Morgunblaðið - 08.12.1970, Side 13

Morgunblaðið - 08.12.1970, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970 45 Youghurt svipar mjög til dósa- skyrsins. Dósaskyrið mætti einn ig blanda með ýmiss konar ávöxt um. 4. SMJÖR Aðeins er ein tegund smjörs framleidd hér á landi, þar eru einnig fleiri möguleikar fyrir hendi. T.d. framleiðsla á Sýrðu smjöri, það er bragðmeira og af ýmsum talið betra. Þá má nefna kryddsmjör, sem notað er tU matargerðar með kjötréttum. Wiský-smjör væri ekki dónalegt að fá á franskbrauðið og rún- stykkin á morgnana. Einnig er hægt að nefna smjörfeiti á túp- um, en það er komið á markað í V-Þýzkalandi og e.t.v. víðar. Smjör er að tapa vinsældum. Margar ástæður eru fyrir því, fyrst og fremst vegna áróðurs smjörlíkisframleiðenda, gegn kol esterólinnihaldi smjörsins, sem er talin ástæða fyrir æðakölkun. Engar sannanir eru þó fyrir þvi að smjör sé hættulegra en smjör líki. Ýmislegt bendir tU hins gagnstæða. 1 blaðinu Food Manufacture skrifar ástralskur vísindamaður G.W. Coombs frá Brisbane með- al annars: „Við sjúkdómum í lif ur-gallkerfinu, er smjör eina fitutegundin, sem sjúklingarnir fá og þola. Af bandariskum fjöldarannsóknum má sjá að hjartasjúkdómum fækkar ekki við að breyta fituinnihaldi fæð- unnar frá dýrafitu til jurtafitu. Fullyrðingar um, að serum-kól- esterólið falli við þessa breyt- ingu er e.t.v. rétt, en um leið verður að taka tillit til, að kól- esterólmagnið í öðrum vefjum eykst." sjúkdómum í lifur-gallkerfinu og gæti orðið til að draga úr tíðni hjartasjúkdóma, krefst nánari rannsóknar, segir G. W. Coombs 1 lok greinar sinnar. Þessi orð hins ástralska vis- indamanns eru mjög svo verð at hugunar. Nýútkomin bandarísk skýrsla setur spurningarmerki við sambandið milli kólesterol- innihalds blóðsins og fituinni- halds fæðunnar. Skýrslan, sem er visindalega mjög athyglisverð, er gefin út af þeim vísindamönn um sem stjórnuðu hinni svoköll uðu „Farmingham áætlun" en það var rannsókn á hjartasjúk dómum hjá fólki í bæ i nágrenni Boston í Massachusetts. Niður- stöður skýrslunnar var: Það er ekki unnt að benda á beint sam band á milli fæðunnar, sem til- raunirnar voru byggðar á, og kólesterólinnihalds blóðsins hjá því fólki sem tók þátt i tilraun- unum. Skýrslan er gefin út af dr. William B. Kannel og Tavia Gordon frá The National Heart and Lung Institute. . Hún er byggð á tíu ára rannsóknum á 912 manneskjum 437 mönnum og 475 konum. Vísindamennirnir benda á að fitan í fæðunni hafi ekki neina þýðingu fyrir hjarta sjúkdóma að minnsta kosti hafði fitan ekki neina þýðingu fyrir það fólk, sem þátt tók í til- raununum. Af öllu þessu má sjá, að sá beygur, sem fólk hefur af smjöri er ástæðulaus. Fróðlegt væri að vita hvað miklu fé hafi verið eitt i að telja fólki trú um að smjör væri óhollt og jafnvel lífshættulegt, og hve miklu hafi verið eitt í að sanna hið gagnstæða. Bandarískar rannsóknir hafa nýlega sýnt, að í blóði Masai ætt bálksins í Kenya sé mjög lítið kólesteról og mjög fá hjarta- sj úkdómstilfelli þrátt fyrir