Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMiBBR 1970
45
Sunnudagur
22. nóvember
8,30 Létt morgunlög
Sigurd Agren og hljómsveit hans
leika sænska alþýðudansa.
9,00 Fréttir. Útdráttur úr forustu-
greinum dagblaðanna.
9,15 Morguntónleikar.
c( H0,K0 Veðurfregnir).
,,Sálumessa“ eftir Charles Gounod.
Flytjendur: Pilar Lorengar, Heinz
Hoppe, Franz Grass, Rene Duclos-
kórinn og hljómsveit tónlistarskól-
ans í París; Jean-Claude Hartemann
stj. Árni Kristjánsson tónlistar-
stjóri flytur formálsorð.
10,30 í sjónhending
Sveinn Sæmundsson ræðir öðru
sinni við Þórð Þorsteinsson á Sæ-
bóli.
11,00 Messa í Hallgrímskirkju
Prestur: Séra Ragnar Fjalar Lárus-
son.
Organleikari: Páll Halldórsson.
12,15 Hádegisútvarp
Dagskráin. Tónleikar. 12,26 Fréttir
og veðurfregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13,15 Fjórða afmæliserindi útvarpsins
um fjölmiðla
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
ræðir um útvarpsrekstur á íslandi.
14,00 Miðdegistónleikar: Frá tónlist-
arhátíðinni I Strassborg sl. sumar.
Kammersveitin í New Yonk leikur
verk eftir Haydn, Mozart og Beet-
hoven. Einsöngvari: Charles Bressl-
er.
15,30 Kaffitíminn
Yma Sumac og Doris Day syngja
með hljómsveitum.
16,00 Fréttir.
Framhaldsleikritið „Blindingsleik-
ur“ eftir Guðmund Daníelsson.
4. þáttur: Sá dauðadæmdi — og
hinn, sem átti að lifa.
Leikstjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikend-uir:
Höfundur (eða sögumaður) ........
Gísli Halldórsson
Birna ........... Kristbjörg Kjeld
Goði ........... Erlingur Gíslason
Torfi ..... Þorsteinn Gunnarsson
Óttinn ........ Inga Þórðardóttir
Vonin .... Margrét Guðmundsdóttir
16,40 íslenzk tónlist
a) ..Þrjár myndir'* fyrir litla hljóm-
sveit op. 44 eftir Jón Leifs. Sinfóníu
hljómsveit íslands leikur; Páll P.
Pálsson stjórnar.
b) „Duttlungar“ fyrir píanó og
hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Höfundur leikur með Sinfóníu-
hljómsveit íslands; Sverre Bruland
stjórnar.
16,55 Veðurfregnir.
17,00 Barnatími
a) Fylg þú mér
Benedikt Arnkelsson flytur kafla úr
Sunnudagabók barnanna eftir John
Lunde biskup.
b) Merkur íslendingur
Jón R. Hjálmarsson skólastjóri seg-
ir frá Þorsteini Erlingssyni.
c) Framhaldsleikritið „Leyniskjal-
ið“ eftir Indriða Úlfsson.
Leikstjóri: Sigmundur örn Arn-
grímsson.
Fyrsti þáttur heitir Vesikið.
Helztu persónur og leikendiur:
Broddi ........... Páll Kristjánsson
Mamma ....... Þórey Aðalsteinsdóttir
Geiri ............ Viðar Eggertsson
Kalli ......... Eggert Þorleifsson
Maria ....... Þórtiildur Þorleifsdóttir
18,00 Stundarkorn með franska orgel-
leikaranum Marcel Dupré
18,25 Tilkynningar.
18,45 Veðurfregnir.
19,00 Fréttir. Tilkynningar.
19,30 Veiztu svarið?
Jónas Jónasson stjórnar spurninga-
þætti.
19,55 Einsöngur í útvarpssal:
Sigurveig Hjaltested syngur
lög eftir Matthías Karelsson, Jón
Benediktsson, Sigfús Halldórsson,
Karl O. Runólfsson og Jóhann Ó.
Haraldsson; Guðrún Kristinsdóttir
leikur á píanó.
20,20 Svartálfadans
Nína Björk Árnadóttir les ljóð eftir
Stefán Hörð Grímsson.
20,30 Þjóðlagaþáttur
í umsjá Helgu Jóhannsdóttur.
