Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBBR 1970 41 Ólafur Hansson skrifar um: Tvær sjóferðabækur Kenneth Cooke: Hetjur í hafsnauð. Jónas St. Lúðvíksson þýddi. Útg.: Skuggrsjá 1970. MARGIR harmleikir ger&ust á höfunum í síðari heimisstyrjöld- irmi og fóru íslenzkir sjómenn ekki varhluta af þeiim. Meðal ófriðarþjóðanna hafa verið skráð ar fjölmargar frásagnir um hrakninga á þessum árum. Mest hefur kveðið að þessu hjá Bret- um, enda guldu þeir hafinu mikl ar fórnir í stríðinu. Sumar sann ar frásagnir af þessu tagi eru svo ævintýralegar að þær taka fram hinum reyfaralegasta skáldskap.. Og í þeirra tölu er sú sama saga. sem nú hefur verið þýdd á ís- lenzku. — Þessi saga segir frá því, er brezku flutningaskipi er sökkt af þýzkum kafbáti á sirnn anverðu Atlantshafi snemma á ár inu 1943, þegar kafbátahernaður inn var enn í algleymingi. Fjór tán menn af áhöfninni komust á lítinn timburfleka og þeir áttu hræðilega daga í vændum. Vistir og vatn voru af skornum skammti, brennandi sólarsterkj an olli þeim óbærilegum kvöl- um, grimmir mannætuhákarlar sveimuðu allt í kring um flek- ann. Eftir fimmtíu daga fann brezkt skip loksins flekann, en þá voru ekki nema tveir eftir á lífi af skipbrotsmönnunum. Ann ar þeirr var svo langt leiddur, að hann lézt rétt eftir heimkom una til Englands, en hinn, Kenn eth Cooke, rétti við og mun vera á lífi enn í dag. Það er hann sem hefur ritað söguna. Þetta er ægiieg og raunsæ frásögn af svo óskaplegum mannlegum þjáning um, að það gegnir furðu, að nokk ur mennskur maður skuli hafa komizt lífs af úr slíkum raun- um. Sölt er sævar drifa Frásagnir af hetjudáðum sjó- manna á hafinu. Jónas St. Lúðvíksson tók saman, þýddi og endursagði. Ægisútgáfan. Rvík 1970. HAFIÐ þekur miklu meira en helming af yfirborði jarðar, svo að ekki er að undra þótt margar sögur hafi fyrr og síðar myndazt um viðureign mannsins við þessa ægilegu og mislyndu höfuð- skepnu. Sagnir um svaðilfarir á sjó eru ævagamlar og hafa ef- laust gengið mann frá manni löngu áður en mannfólkið fann upp ritiistina, en til eru skráðar egypzkar sjóhrakningasögur, sem eru um 4000 ára gamlar. Komnar vel til ára sinna, en yngri þó eru alkunnar sæfarasagnir, eins og Odysseifskviða og sagnirnar um Argóarfarana og Sindbað sjó- mann. Og enn í dag gerast hrika legir atburðir á hemishöfunum, atburðir, þar sem blákaldur veru leikinn er stórkostlegri en nokk ur skáldskapur. Jónas St. Lúðvíksson hefur nú tun árabil safnað slíkum sögum, þýtt þær úr erlendum málum eða éndursagt þær. Jónas er Vest- mannaeyingur að uppruna og þekkir sjálfur hafið af eigin raun frá blautu barnsbeini og það eru víst ekki margir hlutir í sambandi við skip og sjómennsku sem hann þekkir ekki út og inn. Þetta er sjötta bók hanis af þessu tagi. í henni eru fjórar ævintýra lega sjóhrakningasögur. — Hin fyrsta þeirra „Þrettán daga von laus barátta“ fjallar um atburð, sem vakti mikla athygli hér á landi í sína tíð, en það var bar- átta Carlsens skipstjóra hins danska að reyna að koma skipi 8Ínu til hafnar, er það hafði lent í.i ægilegu fárviðri á Atlantshafi um áramótin 1951—1952. Það Jónas St. Lúðvíksson tókst ekki, skipið sökk, en Carl sen komst lífs af. Þessir atburðir voru á hvers manns vörum fjrrst á eftir og Carlsen varð um skeið hetja margra íslenzkra drengja. Þetta vakti enn meiri athygli hér á landi vegna þess, að bróðir Carl sens er búsettur á íslandi og kunnur maður hér. Næsta saga, Trevessa-harmleik urinn, segir frá skipbroti og ægi. legum hrakningum á Indlands- hafi, en ástin kemur einnig við þessa sögu. Þriðja sagan „í vítis eldi“ er frá áium heimsstyrjald ■ arinnar síðari, þegar ægilegir harmleikir gerðust á öllum heimsins höfum. Hér segir frá því, er olíuskip verður fyrir kaf bátsárás og eldur kemur upp í því. Síðasta sagan „Hafið heimt ar sina fórn“ er um sjóslys á At- lantshafi 1953 og ævintýralega björgun áhafnarinnar af skipinu sem sökk. Fyrri bækumar í þessum bóka flokki hafa allar orðið vinsælar hér á landi, bæði af sjómönnum og landkröbbum sem hafa gaman af að lesa um æsilega atburði, sem eru svo ólíkir þeirra eigin gréa og atburðalitla hversdags- lífi. Og ég efast ekki um, að þessi spennandi og litríka sagnabók verði vinsæl og mikið lesin eins og hinar eldri systur hennar í þessum bókaflokki. Akurnesingar Ákveðið er að fara leikhúsferð laugardaginn 12. þ.m. og fer Akraborgin frá Akranesi síðustu ferð kl. 18.00, frá Reykjavík aftur kl. 24.00. Allir þeir, sem hugsa sér að nota þetta tækifæri ættu að hafa samband sem fyrst við afgreiðslu Akraborgar á Akranesi, sími 2275, sem gefur allar upplýsingar og pántar aðgöngu- miða ef þess er óskað. Lækkað fargjald. — Ef veður hamlar, verður ferðinni aflýst. H.F. SKALLAGRÍMUR. Unglingsstúlka óskast til léttra sendistarfa. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 10. þ.m. merkt: „TRAUST — 6169". OSRAM PERUR Lýsa 20% betur MeS TVÖFÖLDUM Ijósgormi, sérstaklega gerðum, framleiða OSRAM verksmiðjurnar liósaperur, sem lýsa allt að 20% betur, — án aukinnar rafmagnseyðslu. OSRAM gefur beirl birtu. OSRAM nýtist betur. OSRAM vegna gæðanna. Félagsmálaskóli FRELSIÐ Leshringur um FRELSIÐ eftir John Stuart Mill Félagsmálaskóli hefst miðvikudaginn 9. desember kl. 20,30 í félagsheimilinu, Valhöll v/Suðurgötu. Leiðbeinandi verður JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON, fil. lic. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skrifstofu Heimdallar, Valhöll v/Suðurgötu eða 1 síma 17103, sem fyrst. — Bókin mun verða til sölu á staðnum. Stjórn Heimdallar F.U.S. £0 £3 A/O 333 /SOGS3 037 33 & Y3J3 3/3033 / 3 V£3F/£> T/L P/3 £LS333, /b3 03T 30 /'E'/Pr SÖ£8EC3S-{ 33rr/ 3 31/bfvum 3/33ST3 DEO/ // ÞRR ER EITTHURÐ FVRIR niLR SÖEBECHS V£RZL UN HMt.Sg.58-i OG 38S5S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.