Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 39 en engu að siður var það Brandt sem sá leiðina' út úr ógöngunum, leiðina sem lá ekki aðeins til sigurs heldur einn- ig til sameiningar Evrópu. Hann er einstaklega hugrakk- ur og hefur afrekað það sem öllum öðrum fannst ógerlegt að krefjast af þýzkum stjórn- málamanni. Svo er hugrekki og hugmyndaríki WUlys fyrir að þakka að Þjóðverjar kunna að bera gæfu til að leggja grund- völlinn að því, að raunveru- lega verði dregið úr viðsjám austurs og vesturs. N. Krúsjeff Ef ég nefni rússneska stjórn málamenn verð ég að nefna Krúsjeff fyrstan, þvi að eins og frægt er lenti okkur harka- lega saman i veizlu sem stjóm Verkamannaflokksins hélt rússneskum forystumönnum í Krúsjeff april 1956. Ég ásamt öðrum átti hörð orðaskipti við Krúsjeff og hafa birzt margar rangfærðar útgáfur á þeim. En þarna mót- uðust skoðanir mínar á mann- inum og þær hafa ekki breytzt síðan. Hann var ekki gáfumaður né stórmenni á neinn’ hátt að mínum dómi. Hann var tudda- legur og ótrúlega skilnings- sljór á annað fólk. Hann var um flest dæmigerður þræll hins kommúniska kerfis, af skriffinnskumanngerðinni. Að vísu á ég erfitt með að tjá mig mikið, hvorki um hann né aðra rússneska stjórnmála- menn, þar sem okkur hefur aldrei tekizt að kynnast þeim á svipuðum grundvelli og vestr ænum stjórnmálaforingjum. Tortryggnin er alltaf fyrir hendi, grunsemdir og þyngsla- legur drumbsháttur. A. Kosygin Brezhnev til að - mynda kynntist ég aldrei á ferðum mínum til Sovétrikjanna. Hann var alltaf svo ósköp önn um kafinn. Á Kosygin aftur á móti hitti ég oft og iðulega, bæði í London og í Moskvu Alexei Kosygin: Hefur þá raunar húmor að því er Brown telur. og ég tel hann hæfan, harð- lyndan, dugnaðarmann en ákaflega ófrjóan í hugsun. Þeg ar ég var í embætti vissum við aldrei fyrir vist hver var aðal stjórnandinn í Sovétríkjunum. Ég býst þó við að nú sé ekki lengur neinum blöðum um það að fletta hver valdamaðurinn er, það er víst tvímælalaust Leonid Brezhnev. Alltaf var ég jafn hrifinn og' undrandi á fundum þeim sem ég átti með Kosygin vegna þess frábæra hæfileika hans að muna allt og kunna allt utan að, þurfa aldrei að fletta upp hafa jafnan skýringar á reiðum höndum og svör við öllu. Áður en við Bretar göngum til slíkra funda birgjum við okkur upp af plöggum og skjölum svo að í okkur sést varla. Þetta er óþekkt fyrirbæri meðal rússn- eskra stjórnmálamanna. Og þó rak þá ekki í vörðurnar og maður kom aldrei að tóm- um kofanum hjá þeim. Og þeim er gefinn sá hæfileiki að þurfa ekki að púnkta niður ræður hjá viðmælandanum, ræður virðast prentast fyrirhafnar- laust inn í heilabúið. Auðvit- að eiga þeir um margt hægar um vik en við, einmitt vegna þess að það hvarflar aldrei að þeim að breyta um afstöðu eða skipta um skoðun og þetta ligg ur allt svo Ijóst fyrir. Þar á ég þó ekki við að þeir breyti aldrei um skoðun. En þeir gera það þá í rólegheitunum og sin á milli ög láta það ekki koma fram á fundum eða I samskipt- um við aðra. Þrátt fyrir drumbslegt yfir- bragð Kosygins varð ég þess stundum var að hann var gæddur kímnigáfu, en svo tor- trygginn er maðurinn í um- gengni við aðra að þessi nátt- úra hans kom sárasjaldan fram. Hann var alltaf hinn fullkomni kommúníski emb- ættismaður og ég veitti því at- hygli að hann varð óstyrkur ef hann þurfti að tala fyrirvara- laust um eitthvað mál sem hann hafði ekki búið sig und- ir að ræða. Hann er engan veginn stór né mikill karl en sem embætt- ismaður í þeirri stöðu sem hann