Morgunblaðið - 13.10.1970, Blaðsíða 24
24
MORGTINBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÖBER 1970
Cadilac árgerð 1962
til sýnis og sölu. Mjög fallegur bíll.
Sýningarsalurinn SVEINN EGILSSON.
Stórt fyrirtæki í Miðbænum vill ráða
skrsistoiustúlku
nú þegar. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsókn merkt: „Stundvís — 4343" sendist afgr. Mbl. fyrir
15. október.
Auglýsing
um endurgreiðslu hluta leyfisgjalds
af bifreiðum.
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að endurgreiða bifreiðaeig-
endum hluta leyfisgjalds (gjalds af fob-verði bifreiða). sem
innheimt var af innfluttum bifreiðum á tímabilinu 12. nóv.
1968 til 12. des. 1969, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
1. Viðkomandi bifreið hafi verið tollafgreidd á verði, sem
svarar til þeirrar gengisskráningar, er tók gildi 12. nóv.
1968.
2. Bifreið sú, sem beiðst er endurgreiðslu af. hafi verið
skráð í eigu upphafslegs kaupanda eða innflytjanda hinn
12. des. 1969 Hafi bifreið verið seld fyrir þann tfma
verður því ekki um endurgreiðslu að ræða.
Umsóknir um endurgreiðslu skulu bornar fram i tvíriti á
sérstökum eyðublöðum, sem ráðuneytið hefur látið gera og
fæst hjá tollstjóranum í Reykjavík, bifreiðainnflytjendum og
Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda.
Umséknir skulu sendar Fjármálaráðuneytinu, Arnarhvoli
og verða að hafa borizt fyrir 1. des. 1970 ella verða þær
ekki teknar til greina.
Að þeim tíma liðnum verður unnið úr fullgildum umsókn-
um og endurgreiðslur sendar hlutaðeigandi aðilum, enda upp-
fyfíi þeir þau skilyrði, sem að framan greinir.
Fjármálaráðuneytið, 12. október 1970.
CHLORIDE
RAFGEYMAR
HÍNÍR VÍÐURKENDU
RAFGEYMAR
ERU FÁANLEGÍR Í
ÖLLUM KAUPFELÖGUM OG
BÍFREIÐAVÖRUVERZLUNUM.
Sendisveinn
Óskum að ráða sendisvein allan daginn
í vetur.
OLÍUFÉLAGIÐ HF.
Sími 24380.
Skrifstofuhúsnæbi
óskast til leigu
Viljum taka á leigu allt að 300 ferm. skrif-
stofuhúsnæði á góðum stað í Reykjavík.
Húsnæðið þarf að vera fullfrágengið og inn-
réttað, og leigjast nú þegar eða 1. janúar
1971.
Upplýsingar í síma 38291.
Bindindisfélag ökumanna efnir til góð-
aksturs í Reykjavík sunnudaginn 25. októ-
ber.
Ýmsar skemmtilegar þrautir við hæfi allra
ökumanna.
Væntanlegir þátttakendur hafi samband við
skrifstofu Bindindisfélags ökumanna, síma
17718 eða Ábyrgð h.f., síma 17455 eigi síðar
en fimmtudaginn 22. október n.k.
Bindindisfélag ökumanna.
Listaskólinn
Myndsýn
NÁMSKEIÐ I TEIKNUN OG MÁLUN. FRÁ 1. OKT. — 20. JAN.
Getum enn bætt við nokkrum nemendum í eftirtalda flokka:
4—6 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 10.30—12.00
6—8 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 13.30—15.00
8—12 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 15.30—17.00
12—15 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 17 30—19 00
Innritun í skrifstofu skólans Skipholti 21 kl. 5—7, sími 20333.
— Minning
Framhald af bls. 23
Júlíus var um langan tíma sig-
maður og íyglingur þeirra Kolls
víkinga ásamt Jóni mági sínum,
er farið var á Bjarg.
Er aðstæður leyfðu hélt Júlí-
us frá annríki hversdagsleikans
til Hvitárbakka til að afla sér
menntunar og víðsýni. Þar iagði
hann grundvöllinn að því starfi,
sem vafalaust veitti honum hvað
mesta ánægju og var hon-
um hjartfólgnast á lífsleiðinni,
en um áratugaskeið var hann
kennari i sveit sinni og mun m.a.
hafa leyst kennaraskort á
drengjaheimilinu í Breiðavik íyr
ir fáum árum.
Júlíus kvæntist árið 1924 eft-
irlifandi konu sinni Dagbjörtu
Torfadóttur frá Kollsvik.
Bjuggu þau um tíma á Grund-
um og Mel í Kollsvik en síðan
1939 hafa þau búið í Efri-Tungu
i Örlygshöfn.
Börn þeirra eru: Kristján sjó-
maður á Patreksfirði kvæntur
Önnu Einarsdóttur, Friðgeir
húsasmíðameistari, Hvoli, Ölfusi,
kvæntur Jórunni Gottskálksdótt
ur, Marínó ýtustjóri, Efri-
Tungu, Halldór, bóndi í Efri-
Tungu og Ásgerður Emma ljós-
móðir.
Auk þess að ala upp sín eigin
börn, hafa þau jafnan haft í
heimili sinu ýmist til sumardval-
ar eða um lengri tíma börn og
unglinga, er notið hafa ástríkis
þeirra og umhyggju. Veit ég að
ég má fyrir munn þeirra flytja
þakkir og kveðjur, enda , er ég
sjálfur og tvö böm okkar hjóna
i þeim hópi.
Júlíus hafði um nokkurra ára
skeið kennt hjartasjúkdóms, er
hindraði að hann gæti tekið þátt
i daglegum störfum og mun hon
um ekki hafa fallið það létt.
Hann tók þátt í bændaför til
Norðurlanda fyrir nokkrum ár-
um. Naut hann fararinnar í rík
um mæli, og svo vel hafði Hvít
árbakkadvölin reynzt honium fyr
ir hálfri öld, að auðvelt átti
hann með samræður við stéttar-
bræður sína þar. Við ferðaiok í
Oslo fékk hann hjartaáfail og
varð að dvelja um hrið á sjúkra-
húsi ytra. Upp frá því mun
hann litt hafa mátt á sig reyna
ef, ekki átti út af að bregða.
Hann lézt á Landspítalanum 9.
október s.l. stundu áður en fram
kvæma skyldi aðgerð, er vonir
stóðu til að bætt gæti liðan hans.
Er ég sem barn handlék ljóða-
bók þá, er getið var í upphafi
skorti mig skilning á merkingu
hinna tilvitnuðu Ijóðlína. Fátt
hefir betur opnað augu mín fyr-
ir sannleiksgildi þeirra, en
kynni min af heimilinu að Efri-
Tungu.
Megi það verða ykkur, ást-
vinum hans, huggun í harmi, að
í anda þessara orða var líf hans
og starf.
Gunnar B. Gtiðmundsson.
Minningarathöfn um Július
fer fram frá Laugarneskirkju í
dag, þriðjudaginn 13. október
kl. 2.00 e.h.
S. Helgason hf.
LEGSTEINAR
MARGAR GERDIR
SÍMI 36177