Morgunblaðið - 03.01.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1971 5 Efla svo hagsæld með hamingju, sem efni standa frekast til * Nýjársávarp forseta Islands, dr. Kristjáns Eldjárns Nýtt ár gengur í garð og landsins börn bjóða hvert öðru gleðilegt nýjár og þakka Jyrir árið sem leið. Svo var það löngum og svo er það enn. Áramót eru tími reikningsskila, og á nýjársdag verður það mörgum manni, bæði sjálí- rátt og ósjálfrátt að horfa yfir farinn veg og gera eins konar úttekt á lifi sínu, en skyggnast jafnframt fram á leið, gera áætlun, jafnvel heitstrengingu. Menn spyrja hvað úrskeiðis hafi farið á liðna árinu, bæði persónulega og i þjóðlífinu, og hugsa sér gjaman úr að bæta, vanda sitt ráð. Það gera menn eirmig við marga aðra áfanga á lífsbrautinni, en þó almennast og af mestum næmleik á nýjárs dag, og það setur sinn svip á daginn. Að baki er árið með gleði og sorg, sigur og ósigur, að baki eru jólin, fom hátíð með frið, hvíld og helgi fyrir suma, en annríki, þreytu og glaum íyrir aðra. Að baki er gamlárskvöld með flugelda, álfabrennur og klukknahring- ingar og svo er skyndilega eins og bylur hafi dottið af húsi. Nýjársdagur er oft dagur sér- kennilegrar kyrrðar. Gleðilegt nýjár, segja menn, og þökk fyr ir gamla árið. Og til þess kem- ég fram fyrir yður, samkvæmt gömlum landsins vana, að segja við yður þessi einföldu gamal- kunnu orð. „Svo ris um aidir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm i skini hreinu,“ kvað Jónas Hall- grímsson á nýjársdag 1845 í einu dásamlegasta kvæði sínu, og er þá mikið sagt. „Mér er það svo sem ekki neitt i neinu,“ segir hann enn, sjúkur og ein- mana maður með banagrun í brjósti. Samt er það heiðríkj- an, sem er einkunn þessa kvæð is, skáldið heitir sjálfum sér því, að hann skuli, hvað sem að höndum ber varðveita það sem dýrast er, sál hans sjálfs. Nú þótt vér mælum ekki máli guða, eins og skáldið gerði, þá held ég að hverjum íslendingi væri styrkur og hugbót að lesa þetta kvæði og hugleiða með sjálfum sér á fyrsta degi hins nýja árs. Ár eru misjöfn, og veltur á ýmsu, með hve mikilli gleði þjóðin heilsar nýju ári. Vér minnumst þess, að í fyrra bar þann skugga á áramótahelgina, að atvinnuleysi lét meira á sér bera en verið hafði um langt skeið, og þetta olli fjölda manna og heilum byggðarlög- um miklum vanda. Þá leituðu margir sér atvinnu erlendis, og þó flestir með það í huga, að dveljast þar um stundar sakir, þar til aftur blési betur hér heima, en nokkrir til að flytjast búferlum i fjarlæg lönd og búa sér og sínum framtið þar. Menn töluðu um landflótta, og gengu jafnvel svo langt úr hófi fram að jafna til Ameríkuferða á fyrri öld. Það er hart að þurfa að fara af landi brott sér til lífsbjargar, en bót var í máli, að þvi er virðast mátti, að talað var um vildiskjör, sem menn ættu kost á með öðrum þjóðum, þótt víst kæmi stund- um á daginn, að fyrst er allt frægast. Á þessum nýjársdegi er svo fyrir að þakka, að menn virð ast vera á einu máli um, að nú sé bjartara yfir en um tvenn síðustu áramót. Hagur atvinnu vega og þjóðarbús hefur farið batnandi, og menn eru i léttara skapi. Orðið landflótti heyrist nú ekki, og lítil brögð munu vera að því að islenzkir menn taki sig upp með fjölskyldur sinar til áhættusams landnáms i f jarlægum heimsálfum. Fagnað- arefni er það, þvi að Island má ekki við slíkum mannamissi. Ég hef ekki tölur, sem full- treysta má, en ég vona að það sé rétt skilið, að ýmsir þeir, sem leituðu sér atvinnu erlend is um stundar