Morgunblaðið - 21.08.1970, Page 11

Morgunblaðið - 21.08.1970, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1970 11 I garðinum er þægilegt horn í skjóli með grjóthleðslu og miklu af blómum. boga. Laugin er ekki eintómur lúxus. 1 hana er nýtt afrennslis- vatnið frá hitakerfi hússins. Og þarna er lika komin vatnsþró fyrir gróðrarstöðina. Það er hag kvæmt, fyrir utan það hve nota- legt er að geta synt þegar vinnu lýkur. Njáll segir okkur, að gróður- húsin þurfi endurbóta við. Þau hafi verið byggð af vanefnum í upphafi. Hann þyrfti að fá sjálf vökvun og sjálfvirkni í hitakerf ið. En það kostar 100 þúsund kr. á hús. En ekki gat hann beðið með að byggja íbúðarhúsið, seg- ir hann. Þau hjónin bjuggu fyrstu árin í alls ófullnægjandi húsnæði. — Skattamálin eru ekki I nógu góðu lagi, til að maður geti end- urnýjað, segir hann. Við afskrif um húsin á 9 árum og þau sem kostuðu 200 þúsund þá, mundu nú kosta 800 þúsund. Þetta kem- ur svo illa niður. Nettótekjurnar eru svo skattlagðar, að ekki er hægt að taka af þeim til við- halds og endurnýjunar, vilji mað ur vera sæmilega heiðarlegur. Ef ég nú laga gróðurhúsin fyrir 200 þúsund krónur, af þvi afkom an er góð í ár, þá verð ég að fá að afskrifa þau strax. Ég er ekki að biðja um að gefa mér neitt, og ég er á móti því að alls sé krafizt af ríkinu. En mögu- leikar verða þó að vera tiL Ástandið hefur þó lagazt, og lánamálin eru komin í mun betra horf. í ráuninni ágætt síðan stofn lánasjóður var stofnaður. Við borgum í hann sjálfir og njótum lika góðs af því. Lán eru auðvit að erfið, en það er lika verið að nota þau til að byggja upp. Og hver á að borga það nema mað- ur sjálfur. Siðgæðisvitundin er ekki upp á marga fiska hér hjá okkur. Við viljum allt fá, en eng inn vill láta neitt í staðinn, bara krefjast. Og hvernig gengur garð- yrkjan? — Enginn kvart- ar yfir henni, eins og gengið hef ur undanfarið, svarar Njáli. 1 fyrra var slæmt sumar, en í heild gengur vel. Það sést á þeim, sem eru nýbyrjaðir. Þeir blómstra. Á árunum 1960—62 áttum við i erf- iðleikum. Þá seldist grænmeti svo illa. Nú orðið notar fólk það miklu meira. Auðvitað getur orð ið of mikil framleiðsla í einu og afgangur eyðileggist. Það ger- ist t.d. venjulega í júlí, þegar allir koma með of mikið á mark- aðinn. í okkar grein hefur tíðar farið svo mikil áhrif á það hvenær varan er tilbúin á mark aðinn. En það er engin ástæða til að kvarta. Við göngum um garðinn. Þar sjást engir kalblettir eða órækt- arblettir. Njáll segir okkur, að hann noti vélar eins lítið og mögulegt er í garðinum. Aðeins í stærstu verkin. Annars vill hann ekki traktora þar inn til að pressa saman jarðveginn, svo að hann hætti að vera gljúpur. 