Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 16
f 40 MOROUNBLAÐIÐ, SUMNTJDAGUR 22. NOVEMBlER 1970 IÞSOTTA HÁTÍD1970 ÍÞRÓTTA HÁTÍD1970 Þessl Olmeca stytta með hnetu- laga aug'un og þessi sérkenni- lega niðurdreg-nu munnvik, sýn ir Asíu-uppruna. Strax um 1607 kom út bók, sem bar heitið „Uppruni Indíána Nýja heimsins", þar sem Fray Gregorio Garcia gaf út mikla yfirlýsingu: „Indiánarnir eru hvorki frá einum stað í gamla heiminum eða komnir eftir sömu leið á sama tíma. Sumir eru líklega afkomendur Karþa- gómanna, aðrir komnir frá hinu týnda Atlantis, frá Grikk- landi eða Fönikíu og enn aðrir afkomendur Kínverja, Tatara og annarra kynstofna". Þar til nýlega visuðu frœði menn þessu á bug sem hugar- órum. Rannsóknir í tvær aldír höfðu staðfest samhljóða skoð- un um að upprunalegir íbúar Ameríku væru afkomendur Asíubúa, sem fluttust yfir Ber- ingsund um 15000 fyrir Krist eða fyrr. Þeir hefðu dreifzt um Ameríku, og þeir hefðu án ut- anaðkomandi hjálpar þróað þá miklu menningu, sem Spánverj arnir fundu. Ekki var málið þó þar með leyst. Til dæmis fannst engin fyrri leirkeragerð, sem leiddi til þróaðri stíls, og stundum líktust ákveðin listræn form mjög þeim sem fundizt höfðu í Asíu. Eftir síðari styrjöldina tók ný kynslóð Ameríkumanna að líta á slík vandamál með ferskari augum. Á hinni rakasömu strönd Ec- uador fékk málið verulegan byr. Þar fundu fornleifafræð- ingar í Valdivia ágrafna ieir- muni frá því um 3200 fyrir Krist, án þess að hægt væri að rekja uppruna þeirra til nokk- urs sem þekkt var í Nýja heim- inum. Fundarmenn voru Clif- ford og Betty Evans frá Smith sonian stofnuninni, en þau unnu með Emilio Estrada, á- hugasömum verzlunarmanni frá Eeuador. Þessir leirmunir reyndust vera eldri en nokkrir aðrir leirmunir, sem fundizt höfðu á þessu hveli jarðar, og stíllinn líktist augljóslega leir- mununum frá sama tíma i Jap- an, en þaðan hefðu hagstæðir vindar og sjór getað borið villta sjófarendur á flekum til Ecuador. Þegar hafði Thor Heyerdal sannað að hægt væri að fara svo langa ferð án stjórntækja, en hann hafði siglt 4300 sjómíl ur yfir opið Kyrrahafið á Kon- Tiki (og endurtekið slíka sigl- ingu yfir Atlantshafið, til að sýna fram á að Egyptar hefðu getað komizt til Mexikó). Áhrif af þessum fundi i Ecua dor urðu þau, að stinga á Mon- roekenningu fræðimannanna. Leirmunirnir í Valdivia hafa fært getgátuna um samband yfir Kyrrahafið yfir á fastari grundvöll til að standa á í deil- unum. Það táknar þó ekki að dreifikenningarmenn (eins og fylgjendur slikrar kenningar eru oft nefndir) eigi nú leik- inn. Enn eru uppi mótsagnir. Hvers vegna var hjólið til dæm is óþekkt i hinni fornu Amer- íku? Einustu hjólin, sem hafa fundizt, hafa verið á barnaleik föngum í Mexikó. Ef pílagrím- ar frá gamla heiminum komu á þessar slóðir, hvernig hefði get að farið hjá þvi að þeir kynntu Indíánunum svo augljósa upp- finningu? (Dreifikenningar- mienm svara þvi til, að ódýrt vinnuafl og skortur á dráttar- dýrum hafi komið í veg fyrir að þörf væri fyrir hjólið i Nýja heiminum — sem mér finnst haldlítill rökstuðningur). Og þá erum við komin að þessari litlu bók Von Wuthen- au‘s, en hún er fagurlega mynd skreytt leirmunalýsing, rituð af sannfærðum dreifikenningar manni. Höfundur hefur farið í gegnum hillur opinberu safn- anna og einkasafna og gert sér stórkostlega fjölbreytt mynda- safn. Sum andlitin á leirmynd- unum hafa augljósa negra- drætti, önnur eru Semitísk og enn önnur — sem eru á stytt- um frá Nayarit á Kyrrahafs- strönd Mexikó —- eru furðu- lega lík kínverskum mandarín- um að hugsa. í ákafa sínum hefur von Wut henau, sem fremur er sagnfræð ingur en fornleifafræðing- ur, því miður skrifað æði valt- an texta, þar sem bæði vantar nægar sannanir og getgátur eru alltof margar. Til dæmis nefn- ir hann það, að Þjóðverji