Morgunblaðið - 13.10.1970, Page 14

Morgunblaðið - 13.10.1970, Page 14
14 MORGUNKLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1970 „Ekkert nema verk mannsins getur veitt honum heiður ... 66 — sagði Tómas Guðmundsson, skáld, er hann tók við viður- kenningarlaunum Rit- höfundasjóðs TÓMAS Guðmundsson flutti þakkarorð þeirra fjórmenn- inganna og voru þau flutt blaðalaust og birtast hér eins og þau voru mælt af munni fram: Það má ekki minna vera en að ég með leyfi ykkar allra votti úthlutunarnefnd Rithöf undasjóðs þakkir fyrir þá hugulsemi og velvild, sem hún sýnir mér nú og ég vænti þess að mega bera fram sömu þakkir fyrir hönd þeirra rit- höfunda og skálda annarra, sem hafa orðið sömu rausnar aðnjótandi í dag. Mig langar ennfremur i leið inni að þakka öllum þeim, sem raunverulega hafa lagt fram féð, sem i dag kemur til úthlutunar. Ég nefndi þetta hugulsemi og velvild og gerði það af yfirlögðu ráði — ég tek það orðalag fram yfir annað sem mætti kannski kall ast jafnærstætt. Orð eins og t.d. heiður, en það er eitt af þeim orðum, sem ég hefi allt- af haft dálitlar áhyggjur af, og finnst sem menn noti oft af litilli varúð. Heiður er eng inn slíkur hlutur, sem menn geta safnað að sér, geymt á lager og gripið til, þegar á þarf að halda. Það er ekkert nema verk mannsins, sem geta veitt honum heiður og það er eins og við vitum enginn kom inn til með að segja, hvernig þessum verkum reiðir af. Það veit enginn og eru það að sönnu litil tíðindi í heimi, þar sem lífshætta vofir yfir öllum og öllu, nema þvi sem þegar er gleymt og grafið. Svo að ég viki aftur að þessari úthlutun þá mætti drepa á það að núna fyrir stundu, hitti ég kunningja minn. Ég sagði honum eins og var, að til stæði verðlauna- úthlutun úr Rithöfundasjóði. Ég sagðist ætla að skreppa þangað til þess að sjá hvem- ig þessi athöfn færi fram. „Nei, blessaður gerðu það ekki“, sagði hann við mig, „þú veizt það alveg, hvers konar fólk það er, sem hrepp ir svona verðlaun, og þú hef- ur bara tóma raun af því“. Nú veit ég ekki, hvernig vin- tur minn bregzt við naest þeg- ar ég hitti hann, en ég vona að geta sýnt honum fram á, að ég hafi tekið þessum raun um með karlmennsku. Samt ber á það að líta, að það er dálítill skuggi, sem hvilir yfir þessari úthlutun. — Það er ekki hægt að neita því. Fyrir fáum dögum, í þess ari viku, varð öðrum og all- miklu kunnari verðlaunum út hlutað miklum rithöfundi stórrar bókmenntaþjóðar og nú bíður heimurinn tíðinda af því, hvort þessum merka rit- höfundi leyfist að taka við sínum verðlaunum eða ekki. Ég held, að íslenzkir rithöf- undar mættu vera minnugir þess, hvilik hamingja það er þeim í raun og veru, að búa ekki í landi, þar sem þannig er búið að rithöfundum og frelsi þeirra, svo að ekki sé meira sagt. Það mætti teljast eðlilegt, að ég viki hér eitthvað að stöðu ljóðaskáldskapar í dag eða framtíðarhorfum hans. Ég mun nú samt sem áður láta það hjá líða. Bæði er, að ég er ekki maður til þess að gera neina viturlega grein fyrir slíku og i annan stað þá vitum við ákaflega lítið um það, hvernig þessum hlut um reiðir af í framtíðinni. Við erum um þetta eins og flest annað bundnir framvindu ver aldar og jafnvel skáldin sjálf geta litlu ráðið um það hvaða stefnu skáldskapur þeirra tekur. Þeir geta ekki ráðið um það nema að litlum hluta, en sem