Morgunblaðið - 12.08.1970, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 12. ÁGÚST 1970
„Ástin er einasti
dómari minnu
Verjendur Mansons telja hann
ekki geta fengið réttláta
réttarmeðferð, þar eð hann sé
þegar sekur í allra augum
kross á ennið með rakvéla-
blaði, sem hann fann í fanga-
klefa sínum. Ambáttir hans
þrjár Susan Atkins, Katie
Krenwinkel og Leslie Van
Houten fóru þegar að dæmi
hans; ein rispaði X á enni sér
með hárnál og önnur notaði
til þess gaffal. Glöggt kemur
fram í réttarhöldunum, að
þær eru sem viljalaus ver'k-
RETTARHOLDIN yfir Charl
es Manson halda áfram í Los
Angeles. Réttarhöld þessi hafa
vakið gifurlega athygli um
allan heim, ekki síður en morð
in, sem Manson og fylgjendur
hans eru sakaðir um að hafa
framið. Á sama hátt og morð
in voru óhugnanleg og vitfirr
ingslega tilgangslaus, hafa
réttarhöldin veitt heiminum
innsýn inn í svo sjúkan og óra
fullan hugsunarhátt, að ein-
stakt má teljast.
Eins ag áður hefir komið
fram í grein hér í blaðinu, er
aðalvitnið í málí þessu 21 árs
stúlka, Linda Kasabian að
nafni, tvígift og tveggja bama
móðir. Hún var ein stúlkn-
anna í Manson-„fjölskyldunni“
svonefndu, sem ákærð hefur
verið um að hafa framið morð
ih að undirlagi höfuðpaursins,
Charles Mansons eða Djöfuls
kemur í hlut Charles Older að
skera úr um þetta atriði, sem
getur reynzt afar veigamikið
fyrir alla málsókn Bugliosis,
og verjendur kappkosta að
gera framburð hennar tor-
tryggilegan.
Meðan Linda Kasabian lýs-
ir morðnóttunum tveimur —
Katie Krenwinkel með kross-
inn á enninu — hún kom
mikið við sögu í ódæðisverk-
unum tveimur.
ins eins hann stundum hefur
nefnt sig. Kasabian hefur sjálf
lýst því yfir, að hún eigi þátt
í morðunum; hafi verið á
verði meðan félagar hennar
myrtu leikkonuna Sharon,
Tate og fimm vini hennar, og
síðar La Bianca-hjónin. Hún
var í fyrstu talin til sakborn
inga, en síðar heitið frelsi, ef
hún vildi bera vitni gegn Man
son og „fjölskyldu" hans.
Málsókn Vincent Bugliosi,
saksóknara, byggist að öllu
leyti á vitnisburði Kasabian.
Hann leggur áherzlu á það, að
hún hafi ekki vitað fyrirfram
hver tilgangurinn með förinmi
að heimili Sharon Tate, var,
þar sem hún hélt vörð fyrir ut
an húsið meðan ódæðið var
framið; að hún hafi vitað um
tilgang ferðarinnar að heimili
La Bianca-hjónanna en orðið
hrædd, þegar þau skyldu
deydd. Með þessu er hann að
reyna að sýna fram á, að
Linda Kasabian geti ekki tal-
izt beinn aðili í morðunum
samkvæmt lögum. En það
Van Houten — aðeins sökuð
um aðild að morðum La Bi-
anca-hjónanna.
(lýsing hennar hefur áður
birzt hér í blaðinu), situr Man
son ásamt „fjölskyldu" sinni
undir vitnisburðinum, og virð
ist hann ekki láta sig þetta
miklu skipta. Hann hefur
lýst því yfir, að dómurinn geti
engin áhrif haft á sig. „Ég
stend einn með kross minn
(á enninu) . . . Trúin á sjálf-
an mig er meiri en á alla ykk
ar heri, stjórnir og gasklefa.
Ég er ekki úr þessum heimi.
Ástin er einasti dómari minn“,
segir hann.
Manson varð sér úti um
Þekktasta fómarlamb Manson-„fjölskyldunnar“
Sharon Tate.
leikkonan
Aðalvitnið Linda Kasabian.
færi í höndum hans, og lúta
algjörlega valdi hans. Þær
fylgjast með hverri hreyfingu
hans og brosi hann til þeirra
er sem þær falli í dá.
Jafnvel meðan Linda Kasab
ian bar vitni fyrir réttinum,
mátti greinilega finna áhrif-
in sem hún varð fyrir frá Man
son-hópnum. Eitt sinn bar
Mamson fingur að vörum sér í
því skyni að fá hana til að
þagna. í annað sinn tókst Sus
an Atkins að horfast í augu
við Kasabian og hvíslaði:
„Þú ert að drepa okkur“. —
Kasabian hvíslaði á móti: „Ég
er ekki að drepa ykkur. Þið
drepið ykkur sjálf“. Stúlku
einni í Manson-fjölskyldunni,
Sandy Good, sem ekki situr á
sakborningabekknum, tókst að
smygla bréfseðli til vitnisins,
þar sem skrifað stóð: „Ætl-
arðu að drepa okkur öll,
Linda? Tugþúsundir af fallegu
ungu fólki. X-ið sem þú sérð
á enni Charlies er nú á enn-
um fjölda fólks. Líttu á andlit
fólksins, sem þú hefur sam-
vinnu við“. En ekkert fékk
stöðvað þennan örlagaríka
vitnisburð.
