Morgunblaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 1
8. desember 1970 BYRJUNIIM Veðurhnettir sýna lægð yfir Malakkaskaga 5. og 6. nóv. IVIISTÖKIIM SKEMIVIDIRIMAR Hamfarirnar í A-Pakistan: Hroðaleg mistök. Allir sáu hvað verða vildi NÆR hálfur mánuður leið þar til hjálparstarfið á óveðurssvæð unum í A-Pakistan var komið i viðunandi horf og mun þessi töf hafa kostað þúsundir mannslífa til viðbótar við þau, sem týndust í sjálfum náttúruhamiföruinum. Stjórn A-Pakistan hefur trndan- farið sætt harðri gagnrýni fyrir skipulagsleysi og sofandahátt í samhandi við sjálft björgunar- starfið. Gagnrýnin er þó ekki ein ungis bundin við þennan þátt, því að hún verður hörðust, er far ið er að grafast fyrir um undan fara sjálfs harmleiksins, sem ýms ir telja nú að séu mannskæðustu náttúruhamfarir sögunnar. Þetta byggist auðvitað á tölunum, sem borizt hafa af manntjóni, en þær eru óopinberar og óstaðfestar. Tölunum ber ekki saman og heyrzt hefur að allt að 2 milljón ir hafi beðið bana, en líklegra talið að hálf milljón sé nærri lagi. Líklegast er þó að nákvæm tala fáist aldrei, vegna þess að manntalsskýrslur eru ekki til yf- ir þessi svæði. Upptök óveðursilns áttu sér stað einhvers staðar undan Kam bódíu, eða jafnvel austar, t.d. á Kyrrahafi. Hér var aðeins á ferð inni venjuleg lægð, sem engin ástæða var til að gefa nánari gaum. Lægðarmiðjur yfir norð- urhveli og svo á suðurhveli myndast á sama hátt, og vindar beggja blása í átt til miðbaugs, þar sem þeir mætast með mikl um gauragangi. Staðurinn, sem vindarnir mætast á er nokkuð breytilegur, á sumrin er hann norðarlega, í nánd við Himalaya fjöll, en á vetrum færist hann aftur nær miðbaugi. Það var á þessum stað, sem upptök lægðar innar áttu sér stað, en eftir það færðist hún í vesturátt. Veðurfræðingar komust að því fyrir löngu, að fæðing felli- byls í hitabeltinu er í nánu sam- bandi við þessi tvö atriði, þegar vindarnir mætast með miklu brambolti og ölduhreyfingu með vestlægu vindunum. 5.—6. nóv- ember fór lægðarmiðjan yfir Malayaskaga og sama kvöld kom hún yfir Indlandshaf. Að kvöldi 7. nóvember höfðu indverksir veðurfræðingar staðsett hana við Andamaneyjar. Jafnframt því sem loftvasinn fjarlægðist miðbaug varð hann fyrir áhrifum snúnings jarðar. Hringkenndur vindur myndaðist og fór öfugan hring um lægðar- miðjuna. Næstu 24 klukkustund ir óx þessi hreyfing og feilibyiur fæddist. 9. nóvember var komið hvassviðri og næstu tveir sólar- hringar voru mikilvægasti tími þess, sem átti efíir að koma, því að þann tíma var bylurinn í kyrr stöðu og hitaði upp þessa öflug- ustu vél náttúrunnar. Féllibylur er hringlaga loftstrókur, sem spinnst sífelit upp á við í kring um loftpokann í miðju lægðar- innar. Vindhviðurnar, sem keyr ast niður á yfirborð sjávar, hlaða sig þar með raka og þeytast síð an upp á við og losa sig við rak ann í mynd stórra hvítra skýja í kringum lognmilda lægðar- miðjuna, áður en þær skiljast frá, stundum í allt að 16—17 km hæð. Sambland rakans, hitans og loftþrýstingsins virka á flókinn hátt, eins og olía á eld. Miðvikudaginn 11. nóvember, um kl. 3,30 f.h. fór bandaríski veðurathugunarhnötturinn Iton 1. yfir Bengalflóa og ljósmyndaði þá veðrið fyrir neðan. Kl. 9 f.h. fór svo gervihnötturinn Essa 8. yfir sömu slóðir og tók aðra mynd. Þegar bandarísku veður fræðingar í Washington sáu þessar myndir, varð þeim svo hverft við, að þeir sendu sérstakt skeyti til veðunstofunnar í Ghitta gong, en rétt fyrir utan borgina er aðal stormviðvörunarmiðstöð in fyrir A-Pakistan. Bandaríkja- mennirnir orðuðu skeytið af var kámi, til að móðga ekki starfs- félaga sína í Cittagong, „ef vera kynni að móttökutæki ykkar séu í ólagi“. Skeytið kom ti'l Chitta- gong kl. 8,30 e.h. að staðartíma. Þá var fellibylurinn aðeins um 200 mílur undan eyjunum í Gang esflóa, en á eyjunum búa 4 millj. fátækasta fólks á jarðríki. Vind hraðinn var um 150 km á klst. og ýtti á undan sér geigvænlegri flóðbylgju í átt til strandar og vatnsveggurinn hækkaði stöðugt. Það sem á eftir kom einkennd ist af mistökum á mistök ofan. Fyrst og fremst em mistökin stjórnar Pakistan, en einnig allra þróaðra þjóða heims, vegna þess að síðustu 10 árin hefur þeim öll um verið kunnugt um að allir helztu sérfræðingar heims um fellibylji, hafa spáð náttúruham fömrn á þessum slóðum, jafnvel enn hroðalegri en þeim sem nú áttu sér stað. Sök alþjóðahjálpar stofnana er minni, því að þær höfðu tekið viðvaranirnar alvar lega og skipulagt