gegnir harla hæfur mað- ur. Gromyko er ekki stjórnmála maður og mér fannst hann ann ar dæmigerður flokksmaður. Hann hafði að vísu kynnzt ver öldinni meira og ferðazt víðar, en aldrei varð ég var við að hann ætti til snefil af glettni Myntalbúm ÍSLENZKAR MYNTIR 1922—1971 kr. 490.00. LÝÐVELDISMYNTALBÚM kr. 340.00. Peningarnir sjást frá báðum hliðum. SIEGS NORÐURLANDAMYNTVERÐLISTI kr. 295.00. — Sendum gegn póstkröfu. eða léttleika. Hann er mjög snjall ræðumaður og fimur í rökræðum, en út af línunni fór hann aldrei. Meðan ég gegndi embætti utanrikisráðherra sá ég ekki betur en stjarna Gro- mykos færi hækkandi. Áhrifa hans virtist gæta meira og meira og hann lét sennilega meira til sin taka í kerfinu en áður.“ Að lokum segir Brown: „Síð- asta hugsun sem kemur upp í huga minn er ég legg nú síð- ustu hönd á þessar endurminn- ingar mínar er hversu mikil ráð leiðtogar þjóðanna hafa í hendi sér. Það er í rauninni á þeirra valdi að skapa andrúms loftið og móta samfélagið." „Meðan leiðtogarnir þekkja ekki sinn vitjunartíma", segir Brown, „getum við ekki vænzt þess að sættir og samlyndi ríki. Ég sá svo margt ganga úr- skeiðis sem hefði fullt eins get að farið á betri veg. Þetta gerðist eihfaldlega vegna skorts á skilningi manna á milli, félagslegu sambands- leysi ef svo má segja. Oft er talað um ferðalög og flakk stjórnmálamanna heimshoma á milli og þau gagnrýnd og höfð að háði og spotti. Mín skoðun er sú, að við ferðumst ekki nógu mikið landa á milli og þó alveg sérstaklega að við stað- næmumst ekki nógu lengi á hverjum stað.“ Neðri-bær Síðumúla 34 VEIZLU- SALUR Neðri-bær Bátur til sölu 62 smálesta eikarbátur til sölu. Árni Halldórsson hrl., Skólavörðustíg 12 — Sími 17478, TILBOÐ OKKAR ER 1 MÍNÚTA Á DAG Þessi æfing byggir upp brjóstkassann, styrkir lungu og hjarta, og eyk ur þol yðar. Þessar sjö æfingar völdum við af 24 æfingum BULLWORKER kerfisins, í þeim tilgangi að sanna fyrir yður að leiðin til aukins líkamsþreks er greiðfærari en yður grunar. TILBOÐIÐ ER: Gerið þessar æfingar í 14 daga. Ef yður, að þessum tíma liðnum, líður ekki betur, verðið stæltari og sterklegri útlits, munuim við skil- yrðislaust endurgreiða yður tækið. Sem sagt, það kostar yður ekkert að reyna fljótvirkasta líkams- ræktunartækið sem völ er á, gjörsamlega ólíkt öllum þjálfunartækj- um sem þér hafið séð, sameinar bæði þrýstings og teygingartæki í einu léttu vel meðfærilegu, ódýru þjálfunartæki. Fylgið aðeins hin- um einföldu æfingarreglum stig fyrir stig. Póstleggið afklippinginn hér að neðan, við fyrsta tækifæri, og munum við senda yður um hæl ókeypis litmyndabækling með öli- um upplýsingum um BULLWORKER líkamsræktunartækið. Æfing þessi styrkir fæt ur, framhandleggs- og bakvöðva. Allar æfing- ar BULLW ORKERS kerfisins krefjast að- eins e0% orku yðar og er beinlínis varað við að beita meiri orku. til 300 vöðva líkamans. Þessi æfing er sérstak- lega áhrifamikil fyrir axlavöðvakerfið. Þessi æfing styrkir flesta bakvöðvana Slappir magavöðvar eru áhyggjuefni margra karlmanna. Þessi æfing er sérstaklega gerð til að styrkja magavöðv- ana, jafnframt losnið þér við óþarfa fitu. Ef þér viljið auka krafta og stærð upp- handleggsvöðva, þá er þetta rétta æfingin 221170/m. Árangursmikil æfing fyrir framhandleggs- vöðVa Vinsamlegast sendið mér upplýsingar um Bullworker líkamsræktunartækið, mér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga frá minni hálfu. Nafn: Heimilisf.: HEIMAVAL Kfav°f. postholf .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.