Morgunblaðið - 22.10.1970, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1970
19
Skattrannsóknir athuguðu 220 mál
!
Framhald
af blaðsíðu 14
fjár verður að minnsta kosti að
vera með þeim hætti, að við för-
um ekki með það af meira gá-
leysi en eigin fjármuni.
þingi, en sú tillaga náði ekki
endanlegri afgreiðslu þingsins og
hefur tillagan nú aftur verið
lögð fram á þessu þingi og vænti
ég þess, að Alþingi láti í ljós ein
hvern vilja í málinu. Varðandi
staðgreiðslukerfið er raunar um
tvær meginstefnur að ræða. Ann
ars vegar þá, sem felst í nefnd-
arálitinu að reyna að aðlaga
staðgreiðslukerfið núverandi
skattkerfi í grundvallaratriðum
óbreyttu, en hin aðferðin er sú,
að leitast við að aðlaga skatt-
kerfið að staðgreiðslukerfinu á
þann hátt að staðgreiðslukerfið
verði sem virkast og ekk'i óvið-
ráðanlega flókið og umfangs
mikið. Er ég persónulega þeirr-
ar skoðunar, að kanna eigi alvar
lega, hvort síðari leiðin sé fær,
að breyta sjálfu skattkerfinu,
áður en sú leið verður ákveðin,
að innleiða staðgreiðslukerfið á
grundvelli núverandi skattkerf-
is, sem ég er hræddur um, að
leiði til margvíslegra vandræða.
Siðustu árin hafa ekki verið
gerðar neinar stórvægilegar
breytingar á hinni almennu
skattalöggjöf, og hefi ég í fjár-
lagaræðum áður tekið fram, að
orsökin væri sú, að gera mætti
ráð fyrir þvi, að einmitt stað-
greiðslukerfið myndi leiða til
veigamikilla breytinga á gild-
andi skattkerfi, og væri því
nauðsynlegt að sjá, hverjar þær
breytingar yrðu, áður en hafizt
yrði handa um almennar breyt-
ingar á skattalögum. Það er hins
vegar ljóst, að reynslan hefir
sýnt, að sanngjamt er og nauð-
synlegt að gera ýmsar breyting-
ar á skattalögunum, varðandi
skattgreiðslur einstaklinga, enda
þótt það sé ótvírætt, að beinir
skattar til ríkisins séu ekki háir
hér á landi miðað við flest önn-
ur nálæg lönd, enda tekjuskatt-
ur og eignaskattur til ríkissjóðs
hér aðeins um 10% af heildar-
tekjum ríkissjóðs, sem er mun
minna en í öðrum nálægum lönd
um. Þótt ég sé því ekki þeirrar
skoðunar, að tiltækilegt muni
þykja að lækka almennt beina
skatta, breytir það ekki því, að
ýmissa iagfæringa er þörf á
skattalögum. Þar sem augljóst er,
að staðgreiðslukerfinu seinkar,
þá var því ákveðið á s.l vori að
fela skattamálanefndinni, sem
sérstaklega starfaði að visu að
skattamálum félaga, að taka til
heildarathugunar nauðsynlegar
lagfæringar, einnig á skatt
greiðslum einstaklinga og þá m.
a. hafa til hliðsjónar þær ábend
ingar, sem fram hafa komið á A1
þingi í tillöguformi síðustu þing.
Var ætlazt til, að þessum athug-
unum yrði lokið svo snemma, að
unnt yrði að leggja tillögur þess
ar fyrir yfirstandandi Alþingi.
Þá var einnig ætlunin að endur
flytja aftur á þessu þingi frum-
varp það um skattamál félaga,
sem lagt var fram á siðasta þingi,
en með þeim lagfæringum og end
urbótum, sem síðar hafa verið á
þvi gerðar, en þær breytingar
varðandi skattamál atvinnufyrir
tækja byggjast á þeirri megin-
forsendu, að islenzkur atvinnu-
rekstur vcrði skattalega séð
ekki verr settur í samkeppni en
atvinnurekstur annarra EFTA-
landa. Þar sem um var að ræða
veigamiklar breytingar frá gild-
andi skattalögum, var talið nauð
synlegt að sýna þetta frumvarp
í lok siðasta Alþingis, án þess
að þá væri hægt að vænta end-
anlegrar afgreiðslu, enda fram
tekið, að ýmsir þættir málsins
væru ekki enn endanlega skoð-
aðir ofan i kjölinn. Var því að-
eins lögfest á síðasta þingi á-
kvæði um fyrningar, sem tók
gildi við skattlagningu í ár. Féll
ust allir flokkar jafnframt á þau
tilmæli mín, að skipuð yrði sér-
stök milliþinganefnd fulltrúa
allra flokka úr fjárhagsnefnd
um Alþingis, sem ynni nánar að
athugun málsins milli þinga og
fengi til athugunar jafnóðum
framhaldstillögur embættis-
mannanefndarinnar, sem vann að
undirbúningi málsins. Hér er um
mikið verkefni að ræða, sem enn
er ekki endanlega lokið, en
stefna verður að, að fái lokaaf-
greiðslu, áður en þessu þingi lýk
ur.
