Morgunblaðið - 22.10.1970, Side 13
MOROUNTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976
13
Heildarendurskoðun fer
fram á skattkerfinu
Alþingi verður kynnt virðisaukaskattkerfið
í vetur — Síðari hluti fjárlaga
ræðu Magnúsar Jónssonar
I gær birtist í Maðinu fyrri
hluti fjárlagfaræðn Magnúsar
ðónssonar fjármálaráðherra.
Hér á eftir fer síðari hluti ræð-
unnar, þar sem ráðherra f jallar
m.a. um framkvæmdaáætlun rík
isins á næsta ári, skattamál og
skattrannsóknir, sparnað og hag
ræðingn í ríkisrekstrinnm o.fl.
Á öðmm stað í blaðinu er svo
greint frá ræðtim talsmanna
hinna stjórnmálaflokkanna i út-
varpsumræðunni um f járlögin.
Úlgjöld vegna toll- og skatt-
heimtu aukast um 30,7 millj. kr.
Er það nær eingöngu vegna eðli
iegra launahækkana og framlög
til lífeyrissjóða og vegna eftir-
iauna hæikkana um 11,6 millj. 1
fjárveitingum til fjármálaráðu-
neytisins er að finna sérstaka
fjárveitingu, 150 millj. kr., til
þess að mæta áætluðum verðlags
uppbótum á laun i desember og
á næsta ári. Hefur þessum upp-
bótum ekki verið skipt niður á
einstakar stofnanir, þar eð gert
var ráð fyrir, að væntanlegar
efnahagsráðstafanir kynnu að
hafa áhrif á þessar greiðslur.
Þ»á er á vegum fjármálaráðuneyt
isins tekinn inn nýr útgjaldalið-
ur, að fjárhæð 30 miilj. kr., til
þess að mæta kostnaði við lög-
boðna aðstoð ríkissjóðs í sam-
bandi við kaup hinna nýju tog-
ara og var sú aðstoð ákveðin
með sérstökum lögum á síðasta
Alþingi. Er hér um að ræða um
það bil helming umræddrar að-
stoðar, en gera má ráð fyrir, að
greiðslur skiptist á næstu tvö ár.
Þá hækka vaxtaútgjöld ríkis-
sjóðs um 26,5 milij. kr. og lagt
er til að hækka framiag til
Ríkisábyrgðasjóðs um 15 millj.
kr., sem er þó mun minni fjár-
hæð en stjóm sjóðsins telur
nauðsynlegt að fá til ráðstöfun-
ar á næsta ári.
Tekin er upp 4,7 millj. kr.
fjárveiting til að standa straum
af kostnaði við hina nýju fram-
kvæmdadeild Innkaupastofnun-
ar ríkisins, skv. lögum um skip-
an opinberra framkvæmda, sem
samþykkt voru á síðasta þingi.
Sú deild mun taka til starfa nú
í haust og bind ég miklar vonir
við að þetta nýja skipulag verði
til þess í senn að tryggja mun
betri undirbúning opinberra
framkvæmda, áður en í þær er
ráðizt, og jafnframt betri hag-
nýtingu fjárveitinga til hinna
ýmsu framkvæmda, þegar komið
er á framkvæmdastig, en löggjöf
þessi felur í sér mörg eftirtekt-
arverð nýmæli. Hér er ekki
nema að mjög litlu leyti um út-
gjaldaaukningu að ræða fyrir
rikissjóð, því að samhliða verð-
ur byggingaeftirlit húsameistara
embættisins og byggingadeild
menntamálaráðuneytisins lagðar
niður.
