Morgunblaðið - 03.01.1971, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1971
Hruturinn, 21. marz — 19. apríl.
Ef þú ekki hefur krafta til framkva;mda núna, þá hvenær?
Nautið, 20. apnl — 20. maí.
Það er úhætt að gera ráð fyrir smá frávikum frá daglegum venj-
nm.
Tvíburamir, 21. mai — 20. júní.
Þú skalt endilcga sitja fast við þinn keip, en mnndn, að það er
höfnðatriði að geta komið orðum rétt að hugsunum sínum.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Það skaðar ekkert að klseða sig dálitið þokkalega.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að safna saman þeim fjármunum. sem þú átt útistandandi.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Auglýsingar geta stórborgað sig.
Vogin, 23. september — 22. október.
Með því að leggja við hiustirnar geturðu orðið ærið margs vísari,
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú skalt sýna fólki, sem treystir þér fulla virðingu.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
í vinnunni skaltu lofa öðru fólki að spreyta sig. Þú færð tækifæri
síðar.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú hefur farið að engu óðslega, og hefur þvi yfirhöndina út á vlð.
Þú getur tekið að þér þinn hluta af kostnaði við smá hátíðahöld.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. íebrúar.
Þá er að hefjast handa og koma sér að cfninu. I.aunin eru kannski
ekki beint neitt, sem þér vex í augum, en þú græðir samt eitthvað.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Þótt þessi timi árs sé, er alveg merkilegt, hvað þér Uggur mikið á.
ura ekki verið vinir, eða finnst
þér það? Um leið og hún sagði
þetta, varð henni Ijóst, að það
höfðu þau aldrei verið.
Elskendur frá upphafi —
ástriðufullir elskendur. Aldrei
vinir, þar sem vináttan varð með
tíð og tíma að eldheitri ást.
Hann sagði: — En hvað á ég
að segja . ..
Rétt eins og strákur, sem
hafði boðið kunningjum sín-
um heim en verður svo að segja
þeim, að ekkert verði úr boðinu.
Hún sárvorkenndi honum. Hefði
hún bara getað litið rólega á
hann, og spurt sjálfa sig, hvern-
ig í ósköpunum hún hefði nokk-
urn tíma getað elskað hann . . .
en það gat hún ekki. Og hún
vissi vel hvers vegna. En hún
elskaði hann bara því miður
ennþá.
— Það vita þetta svo fáir,
sagði hún, — við höfum engum
sagt það nema mömmu
þinni og Carmelu. Og ég
vildi helzt tala um þetta sjálf
við mömmu þína. Og svo auð-
vitað við Hönnu og Paul.
— Hann verður víst feginn,
sagði Pat gremjulega.
Hún hélt áfram: — Hann
verður ekki feginn, ef mér líður
illa. Hún bætti við: — Hér í
skrifstofunni hef ég aðeins sagt
Jim Haines og Sadie frá
þvi. Ég skal tala við þau. Það
getur gert þér léttara fyrir.
Hún gekk út úr skrifstofunni
og tók til við venjuleg verk sín.
Við hádegismatinn hitti hún
Sadie.
— Ertu samferða?
— Já, auðvitað. Hvers vegna
spyrðti?
— Við skulum þá fá okkur
bita saman.
Þegar þær voru setztar, sagði
Kathleen rólega:
Manstu yfir hverju ég bað
þig að þegja, Sadie?
— Ætli ekki það.
— Það er enn leyndarmál, en
nú er þvi bara snúið við. Hún
reyndi að hlæja að undrunar-
svipnum á Sadie. — Ég á við,
að þvi er öllu lokið og ég er að
fara héðan.
Þvi get ég nú bara ekki trú-
að. En hvers vegna Kathleen . . .
en kannski ætti ég ekki vera að
spyrja að þvi.
— Það getur verið sama,
hvers vegna það er. Það byggðist
allt á misskilningi . . . það er
allt og sumt. En við komumst
að því í tsdka tíð, sagði hún og
var hissa á þvi, hve þessi grein-
argerð hennar kom auðveldlega.
— Og nú vil ég fá þig til að
hjálpa mér.
— Auðvitað sikal ég gera það,
ef ég get.
— Ef þú þekkir einhverja,
sem getur tekið við af mér og
séð um verkið mitt. Það hefur
nú sannast að segja, ebki verið
sérstaklega margbrotið —
skrifa niður viðtöl svara í sím-
ann, hleypa fólki inn eða vísa
því frá, sjá um ávisanabók. Þú
hlýtur að þekkja einhverja, og
ef svo er, þá lofaðu mér að tala
við hana.
— Ég þekki að minnsta kosti
einar átta, sagði Sadie. — Ég
athuga þær vandlega. En mér
þykir afskaplega leitt, Kate.