kól- esterólríka fæðu. Það sjónarmið að smjör sé mjög heppilegt við 5. OSTUR Mestu möguleikamir á ný- breytni eru á ostasviðinu. Is- lendingar hafa mikla möguleika á að framleiða virkilega góða osta vegna þess hve gott hrá- efni við höfum. En þar hefur orðið misbrestur á. Að visu eru framleiddar hér ýmsar ágætar ostategundir, en þær gætu ver- ið miklu fleiri. Mætti ekki fram leiða ýmiss konar kryddosta úr skyri? Þá eru nokkrar ostateg- undir, sem við gætum framleitt til útflutnings t.d. Emmenthall- er fyrir Bandaríkjamarkað en mikil eftirspurn er á þeim osti þar. Emmenthallerosturinn á uppruna sinn í Sviss, stærð hans er um 80—100 kg. Þá má nefna „Fynsk rygeost“ sem er nánast reykt skyr, gæti Reyk- skyr ekki orðið vinsælt? 1 Frakklandi eru framleiddar um 800 tegundir osta — hérna um 30. 6. MYSA Bæði skyrmysa og ostamysa gæti orðið vinsæll varningur. Úr mysu má framleiða duft s'em notað er í bamamat, bakst- ur, sósur, búðinga, súpur og svaladrykki. Mysa er mjög holl, sérstaklega vegna albúmínsins, sem í henni er, en það inni- heldur margar lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þá má nota mysu til öl og kampavinsbruggunar. 7. ÍS Á þessu sviði stöndum við við okkur allvel. Við getum þakkað samkeppninni að veru- legu leyti fyrir það. Þrátt fyrir nokkuð mikla ísneyzlu hérlend- is stöndum við öðrum þjóðum að baki. 1 Danmörku er ársneyzla á einstakling um 6,5 ltr., i Svi- þjóð er hún u.þ!b. 11 ltr. og í Bandaríkjunum, þar sem neyzlam er mest, er hún um 20 ltr. á hvern einstakan. Hjá okkur er ársneyzla einstaklings aðeins 2,5 ltr. (1968) meðan Grænlending- ar neyta 8—9 ltr. á mann. Við óettum að taka ísinn meira inn í okkar matarvenjur, því í ísnum eru öll næringar- efni, sem mjólkin inniheldur, og jafnvel fleiri. Sem sagt er ísinn mjög holl fæða en ekki aðeins sælgæti. ÚRVAL AF ENSKUM OG HOLLENZKUM KÁPUM NÝKOMIÐ KÁPAN HF. Laugavegi 35 — Sími 14278 8.-9. NIÐURSOÐIN MJÓLK OG MJÓLKURDUFT Sem stendur eru til miklar birgðir af niðursoðinni mjólk og mjólkurdufti í heiminum. Á meðan svelta margar þjóðir. Vandamálið er: hver á að ann- ast dreifingu og borga brúsann. Niðursoðin mjólk er mikið not- uð á skipum ásamt niðursoðnum rjóma. Mjólkurduft er notað til ísframleiðslu, súkkulaðifram- leiðslu, til baksturs og pylsu- gerðar. Á þessu sviði er fram- þróunin líka hröð. 10. MJÓLKURKREM, BÚÐINGAR OG TILBÚNIR MJÓLKURRÉTTIR Vafalaust munu mjólkurbúin í framtíðinni framleiða mjólkur- krem, búðinga og tilbúna mjólk urrétti. Framleiðslutæknin þekk ist i dag, en erfiðast verður þó líklega að kenna neytendum að nota þessar vörutegundir. Mjólkurkrem er erlendis fram- leitt i fjórum tegundum aðal- lega: karamellu, súkkulaði, romm og vanillu. Mjólkurkrem er hægt að nota í ábæti, ís og ávaxtarétti, kökur og mjólkur- drykki. Kremið er framleitt með UHT-aðferðinni svo það geymist í eitt ár án þess að vera í kæliskáp. Einnig er hægt að framleiða mjólkurkrem, sem leys ist upp í kaldri mjólk, sem þá er tilbúin til framreiðslu. Tilbúnir mjólkurréttir verða án vafa vinsælir hjá