sakir, hafi nú aft ur horfið heim og geti fram- fleytt sér og sínum i heimahög- um. Þvi að sú mun vera von óg vilji flestra, sem utan fara, enda stendur það enn í góðu gildi, sem Fjölnismenn skrifuðu í inngangsorðum Fjölnis 1835: Því fleiri lönd sem vér sjáum, þvi ákafar girnumst vér aftur til íslands. Það mætti vera ein af nýjársóskunum á þessum degi, að sem flestir Islendingar, sem þess sinnis eru, geti látið eftir þeirri löngun sinni með óskertan hlut. Sú ósk beinir huganum að því, sem enginn kemst hjá að láta sig varða, hvernig vér Is- lendingar séum á vegi staddir um daglega afkomu og þjóðfé- lagslega aðstöðu þegnanna. Þejss sjást nú ýmis merki, að allur þorri manna býr við rýmri hag en verið hefur um sinn, hefur meira handa i milli, getur veitt sér fleiri lífsins gæði. Það er reyndar býsna erf itt eða nær ógerningur að verða sér úti um tölulegar stað reyndir um raunveruleg lifs- kjör manna hér á landi í sam- anburði við það, sem gerist með grannþjóðum vorum, sem að þessu leyti eru meðal hinna fremstu í heimi. En þó að rök- studdar tölur vanti, er það ai- menn skoðun, að litið eða ekki skorti á að vér höldum til jafns við granna vora í þessu efni, og má þó satt vera, að enn kosti það oss lengri vinnudag og harðari önn að halda í þessu horfi. í eyrum nútima manna kveður oft við orð, sem ekki heyrðist til skamms tíma, velferðarriki. Ef að líkum læt- ur hefði Jónasi Hallgrímssyni ekki þótt þetta sem haglegast orð á islenzka tungu, hann hefði ef til vUl talað um hag- sældarríki eða jafnvel farsæld arriki. En hverju nafni sem vér nefnum það, þá er það þess háttar samfélag, sem vér kepp um að, og viðurkennum það bæði í orði og viðleitni. Sem mest hagsæld og hamingja fyr- ir sem flesta. Þvi játa allir, að þjóðfélagið megi engan mann bera út á hjarn, heldur skuli það af vakandi hug leitast við að búa hverju mannsbarni fyllsta færi til starfs og þroska og hamingjuvænlegs lífs. Þetta er mannréttindaskrá, þótt óskráð sé, og allar aðgerðir samfélagsins skyldu vera i sam ræmi við hana. Þessi hugsjón er jafngóð og gild sem viðmiðun þrátt fyrir það að alfullkomið farsældar- ríki er að vísu ekki enn til né mun heldur nokkru sinni verða. Hinn gamli Adam, sem i mönnunum er, mun sjá til þess. En una má við ef rétt stefnir og áfram að því marki að búa öllum þegnum þjóðfélagsins sem réttlátastan hlut og efla svo hagsæld með hamingju sem efni standa frekast til. En um þetta munu skoðanir löngum verða að sama skapi skiptar og þær eru samhljóða um markið, sem að skal stefnt. Og það væri barnalegt að biðjast undan slíkum skoðanaskiptum. Um- ræða er óhjákvæmileg og um- ræðu er þörf um alla sambýlis- hætti þeirra, sem saman eiga að vera. Oss Islendingum er það hollt og skylt, eins og öllum öðrum, að hafa með því vak- andi auga, hvar vér erum á vegi staddir. Þó að allir sjái og viðurkenni, að þjóð vorri hef- ur skilað áfram með undraverð um hraða á siðustu áratugum og efnahagsleg afkoma lands manna er nú svipuð þvi sem er í hinum meiri háttar velferðar- ríkjum, mun ekki þar fyr- ir skorta umræðuefni á vett- vangi þjóðfélagsmála í víðasta skilningi á þessu og komandi árum. Margt bendir miklu held ur til þess, að i hönd fari timi meiri könnunar og umræðu um alla þætti velferðarríkisins. landsins, þeim til ánægju og landinu til hagsbótar, og síðast en ekki sízt, þjóð, sem stóð ógn af fallvötnunum og taldi jarð- hita til landspjalla, veit nú að þama á hún orkulindir, sem ekki þrýtur og veitt geta þús undum manna skilyrði til lífs