víðtækt viðvör unarkerfi, en höfðu aftur á móti vanrækt að sjá til þess að það næði til alls landsins. Mesta sök in liggur hjá yfirvöldum í A- Pakistan, sem vissu fullkomlega að fellibylur myndi taka land 8 klst. áður en óveðrið skall yfir ströndina, en þrátt fyrir það gerðu þau ekkert til að setja af stað neyðaráætlanimar, sem samdar höfðu verið, reyndar og vitað var að gætu bjargað tveim ur mannslífum af hverjum þrem ur. Ef til vill er það ægilegast við þennan harmleik, að það þurfti svo gífurlegt manntjón til að vekja athygli heimsins á neyð og kjömm fólksins í A-Pakistan. Fáir hugsa um eða vita, að á síð ustu 10 áram hafa 100 þúsund manns týnt lífinu af völdum fellibylja, flóða og annarra nátt úmhamfara á þessum slóðum. Gordon Dunn, sem um langt skeið var yfirmaður þeirrar deild ar bandarísku veðurstofunnar, sem fylgist með hvirfilbyljum sagði árið 1961 að hvergi væri að finna önnur eins flóðbylgjuskil- yrði eins og í Bengalflóa. En þar byrjar að grynnka um 160 km frá ströndinni og þegar vindsveipir koma upp á gmnnið byrja þeir strax að ryðja sjónum á undan sér og flóðbylgjan hækkar eftir því sem nær dregur landi og grynnkar. Dunn sagði ei-nnig, að hvergi væri eins mikil hætta á manntjóni af völdum fellibylja eins og í A-Pakistan. Eftir fellibyljina 1960 og 1965 er um 40 þúsund týndu lífinu, tók Rauði krossinn af skarið og hóf að skipuleggja aðvömnar- kerfi, sem nú að vera hið full- komnasta í hekni. Sérstök tæki, sem geta greint fellibylji um 360 km frá ströndinni voru sett upp og einnig var byggð móttöku- stöð fyrir myndir frá veðurat- hugunarhnöttum og fær stöðin daglega myndir frá gervi'hnöttun um Essa 8 og Iton 1. Allt þetta kerfi var í gangi, en samt var ekkert gert. Ef allt hefði verið með eðlilegum hætti, hefði Chittagong átt að senda skeyti til útvarpsins í Dacca, þar sem beð ið hefði verið leyfis að fá að setja neyðaráætlunina af stað. Dacca hefði síðan haft samband við um 300 staði meðfram strönd inni, þar sem þjálfaðir björgunar flokkar voru til staðar. Kerfið átti að.vera fullkomið, en hvern ig stóð þá á þvi að það brotnaði gersamlega niður aðfararnótt 13. nóvember? Staðreyndin er sú, að það var aldrei sett af stað. Þegar myndirnar frá Essa 8. bárust til Chittagong, áttu veður fræðingamir að sjá, að stormur inn var nú með styrkleika felli byle. Hann var þá í um 450 km fjarlægð frá ströndínni og sást á tækjunum á Cox Bazar sem er á austurodda Bengalflóa. Nú var því hægt að fylgjast með ferð hans, án þess að þurfa að bíða eftir næstu myndum frá Essa 8. Það er óhugsandi annað en veð urfræðmgar í Chittagong hafi tekið við sér, þegar skeytið kom frá Washington. Veðurfræðing- arnir þar töldu greinilega að neyðarástand væri að skapast. Kl. 9,13 f.h. þann 11. nóvem- ber sendi útvarpið í Dacca út veðurfregnir, þar sem réftilega var skýrt frá því að fellibylur væri á Bengalflóa, en staðsetn- hans var röng. Útvarpið sagði hann um 700 km frá ströndinni, en myndir frá Essa 8. sýndu hann um 450 km. Útvarpið ráð lagði smábátaeigendum að leggja ekki úr höfn. Kl. 9,00 f.h. 12. nóvember sýndi Essa 8. að fellibylurinn var að- eins um 110 km frá ströndinni. Kl. 9,14 e.h. voru enn lesnar veð urfregnir í útvarpið og nú aðeins þremur klst. áður en fellibylur- inn tók land. Útvarpið gaf þá upp staðsetningu hans eins og hún hafði verið fyrir 5 klst. þá 75 km. Útvarpið sagði að felli- bylurinn mundi taka land um nóttina og þrátt fyrir aðvaranir í útvarpinu var ekkert minnzt á óskaplega hækkun yfirborðs sjáv ar. Enn var smábátaeigendum ráðlagt að halda kyrm fyrir í höfn. Flóðbylgjan og fellibylurinn tóku land um miðnætti í Patuak halllhéraði og segja þeir sem komust af að hamfarirnar hafi byrjað með ógurlegum þungum drunum og að einkennilegt ljós hafi sézt er flóðbylgjan æddi á land og ruddi öllu með sér og sogaðist síðan til baka er hún hafði mnnið skeið sitt. Það em aðeins tvær hugsanleg ar skýringar á aðgerðarleysinu. Sú fyrri er að símalínurnar milli Cox Bazars og viðvörunarstöðvar innar í Chittagong hafi siitnað, er vindhraðinn jókst, (það hafði komið fyrir áður að þær slitn uðu, er vindhraðinn náði 60 km á klst.) Hin skýringin er sú að ríkisstjórn Pakistan hafi neitað að taka aðvaranir veðurfræðinga alvarlega og því neitað útvarps stöðinni í Dacca um leyfi til að útvarpa fyrirskipuninni um alls herjar brottflutning. (Þýtt og endursagt úr Observer og The Sunday Times). *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.