Morgunblaðið - 22.10.1970, Síða 17

Morgunblaðið - 22.10.1970, Síða 17
MOR.GUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1970 17 og frú lians. að fyrirbygigja, að nöktkuð kvisaðist út um efnið og full- yrðingar forsetans fyrrver- andi. Er ekki að orðlengja það að gagnrýnendur ljúka mikiliu lofsorði á bókina, og segja að frásagnarsnilld de Gaulle hafi ekki bliknað með aldrinum, nema síður sé. Hann er ómyrkur í máli, hug sjónir hans eru jafn leiftr- andi og fyrr og hann er jafn sannfærður um eigin mikil- leika og í engu hefur dvlnað trú hans á heimssögulegt hlut verk Frakklands. INDÓKÍNA VIRKI GEGN KOMMÚNISTUM, SAGÐI KENNEDY Meðal þess, sem de Gaulle segir í bókinni, er að John L958 Kenmedy hafi sagt árið 1961, að Bandaríkjamenn hefðu í hyggju að gera Indó Kina að eins konar brjóstvörn gegn kommúnistum i þeim heims- hluta. Kennedy sagði honum frá þessu, þegar hann kom í helmsókn til Parísar, skömmu áður en hann átti fund með Nikita Krústjoff i Vínarborg. De Gaul'le segir, að Kennedy hafi látið fortölur sdnar sem vind um eyru þjóta og auig- Ijóst, að hann myndi ekki hvika frá þessari skoðun. De Gaulle hefur eftir Kennedy, að Bandaríkjamenn hugsuðu sér til hreyfings í Thailandi, Suður Víetnam og Laos. „1 Suður Víetnam“ skrifar hann, „voru þeir (þ.e. Bandaríkja- menn) að byrja að koma á laggirnar leiðangurshersveit- um — undir þvi yfirskini að þeir væru að veita Suður Víetnömum aðstoð. Ég sagði honum, að „þið Bandarikja- menn ætlið að taka okkar sæti í Indó Kina og vekja þar á ný ófrið, sem við leidd um til lykta. Ég spái þvi, að þið munið með þessu hleypa af stað hernaðarlegri og póli tfckri skriðu, sem verður nán ast endalaus." De Gaul'le fer lofsamlegum orðum um Kennedy og segir að hann hafi stefnt hátt og verið djarfhuga. En hann ját ar, að fortölur sínar hafi eng in áhrif haft á Kennedy. „Hann hlustaði á mig,“ segir hann, „en þeir atburðir gerð u®t, sem sýndu, að hann hafði ekki látið sannfærast." BEIÐNI MACMILLANS UM AÐ FRAKKAR HÆTTU VIÐ ÞÁTTTÖKU í EBE Harold MaeMiM'an var mjög áfram urn, að FraMkar hættu við þátttöku i Efna- hagsbandalagi Evrópu. Þeir de Gaulle og MacMillan hiitt- ust í júní 1958 til að ræða meðal annars það mál. Þar lagði MacMillan áherzlu á, að Bretar gætu ekki gengið í EBE vegna þeirra skilmála, sem fyrir hlutdeild þeirra væru settir og bað de Gau'Me að beita sér fyrir því, að Frakkar tækju ekki þátt í því starfi heidur, þar sem það myndi hafa ófyrirsjáanleg- ar efnahagslegar afleiðingar. Krúst.joff kom nieð hótanir á ftind forsetans. De Gaulle kveðst hafa reynt að sefa MacMillan og spurt hann að þvi, hvers vegna Bretar væru svo mjög mót- fallnir því að samvinna yrði miMi ríkjanna sex uim gagn- kvæmar tollaivil’nanir, sem þegar væru fyrir hendi i Bret landi. Fáeinum mánuðum síð- ar lagði MacMillan opinber- lega fram í viðræðum við de Gaulle umsókn Breta um að- ild að Efnahagsbandalaginu. Hann lagði á það áherzlu að aðildarlöndin yrðu að gera tilslakanir og auk þess væri langur aðlögunartími nauð- synl'egur. „Hvað yrði eftir af Efnahagsbandalaginu, eftir að þessar tilslakanir hefðu verið gerðar og að löknum þessum umiþóttunartima?“ spurði de Gaulile. Á þessum fundi gerði MacMillan eftir- farandi athugasemd: „Þér þurfið ekki að vera í neinum vafa um, að Bretland er ekki lengur land Viktoríu drottn- ingar, Kiplings, brezka heims veldisins og notalegrar ein- an gr un arhy gg j u. “ Raunar valda efnahagsmál erfiðl'eikum, en það sem úrsl'it um ræður og réð ákvörðun- inni er sá pólitiski ávinndng ur, sem af þessu myndi verða.“ Og MacMillan bætti við: „Kæri vinur, reynum að færa lönd Evrópu nær hivert öðru. Við eru þrír sem get- um gert það, þér, ég og Aden- auer.“ HEIMSÓKN KRUSTJOFFS TIL PARfSAR De Gaulile fjaMar einnig um heimsókn Nikita Krústj- offs til Frakklands i marz 1960. Krústjoff kom til París ar og hafði í hinum mestu hót unum vegna BerMnarmállsins og lét óspart í ljós megnustu óánægju á skipan þeirra mála, að því er de Gaulle seg ir og bætir því við að hann hafi sýnt honum kuldalega fram á, að hann væri ekki uppnæmur fyrir hótunum Krústjoffs. Síðar í heimsókn- inni sagði Krústjoff við de Gaulle: „Hver er kominn til með að segja, að Alþýðulýð- veldið Austur Þýzkaiánd eigi ekki eftir að innlima Vestur Þýzkaland? Og hver er kom- inn til með að segja að Bon<n stjórnin muni ekki einn góð- an veðurdag taka þann kost- inn að semja beint við Rússa?“ „Ég svaraði honum og sagði,“ skrifar de GauMe „að ef þýzka þjóðin ætiti eftir að taka upp breytingar sín i milli kynni það að raska valdajafnvæginu í Evrópu og þá gæti styrjöld verið í að- sigi.“ SKOÐANIR Á SAMTÍMAMÖNNUM De Gaulte lætur í ljós skoð anir á fjölmörgum samt'Lma- mönnum sínum og segir til dæmis um Eisenliower: „Hann er gætinn og hygginn, forð- ast hættulegar vangavettur, stígur á hemlana, þegar hrað inn eykst, friðsamur maður og reynir á allan hátt að forð ast árekstra og óþarfa reki- stefnur. Við sögðum áMtaf hvor öðrum, hvað fyrir okkur vakti og komum aMtaf fram hvor við annan af vinsemd og einlægni. Richard Nixon: Mér sýnist að i býsna einkennilegu starfi Ihains sem varaforaeta sé hiamrn einn þeirra hreinskilnu og ákveðnu manna, sem manni finnst að hægt sé að treysta fyrir stórmálum. Konrad Adenauer: Hæfast ur attra Þjóðverja og áhuga- samastur um samstarf við Frakka. Gagntekinn þeirri hugmynd að Germanir og GaMar bæti hvórir aðra upp, þeir sem mynduðu grundvöll að auðlegð Franka og stóðu undir vegsemd Karlamagnús- ar. André Malroux: Þægileg- ur og frábær vinur . .. 1 fréttum og umsögnum um þetta nýja ævisagnabindi de Gauille er þess getið, að hann sé nú að vinna að þvi næsta „L‘Effort.“ Ekki er vitað, hvort það kemur út begar á næsta ári. Jolin Kennedy: Stefndi hátt, en hlustaði ekki á mig, segir de Gaulle. n I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.