Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 14
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970
Kennedy var hjartahlýr, örlát
ur og mikill mannvinur. Eftir
því, sem ég kynntist honum bet
ur, komst ég á þá skoðun, að
hann væri ekki framkvæmda-
maður. Hann var hugsuður,
honum var lagið að blása öðr-
um eldmóð í brjósti. En jafn-
vel þótt ég sé einn um þá skoð
un, held ég fast við hana; að
hann hafi ekki verið fram-
kvæmdamaður. Ég veit ég verð
þá minntur á Kúbumálið, þar
sem Kennedy kom fram af stað-
fastri einurð. Að vísu hef ég á
tilfinningunni, að aðrir hafi
tekið þá ákvörðun fyrir hann.
En hann heillaði Krústjoff,
eins og hann heillaði alla sem
komust í kynni við hana. Að
Gaitskell einum undanskildum
er Kennedy sá stjórnmálamað-
ur, sem ég hef hrifizt af hvað
einiæglegast.
Fáum hef ég kynnzt sem
gátu sökkt sér af jafn mikilli
einlægni niður í verk sin og
venjuleg skyldustörf og notið
þeirra og Kennedy. Ég ætla að
segja eina stutta sögu, sem
lýsir honum ekki sem stjórn-
málamanni, heldur sem skiln-
ingsrikum manni.
Ég hafði verið í heimsókn i
Bandaríkjunum og var dag-
skráin mjög strembin, svo að
mér tókst ekki að finna smugu
til að hitta dóttur mína, Pat,
sem þá var við störf í New
York. Ég kom þvi svo fyrir að
ég hafði stungið upp á þvi við
Pat að hún tæki áætlunarvél
til Washington og síðan kæmi
hún til Hvíta hússins og biði
þar eftir mér. Síðan yrðum við
samferða frá Washington til
New York. Allt var þetta gert
vel og samvizkusamlega og
meðan ég var að tala við for-
setann kom aðstoðarmaður inn
til að láta mig vita, að dóttir
mín biði úti fyrir. Forsetinn
spurði mig strax, hvort ég
hefði verið að fá einhverjar
fréttir og bjóst að sjálfsögðu
við þær væru að pólitískum
toga spunnar. Ég sagði honum
eins og var og jafnskjótt krafð
ist hann þess að henni skyldi
boðið inn. Henni var síðan sýnt
húsið; hún var kynnt fyrir frú
Kennedy og leyft að valsa um
í Hvíta húsinu, unz við Kenn-
edy höfðum lokið viðræðum
okkar. Þetta var kannski ekk-
ert stórmál, en mín reynsla er
sú að ekki eru þeir margir
valdamenn sem eiga til slíka
hugulsemi.
L. B. Johnson
Ég átti nánari samskipti við
Lyndon Johnson en við Kenn-
edy. LBJ var honum mjög ólík
ur, og þó að hann skorti al-
gerlega persónutöfra Kennedys
prýddu hann ýmsir þeir kost-
ir, sem eru allra virðingar verð
ir.
Að mínum dómi er hann einn
vanmetnasti stjómmálamaður
sem heimurinn hefur átt á síð-
ustu áratugum. Þegar allt geng
ur á afturfótunum, hvaða rök
um og gagnaðgerðum, sem beitt
er, gefst kostur á að sjá hvem
innri mann einstaklingurinn
hefur að geyma. Það er á slík-
um stundum er við getum skil-
ið sauðina frá höfrunum. Og
með slikri reikningslist komst
ég að þeirri niðurstöðu að
Johnson á skilið sæti á bekk
með stórmennum.
Ég gæti jafn hæglega talið
upp vankanta hans og bresti
og hann gæti talið upp mína.
En hann sem var um margt
gallagripur, hafði í sér ýmsa
eiginleika stórmenna. Ef hann
hefði ekki þurft að glíma við
mál, sem nánast voru óleysan-
leg, fyrir utan hversu óskap-
lega andúð þau vöktu, væri
ekki nokkur vafi á því að hans
væri minnzt sem eins mesta for
seta sem Bandaríkin hafa átt.
Ég hygg að sagan muni kveða
upp þann dóm.
Hann tók Víetnam að erfðum
— og það vill oft gleymast. En
oft voru það aðrir menn sem
ábyrgðina báru, ekki hvað sízt
með tilliti til þess að þeir voru
mennirnir sem áttu að láta for-
setanum í té upplýsingar, er
hann gæti síðan grundvallað
ákvarðanir sínar á. Þessir
menn geta fórnað höndum í
undrun og skelfingu og lýst
því yfir að þeir hafi aldrei
stutt ákvarðanir sem Johnson
forseti tók. Ég verð að segja að
ég hef sjálfur orðið fyrir ekki
ósvipaðri reynslu."
„Ég kynntist LBJ það vel,“
segir Brown, „að ég vissi, hve
oft hann átti í hörðu sálarstríði,
áður en hann tók ýmsar
ákvarðanir, sem voru umdeild-
ar af samferðarmönnum hans.
En hann hafði vitanlega stuðzt
við ráðleggingar sérfræðinga
sinna og hvernig átti hann að
verja það að treysta ekki
þeirra upplýsingum, sem þeir
áttu að bera ábyrgð á að væru
sannar og réttar. Það væri auð-
vitað ákaflega heppilegt, ef
hver háttsettur stjórnmálamað-
ur hefði innbyggt sjötta skiln-
ingarvit, sem segði honum, hve
nær hann væri að gera skyssu
og hvenær ráðleggingarnar
væru réttar, sem honum voru
gefnar. Því miður hafa dauðleg
ir menn naumast slikt sjötta
skilningarvit. Hann tók ákvarð
anir þær, sem honum fannst
hann verða að taka og ekki
nóg með það, hann tók einnig
afleiðingum gerða sinna og það
er ákaflega heiðarleg af.staða."