1 garðinum vinna þau hjónin sjálf, með eigin höndum. Garð- yrkja þarfnast gætni og mjúkra handtaka. Áður en við förum, litum við inn í skrifstofu Njáls. Þar er mik ið af bókum um heimspekileg viðfangsefni. Auðséð er, að hann les mikið og veltir fyrir sér Vandamálum mannsins. Hann seg ist lesa mikið í metaphysik um þessar mundir og ætla að fara að taka upp aftur yoga, sem hann kynntist og stundaði á Sin um tíma I Ameríku. Því miður höfum við ekki tíma til að ræða það að sinni. Það verðum við að gera i næstu heimsókn. — E. P. Cítroen D 19 Árgerðin 1965 og 1966 í góðu standi til sýnis og sölu é Citroen-verkstæðinu, Dugguvogi 17. Laus staða Rafmagns- eða vélaverkfræðingur óskast til starfa strax. Rafmagns- eða vélatæknifræðingar koma einnig til greina. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 17400. ORKUST OFNUNIN. Spónaplötur hörplötur — hamplötur, margar þykktir. PLÖTURNAR fást hjá T. Á. J. Timburverzlun Arna Jónssonar & Co. hf. Laugavegi 148. — Sími 11333. Ritarastarf Ríkisstofnun óskar að ráða til sin vanan vélritara. Enskukunnátta er nauðsynleg. Eiginhandarumsóknir merktar: „Ríkið — 4572" óskast sendar Morgunblaðinu með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, eigi síðar en 26. ágúst. Laxveiðimenn Nokkur veiðileyfi til sölu í Selá, Vopnafirði, Upplýsingar hjá Herði Óskarssyni, sími: 33752, og hjá Gísla Ásmundssyni í símum 30909 og 40536. VEIÐIKLÚBBURINN STRENGUR NÝTT NÝTT NÝTT MALLORCA MEÐ 3 DÁGA VIÐ- DVÖL í LONDON BROTTFÖR 22. SEPT. Vegna mikillar eftirspuma höfum við ákveðið, að bæta við áætlun okkar, einni Mallorca-ferð með viðdvöl í London 3 daga. í þessari ferð er hægt að vetja um dvöl f sömu hótelum á Mallorca og hinum venjulegu Mallorca-ferðum Sunnu. Fólki er ráðlagt að panta far sem fyrst. . -M —I...——i—,- | IIIHIHlllll ÖDÝRAR VIKUFERÐIR TIL MALLORCA BROTTFARARDAGAR 25. ÁGUST 1. SEPT. OG 8. SEPT. VERÐ KR. 9,800,00 Vegna hagkvæmra samninga okkar við nýtt „tourist class” hótel á Mallorca, getum við boðið Mallorca-ferðir með viku- dvöl á hagkvæmara verði en áður hefur þekkzt. Ö1I herbergi með steypubaði. Tvær sundlaugar og skemmtilegir veitinga- salir. Innifalið i verði flugferðir, hótei og 3 máftíðir á dag. 5 DAGA FERÐ Á EVRÓPUMÓT ÍSLENZKRA HESTAMANNA í RÍNARLÖNDUMl BROTTFÖR 4. SEPT. VERÐ 10.600.00 Evrópumót verður haldið í fyrsta sinn í Rinarlöndum í byrjun september. Koma þangað hundruðir manna víðs vegar úr Evrópu með ís- lenzka hesta, sem sýna þar listir sínar og taka þátt í keppni. Eru hestar sendir frá Islandi til þátttöku í keppni þessari. Til að gefa sem flestum tækifæri til að heimsækja Rinarlönd í nokkra daga, efnir Sunna til ódýrar ferðar þangað í þessu tilefni. Fararstjórar verða Sveinbjöm Dagfinnsson, form. Fáks, og Gunnar Eyjólfsson, leikari. MALLORCA LONDON Þægilegt dagflug alla þriðjudaga, beint til Palma á 5 klukku- stundum með skrúfuþotu. Þér veljið um dvöl á 1. flokks hótelum eða i nýtízku íbúðum Hægt að velja um dvöl í 1—4 vikur. Tveggja daga viðkoma í London í flestum ferðum. |25°Jo tjölskylduafslátfur og sérafsláttur \ fyrir starfsmannahópa og félög, samkvœmt samningum SUNNU við hótel á Mallorca. Athugið að þegar er upppantað í 3 ferðir og fá pláss í öllum hinum xerðaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070 NVTT nýtt nýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.