Morgunblaðið - 21.08.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1970, Blaðsíða 19
MORG-UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1970 19 EÞar héldust í hendur stjórnlagni húsfreyjunnar, prúðmennska og þolgæði Hjörleifs og hjálpfýsi bamanna, ekki sízt dætra þeirra tveggja, sem lærðu ungar að taka til höndum við heknilisverk í veiikindum móður sinnar. Lítið atvi'k sýnir, hve Þóru var annt um húsfreyjuheiður sinn. Einhvern tíma á sunnudegi vor- um við hjónin á göngu í góðu veðri, komum við í bakaríinu og keyptuim brauð með eftirmiðdags ikaffinu. Allt í einu dettur okkur í hug að skreppa austur í Slkál- holt, færa Þóru brauðið og drekka kaffi þar í staðinn fyrir að fara heim. Okkur var tekið með fögnuði að vanda. Eins og ævinlega stóð einmitt þannig á, að Þóra ætlaði að fara að hella upp á könnuna, þegar okkur bar að garði. En ég gleymi ekki, hve henni brá, þegar við réttum fram kökupoikann. Hún reiddist eikki, af því að hún var óhvikull vinur vina sinna og vissi, að okkur gekk ekki nema gott til. En hún bað Okkur um að gera sér þetta aldrei framar. Og það var ekki hætt við, að við gerðum það! Faðir minn, Sigurður Jóhanns- son, var hálfbróðir Þóru. Hann ólst upp hjá föðurforeldrum sín- um, og höfðu þau systkini því lítt saman að sælda í uppvextin- um, enda aldursmunur allmikill. Samt var alltaf kært með þeim, og er ekki á hann hallað, þótt sagt sé, að það var Þóra í S/kál- holti, sem vakti yfir, að ekki rofnuðu tengslin við stóra bróður og fjölskyldu hans. Hún átti í mjög ríkum mæli þessa heil- brigðu, sterku tilfinningu fyrir omilkilvægri innri samheldni ætt- menna. Atvikin höguðu því svo að við systkin fjögur dvöldumst öll í Vestmannaeyjum lengur eða sikemur. Rælktarsemi Þóru við okkur, bróðurbörn sín, var ein- stök. í Slkálíholti var okkur alltaf tekið eins og við ættum þar heima; mátti þó sýnast sem Þóru væri það nægilegt verkefni að sinna sinni stóru fjölskyldu. Elzt bama þeirra Þóru og Hjörleifs er Sveinn, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, .landskunnur atoriku- og afla maður. Hann er kvæntur Aðal- heiði Péturssdóttur frá Ólafsfirði, og eiga þau 5 börn. Næst er Amna, gift Sigmundi Lárussyni, múrarameistara í Reyikjavík. Þau eiga 5 böm. Þá er Friðrik Ágúst sjómaður í Vestmanna- eyjum, kvæntur Önnu Oddgeirs úr Eyjum. Þeim hefur orðið 6 bama auðið, og eru fiimm á lífi. Yngst er Guðbjörg, gift Agli Kristjánssyni, trésmíðameistara í Vestmannaeyjum. Af 5 bömum þeirra eru fjögur á lífi. Bama- barnabörn Þóru og Hjörleifs eru orðin tvö. Það mátti finna, að Þóru var þessi stóri hópur einkar kær. Hkkert var þeim hjónum sjálf- sagðara en leysa frumbýlisvanda afkamenda sinna, ef á þurfti að halda. Sum af börnunum hófu búskap í Skálholti, og nú síðast hefur sonardóttir þeirra átt þar heima um skeið með manni sín- um og barni. Þannig hafa fjórar kynslóðir átt sér hæli í S’kálholti á þeim 44 árum, sem Þóra og Hjörleifur réðu þar ihúsum sam- an. Skáilholt er skemmtilega dular fullt hús og kann ég af því all- magnaða sögu, frá því fyrir þar vistardaga Þóru og Hjörleifs. En bað hélt sinni dul áfram, og veit ég margfaldar sönnur á, að sumir gestir gerðu þar jaifn skilmerkileg boð á undan sér og þau voru torskýranleg. Hygg ég, að húsfreyjunni hafi komið fátt á óvart. í júnímánuði síðastliðnum kom hún hingað suður til að ganga undir hættulegan holskurð. Dag- ana sem hún beið eftir sjúkra- hússvist notaði hún, þótt sárlas- in væri, til að heimsækja ætt- ingja sína og nánustu vini, eins og hún hefði hugboð um, að at- vikin kynnu að banna fundi við þá að legu lbkinni. Hérna á stiga- pallinum kvaddi hún okkur heimafóilkið, brosandi, hlý og hugprúð, glöð yfir að hafa gengið úr skugga um, að okkur liði öll- um vel. Frændræknin entist henni til hinztu stundar. E. B. Beyki krossviður 5 millimetra. JÓN LOFTSSON HF., Hringbraut 121, sími 10600. Verzlunar- eða skrifstofuhúsnæði óskast í eða við Miðbæinn, um 30—70 fm að stærð. Upplýsingar í síma 26793 i kvöld og næstu kvöld. Rafvirki Opinber stofnun óskar að ráða rafvirkja. Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi bifreið til umráða. Reglusemi áskilin. Laun samkvæmt kjarasamriingi. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, fyrri vinnu- veitendur, ásamt mynd, sendist Morgunblaðinu fyrir 5. september nk., merktar: „Rafvirki — 4570". Uppboð Á opinberu uppboði, sem fram fer í bifreiðaskemmy F.l.B. á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð í dag, föstudaginn 21. ágúst klukkan 5 síðdegis, verða meðal uppboðsmuna, bifreiðar, ís- skápar, borðstofuhúsgögn og fatnaður. Ennfremur rauðmaga- net, þvottavél, setustofuhúsgögn, sjónvarpstæki, samlagninga- vél, búðarvog og áleggsskurðarvél. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. INNANHUSS PLASTMALNING VABl VARANLEG VIOARVÖR^ MARGIR LITIR ALHLIOA TRELIM PEGRIÐ VERNDIÐ VEL HIRT EIGN ER VERÐMÆTARI NOTIÐ HINAR LANDSÞEKKTU MALNINGARV ÖRUR OKKAR, SEM VIÐ BJÓÐUM NU I STÆRRA ÚRVALI EN NOKKRU SINNI FYRR. — VALIN EFNI — VANDADAR VÖRUR. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.