Um Dean Rusk segir Brown;
„Ég hafði mikil samskipti við
Dean Rusk, þáverandi utanrik
isráðherra Bandaríkjanna.
Hann er vinnuþjarkur með ein
dæmum og mjög reyndur póli-
tíkus. Hann er óvenjulega heið
arlegur af stjómmálamanni að
vera. Hann reyndi aldrei að
sækjast eftir almenningshylli,
hann var jafnan trúr sínum
húsbændum og tók ótrauður
áhættur, sem gátu skapað um-
tal og bakað honum óvinsæld-
lr. Okkur samdi yfirleitt mæta
vel, því að við virtum og skild
um aðstöðu og afstöðu hvor
annars til hins.
D. Gaulle
Af evrópskum stjómmálafor-
ingjum er enginn mér eins
minnisstæður og de Gaulle.
Samræður mínar við hann eru
meðal helgustu minninga minna
frá árum mínum i utanríkisráð
herrastarfinu. 1 návist hans gat
maður ekki verið í vafa um að
hann var mikilmenni. Honum
hafði sviðið sárt meðferðin sem
Bandamenn veittu honum í
striðinu og var ákveðinn i að
sýna að Frakkar ættu að vera
forystuþjóð Evrópu.
Mér er sérstaklega minnis-
stæður fundur, sem ég átti með
honum síðla árs 1966 þegar ég
sat ráðherrafund Nato í París.
1 kvöldverði með franska utan
De Gaulle
ríkisráðherranum Couve de
Murville sagði ég til að stríða
honum: „Auðvitað þýðir ekkert
að bera þessi mál undir yður
þvi að þér eruð ekki sá sem
getur svarað spurningunum."
Mér til furðu sagði hann;
„Vilduð þér hitta manninn sem
svarar spurningunum." Ég
sagði: „Já, gjarnan," þótt ég
héldi að hann væri að gera
gys að mér.
ALLT A SAMA STAÐ
LASYNING!
Sýnum 1971 árgerðirnar af ROOTES -BÍLUNU M óg JEEP WAGONEER.
OPIÐ í DAC FRÁ 1.30 - 5
KOMIÐ SKOÐIÐ OC SEMJID UM KAUPIN
Sýndar verða 1971 árgerðir í verkstæðisbyggingu okkar við Grettisgötu og notaðar
bifreiðar í sýningarsalnum við Rauðarárstíg og í porti.
Egill Vilhjálmsson hf.
Laugaveg 118 — Sími 2-22-40
En daginn eftir var mér boð-
ið til Elysée-hallar og de
Gaulle tók á móti mér. Hann
var einn með túlki sínum og við
ræddumst við í eina klukku-
stund um Bretland og Efna-
hagsbandalagið. Ég leiddi eins
sterk rök að þvi hve Bretland
væri Evrópu mikils virði og
mér var unnt, en það fór ekki
á milli mála að afstöðu de
Gaulles varð ekki haggað.
Hann leit á meginland Evrópu
sem svið Frakklands og á
Atlantshaf sem svið Bandarikj
anna og Bretlands.
Það var á þessum fundi sem
de Gaulle gerði þá frægu at-
hugasemd að tveir hanar gætu
ekki búið í sama hænsnakofa
með tiu hænum. Hann sagði að
hann hefði átt í mestu erfiðleik
um með að fá bandalagsríkin í
Efnahagsbandalaginu til að
fara að vilja Frakka og hann
mundi ekki sætta sig við að
Bretar færu i bandalagið til
þess að koma af stað ennþá
meiri vandræðum. Eftir því
sem árin liðu beindist mikil-
leiki hans inn á braut þröngr-
ar þj óðernishyggju og það var
sannarlega hörmulegt, en því
er ekki að neita að hann bjarg>
aði Frakklandi og rétti við
sjálfsvirðingu Frakka eftir
stríðið. Mér finnst hann einn
stórbrotnasti maður sem mér
hefur veitzt sá heiður að kynn
ast.
W. Brandt
Samt held ég að ég haldi
mest upp á Willy Brandt af
evrópskum stjómmálamönnum.
Hann er á svipuðum aldri og
ég og skapferli okkar og við-
horf fara saman í flestu. Árin
fyrir heimsstyrjöldina mótuðu
okkur báða. Hann er fulltrúi
alis þess bezta er prýddi sið-
asta árganginn fyrir fyrri
heimsstyrjöldina, litla bams-
ins á skopmyndinni frægu er
Clemenceau og Lloyd George
héldu á milli sín í Versölum
og varð fallbyssufóður í styrj-
öldinni, sem friðarsamningarn-
Willy Brandt: Eftirlætisstjórn-
málamaður Browns í Evrópu nú.
ir leiddu til. Brandt hefur af-
rekað margt sem hefur krafizt
andlegs og líkamlegs hugrekk-
is. Hann hlaut i arf þrautskipu
lagðán sósíaldemókrataflokk,
sem mótaðist af úreltum skoð-
unum og til þess að umbreyta
honum og endurvekja þurfti
ofurmannlegan dugnað og
skilning. Vitaskuld var hann
heppinn með samstarfsmenn,
Neðri-bær
Síðumúla 34
HADEGIS-
RÉTTIR
Neðri-bær