Um 500 bókhaldsskoðanir
Vegna hækkunar söluskatts
fyrr á þessu ári bar brýna nauð
syn til að taka til rækilegrar
endurskoðunar allt eftirlit með
álagningu og innheimtu sölu-
skatts. Hefir það mál allt verið
í rækilegri athugun á undan-
förnum mánuðum og var skatt-
rannsóknastjóra falið að hafa
yfirumsjón með innheimtukerf-
inu um landið allt. Með ströng-
um fyrirmælum ráðuneytisins til
innheimtumanna um land allt
varðandi skil á söluskatti má
telja, að innheimta sé komin i
mjög viðunandi horf víðast
hvar. En hins vegar er ljóst, að
aukins eftirlits er þörf, svo að
þessi mikli skattstofn skili séi
með eðlilegum hætti, sem er að
sjálfsögðu höfuðnauðsyn. Hefur
því nýlega verið sett mjög itar-
leg reglugerð, þar sem kveðið er
á um ýmis atriði til þess að auð-
velda eftirlit með innheimtu
skattsins og jafnframt er i und-
irbúningi að setja sérþjálfaða
menn í söluskatti á ýmsar
stærstu skattstofurnar. Þá koma
hér að haldi hin nýju bókhalds-
lög, en yfirumsjón með fram-
kvæmd þeirra er einmitt einnig
í höndum skattrannsóknastjóra
og hefir verið lögð rík áherzla
á, að fá góða samvinnu við at-
vinnurekendur um bókhaldslög-
in og gera þeim grein fyrir gildi
þeirra, ekki hvað sízt fyrir at-
vinnureksturinn sjálfan og má
kvæmni í rekstri Áfengis- og
tóbaksverzlunar rikisins, enda
hefir því alloft verið varpað
fram í umræðum um verð-
lagsmál, að reksturskostnað-
ur þessa ríkisfyrirtækis sýndi,
að ekki væri hægt að gera ráð
fyrir að almennur verzlunar-
rekstur í landinu gæti búið við
þá álagningú, sem honum væri
skammtaður. Þó að vísu þær
ásakanir hafi ekki nema að tak-
mörkuðu leyti verið réttar, þá
var sýnt að með ýmsum aðgerð-
um mátti auka hagkvæmni í
rekstri þessa stóra fyrirtækis og
hafa margvíslegar umbætur nú
verið gerðar í góðri samvinnu
milli ráðuneytisins og forstjóra
fyrirtækisins. Skulu þær skipu-
lagsbreytingar ekki raktar hér I
einstökum atriðum, en mikilvæg-
ast var að tryggja fyrirtækinu
viðhlitandi húsnæði við skap-
legu verði og var í því skyni
á s.l. ári fest kaup á húseign
fyrir áfengisdeild fyrirtækisins,
og tók deildin til starfa i því
húsnæði í síðastliðnum júlímán-
uði, en áður hafði starfsemi þess
arar deildar verið á fjórum stöð
um í Reykjavík. Er áætlað, að
með þessari ráðstöfun verði
hægt að fækka starfsliði fyrir-
tækisins um a.m.k. 20 manns og
árlegur launasparnaður ætti að
geta orðið yfir 4 millj. kr. Húsa-
kaupin sjálf voru mjög hag-
kvæm og spara fyrirtækinu tugi
milljóna, miðað við þá nýbygg-
ingu, sem ætlunin var að reisa
yfir starfsemi Áfengis- og
tóba ksverzl unarinnar.
Um alllangt skeið hefir verið
veitt sérstök fjárveiting í fjár-
lögum til þess að byggja nýtt
þvottahús fyrir rikisspítalana.
Ákveðið hefur nú verið að falla
frá þessarri nýbyggingu, þar eð
tókst að festa kaup á hentugu
húsnæði og má fullyrða áð sú
ráðstöfun hafi sparað mjög
verulegar fjárhæðir og geri auð
ið að starfrækja þessa nauðsyn-
legu þjónustu á mun hagkvæm-
ari hátt en áður.
Hlunnindi misnotuð
Ég hefi oft áður í fjárlaga-
ræðum vikið að nauðsyn ýtrustu
hagsýni í meðferð ríkisfjár jafn-
hliða mikilvægi þess að breyta
viðhorfi borgaranna til ríkis-
sjóðs og ríkisfjármuna yfirleitt.
Þó margt hafi verið gert til úr-
bóta i ríkiskerfinu þá er vitan-
lega enn margt, sem má betur
fara og má aldrei slaka á við-
leitni í þá átt. Þvi miður er tor-
velt að breyta viðhorfi almenn-
ings til opinberra fjármuna, þótt
vissulega beri að viðurkenna, að
þar séu ekki allir undir sömu
sök seldir, en fórnarlund gagn-
vart þjóðfélaginu held ég að sé
ákaflega takmörkuð. Allir
þekkja viðhorfið til skattfram-
tala, þótt verulega hafi á unnizt
vegna aukins eftirlits. Yfirleitt
á öllu að bjarga með framlögum
úr ríkissjóði, en hver vill taka
afleiðingunum með nýjum skatta
álögum. Mikilvæg hlunnindi
alltof oft misnotuð. Nýjustu
dæmi þess efu atvinnuleysisbæt-
urnar. Fötluðu fólki er veitt að
stoð til að eignast bíl vegna
vinnu sinnar. Hvað er ekki hægt
að benda á mörg dæmi misnotk-
unar? Enn er mönnum vafalaust
í minni ótrúleg misnotkun í sam-
bandi við niðurgreiðslu á verði
neyzlufisks og tartafina, og þá
ekki síður smáfiskuppbæturnar.