betur fer er það nú kannski þessi litli hluti sem máli skiptir. Mig langar aðeins að víkja einu orði að þessum mönnum, sem hafa hreppt sín verðlaun í dag ásamt mér. Ég hygg að þessir þrír menn —- rithöfund ar og skáld, séu nokkum veg inn gjörólíkir hver öðrum bæði að skáldskap, viðhorfi og vinnubrögðum, aðferðum. Samt er það eitt sem ber þeim öllum sameiginlegt vitni. Það er auðséð af verkum þeirra allra að þeir eru sprottnir upp af mjög íslenzkum jarð- vegi — eiga djúpar rætur i islenzkum erfðum moldar og sagna og þetta minnir mig þá aftur á það, sem ég hefi oft verið að hugleiða, að allt frá endurreisn íslenzkra bók- mennta — alla 19. öldina út og raunar allt fram á vora daga, hafa öll þau skáld, sem borið hetfur (hsest, verið í ruá- kvæmlega sama mæli hvert öðru ólík. En allt að einu er það einn strengur sem hefur ómað í hörpu þeirra allra — ein lína, sem gengur í gegn- um öll þeirra verk. Þetta eru menn, sem unnu ættjörð sinni, trúðu á hugsjónir og báru þjóð sína fyrir brjósti. Ef ég mætti að lokum bera fram einhverja ósk skáldum fram- tiðarinnar til handa, þá hygg ég einmitt, að hún yrði sú að þeim mætti auðnast að halda þessari sterku línu órofinni í kveðskap sínum, hvernig sem til tekst um hann að öðru leyti — sjálfum sér og þjóð sinni allri til vaxtar og ham- ingju. Frá vinstri: Tómas Guðmundsson, Þorsteinn frá Hamri, Ólafur Jóhann Sigurðsson og Jón Björnsson. — Fjórir höfundar hlutu 150 þúsund kr. viður- kenningarlaun á laugardag HÉR birtist ræða Bjöms Th. Bjömssonar, listfræðings og formanns stjómar Rithöf- undasjóðs íslands, er hann hélt við afhendingu viður- kenningarlauna á laugardag: Hér fer nú fram í þriðja sinn úthlutun viðurkenn- ingarlauna úr Rithöfunda- sjóði íslainds og lýkur þar með fyrsta áfanganum í starfssögu sjóðsins. Þegar viðurkenning fékkst á því eftir alllanga baráttu rithöf- unda, að þeir fengju umbun fyrir afnot þeirra hugverka sinna, sem boðin eru fram af opinberri hálfu í almennings bókasöfnum, var þannig til stofnað með heimlidargrein í lögunum sjálfum "og með sam- þykki Rithöfundasambands Islands, að greiðslur vegna bókaeignar höfunda í söfn- um, kæmu ekki til fram- kvæmda fyrstu þrjú ár- in, heldur yrði sá tími notað- ur til þess að treysta grund- völl sjóðsins og vinna þau undirbúningsverk, sem greiðslukerfið hlyti að byggj ast á. Hins vegar yrði, þau þrjú ár samkvæmt lögunum, úthlutað sérstökum viður- kenningum til höfunda, sem og framvegis mun verða. Nú eru þessi þrjú ár senn liðin og þáttaskil eni fram- undan i sögu Rithöfunda- sjóðsins. Þegar til átti að taka um öflun upplýsinga um bókaeign íslenzkra höfunda í söfnum landsins, kom brátt í ljós að safnskrámar voru langt því frá nógu greinar góðar og í sumum smærri söfnum voru þær alls ekki til. Því ákvað stjóm sjóðsins að láta fara fram gagngera talningu í hverju safni og verða þær skrár undirstaða úthlutunar á komandi árum. Eftir það þurfa ekki að koma fram aðrar upplýsingar en um safnauka og afföll, svo og upplýsingar um nýstofnuð söfn. Til þessarar könnunar réð sjóðstjómin þrjá menn og hafa þeir nú allir lokið yfir- ferð sinni. Ásgeir Ólafsson, rithöfundur og Ási í Bæ fóru á öndverðu sumri yfir allt syæðið frá Lómagnúpi að Botnsá í Hvalfirðl og síðan í haust frá Botnsá að Gilsfirði, eða m.