húsmæðr- um, sem vinna úti. LOKAORD Það er margt, serh við þurf- um að taka til endurskoðunar, ekki er of snemmt að hefjast handa, þvert á móti verðum við að byrja nú þegar, ef sam- settu vörurnar eiga ekki að ná yfirhöndinni yfir mjólkurafurð- unum. Um allan heim er unnið að endurbótum á þessum gervi- mjólkurvörum, og jafnvel nú þegar er komin mikil og hörð samkeppni. Þróunin er mjög ör, þeir tímar geta komið, að aðrir en neytendur verða að skera úr um hvort mjólk sé mjólk. Okkar verkefni er ofur ein- falt: það er að gera fullkomn- ustu fæðu náttúrunnar ennþá fullkomnari. KOYO-saumavéíin ER KVENNA VAL Vélin er til sýnis og sölu hjá: JES ZIMSEN H/F., Suðurlandsbraut 32, Rvík, GUMA, Hverfisgötu 72, Rvík. ÁRBÆJARBÚÐIN, Rofabæ 7, Reykjavík. GLER & MÁLNING H/F., Akranesi. STAPAFELL H/F., Keflavík. VERZLUNIN „VARMÁ", Hveragerði. Viðgerðaþjónusta: GUMA, Hverfisgötu 72. 10 ára ábyrgð. Hinn mikli meistari 5ímenon Georges Simenon varð víðfrægur fyrir hinar listilegu sögur um lögreglufulltrúann Jules Maigret, bezt gerðar sögur þeirrar tegundar, sem ritaðar hafa verið. Síðar sneri hann sér að nýrri grein skáldsögunnar, hinni hnitmiðuðu, djúpsæj'u sálfræðilegu skáld- sögu um manneskjuna í margvíslegum vanda, hugstola, ráðþrota, flækta í neti, sem hún fær ekki iosað sig úr.Sögur þessargrípa sérhvern Iesanda geysisterkum tökum. Frá- sögnin er gædd hraða og spennu, eins og bezt gerist í góðum skemmtisögum, en jafn- framt eru þær frábærar bókmenntir. Á þessum skáldsögum grundvallast heims- frægð Simenons I dag. Jafnólíkir menn og Henry Miller, Thornton Wilder og André Gide eru sammála um að skipa honum á allra fremsta bekk mestu rithöfunda heimsins I dag. Nú f haust var hann tilnefndur sem einn af örfáum liklegum Nóbelsverðlauna- höfum f bókmenntum. IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 Skáidsögur Simenons hafa verið þýddar á 144 þjóðtungur og selzt í meira en 300 milljónum eintaka. Aðeins Biblían og verk Lenins hafa Verið þýdd á fleiri tungumál. Saga þessi gerist á vettvangi Mafíunnar t Bandaríkjunum. Hún er þó ekki sakamála- saga í venjulegri merkingu, enda þótt hún sé æsispennandi. Simenon segir hér sögu nianns, sem hefur óbeit á glæpum og of- beldi, en stendur skyndilega andspænis miklum vanda, þar sem undankomuvonin er sú ein að fremja óhæfuverk. Það er fórn mannsins, sem berst fyrir aðstöðu sinni og þjóðfélagslegu sæti, háður kerfi, sem hann verður annaðhvort að lúta eða fyrirgera öliu því, sem hann hefur öðjazt. BRÆÐURNIR Slíkan mann getum við hitt víða. Simenon velur honum svið Mafíunnar. Við gætum líka hitt hann í hvaða stofnun eða stærra fyrir- tæki, sem vera skyldi. Og ekki sfzt gætum við hitt hann í gervi stjórnmálamanns. Sag- an er afar snjöll sálgreining manns í þess- um vanda. Hún hrífur lesandann með sér af ómótstæðilegu afli vegna mjög spennandf atburðarásar og knýjandi mannlegs vanda- máls, sem hver og einn getur átt við að stríða hvenær sem er. Bók, sem enginn mun lesa ósnortinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.