Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 7
MORGTJNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1970 7 ÁRNAÐ HEILLA Gefin verða saman 1 hjóna- band I New York mánudaginn 26. október ungfrú Þórama V. Pálsdóttir Sigluvogi 7 Rvik og Ðavid G. Zahniser 2 Stoneleigh, Bronxville, N.Y. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Hafnarfjarðar- kirkju af séra Garðari Þorsteins syni ungfrú Sigríður Jónsdóttir og Bjarni Hafsteinn Jóhanns- son. Heimili þeirra verður að Sléttuhrauni 36. I dag verða gefin saman i hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns ungfrú Guð- ríður Ottadóttir, Skipholti 5 og Lúðvik J. Eiðsson, búfræðing- ur, Ránargötu 8 A. Heimdli þeirra verður að Ránargötu 8 A 1 dag verða gefin saman i hjónaband i Keflavíkurkirkju af séra Birni Jónssyni, Elisabeth Ellerup og Heimir Skarphéðins- son. Heimili þeirra verður að Hafnargötu 56. 1 dag verða gefin saman í hjónaband, í Laugameskirkju, ungfrú Sigriður Skúladóttir, hjúkrunarkona, Karlagötu 18 og Hersteinn Magnússon, loftskeyta maður, Ásgarði 33. Heimili ungu hjónanna verður að Sogavegi 101. Er „sá gamli” færeyskur? Þau leiðu mistök urðu hér i dagbókinni á dögunum, að Fær- eyingum voru gerð upp blóts- yrði, sem þeir nota vist aldrei. ,Bá gamli“ er líkiega ekki til í Færeyjum. Talið er, að Fær- eyingarnir tveir, sem undrandi horfðu á nýreist Nathan og Ol- sen-húsið, hafi sagt ósköp „pent“: „Islendingurinn getur allt.“ Það sem helzt styður þetta, er sú staðreynd, að nokkrir biaða- menn islenzkir voru í Færeyjum í fyrra, og a.m.k. þar sem þeir komu, sögðu Færeyingar í hrifningu: „Islendángurinn getur allt.“ Hvað sem þessu líður, hvort þessi setning er rétt eftir höfð, eða þá hitt, að „pokurinn" sé til í Færeyjum, er nauðsynlegt að hið sanna komi í ljós, og þess vegna beinum við þvi til lesenda blaðsins, hvort einhver kunni ekki þessa gömlu sögu rétta. Svör má senda Dagbókinni. En hvað sem því líður, er allt- af gott að geta losnað við „þann gamla“, hvenær sem hægt er. Að því vi'll Dagbókin stuðla! Spakmæli dagsins Það er góður prestur, sem fer efttir eigin fyrirmælum. Mér fitnnst hægara að kenna tuttugu mönnum, hvað sé gott að gera, heklur en að vera einn þeirra tuittugu, sem lifa eftir kenningu minni. —. Shakospoare. GAMALT OG GOTT Sof þú, eg unni þér, allir hielgir þjóni þér, Pétur og Pál'l á Rómi hjálpi þér á dómi, og sú hin mildasta mær, sem marga bæn af guði fær. Sankti Máría sé þér holl, sú er betri en rauðagull, Hvar sem þú reikar á landi signi þig og svæfi sjálfur guð og hedlagur andi. PENNAVINIR Ola P. Onsþien N— 7350 Buvika Norge. óskar eftir bréfasambandi Áhugamál: Frimerkjaskipti. Þessar himnesku spönsku nætur Ég setti nú barasta upp regnhlíf, eina herlega „familie paraply" eins og Öm, þegar ég vogaði mér út i morgunsár ið dag einn í vikunni, og veitti ekki af, því að það