Raunhæft mat á
verðgildi fasteigna
Fasteignamatinu er nú ioksins
iokið. Hefur það reynzt miklum
mun dýrara en gert var ráð fyr-
ir, en þess ber að gæta, sem sið-
ar mun verða gerð grein fyrir
hér á Alþingi, að fasteignamat
með þessum hætti hefur aldrei
áður verið framkvæmt hér á
laiidi og skapaat nú algerlega
ný skilyrði til þess að fylgjast
með raunverulegu verðgildi fast
eigna, sem hefur þýðingu fyrir
margvislega starfsemi og stofn-
anir í þjóðfélaginu. Eigi þessi
mikla vinna, sem unnin hefur
verið í sambandi við fasteigna-
matið hins vegar að skila raun-
hæfum árangri ber brýna nauð-
syn til að fasteignamatinu verði
haldið við með árlegri gagna-
söfnun um nývirki og breyting-
ar og þvi er enn gert ráð fyrir
töluverðri fjárveitingu ti'l fast-
eignamatsins, og unnið er nú að
undirbúningi löggjaíar um fram-
búðarskipulag fasteignamatsins
og verður frumvarp um það efni
lagt fyrir þetta þing, en fast-
eignamatið sjálft mun taka gildi
um næstu áramót. 1 sambandi við
gildistöku hins nýja mats, þarf
að endurskoða margvislega lög-
gjöf, sem miðast við fasteigna-
mat. Sýnir það gleggst nauðsyn
slikrar endurskoðunar, að heild-
arverðmæti fasteigna í landinu
mun hækka úr 4.6 milljörðum i
76.2 milljarða. Eru þá ekki með-
taldar stórvirkjanir og mann-
virkjagerð í Straumsvik þannig
að heildarniðurstaðan mun vera
nálægt 80 milljörðum.
Aðstoð til stjórn-
málaflokka í athugun
Lækkað er framlag til endur-
nýjunar ríkisbifreiða um 1 millj.
kr. vegna endurskipulagningar
bifreiðamála, sem gerð mun
verða grein fyrir á öðrum stað
og framlag til kaupa á dagblöð-
um er lækkað um 2,9 millj. kr.,
sem er sú hækkun, sem Alþingi
ákvað á þessu framlagi á síðasta
þingi. Hef ég margoft lýst þeirri
skoðun mdnni, að aðstoð við dag
blöð eða blaðaútgáfu yfir höfuð
með þessum hætti sé óviðunandi,
og verði Alþingi að gera sér
grein fyrir í heild, hversu aðstoð
til stjórnmálaflokkanna skuli
hagað. Hefur það mál verið sér
stakri athugun nú milli þinga og
má vafalaust vænta þess, að til-
lögur um það efni komi til at-
hugunar áður en endanlega
verði gengið frá fjárlögum.
Hækkað framlag til
F erðamálas jóðs
Kostnaður við vegagerðir
greiðist allur af hinum sérstöku
tekjum vegasjóðs, sem áætlað er
að muni hækka á næsta ári um
20.3 m. kr., að undanteknum af-
borgunum lána, sem ríkissjóður
tók á sig á síðasta ári og munu
á næsta ári nema um 14 m.
kr. auk afborgana af lánum
vegna Kísilvegar, sem að ölliu
leyti hefur verið kostaður af
ríkissjóði. Framlög til flugmála
hækka allverulega eða um 15
millj. kr. og er hér senn um
að ræða hækkanir vegna endur
greiðslna á lánum og einnig all-
veruleg hækkun á framkvæmda
fé, en framkvæmdafé vegna flug
mála hefur jafnan hækkað mun
minna en fjárveitingar til ann-
arra þátta samgöngubóta, vega-
gerða og hafnargerða. Framlag
til byggingar veðurstofu hækk-
ar um 5,0 millj. kr., en sú bygg-
ingarframkvæmd er nú að hefj-
ast og hækka þarf endur-
greiðslu á landshafnalánum um
4,5 millj. kr. Þá er lagt til að
hækka rikisframlag til Ferða-
málasjóðs úr 1 millj. í 5 millj.
kr. Þessi sjóður er mjög févana,
en hefur hins vegar mjög vax-
andi hlutverki að gegna með
aukinni ferðamannaþjónustu, en
ferðamannaþjónusta er nú að
verða veigamikill liður í gjald-
eyrisöflun þjóðarinnar og á von
andi eítir að verða enn þyngri
á metunum á komandi árum, ef
unnt reynist að koma i veg fyr-
ir óhæfilegar verðlagshækkanir,
sem hætta er við að hrekji
ferðamenn á braut írá Islandi.