nokkur hafi grafið upp afríska hauskúpu úr djúpum jarðlög- um i Argentínu, en getur ekki um hver sá maður er. Svo slöpp fræðimennska styrkir ekki mál stað hans eða styður svo ný- stárlegar hugmyndir að Herkú les hafi komizt til Mexikóflóa, eins og hann heldur fram. Hvað um það. Myndirnar eru stór- kostlegar og tala fyrir sig sjálf- ar. Þær koma á óvart. MINNISPENINGUR Nokkur ósótt sett af minnispeningi Íþróttahátíðarinnar 1970 verða seld í skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni, Laugardal, næstu daga. Verð kr. 1.450,—. ÍÞRÓTTANEFND. Svipur allra kynstofna á fornum leirstyttum Fyrir skömmu hefði slíkri kenningu, sem von Wuthenau heldur fram, verið mætt með fræðimannlegu yfirlæti og fyr- irlitningu. Sá rétttrúnaður var viðurkenndur að Indíánamenn- ing Ameríku væri algerlega heimagerð, þ.e. að útlendingar hefðu ekki átt neinn þátt í að móta hana. Margir fræðimenn eru enn mjög fjandsamlegir hugmynd- inni um erlend áhrif, en tilhneig ingin til að vísa öllu slíku kerf isbundið frá er horfin. Það er viðurkennt með semingi, að möguleiki sé á því að Afríku- menn, Miðjarðarhafsþjóðir og Austurlandamenn geti haf a siglt til Ameríku fyrir daga Kolumbusar. Og ekki væri leng ur hægt að vísa umsvifalaust á bug þessum sönnunargögnum, sem von Wuthenau leggur fram. Þessar andstæður eru nokk- urs konar eftirmáli við deilurn ar, sem hófust þegar vestrænir landkönnuðir hittu fyrst fyrir Sólarríkið í Ameríku. Fundur- inn sá skapaði dálaglegt trú- fræðilegt vandamál. Ferðir Kol umbusar höfðu, eins og ítalski sagnritarinn Guicciardini skrif aði 1530, „valdið túlkendum heil agrar ritningar nokkrum óróa“, því Ameríkubúar virtust af sanna sögnina um Daviðssálma, sem áttu að hafa hljómað allt til endimarka heimsins. Þetta hafði verið þannig skilið, að með postulunum hefði kristin trú dreifzt um gervallan heim- inn — en sú fullyrðing stang- aðist á við sannleikann, eins og Guicciardini sagði kaldur og á- kveðinn, „vegna þess að ekki sáust nein merki um að þekk- ing á löndunum hefði borizt til gamla heimsins, ekki að kristin trú hefði borizt til þeirra". Þar sem spönsku munkarnir í Mexikó stóðu andspænis þess um mótsögnum við ritninguna, þá urðu þeir glaðir við, þegar þeir fóru að heyra sögur af ljósa skeggjaða guðinum, sem átti að hafa komið til Nýja heimsins löngu fyrir þeirra daga. Þetta hlaut að hafa verið heilagur postuli. Og Indíánarn ir voru þá sýnilega hin týnda kynkvísl Israels. Enn getur maður heyrt rödd tortryggins munks, sem segir: „En Bróðir Diego, þeir eru ekki Gyðinglegir I útliti." Boðið var upp á enn snjallari skýringar. Það var vinsæl tilgáta að Indí- ánarnir væru komnir af þeim, sem af lifðu hvarf Atlantis. Blönduðust allar þjóðir í Ameríku fyrir daga Kólumbusar? EITT af því skcmmtilega við fornleifafræðina er, að bún er alltaf að sanna spak- mælið, sem ég heyrði einu sinni í Prag — að ekkert sé erfiðara að sjá fyrir en for- tíðina. Þetta máltæki á ekk- ert síður við fomöldina en nýliðna sögu. Tökum sem dæmi bók Alexanders von Wuthenau: „Leirmunalist í Mið- og Suður-Ameríku fyr- ir daga Kolumbusar“. Höf- undurinn, sem er fyrirlesari við Ameríkuháskólann í Mexicó, heldur því í fullri alvöru fram að á þessum leirstyttum, sem gerðar voru fyrir daga Kolumbus- ar, megi greina svip alls mannkynsins, og gefur þann ig í skyn að Semítar, Af- ríkumenn og Japanir hafi allir verið húnir að koma í „Nýja heiminn“ áður en Columhus fann Ameríku. Þannig hefst grein um fyrr- nefnda bók í gagnrýnendadálki tímaritsins Life. Og þar sem Is- lendingar hafa af eðlilegum á- stæðum áhuga á fyrstu mönn- um, sem komu til Ameríku, fer greinin hér á eftir í þýðingu: Von Wutheiiau sér blöndu af mörgum kynstofnum í þessari styttu af barnshafandi konu frá Veracruz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.