Þjóðlagaþáttur Helgu hefur
vakið mikla athygli, enda í
honum að finna hafsjó af fróð-
leik um íslenzka söngmennt frá
fyrri tímum, sem lifað hefur
fram á þennan dag meðal al-
þýðu manna. 1 þessum þætti
verður fyrst og fremst sungið
úr kvæðum, sem eru með brag-
arháttum vikivakakvæða, en
síðan er farið með sitthvað af
því, sem raulað var fyrir
börn, þegar þau voru látin stíga
við stokkinn. Að sögn Helgu
er efnið sitt úr hverri áttinni og
hljóðritað síðustu tvö árin.
20,45 Ástarljóðavalsar eftir Brahms
Concordiakórinn syngur;
Paul J. Christiansen stj.
21,10 Á menningarheimili í Montreal-
borg
Séra Árelíus Níelsson flytur erindi.
21,25 „Carnival“ forleikur eftir Dvor-
ák
Tékkneska Fílharmoníusveitin leik-
ur; Karel Ancerl. stj.
21,35 Fimm stef
Ólöf Jónsdóttir rithöfundur flytur
friwncsamið efni.
22,00 Fréttir.
22,15 Veðurfregnir.
Danslög
23,25 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Már.udagur
23. nóvember
7,00 Morgunútvarp
Veðurfregnir. Tónleikar. 7,30 Frétt-
ir. Tónleikar. 7,55 Bæn. Séra Lár-
us Halldórsson. 8,00 Morgunleikfimi:
Valdimar örnólfsson íþróttakennari
og Magnús Pétursson píanóleikari.
Tónleikar. 8,30 Fréttir. Tónleikar.
9,00 Fréttaágrip og útdráttur úr for
ustugreinum ýmissa landsmála-
blaða. 9,16 Morgunstund barnanna:
Sigrún Guðjónsdóttir les framhald
sögunnar um „Hörð og Helgu“ (7).
9,30 Tilkynningar. Tónleikar. 10,00
Fréttir. Tónleikar. 10,10 Veðurfregn
ir. Tónleikar. 11,00 Fréttir. Á nót-
um æskunnar (endurtekinn þáttur
Dóru os Péturs).
12,00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12,2,5 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn
ingar. Tónleikar.
13,15 Búnaðarþáttur
Ólafur Jónsson fyrrum tilrauna-
stjóri á Akureyri talar um endur-
ræktun.
13,40 Við vinnuna: Tónleikar.
14,30 Síðdegissagan „Förumenn“ eftir
Elínborgu Lárusdóttur.
Margrét Helga Jóhannsdóttir les
þætti úr bókinni (5).
15,00 Fréttir. Tilkynningar. Klassísk
tónlist:
Sinfóníuhljómsveitin í Detroit leik-
ur forleik að óperunni „Vi-lhjálmi
Tell“ eftir Rossini; Paul Paray
stjórnar.
Lillimari östvig syngur lög eftir
Grieg.
Hljómsveit Konunglega leikhússins
í Kaupmannahöfn leikur tónlist úr
söngleiknum ,,Álfhól“ eftir Kuhlau;
Johan Hye-Knudsen stj.
16,15 Veðurfregnir.
Lestur úr nýjum barnabókum
17,00 Fréttir
Að tafli
Sveinn Kristinsson flytur skákþátt.
17,40 Börnin skrifa
Árni Þórðarson les bréf frá börnuim.
18,00 Tó*Ueikar. Tilkynningar.
18,45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19,00 Fréttir. Tilkynningar.
19,30 Daglegt mál Stefán Karlsson magister flytujr þáttinn.
19,35 Um daginn og veginn Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkju bóli talar.
19,55 Stundarbil Freyr Þórarinsson kynnir popptóm list.
Mörgum þótti orðið tímabœrt að útvarpið gerði svonefndri „þróaðri“ pop-músík nokkur skil. Fyrir tæpum þremur vik- um hóf svo þátturinn „Stund- arbil“ göngu sína. Á morgun verður hann í þriðja sinn í um- sjá Freys Þórarinssonar. Freyr hefur þann háttinn á, að taka fyrir eitt afmarkað efni þenn- an hálftíma, sem hann er við hljóðnemann. í hinum fyrsta sagði hann frá Woodstock-há- tíðinni miklu, og í þeim nœsta frá Frank Zappa og hljómsveit hans „Mothers of Invention“. „1 næsta þætti mun ég kynna brezka hljómsveit, er nefnir sig „The Incredible String- band“, tjáði Freyr okkur. „Þetta eru mestmegnis tveir náungar, sem leika á gítara og syngja lög og Ijóð eftir sjálfa sig. Þeim til aðstoðar eru tvær stúlkur, sem syngja með þeim og leika, en að auki koma svo fram nokkrir sambýlismenn þeirra eftir þörfum. Það er þjóðlagablœr yfir þessari músík þeirra.“
20,55 Kirkjan að starfi Séra Lárus Halldórsson og Valgeir Ástráðsson stud. theol. sjá um þátt- inn.
