Morgunblaðið - 27.09.1970, Side 31

Morgunblaðið - 27.09.1970, Side 31
r." \ ‘ fc|." V “r... rr :■■ i rrv*rr MORCMJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970 31 Fullur súrheys- tum sprakk - heyvinnuvélar lentu undir brakinu Akureyri, 26. sept. 12 METRA hár súrheystum sprakk síðdegis í gær á bænum Grund í Höfðahverfi þar sem búa hjónin Marsibil Sigurðar- dóttir og Helgi Snæbjamarson. Turninn var fullur af heyi, um 350 hestar, og má telja að mikil afföll verði af því heyi. Undir ■rústunum grófst dráttarvél, hey- blásari og fleiri verðmæti, en svo vel vildi til að engánn maður var naerstaddur þegar turninn hrundi. Helga Snæbjamarsyni fórust svo orð í morgun um þennan atburð: „Við vorum fjórir að vinna við að fylla tumdnn af heyi í gær, ég, tveir synir mínir og einn maður úr Reykjavík. Við komum með síðasta vagninn að turninum kl. rúmlega 4 og þá segi ég við piltana: Það er bezt við förum í kaffi, ég fer inn að smyrja brauðið og svo komið þið þegar þið eruð búnir að losa. Konan mín var ekki heima, því hún var að vdnna í sláturhúsinu á Svalbarðseyri. Þegar við erum nýsetztir að kaffiborðinu heyrum við ógur- legan brest og drunur og síðan mikinn hvin. Rykmökkur gaus upp og byrgði eldhúsgluggana. Þetta var eins og jarðskjálfti, einna Iíkast jarðskjálftanum, sem varð hér um árið þegar hrundi úr hraunhnjúknum héma fyrir utan. Við þutum út til að sjá hvað gerzt hafði og þá blasti Mánagrjót rannsakað í Moskvu Moskvu, 26. september AP MÁNAGRJÓTIÐ, sem Lúna 16. flutti til Sovétríkjanna, hefur verið flutt til Moskvu og verður nú tekið til gaumgæfilegrar rannsóknar í einangruðum stál- klefum, til að fyrirbyggja hugs- anlega hættu á tunglbakteríum. 1 dag gerir Pravda grein fyrir þessum rannsóknum og lýsir klefum þeim, sem grjótið verð- ur fært í til rannsóknar og hvern ig það verður flutt milli klefa í fullkominni einangrun unz vís- indamenn geta náð því að fram kvæma mælingar sfnar. Ekki gat Pravda þess, hvort vísindamönnum utan Sovétrikj- anna yrði gefinn kostur á að rannsaka tunglgrjótið, en sagði, að skýrsla um rannsóknir vís- indamanna Sovézku akademíunn ar yrði birt opinberlega á sin- um tima. — Kafbátar Framhald af hls. 1 frá Kairíbaihaifi í eitt Skipti fyrir m. Emhættism aður í Hvíta h úsi mu, sem ökki vildi láta nafns síns getið, sagði í dag að þetta væri enn sitefnia Randaríkja«tjórna;r. Hiins vegar er Ijóst, að það, sem er að gerast á Kúbu niú, er ekikert svipað því, sam var 1962 er Rússar komiu fyrir árásareld- iQiaiugum á Kúbu. Þá áttu Sovét- rákin eniga kafbáta, búna flug- Skeytuim sem skjóta métti úr fcaf i. . Nú eiga Rússair 13 kjairnorku- fcnúna kaifbáta, seim hver er vopn aiður 16 slíkuim flauguim. ag 15 tfl viðbótar eru í smiSum. Það voru ljósBnymdir, sem tekn air voru úr U-2 k&ntn'U'niairfl'ugvél hátt yfir Kúbu, sem kamiu upp «m himar nýju aðgerðir Rússa á eynni. 1962 voru það eiimig mymdir frá U-2 flugvélum, sem sönm.uðu tilvist árásarelidflauga á Kúbu. við ófögur sjón. Heyið úr turn- inum í einni hrúgu og innan um það og utan um það múrbrot úr turnveggjunum. Lítillega sást í dráttarvélina, en hún hafði að mestu lagzt saman. Tuminn var byggður fyrir þrem árum og kost aði þá 130 þús. kr. Hann hafði verið orðinn orðinn fullur af heyi, næiri því eingöngu græn- fóður, sérstaklega gott hey og ails ekki mjög blautt, því að tíð- in hefur verið svo indæl að und- anfömu. Allt var þetta óvá- tryggt, heyið, tuminn og blásar- inn, en dráttarvélin var í kaskó- tryggingu. Ekki veit ég hvað hirðandi er af þessum 10 kýrfóðrum, en það er varla mjög