var allt á floti alls staðar, ræsin höfðu varla við, enda sagði vegasérfræðirfgur minn, hann Sverrir Runólfsson, að þeir hefðu fleiri ræsi í hinni sól- bökuðu Kaliforníu, þar sem aldrei rignir, en hér á þessu úrhellislandi, og hann veit sko hvað hann syngur, mað- urinn sá, sem segist geta lagt fyrir okkur varanlega vegi eins og skot, ef við bara bökkum rétt Æ, þeim finnst svo skemmtílegt að skipta um jarðveg, þarna hjá vega- gerðinni. Af hverju að taka af þeim ánægjuna? Erum það, hvort sem er ekki við, þessir glöðu skattborgarar, sem borg um brúsann „fyrir rest“? Lík iega er þessi hægagangur í vegagerð eins konar afborgun arkerfi, en I slíkum hlutum eru Islendingar sérfræðingar. Og svo hjá pósthúsinu, hinu eina og sanna, i Póst- hússtræti, átti ég bréf í póst hólfinu. Eitt lítið innskot. — Skyldi það vera enn svo i dag, að það sé eins konar stöðutákn að eiga sér póst- hólf ? Gæti verið. Maður læt- ur sér nú nægja sitt nafnnúm er. Er það lika ekki það eina, sem skatturinn tekur gilt? Bréfið var frá húsöndinni minni, þama fyrir austan, sem var ósköp hnuggin yfir því, að ég hefði ekki lengi mú um skeið látið sjást mitt föngulega nef. Og hún spurði, hvað veldur? Ertu dauður? Hafa samstarfsmenn þínir skotið þig niður yfir Spitz- bergen, eins og þeir hafa löngum hötað? Ertu kannski dauður úr ófeiti? Ekkert af þessu, min húsöndin blíð. Það verður að vera okkar leynd- amiál, að ég er við beztu heilsu, en hinu er ekki að leyna, að ég brá mér stundar korn þangað suður að Mið- jarðarhafsbotni, en eins og allir vita, sem eitthvað hafa kynnt sér ævintýri H.C. And- ersens, þess ágæta manns, er ég egypzkur í aðra röndina, þá betri, og þegar þeir fóru að slást. í þessum „Austur- löndum nær,“ sem mér pers- ónulega finnst einhver mesta ambaga, sem íslenzk tunga hefur tekið sér í munn, sá ég mér ekki annað fært en að fljúga þangað suður að gamni mínu til að fylgjast með þróun mála þar, hvernig Sphinxinum reiddi af hjá Kúfupýramída, hvort Israels- menn ætluðu nú að láta sög- una ganga aftur á bak, og fara aftur yfir Rauðahaf, í þetta skipti? Liklega ekki sá með svörtu pjötluna fyrir heila augað ? Heitir hann ekki Moshe Dayan? Auk þess eru þarna mörg þróunarlönd, hvað svo sem það orð á að merkja, og ég var svona fyrir siðasakir að kynna mér fæðingarprósent- una, og hvort þeir væru yfir leitt hættir að trúa á stork- inn. En nú er ég sem sagt kom inn aftur heim í heiðardal- inn, og hvergi liður mér bet- ur en einmitt hér, í þessu mengunarlausa landi og maka lausa. Ég meira að segja brá mér um daginn í Austurbæjarbíó eftir að Grænhúfunum lauk, og veltist um af hlátri eina næturstund yfir Spanskflug- unni. Veitti nokkurri þjóð eins af þvi og okkur, að hlæja, okkur sem erum svo grafal- varlegir dags daglega. Þarna var Brynjólfur, Þarna var Gísli, já, þama voru svo margir, sem sköpuðu þessa gömlu