Rétt er að vekja athygli á þvi,
að þrátt fyrir miklar kostnaðar-
hækksmir er ekki gert ráð fyrir
hækkun reksturshalla Skipaút-
gerðar ríkisins. Jafnframt má
geta þess, að sameiginleg út-
gerðarstjóm allra rikisskipa hef
ir gefið góða raun.
Ríkisframlag til
iðnlánasjóðs hækkað
Lagt er til að hækka framlag
iðnlánasjóðs um 5 millj. kr. og
verður þá ríkisframlag til sjóðs-
ins alls 15 millj. kr. á ári. Þótt
Norræni Iðnþróunarsjóðurinn
hafi stórkostlega bætt aðstöðu
til eflingar íslenzkum iðnaði, þá
hefur Iðnlánasjóður miklu og
vaxandi hlutverki að gegna. Iðn
lánasjóðsgjaldið er aðaltekju-
stofn sjóðsins og fer það gjald
ðlagnús Jónsson.
hækkandi, en ekki er óeðlilegt
að ríkisframlagið hækki einnig
nokkuð.
Orku- og rafvæðingarmál
Á síðustu árum hefur verið
unnið markvist að athugun á
margvíslegum náttúruauðlindum
landsins og hugsanlegri hagnýt-
ingu íslenzkra jarðefna og orku-
linda til eflingar nýjum atvinnu
greinum i landinu. Einn mikil-
vægur þáttur þessa viðfangsefn
is er að láta fram fara heildar-
könnun á nýtanlegum jarðefn-
um í landinu. Hefur náðst um
það samkomulag við Iðnþróunar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna í
Vín, UNIDO, að stofnunin að-
stoði við slíka athugun og hefir
þegar samþykkt að veita íslandi
tækniaðstoð í þessu sambandi er
nema mun um 50 millj. kr. ís-
lendingar þurfa þó sjálfir eðli-
lega að greiða nokkurn hluta
kostnaðarins og er lagt til að
verja 6 millj. kr. til greiðslu á
mótframlagi íslands.
Á síðast liðnu ári ákvað ríkis-
stjórnin að beita sér fyrir því,
að lokið yrði á árinu 1971 raf-
væðingu strjálbýlisins að því
marki, að þá væri lokið lagn-
ingu allra lína, þar sem vega-
lengd milli býla er ekki yfir 1,5
km. á býli. Var í ár aflað 15
millj. kr. innan framkvæmdaáætl
unar til viðbótar fjárveitingum
í fjárlögum, til þess að þoka
þessu verkefni áleiðis, og hefur
nú það vel miðað á þessu ári,
að ekki mun reynast þörf á sér-
stakri lánsfjáröflun á næsta ári,
en fjárveiting í fjárlögum er
hins vegar hækkuð, vegna
sveitarafvæðingarinnar um 4.9
millj. kr. og á fjárlagaupphæð-
in að nægja til að ljúka um-
ræddu verki.
Spáð 5% vexti
þjóðartekna
Niðurgreiðslur á vöruverði
eru í fjárlagafrumvarpinu áætl-
aðar 577 millj. kr. og er í þeirri
áætlun miðað við, að niður-
greiðslur verði hinar sömu og
nú eru.
1 heimildargrein fjárlagafrum-
varpsins eru fáir nýjir liðir. Má
nefna, að í samráði við undir-
efnd fjárveitingamefndar er
leitað heimildar til að kaupa hús
næði fyrir fastáíulltrúa Islands
hjá EFTA í Genf. Þykir það hag
kvæmara heldur en greiða þá
geysilegu húsaleigu, sem er þar
í borg. 1 fyrra var skipt á hús-
næði fyrir sendiherrann í Paris
og spöruðust um 30 millj. kr. á
þeim húsaskiptum. Er lagt tii að
nota hluta af þvi fé til húsa-
kaupanna í Genf.