Allar áttu þessar greiðslur út af
yfrir sig rétt á sér en reyndust
óihæfar vegna grófrar misnotk-
unar. Svona mætti lengi halda
áfram að nefna opinbera fjár-
hagsaðstoð, sem er meira og
minna misnotuð og leiðir þá til
ranglætis í stað þess réttlætis,
sem aðstoðinni er ætlað að
stuðla að. Viðhorf til opinbers
Starfsmat í undirbúningi
Þá þykir mér rétt að víkja
nokkrum orðum að kjaramálum
opinberra starfsmanna. Sam-
komulag varð um það milli ríkis
stjórnarinnar og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja fyrir
tveimur árum siðan, að reynt
skyldi að byggja kjarasamninga
á svoköliuðu kerfisbundnu
starfsmati. Unnið hefir verið
svo að segja látlaust síðan að
undirbúningi þessa starfsmats,
en þetta viðfangsefni reyndist
miklum mun erfiðara og flókn-
ara en menn höfðu í upp-
hafi gert sér grein fyrir. Átti
kjarasamningum raunverulega
að vera lokið um siðustu ára-
mót, en þá var starfsmatinu það
skammt komið, að samkomulag
varð um það að halda því áfram
og fresta endanlegri samnings-
gerð þar til um næstu áramót.
Er þetta mál því að komast á
lokastig og skal ég ekki gera
einstök atriði að umtalsefni, en
komið hefur glöggt í ljós, að
skipulegt starfsmat er ekkert
sjálfgefið kerfi, heldur getur
þar margt upp komið, sem
orkar tvimælis, en segja má að
grundvallaratriði sé þó að gera
sér grein fyrir því, hvað menn
telja rétt að launamismunur sé
mikiil í starfskerfinu, en hann
er nú mun minni hér en í flest-
um eða öllum nálægum löndum,
og hafa afleiðingar orðið þær, að
mjög erfitt er að fá menn í topp
stöður. Mikil óánægja hefur ris-
ið meðal háskólamenntaðra
manna og jafnvel ýmsir starfs-
hópar, svo sem læknar og verk-
fræðingar hafa í rauninni brot-
izt undan launakerfi ríkisins.
Hitt verður jafnframt að hafa i
huga, að veruleg tregða er hér-
lendis á að hafa mjög mikinn
launamismun, þannig að hér er
vissulega vandratað meðalhófið.
Þá er því heldur ekki að leyna
að mikil óánægja er með núver-
andi skipan samningsréttarmál-
anna, einkum meðal háskóla-
manna, sem flestir hverjir hafa
sagt skilið við Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og myndað
sín sérstöku samtök, sem krefj-
ast samningsréttar. Mun niður-
staða samninga nú vafalaust
hafa veruleg áhrif í þá átt,
hvort hægt verður að ná sam-
komulagi um samningsaðildina.
En almennt er það um starfsmat-
ið að segja, að það er engum
efa bundið, að það væri til mik-
ilia bóta, ef hægt væri að fá sam
komulag um starfsmat, sem til
frambúðar væri hægt að leggja
til grundvallar við hlutföll í
launum opinberra starfsmanna
og gæti það orðið öðrum starfs-
hópum i þjóðfélaginu til eftir-
breytni. Lögin um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna
hafa verið í endurskoðun. Er
þeirri endurskoðun nú lokið og
málið til athugunar hjá rikis-
stjórninni og má vænta þess, að
frumvarp um þetta efni verði
iagt fyrir yfirstandandi þing.
Athuganir
á skattakerfinu
Víðtækar athuganir fara nú
fram á öllu skattkerfinu. Stað-
greiðslukerfisnefndin, sem Al-
þingi kaus samkvæmt þingsálykt
un, sem rikisstjórnin lagði fyrir
Alþingi 1967, lauk störfum á s.l.
ári og skilaði mjög ítarlegu
nefndaráliti. Kom það glöggt í
ljós, að málið var miklum mun
flóknara heldur en margir höfðu
gert sér i hugarlund, og taldi ég
þá rétt að leita enn viijayfirlýs-
ingar Alþingis um það, hvort
haldið skyldi áfram undirbún
ingi að því að innleiða stað-
greiðslukerfið og þá með hverj-
um hætti. Var því þingsályktun-
artillaga lögð fram á síðasta
Nýkomiö
midi-kjólar, maxi-kjolar, midi-pus,
maxi-pils, regnkápur, regnfrakkar.
Landsins mesta og bezta úrval af
peysum.
POP-HÚSIÐ, Grettisgötu 46.
VOY