mikið. Við byrjuðum í morgun að grafa gryfju norðam við hlöðuna og svo á ég von á timhri í dag til þesa að hrófla upp bráðalbirgðaveggj- um til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Þetta er mikið tjón fyrdr mig, þvi að nýr turn verður varla byggður fyrir minna en 200 þús. kr. og hey fæst varla fyrir minna en 6 kr. kg., ef það fæst. Ég mátti nú varla mikið hey missa, þvi að fyrri slátur af túninu, sem er 27—28 ha gerði aðeins 200 hestburði, en ég ætti að fá af því 900 hesta, ef vel hefði sprottið og fékk það reynd ar oft hér á árunum. Við urðum varir við sprungu í tumánum strax fyrsta sumarið, en í fyrra var í honum miklu meiri þungi, heldur en nú var kominm i hann. Ég er hræddur um að það þurfi að vamda betur gerð þessara turma framvegis, því það er ekkert spaug að verða fyrir svona skakkafalli.“ — Sv. P. — Niðursuöa Framhald af bls. 32 Víðhorfum Islendinga á þessu svjði er þannig lýst í skýrslunni: — Hann (þ.e. Islendingurinn) stendur í þeirri trú að hans gæðavörur ryðji öðrum vörum átakalaust af markaðnum. — Hann hefur enga trú á þvi að hann verði að aðlaga framleiðslu sína og aðferðir allar að kröf- um markaðanna. — Hann lítur á verð sem beina afleiðingu af kostnaði sinum, en ekki sem það er kaupandinn vill gefa fyr- tr vöruna. Og: „Á því leikur mikill vafi, hvort íslendingurinn er fær um eða fús til að framkvæma það, sem gera verður í framleiðslu- og markaðsmálum til að ná ár- angri. „íslendingurimm er álitinm þrjózkur og lítt sveigjanlegur. Kaupendur, sem hafa af honum kynni, trúa þvi ekki, að hann hafi raunverulegan áhuga á að mæta kröfum markaðsins —held ur vilji hann aðeins selja fram- leiðslu sína með eigin aðferð- um. Þetta er alvarlegt mál: þessi viðhorf verða að breytast. Viðskiptavinum finnast íslenzk ir útflytjendur óáreiðanlegir. Þessi kvörtun hefur borizt frá svo mörgum, að líta verður mjög alvarlegum augum á þessa hlið málsins. Framleiðandi verð- ur að taka tillit til óska við- skiptavinarins." fslenzkir framleiðendur gera kaupendum lífið erfitt með fast- heldni á dósastærðir, segir í skýrslunrri. Og neikvæð viðbrögð Islendinga við óskum um að þeir stafi nöfn sín leiða til sölutapa, einkum í Bandaríkjunum. f skýrslunni segir, að niður- suðuverksmiðjurnar séu að sínu marki vel reknar tæknilega og hvað það snerti sé stjómun þeirra fullnægjandi. Vafasamar fjárfestingar bendi þó til skorts á rekstrarþekkingu. „Einhver blönk grey“ HÚN GEKK ekki lengi peninga- keðjan, sem háskólaborgararnir úr Reykjavík settu í gang í Eyj- um sl. fimmtudag. Þremenning- arnir opnuðu skrifstofu á Hótel HB og settu í gang keðjubréf þar sem þau, tveir karlmenn og ein stúlka, voru öll efst á fyrstu bréfúnum, en kaupverð á hverju bréfi var 500 kr. Að kvöldi dags hættu forsprakkamir leiknum, en margir höfðu þá tekið þátt í spiliriinu, enda eyjaskeggjar ekki seinteknir i smátusk. Hins vegar voru þeir ekki eins hress- ir sem sátu uppi með óselda miða, en annars. sagði einn slík- ur sem við höfðum samband við að þetta hefði nú ekki gert svo mikið til, „þetta voru víst ein- hver blönk grey úr Reykjavik.