Heildartekjur á rekstrar-
reikningi eru áætlaðar 10.593.0
millj. kr., en voru 8.397 millj. kr.
í f járlögum 1970 og nemur hækk
unin þvi 2.196.0 millj. kr. eða
26.2%. Af þessari fjárhæð nema
tekjustofnar, sem varið er til sér
stakra þarfa 1.999.8 millj. kr. og
hækka þær tekjur um 250.2
millj. kr. Eiginlegar tekjur rík-
issjóðs hækka þvi um 1.945.8
miiij. kr. Við áætlun hinna ýimsu
tekjustofna er stuðst við þjóð-
hagsspá Efnahagsstofunarinnar
fyrir árið 1971, en í henni er
gert ráð fyrir 5% vexti þjóðar-
framleiðslu og þjóðartekna á þvi
ári og 5—6% aukningu vöruút-
flutnings, en vegna þeirrar
miiklu aukningar rauntekna ein-
staklinga, sem varð við kjara-
samningana í vor er vöxtur
einkaneyzlu og verðmætaráðstöf
unar almennt áætiaður nokkuð
meiri en þetta eða 7—8%, og mið
ast aukning einkaneyzluút-
gjalda í tekjuáætluninni al-
mennt við þetta. Verði hins veg-
ar gerðar ráðstafanir til þess að
draga úr veltuaukningunni, get-
ur það haft lækkunaráhrif á
tekjur ríkissjóðs, en sem aftur
drégur úr útgjaldaþörfinni.
Engin ný skattheimta
Eignarskattar eru miðaðir við
óbreytt fasteignamat, þ.e.a.s.
nífalt gamla matið svo sem nú
er gert. Hins vegar er ljóst, að
hækkun fasteignamatsins verður
miklum mun meiri og eru laga-
ákvæðin um eignarskatt ein
þeirra mörgu laga, sem þarf að
endurskoða í sambandi við gild-
istöku hins nýja mats. Hækkun
tekjuskatts er áætluð 290 millj.
kr. og miðast sú áætlun við 21%
meðalhækkun kauptaxta frá árs
meðaltali 1969 til ársmeðaltals
1970, og ennfremur við nokkuð
betra atvinnuástand og fólks-
fjölgun, þannig að skatttekjur
eru taldar muni hækka um alls
27% í áætluninni og er þá gert
ráð fyrir að skattvísitala hækki
með eðlilegum hætti. Áætlað er,
að innflutníngsgjöld hækki um
587 millj. kr. og er þá gert ráð
fyrir að almennur vöruinnflutn
ingur aukist um 10% á næsta ári.
Langmest verður hækkun á
söluskatti, sem talinn er muni
hækka um 851 millj. kr., sem í
senn stafar af veltuaukningu og
þeirri hækkun söluskattsins úr
7.5% í 11%, sem lögfest var
snemma á þessu árd og mun nú
gilda allt árið 1971. Rekstrar-
hagnaður Áfengis- og tóbaks-
verzlunar ríikisins er áætlaður
vaxa um 114 millj. kr. og þó
ekki gert ráð fyrir hækkun á
verði áfengis og tóbaks. Launa-
skattur, sem rennur til húsnæðis
mála, hækkar um 79 milljónir.
Hér hafa verið nefnddr aðal-
tekjustofnar ríkissjóðs og áatæð-
ur raktar fyrir orsökum tekju-
aukningar af þeirn, en aðrir
tekjustofnar hækka einnig flest
ir nokkuð, en þeir hafa allir
miklum mun minni þýðingu fyr-
ir afkomu rikissjóðs. Kjarni máls
ins er sá, sem skiptir höfuðmáli,
að ekki er gert ráð fyrir neinni
nýrri skattheimtu af þjóðfélags
borgurunum á næsta ári, heldur
er hér aðeins um tekjuauka að
ræða vegna aukinna viðskipta-
veltu annars vegar og almennra
tekna borgaranna hins vegar.