og starfs i landinu. Vitaskuld er ekki svo að skilja, að augu manna hafi skyndilega lokizt upp fyrr þessu öllu, en umræð- ur um það hafa aldrei verið lif- legri en nú, menn leita fyrir sér með opnari huga og skyggnari á úrræði en nokkru Herra Kristján Eldjám, forseti Isiands. Þjóðfélagsrýni lætur þegar mikið til sin taka, og hún mun áreiðanlega færast í aukana, og það ekkert síður fyrir því þótt allir hafi nóg að bita og brenna, svo að notað sé orðtak frá frumbúskaparöldum. Sú lág markskrafa til lífsins er fyrir löngu orðin söguleg minning ein. Engu að síður er það þó og verður frumskilyrði alls ann- ars að hafa nóg til hnífs og skeiðar. Og því er þá ekki að leyna, að mitt i sæmilegu ver- aldargengi vorra tíma ber tals vert á óróleika, svo a,ð ekki sé sagt kvíða, að þvi er varðar þessi frumskilyrði. Mönnum er spurn, og jafnvel til efs, hvort grundvöllurinn, sem afkoma þjóðarinnar byggist á, sé nógu traustur, hvort vér munum fá haldið því sem vér höfum og þar við aukið. Slíkí á sjálfsagt sinar eðlilegu orsakir. íslend- ingar hafa það á tilfinningunni að teflt sé á tæpt vað um margt það, sem þjóðin vill og ætlar sér, liðfá og fjármagnslítil i hörðu landi, og engum dylst að stundum hefur verið veltingur á skútunni á vorri öld. En hér á móti kemur það gleðilega tím anna tákn, að íslenzka þjóðin hefur líklega aldrei verið. jafn- vakandi fyrir því og ein- mitt nú, að efla og nýta þá lifs bjargarmöguleika, sem hún hef ur yfir að ráða i landi sínu. Þjóð, sem hefur stundað land- búnað frá upphafi vega sinna, gerir sér nú ljóst, að hún get ur ræktað fleira en gras, kýr og kindur, þjóð, sem hefur dregið fisk úr sjó frá alda öðli, er nú sem óðast að átta sig á, að auðsuppsprettur sjávar eru fleiri en hún hugði til skamms tíma og verða hagnýttar á fleiri og betri vegu, þjóð, sem löngum var því vönust að lita á útlendinga eins og sjaldséða furðufugla, vill nú greiða götu þeirra sem flestra hingað til sinni fyrr. Hér á það hlut að máli, og sifellt koma til starfs fleiri og fleiri menn, sem hlotið hafa visindalega menntun, menn með réttmafta trú á beit- ingu tækni og vísinda í þágu atvinnuveganna. Það mætti vera önnur nýjársósk á þess- um degi, að gott framhald yrði á almennum umræðum um þessi mál, sem varða sjálfan lífs- grundvöll þjóðarinnar, og að þær mættu bera mikinn og skjótan árangur i athöfn og framtaki. Sú verður þó umræðan for- vitnilegust, sem víkur að þjóð- félaginu sjálfu, hvemig það er gert og hvernig það vinnur. 1 þeirri umræðu mun einkum hin fjölmenna unga kynslóð láta mikið að sér kveða. Ég nefndi áður orðið þjóðfélagsrýni. Það er einkenni á þeirri tið sem vér lifum, að ungt fólk vill ganga fram fyrir skjöldu og hafa for- ustu um könnun og mat á ýms- um fyrirbærum þjóðfélagsins, taka það hispurslaust til athug unar, ræða og reifa og gagn- rýna, meðal annars sitt af hverju, sem hingað til hefur verið talið gott og gilt, jafnvel í velferðarríki. Ungt fólk vill meta að nýju raunverulegt gildi hlutanna, óblindað af vanabundinni hugsun, hafa á sér vara, þangað til rannsókn hefur farið fram. Hér mun vera úr mörgu að moða, og ekki nema gleðilegt lifsmark, að menn taki sem flesta þætti sam félagsins til prófunar, hefji um ræður um þjóðfélagsmál, ekki aðeins stjórnmál, heldur um þjóðfélagsmál á sem breiðust- um grundvelli. Og það fer vel á þvi, að æskan, sem áður en hún sjálf veit mun finna heill og forráð þessa lands hvíla á herðuni sér, láti mikið til sín taka. Þetta þjóðfélag er arfur, 6em hún tekur