Verjendur Mansons eru fyr
ir löngu komnir á þá skoðun,
að Manson geti undir engum'
kringumstæðum fengið rétt-
mæta málsmeðferð. Til að
mynda sé uppvöxtur hans
einn og æskuferill nægilegur
til þess að hann sé sekur fyrir
fram í allra augum. Hann
fæddist árið 1934, móðir hans
vændiskona, faðerni óþekkt.
Hann ólst upp hjá ömmu sinni,
sem var ofstækistrúarkona, og
afa sínum, ofdrykkjumanni,
eftir að móðir hans var fang
elsuð fyrir rán. 14 ára að aldri
hlaut hann dóm í fyrsta sinn
fyrir þjófnað. Á leið úr fang-
elsi var hann 18 sinnum, en áv
al'lt fangelsaður strax aftur
fyrir minni háttar þjófnaði.
Fluttur í ríkisfangelsið fyrir
sálsjúka unglingaafbrotamenn
í WaShington. Látinn laus árið
1954, kvæntist en strauk frá
konunni. Skaut þessu næst
upp kollinum í Kaliforniu sem
atvinnu-bílaþjófur, og sat á
ný hvað eftir annað í fangelsi.
Hlaut tíu ára fangelsisdóm ár
ið 1960 fyrir fölsun en látinn
laus árið 1967.
Þessu næst brá honum fyrir
í hippahverfi einu, sem glæpa
menn, mafían og eiturlyfja-'
dreifendur voru sem óðast að
ná völdum í, frá unga fólkinu
og eiturlyfj aneytendunum,
sem voru komnir svo langt nið
Manson á leið til réttarhaldanna.
ur í sorann, að þeir sáu aðeins
frelsið, ástina og lífið í mar-
traðardraumum LSD, er voru
þeim raunverulegri orðnir en
sjálfur raunveruleikinn. Man-
son naut sín með ágætum í
þessu umh-sgrfi, því að ungar
stúlkur löðuðust að honum á
einkennilegan hátt. í þeirra
augum var Manson föðurtákn
ið, sem þær voiíi í leit að í
hippa-hverfinu, og hann var
fljótur að notfæra sér þennan
veikleika stúlknanna. Hann
varð þeim brátt meira en fað
ir, því að hann hafði þann
eiginleika að geta látið stúlk-
urnar gera hvað sem hann
vildi eða óskaði, og náði há-
marki er þær komu morðór-
um hans í framkvæmd, ásamt
Tex Watson, handbendi Man-
sons. í augum stúlknanna er
Manson æðri vera — eða eins
og Linda Kasabian orðaði það:
Messías endurborinn.
En hafi fortið Mansons gert
honum erfitt fyrir að hljóta
réttláta dómsmeðferð, þá hafa
hin frægu ummæli Nixons
Bandaríkjaforseta orðið til
þess að kynda undir glæðun-
um. Hann sagði við blaðamenn
í Derrver, að Manson væri „sek
ur um 8 tilgangslaus morð“.
Blaðafulltrúi forsetans bað
blaðamenn síðar að breyta
orðalaginu í „ákærður fyrir
átta morð“ og forsetinn lýsti
því sjálfur yfir, að allir sak-
borningarnir í máli þessu yrðu
að teljast saklausir á þessu
stigi réttarhaldanna. Eins og
komið hefur fram, töldu verj
endur Manisons og „fjöl-
skyldu“ hans þessi ummæli
gefa ástæðu til að ákærurnar
á fólkið yrðu felldar niður,
þar sem ekki væri hægt að
búast við réttlátum réttarhöld
um eftir þau. Dómarinn hafn-
aði þessu. Réttarhöldin halda
áfram, þar til kviðdómendurn
ir 12 hafa ákveðið sig fyrir
hönd samfélagsins, sem Man-
son viðurkennir ekki.
Ymsir hafa velt því fyrir
sér, hvers vegna Manson og
„fjölskylda" hans hefur ekki
verið úrskurðuð til geðrann-
sóknar. Skýringin á því er ein
faldlega sú, að kalifornísk lög
gera ráð fyrir að fyrst skuli
felldur dómur yfir sakborning
um áður en til greina kemur
að úrskurða þá geðveika. Er
það í höndum verjandans að
leggja fram beiðni um brejrt-
ingu á dómi með tilliti til nið
urstöðu geðrannsóknarinnar.