Morgunblaðið - 27.09.1970, Síða 3

Morgunblaðið - 27.09.1970, Síða 3
MORGUNBIJVÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970 3 Framkak íslenzkra ballettdansara — sýna m.a. Svanavatnið og Hnotubrj ótinn ÞEGAR við litum inn í Þjóð- leikhúsið síðdeRÍs í fyrradag liðu ballettdansarar þar um fjalir. Ballettflokkur Félags islenzkra listdansara var að æfa af kappi fyrir frumsýn- inguna, sem verður n.k. mánu dagskvöld í Þjóðleikhúsinu og hefst kl. 20. Á sviðinu gekk viðfangsefn ið ákveðið og eðlilega, en baka til var ys og þys, enda unnið að fleiri verkefnum. Það eru engin smámál, sem eru tekin fyrir hjá þessum ný stofnaða ballettflokki, því verkefnin eru II. þáttur Svanavatnsins við tónlist Tchaikovskys, Dauðinn og unga stúlkan við tónlist Schuberts og kóreografía eftir Alexander Bennett. Þá er Pas Deux úr Hnotubrjótnum við tónlist eftir Tchaikovsky og fjórða verkefnið er Facade við tónlist Williams Walton. Ballettmeistari er hinn við- kunni dansari Alexander Bennett, en hann kom hingað til lands um miðjan ágúst á vegum flokksins. II. þáttur Svanavatnsins fjallar um Sigfried prins á svanaveiðum, en um miðnætti sér bann einm svaninn breyt- ast í fallega etúlku. Stúlkan Odetta er undir illum álögum og aðteins frá miðnætti til dög- uniar getur hún kastað álaga- hamnum. Ef einhver játar henni ást sína losnar hún úr álögunum og það gerdr prins- inn einmitt og lofar að giftast henni, en við sólarupprás, Úr „Facade' Tvær ballerínur í dulargervi. verður Odetta að mæta álög- um sínum. Kóneograifían Dauðiinn og irnga stúllkan f jaillar um unga stúl'ku í blómia lífsins þar sem hún mætir örlögium sinum í liki dauðans. PaiS Deux úr Hnotulbrjótn- um er fallegur sígiHduir dans um ást og aðdiáun milli Hniotu brjótsprinsins og BlómaáJfs- ins og siðasta verkefnið á dag skránni, Faoade er góðlátlegt grín um vinsæla dansa. Framhald á bls. 25 V : Dansandi tízkusýning Á fimmtudagskvöld var haldinn mikill fagnaður á Hótel Sögu, en þar bauð fyrirtækið Hoechst Danmark A/S í samvinnu við Hampiðjuna og umboðsmenn sína hér, H. Ólafsson og Bern- höft, nokkur hundruð körlum og konum til matarveizlu og tízku- sýningar. Voru þetta læknar, verksmiðjueigendur, forstjórar o. fl., allt viðskiptavinir Hoechst íyrirtækisins danska, en það er dótturfyrirtæki Farbwerke Hoe- chst AG í Þýzkalandi. Þetta stóra fyrirtæki framleiðir og selur alls kyns efni, allt frá þræði í kvæmiskjóla upp í lyf. Hér á Islandi á það víða hagsmuna að gæta, t.d. í sambandi við sölu á hráefni til netagerðar og plast- röraframleiðslu — og veizlan í fyrrakvöld var haldin til að safna saman sem flestum viðskipta- vinanna og skemmta þeim í von um áframhaldandi góð og aukin viðskipti. Enginn vafi er á að veizlugest ir skemmtu sér vel, enda margt gert til að gleðja auga þeirra meðan setið var yfir mat og drykk. Islenzkar sýningastúlkur og ein dönsk svifu um sali í fjöl breytilegum klæðnaði, framleidd um úr Trevira-þræði, sem verk- smiðjúmar stóru framleiða. Hreyfðu þær sig eftir hljómsveit arleiknum „í stil“ við fötin, döns uðu t.d. rússneska dansa, þegar þær sýndu „kósakkatízkuna" og hreyfðu sig að hætti austur- lenzkra dansmeyja þegar þær sýndu sumarklæðnað, síðbuxur og stuttar blússur. Kynnirinn á tízkusýningunni var Nelly Jane, bráðskemmtileg dönsk stúlka og var henni ýmislegt til lista lagt því auk þess að kynna fötin sagði hún skrýtlur, söng og dansaði. Undir lok þessa fagnaðar kom svo hin aldna danska söngkona, Lulu Ziegler og skemmti gest- um. Fagnaður sem þessi kostar skildinginn, en er þó lítið brot af veltu þessara stóru verksmiðja, en hún nemur um 11 milljörð- um þýzkra marka þetta árið. Ver fyrirtækið árlega um 200 milljón- um marka til uppfinninga í sam- bandi við efnaframleiðsluna. Á meðfylgjandi myndum eru nokkur sýnishorn frá tízkusýn- ingunni, en lengst til vinstri er Nelly Jane að kynna. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. WTSÝNARFERÐ: ÚDÝR EN 1. FLOKKS ÞOTUFLUG ER ÞÆGILEGRA \ í i- f' < t ■( \i.>« t COSTA DEL SOL er eini staður Evrópu, þar sem við eigum víst sumar og sól í október — sólardagar að jafnaði 27, hiti 20—25° C. Úrvalshótel og nýtízkuíbúðir með öllum þægindum, öll gisting með einkabaði og svölum, sundlaugar og bezta baðströnd Evrópu í nokkurra skrefa fjatlægð. Gnægð skemmtistaða og verzlana, úrval skemmtilegra kynnisferða. Öll sæti hafa selzt upp í sumar, fá sæti eftir 9. október 3 vikur um London á heimleið. IT-ferðir einstaklinga: Allir farsefflar og hótel á lægsta verffi. Ferffaþjónustan sem þér getiff trcyst. Enginn baffstaffur álfunnar getur nú keppt viff COSTA DEL SOL. Miðjarffarhafsströnd Andalúsíu, meff bezta loftslag Evrópu, náttúru- fegurð, sem óvíffa á sinn líka, heztu hótel Spán- ar, ódýrt og fjölbreytt skemmtanalíf og verzl- anir og fjölda merkisstaffa á næsta leiti, s. s. GRANADA, NERJA, SEVILLA CORDOVA, MALAGA og örstutt er yfir sundiff til MAR- OKKO f AFRÍKU. 320—350 sólardagar á ári á Costa Del Sol. 320 - 350 SÓLARDACAR Á ÁRI Á COSTA DEL SOL Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. Sími 20100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.