20,55 Frá hollenzka útvarpinu Marcela Machotlkova syngur með Fílharmonusveit hollenzka útvarps- ins; Václav Smetácek stjórnar. a) „Hákon jarl“ eftir Smetana. b) Aría Karólínu úr „Ekkjunum" eftir Smetana. c) Aría Rúsölku úr „Rúsölku” eftir Dvorák.
21,25 Iðnaðarmál Sveinn Björnsson veilcfrapðingur ræðir við Jón B. Hafsteinsson skipa- verkfræðing um íslenzka skipa- smíði.
21,45 íslenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn.
22,00 Fréttir.
22,15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sammi á suðurleið“ eftir W. H. Canaway Steinunn Sigurðardóttir les sögu- lok (22).
22,35 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar.
23,35 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriðjudagur 24. nóvember
7,00 Morgunútvarp
Veöuríregnir. Tónleikar. 7,30 Frétt- ir. Tónleikar. 7,55 Bæn. 8,00 Morg- unleikfimi. Tónleikar. 8,30 Fréttir og veSurfregnir. Tónleikar. 9,00 Fréttaágrip og útdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna, 9,15 Morg- undstund barnanna: Sigrún Guð- jónsdóttir les söguna af „Herði og Helgu" eftir Ragnheíði Jónsdóttur <8). Tónleikar. 9,45 Þingfréttir. 10,00 Fréttir. Tónleikar. 10,10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11,00 Fréttir. Tón leikar.
12,00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar.
12,25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn ingar. Tónleikar.
13,15 Húsmæðraþáttur Dagrún Kristjánsdóttir talar.
13,30 Við vinnuna: Tónleíkar.
14,30 Sumardagar á Hornbjargsvita Einar Bragi rithöfundur segir frá (3).
15,00 Fréttir. Tilkynningair. Nútíma
tónlist:
r-IGNIS-i
- FRYSTIKISTUR
IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar-
innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa.
Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum —
Ijós í loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með
rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar-
Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting"
— „rautt of lág frysting". —
Stærðir. Staðgr.verð Afborg.verð
145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— { út + 5 mén.
190 Itr. kr. 19.938,— kr. 21.530.— { út + 5 mán.
285 Itr. kr. 24.900— kr. 26.934— { út + 6 mán.
385 Itr. kr. 29.427— kr. 31800— } út + 6 mán.
RAFTORG
VIÐ AUSTURVÖLL
SlMI 26660
FORM-O-MATIC
/>
Saumagína
Með FORM-O-MATIC saumagínunni
getið þér séð fyrir fram hve fallegur
kjóllinn, blússan, kápan eða pilsið
verður á yður. Nú getið þér mátað,
. þrætt saman, faldað eða breytt flík-
I um svo miklu auðveldar en áður.
' Saumagínan er sterk, hún hvorki
springur, rifnar eða brotnar. Er létt
og þægileg í meðförum. Hún stendur
,V ' á þrífæti. Jersey áklæði sem hylur
hana er mjúkt, og auðvelt er að festa
prjónum í það.
Þetta er saumagínan sem lengi hefur
verið beðið eftir, enda verðið svo hag
kvæmt að það aftrar engum frá því að
kaupa hana.
Meðalstærð — Yfirstærð.
Gínan afgreiðist í 2 stærðum og væri
vþað algjör undantekning ef þér gætuð
ekki breytt gínuni nákvæmlega eftir
yðar málum.
Látið ekki hjá líða að senda afklipp-
inginn hér að neðan til Heimavals og
munum við senda yður nánari upplýs-
ingar um hæl.
ÓKEYPIS —
Með gínunni fáið þér ókeypis 93 blað-
síðna Sníða- og Saumabókina „A.B.C.
of Sewing“ svo lengi sem birgðir end-
ast.
i
iPrentstafir
Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um
Form-O-Matic Saumagínuna, mér að kostnaðarlausu
og án skuldbindinga frá minni hálfu. — 221170/m.
Nafn:
Heimilisf.:
HEIMAVAL®K8hí39