revíustemningu, sem sjaldgæf er hér. Og ráðlegg- ing storksins er í dag: Allir á Spanskfluguna! Ó, þessar himnesku spönsku nætur. Og þegar ég hafði bleytt rækilega í flugfjöðrunum, flaug ég heim á leið og lagði mig, og verið sælir að sinni, minir elskanlegu. Samkoma Náttúrufræðifélagsins Fyrsta fræðshisanikonuv Hins islenzka náttúrufræðifélags á þess- uni vetri verður haldin mánudaginn 26. október kl. 8.30 fvð venju síðasta inánudag hvers niánaðar yfir vetrarmánuðina. Sam- koman er haldin í 1. kennslustofu Háskólans. Þá flytur dr. Agn- ar Ingólfsson erindi um kynblöndun hvítmávs og silfurmávs. Sam- komur félagsins eru að jafnaði svo vel sóttar, að húsfyllir er, og stundum má fólk koma snemma til að ná í sæti. Myndin að ofan er af hvítmávi. 17 ÁRA REGLUSAMUR BÍLL TIL SÖLU pilDur ósikair eftir atviinmiu stnax. Uppl. í síma 21963. V.W. 1969 til sö!u. Uppl. í sima 20372 eftir kl. 13 í dag. KONUR VOLKSWAGEN 1300 Kon u ('helzt miðaldra) vanta r á fámeminit iSveStaiheiimi'Iii. — Uppl. í siíma 32733 eftir ikil. 6. áng. 1968 ti'l sölu, ekiimin 43 þús'umd kim. Uppl. í siíma 41609, SÖLUBÚÐ TIL LEIGU á góðuim stað f A-usturibaen- um. La'us nú þegar. Uimsaekj- endur sendi nöfn og síma- múmer á afgr. Míbl. fynir 27. þ. m. rnenkt: „2970"; HAFNARFJÖRÐUR Óska eftir að toma tveiimur börnum, 6 og 8 ára í gæzl'u fná kl. 8—1 f. ti., belzt í né- gnenni Öldutúnss'kóla. Uppl. í síma 52692. KONA ÓSKAST til að gæta banna, 4ra ána drengs og 6 mán, stúl'ku. — En'Sikuiku'nmátta na'uð'symlfeg. Sk'nifið: Mr. Robert Traum, 413 Fneeman Ave. Oceamside, L. L, U.S.A. BARNGÓÐ STÚLKA Bamdarísk fiölskylda i Rvík vitl ráða stúHkiu ti'l heiimiiliis'st, og banngæzlu. Eimihver ens'ku kummátta nauðsynil. VimsamL hafið sarnb. við Mrs Eskin, Fjötiniisv. 9 eða í síma 25662. HÚSBYGGJENDUR Fram'terSuim m iiHiveggjaplötw 5, 7, 10 smri immiþunrkaðar. Nákvaem föguirt og þykikt. Góðair plötur spaiia miúnhúð- un. Steypustöðín hf. RÁÐSKONA óskast á heimilii. Tveiir fulll- orðniir í hei'miili Tilib. merikit „Ráðsíkona 63" sendist afgir. Mbl. Sjúkraliðar óskast nú þegar á Barnadeild St. Jósepsspítala, Landakoti. Upplýsingar hjá fcrstöðukonunni. Maður eða kona með verzlunar- eða samvinnuskólapróf óskast til skrif- stofustarfa. Tilboð sendist Mbl. fyrir 27/10 merkt: „6202". TRELLEBORG 8HJÓDEKK DJÚP OG STÖÐUG MYNZTUR. ÖRUGG GRIP 1 SNJÖ. BORAÐ FYRIR NAGLA. ATHUGIÐ: T-252 ÞARF AÐEINS 70 NAGLA VEGNA DJÚPS OG GÓÐS SNJÓMYNZTURS. 1 W w 550x12 520x13 560x13 590x13 600x13 640x13 590x14 520x15 560x15 590x15 640x15 700x13 1.595,— 1.495.— 1.595,— 1.691, — 1.691. — 1.991,— 1.932,— 1.595,— 1.797,— 1.960,— 2.198.— 2.190.— — GERIÐ SAMANBURÐ Á VERÐI — ÚTSÖLUSTAÐIR: HJÓLBARÐAVIÐGERÐ HAFNARFJARÐAR. unnai (9f^emöon k.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Simnefni: xVolverr - Sími 36200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.