við, og hennl er frjálst að spyrja, hve mikill hann sé og hve góður hann sé, hvort velferðarríkið sé það sem það þó vill vera, hvemig því tekst að færa sem flestum hamingju með hagsæld. Því verður að trúa að frjáls og skynsamleg umræða og end urskoðun ýmissa félagslegra sambúðarhátta, stofnana þjóð- félagsins, veraldlegra og and- legra, jafnvel siða og umgesign ishátta ýmiss konar, eigi á sér fullan rétt og geti leitt til lag færinga og breytinga, sem horfa til meiri farsældar, meiri lifsfyllingar, fyrir einstaka menn og stærri heildir, sem þjóðfélagið hefur ef til vill ekki enn komið til móts við, svo sem þó væri skyldugt sam kvæmt markmiði farsældarrík- isins. Enginn þarf að ganga að þvi gruflandi, að í þeirri þjóð- félagsrýni, sem einkum ungt fólk mun eiga mikinn þátt í á komandi tíð, mun sitthvað verða vegið og léttvægt fund- ið, sem vér eigum nú við að búa. Ungt fólk hefur vist aldrei verið fjær þvi en á vor- um dögum að kalla allt ömmu sina. Islenzk æska er þar eng- in undantekning, og sizt ástæða til að harma það. Hitt má minna á, að það er engin frægð, hvorki fyrir ungan né gamlan, að reyna að komast sem neyðarlegast að orði um það mannfélag, sem vér Islend- ingar búum við. Sá, sem eitt- hvað vill vega eða mæla, hann gái sem grandgæfilegast að stiku sinni og vog. Heilbrigt verðmætaskyn er forsenda þess, að þjóðfélagsrýni verði ekki einhliða neikvæð. Ef ungi fólk á Islandi hugsar sig um, mun það skilja, að það hefur hlotið dýimætan arf, bæði forn an og nýjan. Hinn forni arfur er menningararfleifð vor frá öllum öldum, grunnur sem vér munum ætíð byggja þjóðmenn ingu vora á, hver kynslóð með sinum hætti, hinn nýi er allt það, sem gert hefur verið á sið ustu árum til þess að búa í hag lnn fyrir þá, sem landið eiga að erfa. Það má ekki vanmeta, að vér lifum í mennskara þjóð- félagi en flestir aðrir, þrátt fyrir ýmsan ófullkomleik, vér búum við meiri jöfnuð, minni stéttaskiptingu og manngreinar álit. Þessar eigindir ísienzks mannlifs má ekki láta sér sjást yfir, ekki heldur hitt, að vér erum blessunarlega laus við sitthvað óskemmtilegt, sem þegnar stórþjóða verða að sætta sig við. Þær geta boðið margt betra og fullkomnara, en þar á móti koma ókostir fá mennisþjóðfélagsins, sem vissu- lega eru margir, þótt annmark ar þess liggi í augum uppi. Á vorum dögum er viða um heim talað um uppreisn æsk- unnar. Ég hef lítillega vikið að þessu fyrirbæri hér, en þó vildi ég heldur kjósa að kalla það uppgjör æskunnar, eins og það kemur fyrir sjónir hér á landi. Þegar nú ungir menn halda áfram umræðum sínum um málefni lands og þjóðar í nútíð og framtíð, þá óska ég þeim þess öðru fremur, að þeir geri það með jákvæðum huga, geri sér grein fyrir því sem gott er og nýtilegt af þvi, sem þeim hefur verið i hendur fengið, um leið og þeir gagnrýna og koma á framfæri nýjum hug- myndum, sem kunna að bera í sér frjókorn meira réttlætis og hamingjuvænlegra lífs á ýms- um sviðum nægtarsamfélags ins. Ungir menn hafa miklar skyldur við samfélag sitt engu síður en þeir, sem hitinn og þunginn hvilir á um sinn. Aliir vilja landi sínu og þjóð vel, hver eftir sínum skilningi, og öll orðaskipti um þjóðfélagsmál ættu að einkennast af þeirri vissu, þrátt fyrir allan skoðana ágreining, en að vísu skort ir allmikið á að svo sé í opin- berum umræðum oft og tíðum. Áður en ég lýk máli minu í dag vil ég minnast þeirra mörgu samferðamanna, sem með oss fögnuðu nýju ári i fyrrcv Framliald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.