Morgunblaðið - 03.01.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3, JANÚAR 1971 RAUDARÁRSTÍG 31 VffllflOIR BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 V W Sendiferðabifreíð-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. Ö Farimagsgade 42 Köbenhavn Ö Einangrun Góð plasteinangrun hefur hrta- leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. *C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefrvi hafa, þar á meðal gleruH, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri emangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun 6r ptesti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- staeðu verði. REYPLAST HF. Ármúta 44. — Sími 30978. 0 Jafnrétti karls og konu Jóhann Þórólfsson skrifar: „Oft heyrist talað um jafn- rétti karls og konu í þjóðfé- laginu. Hefur karlmaðurmn gleymt því, að í flestum tiil- vikum er konan betri partur- inn og í mörgum tilvikum fjöl- hæfari og þar að auki þarf hún oft að fást við vandasam ari störf heldur en karlmað- urinn. Nægir að benda á i því sambandi uppeldismálin, sem í öllum tilfellum hvíla á herðum konunnar og eru á- reiðanlega vandasömustu störf, sem leysa þarf af hendi í okk- ar þjóðfélagi og um leið ábyrgðarmestu. Einnig eru heimilisstörfin erfið og út- heimta mikla vinnu, sem karl- maðurinn skilur ekki nægi- lega vel. Ofan á þetta bætist svo, að margar konur þurfa að vinna úti til þess að hjálpa eiginmönnunum til þess að sjá heimilinu farborða. Ég hefi oft haft samúð með kvenþjóðinni, vegna þess að mér finnst, að við karlmennimir séum ekki nógu tillitsamir gagnvart henni og því miður er ég enginn eft- irbátur annarra á þvi sviði. Nú munu ef til vill ýmsir spyrja: Hvers vegna skrifar þá þessi maður svona um þessi mál? Jú það er einfaldlega vegna þess, að ég tel mig bæði hafa orðið nokkra reynslu í þessum efn- um og ég gjöri ráð fyrir þvi, að margur karlmaðurinn vilji ekki viðurkenna, að konan sé betri partur mannsins, en hann verður nú að bíta í það súra epli, að það er eins öruggt og tveir og tveir eru fjórir og skal ég nefna hér nokkur dæmi máli mínu til sönnunar. 0 Hvenær? Tii dæmis hefi ég ekki vitað til þess að konur gangi ráns- hendi fremjandi innbrot með stórþjófnað fyrir augum og hvenær hafa konur til dæmis nauðgað karlmönnum og hve- nær hafa konur barið eigin menn sína? Allt það, sem hér hefur verið nefnt hafa karl- mennimir gert og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Aðeins þessi örfáu dæmi, sem ég hefi nefnt sýna það óum- deilanlega, að kvenþjóðin er miklu betri partur mannsins, en úr því að ég er nú einu sinni farinn að gera að umtals- efni stöðu konunnar í þjóðfé- laginu, langar mig til að ræða stöðu konunnar gagnvart þjóðmálum og stjórnmálum. Ég vil þá fyrst byrja á því að skora á Kvenfélagasamband Islands og öll kvenfélög á landinu að beita sér fyrir því, að þær snúi sér meira að stjórnmálum heldur en þær hafa gert hingað til. Ég meira að segja álít, að þær gætu sjálfar átt sinn eigin stjóm- málaflokk og valið sér þar með sina fulltrúa eða frambjóðend- ur til þess að fara með umboð sitt á löggjafarsamkundu Is- lendinga. Margir þeir þing- menn, sem nú eru í sölum AI- þingis eru orðnir svo staðnað- ir, að það er alveg orðið tíma- bært að hleypa fersku lofti inn fyrir veggi Alþingis, sem ég tel að ekki verði gert, nema konur fái þar fótfestu og myndi ég telja, að það yrði þá yngri konumar, sem þangað ættu erindi. Það er mjög ánægjulegt fyrir islenzku kvenþjóðina, að nú í fyrsta sinn á íslandi eiga þær konu í ráðherrastóli og ég dreg það ekki í efa, að hún skilar á- reiðanlega sínu hlutverki þar ekki síður heldur en ef karlmaður hefði setzt í þennari stól. Það að Auður Auðuns skyldi verða ráðherra, hlýtur að auka á skilning og verða hvatning allra kvenna í land- inu til þess að láta meira að sér kveða á stjórnmálasviðinu. Ég vil svo enda þessi orð mín á því, þar sem kosningar eru á næsta leiti, að skora á forustumenn allra flokka í landinu að bjóða kvenfólkinu sæti ofar á listum þeirra, held- ur