Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 29 Borgarbókasafnið við I>inglioltsstra‘ti. varzla verið, enda bæjarbragur oft heldur óyndislegur. Sátu menn þar gjarna með höfuðföt, sumir að vísu með öllu ódrukknir, en sumir með öllu veldrukknir. Gestabók var gjarna útkrotuð með alls kon- ar ógóðum munnsöfnuði, og ekki hélzt safninu vel á lit- myndasíðum í Salmonsens lexi- kon. Vildu gestir gjarna kippa þeim með sér. Það mætti ætla, að gestir þessir hafi verið sama sinnis og sr. Eggert í Vogsósum, sem gaf Lestrarfélagi Árnesinga Salmonsens-lexikon. Þegar stjóm safnsins flutti honum þakkir, spurði einhver að því, hvers vegna engar litmyndir væru í bókinni. >á sagði sr. Eggert: „Ég reif þær út og gaf krökkum. Hvað á að gera við myndir í einu lexikoni? Þær eru algerlega óþarfar." Ég held, að þessi salur hafi ekki þjónað mjög miklum til- gangi, þótt aðsókn væri hreint ekki lítil og þar margt forvitni legra bóka, en sá lélegi aðbún- aður, sem þama var, hafði bók staflega alið upp í sumum al- gert virðingarleysi fyrir safn- inu. Beint á móti innganginum í afgreiðslusalinn var móttaka bóka, og þar stjórnaði gjarna Sigríður Jakobsdóttir frá Auðsholti. Þekkti hún lítillega til mín og tókst fljótlega góð vinátta við Sigriði, þannig að henni urðu stundum á þau emb ættismistök að hleypa mér inn fyrir afgreiðsluborðið og leyfa mér að gramsa i nýinnkomnum bókum. Þetta olli stundum óánægju. Einhvern tíma spurði einhver með þjósti, hvað þetta ætti að þýða, en Sigríður lét sér hvergi bregða og sagði eitt hvað á þessa leið: „Hann er að hjálpa mér, strákgreyið." Stundum lá ekki eins vel á Sigríði og þá rak hún mig burt með harðri hendi með þelm orðum, að það yrði lag- ieg't. ástand, ef aillir ætluðu að ryðjast inin fyrir í nýju bæk- urnar. Þetta var ekki nema satt, þvi að fyrir innam borðskomdð var allt á kafi i bókastöflum. Nú var gengið inn smágang, og þaðan inn í allsæmilegan sal. Þar var allur bókakostur- inn, sem ætlaður var til útlána. Til vinstri með veggnum voru íslenzku bækumar. Þær bæk- ur, sem maður sóttist þar eftir, voru ekki allar i anda Bene- dikts frá Auðnum. Merkust bók þarna var vafalaust Mað- urinn með stálhnefana, en fleira góðgæti var þarna eins og til dæmis Leyndardómar Parisarborgar og bækur Saba- tínis. Þar nefni ég Sægamm- inn og Víkinginn, hina gagn- merku sjóræningjasögu um garpinn Blood kaptein og Ara bellu hina fögru. Af velsæmis- ástæðum — einkum af ótta við Sigríði og annað ráðsett fólk og mér vinsamlegt, þorði ég aldrei að fá eina bók Sabatin- JOLAKORT eftir filnuim yöar pantiö í tíma mMWMWQDTG!) Austurstraeti, Lækjartorgi is, þótt ég handléki hana ótal- sinnum, því að hún hét Drabbari. Hins vegar forðaðist ég eins og heitan eldinn að óska leið- beininga, bæði vegna uppburð- arleysis og eins vegna hins, að þegar ég kom 1 eitt fyrsta skipti einn á safnið, og var að rangla í vandræðum um gólfið, sagði Sigríður mér að koma með miðana og demibdi í þá þrem kortum rétti mér þrjár bækur og sagði: „Þetta eru ágætar bækur.“ Ég man ekki lengur nafn á nema einni bókanna, og það er ekki enn farinn úr mér hroll urinn, þegar ég rifja upp nafn- ið: Anna Fía giftist“. Þess þarf að sjálfsögðu ekki að geta, að ég þorði ekki annað en hlíta þessari stjómsemi og fara heim með bókina, en datt að sjálf- sögðu ekki í hug að opna hana. Nú — við hliðina á íslenzku bókunum komu ýmsar hagfræði bækur og timarit, en á hillu í miðjum sal andspænis voru m.a. bækur um landafræði og nátt- úrufræði, en hinum megin tóku við erlendar bækur. Úr salnum kom útskot og þar Skoðið NÝJU ÁTLAS kæliskápana ö Skoðið vel og sjáið munmn í . . . # efnisvali frágangi tækni litum og formi FROST ATLAS býður frystiskápa (og -kistur), sam- KULDI byggða kæli- og frystiskápa ög kæliskápa, SVALI með eða ón frystihólfs og valfrjálsri skipt- ingu milli kulda (ca. + 4°C) og syala (ca. + 10°C). MARGIR ATLAS býður fjölbreytl úrval, rii.a. kæli- M'ÖGU- skápa og frystiskápa af sömú stærð, sem LEIKAR geta staðið hlið við hlið eða hvor ófan á öðrum. . Allar gerðir ha'fa innbyggingar- möguleika og fást með hægri eða vinstri opun. FULL- Alsjálfvirk þiðing — ekki einu sinni hnapp- KOMIN ur — og þíðingarvatnið gufar upp! Ytra TÆKNI byrði úr formbeygðu stáli, sem dregur eky til sfn ryk, gerir samsetningarlista . óþarfa og þrif auðveld. O SÍMI 8 44 20 f SnillUiHA ÍO ♦ Ef þú lítur í alheimsblöð ... er ávallt CAMEL í fremstu röð URVALS TOBAK ÞESS VEGNA ÚRVALS SlGARETTUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.