið þar oft um í æsku. Annar fiokk- urinn átti sér sjóbúðir í Borg arhafnarhálsum, úti á fjör unni. Ógjörla man ég, hvort þar sé nú merki búða, því það er ekki á alfaravegi, en stendur við sjó. Urðu þeir úr Kamptúni að fara sjóleið yf- ir Hestgerðislónið, er þeir fóru til sjávar. Af lífemi þessara manna eru ennþá, eftir svo margar aldir, margar ijótar sögur, og er orðið að máltæki, ef ein- hverjum er ögrað skemmtun- ar: „Komdu í Kamptún, ef þér þykir langt.“ Var þetta orðtæki Kamptúnsbúa við lagsbræður sina í Háls- um, og lék orð á, að meðal þeirra ríkti alls konar illur lifnaður, lauslæti, skeytingar leysi og illur munnsöfnuður. Leit fólk á þá eins og Sódómamenn, og var því spáð, að illar mundu verða þeirra endalyktir, enda varð sú raunin. Ógjörla man ég nú eitthvert atvik, sem átti að hafa skeð síðasta morguninn er þeir lifðu, hvort þeir rif- ust og flugust á og börðust með skinnbrókunum. En einn góðan veðurdag reru þeir all- ir. Kom þá ofsaveður mikið og rauk í brim, en lending er þar mjög ill fyrir berum söndunum. Fórust þeir þar all ir nema prestur einn, Bjarni að nafni, góður maður. Hann komst af og upp í hraun það, sem síðar ber nafn eftir hon- um og heitir Bjarnahraun. Það er nú æði langt frá sjáv- armáli og flæðir naumast þangað í mesta hafróti. Það er grasi vaxið að ofan. Lengi síðan þóttust skyggnir menn sjá þá félaga berjast með skinnbrókum sínum i Kamp- túni. Þeir sem drukknuðu minnir mig, að æftu að hafa verið um 80. Eftir þetta mikla hrun lögðust allar norðlend- ingaferðir af. Vegurinn lagð- ist þá og algjörlega af og gleymdist. Þó þóttust elztu menn hafa heyrt að hest- skeifa hefði fundizt uppi á jöklinum. Þegar faðir minn var á staðnum, hóf hann með mörg um mönnum för upp á jökul inn og könnuðu þeir hann norður eftir. Hrafn kom á móti þeim að norðan, og vildu fylgdarmennirnir ekki fara lengra, líklega af þræðslu við útilegumenn. Þar hefur nú dr. Watts nýlega farið. (Úr þjóðsögum Thorfhildar Hólni). TÚNÞÖKUR BROTAMALMUR Véiskorn&r tid sodu. Beim- ikeyw. Upp(. í sima 22564 og 41896. Kaupi ?Han brotamálm iang- hæsta verði, staðgreiðsta. Nóatúni 27, sími 2-58-91. UNG HJÖN TAKIÐ EFTIR utan af Bandi óska að take 2ja—3ja henb, íbúð á leigu, iheizt í Reykijavíik. Uppl í Síima 34034. Breytum gömlum kæfiskóp- um í frystiiSkápa, Fíjót og góð þjóniosta. Sími 50473, 52073 og 52734. ÍBÚÐ ÓSKAST SAAB 2ja—3ja heéb. Sbúð ósikast í Voqunum, Kíeppsholti ©ða HetKmiumum trá m'p&jum sept. Uppi. í síma 30627. Saab 96, áag. '63 tíl söifu. Ný vél. Skiptii á nýnri biil kærni til gneina. Uppl. j síma 40251 eftir kil. 18. IBÚÐ OSKAST 3ja—4ra henb. íbúð óskast nú þegar. Símii 20485. TIL SÖLU CHEVROLET ÁRG. '55 oæstum t»lb. til skoðtmar, nýr geymiir, ný'deikik, fjögiuir vera- óekk á feligium. Uppl. i síma 51261. KEFLAVlK — NJARÐVlK 2ja henb. ibúð óskast sem fynst. Upp! í síma 1488 eftiir Ikl 7. ÖDÝRT FERÐALAG Ferðafélagi óskast á næst- unrvi nonðw í tend — Henðu- breiðeliindir, Öskjusvæði. Góð fúsil. Iieggið nafn og swne inn á afgr. Mbl. f. 16. þ. m. menkt: ,,5183". Hárgreiðslustofa er til leigu í Hlíðunum. Öll tæki og húsgögn, sem til þarf, fylgja, svo og e. t. v. auglýst firmanafn og sími. Upplýsingar gefur Hörður Ólafsson, hrl., Austurstræti 14, símar 10332 og 35673. HÚSEIGENDUR! Frágangskostnaður við þennan arin KR. 36.000.00 Frágangskostnaður við yðar arin 7 m Látið okkur sjá um útlit arinsins. Gerum fast verðtilboð ásamt skissu eða módeli af fyrirhuguðu verki. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum sendi nöfn og heimilisfang til afgr. Mbl., merkt: „Keramik — 4960“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.