en hingað til heíur átt sér stað. Það mun verða gæfa þjóðarinnar. Það er engin sanngimi til i því, að konan sé undirgefin karlmönnunum á öllum sviðum þjóðlífsins. Okk- ur ber skylda til þess, að þjóð- félagið sem heild fái að njóta krafta hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. Ég óska svo kven- þjóðinni allra heilla í framtíð- inni og vöna, að hún fari meira út í stjómmálin og þjóðmálin yfirleitt en hún hefir gert og láti karlmennina skilja það, að þeir eru ekki gull þar sem þær eru grjót. Ég býs svo kvenþjóðinni um land allt gleðileg jól og vona, að þessar fátæklegu línur verði henni hvatning til þess að láta meira að sér kveða i sambandi við stjórnmál og þjóðarhag, heldur en hingað til hefur átt sér stað. Við karlmennina vil ég segja þetta: Virðum og metum störf konunnar meira I þjóðfélagi okkar, svo bezt getum við átt bjarta framtíð fyrir höndum. £ Skorað á alit karlkyn Ég leyfi mér að þaeta hér við að oft hefi ég orðið þess var, að karlmenn hafi sagt, að konan sé sköpuð til «þess að éiga böm og hennar hlutverk i lífinu sé að sjá um heimilis- störfin. Vil ég þá benda á, að það er kaldhæðnin ein af karlmanninum að bera sér slíkt í munn, því að hvar værum við staddir, ef að hjálpfúsar hend- ur konunnar færu ekki út fyr- ir það verkssvið, sem að fram an greinir? Ég er hálf hrædd- ur um, að okkar líf væri held- ur bágborið og að við yrðum eins og vængbrotinn fugl, sem bærist með stormum lífsins og ættum ekkert athvarf. Ég skora á allt karlkyn í landinu, að veitá konunni meira braut- argengi en hingað til hefur átt sér stað. Ef við berum gæfu til þess, að svo megi verða er ég ekki í neinum vafa um það, að þá eignumst við betra líf og að þjóðfélag okkar verður öðrum þjóðum til fyrirmyndar og eftirbreytni og þá fyrst hefur stolt okkar íslendinga og metnaður fyrir þjóð vorri, sú frelsishug- sjón, er við islendingar höfum ávallt barizt fyrir náð tilgangi sínum. Lokaorðið verður í mín- um huga þetta: Lítum upp til kvenþjóðarinnar, virðum hana og metum. Hún er stoð og stytta okkar karlmannanna. Án hennar værum við lítið peð á taflborði lífsins. Gerum ailt sem í okkar valdi stendur tíl að gera lífshamiftgju og störf hennar að máttarstólpa þjóð- lífsins. Jóhann Þórólfsson." £ Vond barnamynd ,,Kæri Velvakandi! Ég er tveggja barna móðir, og krakkarnir minir hafa allt- af verið að suða í mér um að koma með sér á þrjúsýningu í bíó. Loks lét ég tilleiðast, og við fórum í þeirri von að sjá fallega barnamynd, en þess í stað var myndin um morðsjúk- an frumskógabúa. Ég varð svo yfir mig hneyksluð á þessum viðbjóðslegu drápsaðferðum, að ég gekk út í hléinu. Nú ætla ég að leyfa mér að spyrja: Hvað gerir þetta kvikmynda- eftirlit, ef það leyfir slíkar myndir sem þessa á barnasýn- ingu? Ég hef oft séð myndir, sem bannaðar eru börnum, og eru margar þeirra ekki nærri því jafn ógeðslegar og þessi mynd. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu, Reykvísk húsmóðir." — Ekki vænti ég, að þetta hafi verið mynd um Tarzan apabróður? En hann drap þó aldrei nema í sjálfsvöm. Orðsending fró Húsmæðraskóla Reykjavíkur Væntanlegir nemendur dagskólans mæti í skólanum þriðju- daginn 5. janúar kl. 10 f.h. Skólastjóri. Ungur maður eða stúlka óskast tíl starfa í gestamóttöku. Góð málakunnátta skilyrði. Nánari uppl. gefur móttökustjóri, mánudaginn 4. janúar frá kl. 3—5 e.h. á skrifstofu hótelsins að Suðurlandsbraut 2. Ú tgerðarmenn EYJABERG fiskvetkunarstöð óskar eftir viðskiptum við góðan netabát á komandi vertíð. Get lagt til veiðarfæri. Lism Jflorsimblíituþ DncLEcn íbúð óskast Ríkisspítalarnir óska eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herbergja íbúð sem næst Landspítalanum, strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar óskast í síma 11766 Reykjavík. 29. des. 1970. Skrifstofa ríkisspítalanna. Upplýsingar í síma 98-1123 Vestmannaeyjum. Þórhallur B. Qlafsson, læknir í fjarveru minni gegnir störfum mínum Magnús Sigurðsson læknir Aðalstræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.