ö.o. um allt Suður- og Suðvesturland. Rósberg G. Snædal, rithöfundur á Akur- eyri tók öll' söfn á Norður- landi frá Hrútafirði að Norð- ur-Múlasýslu, en Ingibjörg Magnúsdóttir, bókavörður í Neskaupstað tók að sér könn un á Austurlandi og taldi í öllum söfnum frá og með Norður-Múlasýslu og að og með Öræfasveit. Kann sjóðs- stjórnin þessu fólki beztu þakkir fyrir vel og trúlega unnin störf, svo og umsjónar mönnum bókasafnanna, sem að framgangi þessa studdu. Hér með eru ekki talin hin stærri bæja- og héraðsbóka- söfn, sem hafa góðar safnskrár og skila þessum upplýsingum sjálf. Á Vest- fjörðum hefur verið aflað gagna um nokkur hin helztu söfn og mun unnið að þvi að ljúka verkinu vestur þar með hjálp bókavarða og umsjón- armanna safnanna á stöðun- um sjálfum. í yfirferð þess- ari er því sem komið er um að ræða 133 bókasöfn. Hafin er úrvinnsla úr þess- um gögnum, þannig að bók- eign hvers höfundar er færð á sérstakt spjald og verða greiðslurnar síðan reiknaðar út eftir )\eim. Vonir standa til að fyrsta úthlutunin sam- kvæmt þessu geti farið fram á útmánuðum næstu og er þá miðað við bókaeignina í ár eins og framvegis mun verða, þ.e.a.s. miðað við árið á undan. Það hefur frá upphafi sætt allmikilli gagnrýni og mun raunar öllum koma enn óvænna, hversu skiptafé er grætilega lítið, enda er hér ekki aðeins um að ræða nú lifandi höfunda heldur og látna höfunda, sem enn eru í ritrétti og greiðist fé það þeim aðilum, sem svarað hafa eftirleitan sjóðstjórnarinnar og gert grein fyrir erfða- eða umboðsrétti sinum. Til þeirra skipta koma 60% af árlegum tekjum sjóðsins, en hinum 40% skal svo sem í lögunum segir verja til bókmennta- verðlauna, starfsstyrkja rit- höfunda, svo og til styrktar ekkjum, ekklum eða niðjum látinna höfunda sé rík ástæða til að dómi sjóðstjórn- ar. Fyrir nokkrum dögum var af hálfu menntamálaráðuneyt isins sett niður nefnd til þess að endurskoða lögin um al menningsbókasöfn, en þau lög fela einnig í sér ákvæð- in um Rithöfundasjóð Is- lands. Nefnd þessi hefur nú hafið störf sín og má i allri sanngirni vænta þess, að sú endurskoðun verði til þess að bæta verulega þennan skarða hlut. Ennfremur er nefnd þessari falið i framhaldi af samþykkt rithöfundaþingsins síðastliðið haust að athuga og gera tillögur um kaup ríkis- ins á ákveðnum eintaka- fjölda bóka til handa almenn ingsbókasöfnum og er það mjög gleðilegur áfangi. Þeg- ar lögin um Rithöfundasjóð Islands voru mótuð eða sú viðbót við lög um almennings bókasöfn, þar sem þessi ákvæði eru, var okkur ljóst, sem um þau fjölluðu, að erfitt yrði á þessu stigi að koma á gagnkvæmum greiðslum milli Norðurlanda, þ.e. fyrir not íslenzkra hugverka í norræn um söfnum og norrænna höf unda í söfnum hér. Var þvi sett bráðabirgðagrein í lögin þess efnis, að þar til gagn- kvæmar höfundagreiðslur vegna afnota ritverka í bóka söfnum verða lögteknar, er heimild ef sérstök fjárveiting er til þess veitt i fjárlögum að veita rithöfundum árlega styrki til dvalar í öðru nor- rænu landi. Það má segja frá þvi hér, að þegar hefur verið gerð tillaga til fjárlaga um hinn fyrsta slíkra styrkja kr. 80.000.00. Lögin eru þannig smám saman að öðlast fuilt gildi og fulla framkvæmd. Fyrsta stjórn sjóðsins hef- Framhald á bls. 21 Viðurkenningarlaun Rithöfundasjóðs 1.625.000,oo krónur til 13 höfunda —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.