Rekstrarafgangur rikissjóðs
skv. fjárlagafrv. er 553 millj.
kr., en þegar frá er dreginn
halli á lánahreyfingum verður
greiðsluafgangur samtals 313.4
millj. kr. Er það töluvert hærri
greiðsluafgangur, en hefir verið
á fjárlagafrv. áður, en gefur því
miður ekki raunhæfa mynd af
afkomuhorfum vegna ýmissa út-
gjalda, sem enn hefir ekki verið
ætlað fyrir, en sem ég hefi drep
ið á, auk þess sem ekki hefir
verið gert ráð fyrir neinum út-
gjöldum vegna efnahagsráðstaf-
ana.
567 millj. kr. til
ríkisframkvæmda
Svo sem undanfarin tvö ár
fylgir nú með fjárlagafrumvarp
inu sem fylgiskjal drög að fram
kvæmdaáætlun ríkisins fyrir ár-
ið 1971. En samkvæmt þeirri
áætlun er af ýmsum ástæðum
gert ráð fyrir að fjármagna með
lánsfé vissar rikisframkvæmdir
eða framkvæmdir, sem rikið, eðli
málsins samkvæmt, hefir for-
göngu um að afla fjár til. Þessi
drög að framkvæmdaáætlun eru
aðeins birt til þess, að Alþingi
gefist, við meðferð fjárlaga,
kostur á að sjá þau viðfangs-
efni, sem rikisstjómin telur óum
flýjanlegt að sinna, auk þeirra
sem gerð er tillaga um i fjár-
lögum, en hins vegar ekki ætlazt
til neinnar formlegrar ákvörð-
unar í þessu efni fyrr en í byrj-
un næsta árs, þegar að venju
mun verða leitað heimildar Al-
þingis til fjáröflunar vegna
framkvæmdaáætlunarinnar og
fjármálaráðherra gefur Alþingi
hið árlega yfirlit um þróun og
horfur efnahagsmála og fram-
kvæmda i landinu almennt. Sum
ar þær framkvæmdir, sem hér er
gert ráð fyrir að afla fjár til,
þurfa líka nánari athugunar við
og kann því að vera að fjár-
veitingar til ýmissa liða verði
nokkuð aðrar að lokum en hér
er gert ráð fyrir. Hins vegar
vantar um 70 millj. kr. til þess
að endar náist saman í áætlun-
inni og má því gera ráð fyrir, að
annað hvort verði að taka sum-
ar þessar framkvæmdir í fjár-
lög sem beinar fjárveitingar eða
að öðrum kosti draga úr fram-
kvæmdum.
Framkvæmdaáætlunin gerir
ráð fyrir heildarframkvæmdum
að fjárhæð 567.4 millj. kr. og er
þá meðtalin lagning hraðbrauta
196 millj. kr., sem fjármagnaðar
munu verða með láni frá
Alþjóðabankanum, sem er þegar
tryggt, en eðlilegt þykir að
taka þessar framkvæmdir með i
framkvæmdaáætlunina, þar sem
þær eru fjármagnaðar með sér-
stöku ríkisláni. Aðrar fram-
kvæmdir nema samtals 339.6
millj. kr., en við bætist fjárþörf
vegna framkvæmda á yfirstand-
andi ári 31.8 millj. kr., þannig
að samtals þarf að afia fjár til
fyrirhugaðra framkvæmda að
upphæð 371.4 millj, kr. Svo sem
undanfarandi ár er gert ráð fyr
ir að fjármagna framkvæmda
áætlunina eftir tveimur leiðum,
annars vegar með sölu spariskír
teina og endursölu innleystra
spariskírteina og hins vegar með
PL-480 láni frá Bandarikjunum,
sem þó er enn töluverð óvissa
um á næsta ári. Er fjáröflun,
eftir þessum tveimur leiðum, ráð
gerð samtals 300 millj. kr. og
vantar því rúmar 70 millj. kr.
svo sem áður er nefnt til þess
að endar tekna og gjalda i fram
kvæmdaáætlun náist saman. Er
það litið eitt hærri fjárhæð en
SÍÐARI HLUTI