“ Þessir sömu spilarar munu víst hafa verið á Akureyri fyrir skömmu í sömu erindagerðum og stungið þar af allskyndilega. Það ætluðu þau einnig að gera í Eyjum að kvöldi annars dags þar, en ekki leyfðu veðurguð- irnir það og nú sitja þau veður- teppt í Eyjum með nokkur hundr uð þúsund í sokknum. Ef þau sitja lengi teppt er ekki ólíklegt að þau missi eitthvað af plokk- inu, sagði sá sem við töluðum við í Eyjum og bætti þvi við að senni lega fengju þau eitthvað bágt fyrir hrekkinn. Faðir okkar, Magnús Gíslason, fyrrv. skrifstofustjóri, Bergstaðastræti 65, Reykjavík, verður j’ar'ðisuinigimn frá Dóm- kirkjunini þriðjudaginin 29. septem.ber kl. 2 e.h. Börnln. Páll páfi 73ja ára Vatikaininu, 26. sept. AP. PÁLL páfi VI. er sjötíu og þriggja ára í daig, en ekki var þess vænzt að hawn brygði af venjum sínum til að 'halda upp á afmiælið. í fyrra lét harnn afmæfi sitt lönd og leið og tók á móti gestum eirus og venja hans er. Námuslys í Zambíu Lusaka, 26. sept. MIKIÐ námuslys varð í stórri koparnámu í Zambíu i gær er jarðhrun varð í göngum í nám- unni. Um 80 námuverkamenn lokuðust inni. 1 dag hafði björg- unarmönnum tekizt að ná fimm námuverkamönnum upp úr nám unni, og sagt var að samband hef ði náðst við nokkra fleiri, sem enn eru innilokaðir. 33ja ára kona óskar eftir vinnu. Hef verzlunarskólapróf. Starfsreynsla á skrifstofu og í verzl- un. Er vön verðútreikningi og tollskýrslum. Heildags- eða hálfsdagsvinna kemur til greina. Tilboð sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „4989"s Lóubúð! Skólabuxur á telpur og drengi. Dömubuxur, stærðir 34—48. Barnapeysur, dömupeysur og jakkar. LÓUBÚÐ, Starmýri 2, sími 30455. Blaðburðafólk óskast í Kópavogi ÞINGHOLTSBRAUT SUNNUBRAUT Talið við afgreiðsluna. — Sími 40748. Fjármögnunarmöguleikar á Is- lantdi, segir í skýrshimni að gefi góða mynd af íslenzkum iðnað- arviðhorfum. Engir sjóðir eru fyrir hendi til að sækja í fé til markaðsöflunar, aðeins til að reisa verksmiðjur og kaupa vél- ar. OF LÁGT VERÐ í skýrslunni kemur fram, að „þó gæði íslenzka fisksins og fiskvara séu einstæð" gæti þess ekki í útflutningsverði. Bent er á I þessu sambandi, að útflutn- ingur Vestur-Þýzkalands, Noregs og Danmerkur byggist á síld og sé því sambærilegur við islenzk- ar aðstæður en þessar þjóðir fái nær helmingi hærra verð fyrir vöruna. Meðan hinar þjóðirnar beina útflutningi sinum að neyt- endamörkuðum Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna er Island sterklega háð minna arðgefandi sölum til Sovétríkjanna. ÁHERZLA Á ARÐVÆNA MARKAÐI í skýrslu þessari er bent á, að Islendingar eigi að leggja höf- uðáherzlu á fáa arðvæna mark- aði. Til þess eru sagðar tvær ástæður: Þau lönd, sem um er að ræða; Bandaríkin, Stóra-Bretland, Frakkland og V-Þýzkaland, eru stærstu innflytjendur og neyt- endur niðursoðinna fiskvara, og það er auðveldara að ná litlum hluta af stórum markaði held- ur en stórum hluta af litlum markaði. Auk þess fæst betra verð fyrir vöruna í þessum lönd um. NÁKVÆM ÁÆTLUN í skýrslunni er nákvæm áætl- un um hvernig islenzkir fram- leiðendur eigi að vinna vörum sínum brautargengi á hinum arðvænu morkuðum og eru þar i m.a. nákvæmar lýsingar á hverjum markaði fyrir sig og viðhorfum kaupenda þar til ís- lenzkra vara. Bókfærsln- og vélritunnr- nnmskeið hefst í byrjun október. Kennt í fámennum flokkum. Innritun fer fram á Vatnsstíg 3, 3. hæð daglega. Til viðtals einnig í síma 22583, til kl. 5 eftir hádegi og í síma 18643 eftir kl .5. SIGURBERGUR ÁRNASON. Atvinna Maður óskast til afgreiðslu á bensíni o. fl. Uppl. í dag kl. 3—5 í síma 84120. Heilsurœktin Ármúla 14 filkynnir Afhending skírteina og útfylling umsóknareyðublaða vegna lækniseftirlits verður mánudaginn 28. september og þriðju- daginn 29. september frá kl. 9 f. h. til 9 e. h. Morgunflokkar mæti fyrir hádegi. Eftirmiðdagsflokkar mæti eftir hádegi. Kvöldflokkar mætið frá kl. 6—9 eftir hádegi, Nokkur pláss laus fyrir eldri dömur (50 ára og eldri). Sími 83295.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.