— Þakka þér fyrir. Ég veit,
að þér er alvara með það.
Hún leit velvildaraugum
framan í Sadie. Hana lang-
aði mest til að segja: 1
þínu starfi hlýtur þú að vita
ýmislegt sitt af hverju um Bell
verktakafélagið. Ég vil nú ekki
fara að veiða neitt upp úr þér,
en þú getur sagt mér, hvort þér
líka aðferðimar hjá fyrirtæk-
inu.
En þetta gat hún ekki sagt.
Hún sá alveg fyrir sér, hvern-
ig svipurinn á Sadie mundi
breytast og lokast fyrir henni,
eins og hurð, sem skellt er í lás.
Og nú var hún ekki iengur „ein
af oss“ heldur vara aðskotadýr.
Rétt þegar hún var að fara
sama dag, bauðst henni tæki-
færi til að tala við Jim Haines.
Hún hafði ekki séð Pat siðan
um hádegið. Þá hafði hann farið
úr skrifstofunni. Hún var að
loka skrifborðinu sínu, í
þungum þönkum, þegar Haines
kom inn. — Ertu að fara? spurði
hann.
— Já, rétt strax svaraði hún
brosandi.
Hann sagði, vandræðalega. —
Mér er nú illa við að biðja þig
um það, en á sunnudaginn . . .
Ég ætla að heimsækja hana á
sunnudaginn kemur og langaði
að vita, hvort...
— Auðvitað, flýtti hún sér að
svara. — Hvenær ferðu ?
— Ertu viss um, að ég sé
ekki að eyðaleggja fyrir þér
daginn? Ég á við — og um leið
leit hann á hurðina hjá Pat —
að þú hefur kannski stefnumót
á sunnudag.
—Nei, ekkert slíkt, sagði hún.
Það var þögult í skrifstofunni.
Handan við hurðina gátu þær
heyrt kliðinn í stúlkunum, sem
voru að fara. Hún bætti við: —
Ég verð að segja þér nokkuð,
Jim . . . Þetta er allt búið að
vera.
— Hjá ykkur Pat? spurði
hann og trúði ekki sínum eigin
eyrum.
Hún kinkaði kolli og leit und-
an. Hann gekk að henni og
greip um únlið hennar. — Þú
. . . þú . . . æpti hann og kom
ekki upp orðunum fyrir reiði.
— Jim!
Hann sleppti hendi henn-
ar. — Afsakaðu . . . fyrirgefðu!
tautaði hann.
— Það er allt I lagi, sagði
Kathleen og neri höndina. — Ég
skil þetta. Þér þykir vænt um
hann, en ekki um mig. Það sem
honum er gert til miska, er þér
gert. Það er ekki nema skiljan-
legt.
Hann sagði: — Ég býst þá
ekki við, að þú viljir fara þetta
á sunnudaginn.
— Hef ég ekki sagt, að ég
ætlaði að fara? svaraði hún
reiðilega. — Vertu ekki svona
vitlaus. Það er mínum einkamál-
um alveg óviðkomandi.
— Allt í lagi, sagði hann og
bjóst til að fara. — Kiukkan
þrjú þá.
Þegar hún kom heim um
kvöldið, fann hún að Hanna var
að ganga frá rósum — mörgum
rósum, hvítúm og vaxgulum og
af öllum öðrum litum.
— Hvað þetta er fallegt!
sagði Kathleen.
— Þú átt þær, sagði Hanna,
— Hverja einustu eina, fjand-
inn hafi það.
— Frá Pat? spurði Kathleen.
— Ég býst við því. Örlátur
herramaður það. Hún gaut aug-
unum til Kathleen. — Kannski
er þér að skjátlast.
Kathleen las bréfspjaldið, sem
fylgdi blómunum, reif það síð-
an í tætlur og fleygði þeim í
ruslakörfuna. — Mér var búið
að verða það á áður, því miður,
sagði hún.
—- Það kemur mér nú ekki
við, kelli mín, sagði Hanna
hressilega og gekk aftur á bak
til þess að virða fyrir sér blóma-
vasann, — en það er hættulegt
að fara að rífast. Ég hélt einu
sinni, að það væri gaman að
því, en nú veit ég betur . . . Jafn
vel þótt lítið sé, getur það verið
hættulegt — rétt eins og að
fleygja frá sér eldspýtu úti 1
skógi. Maður heldur, að slokkni
í henni, en það gerir það ekki.
Það getur orðið bál úr því, og
hvað verður þá um skóginn ?
Kathleen greip eina rósina,
sem var með stytzta stönglinum
og strauk hana með fingrunum.
— Þetta var ekki rifriJdi,
Vinningsnúmerin
] hapdrætti Styrktarfélags vangefinna.
Y-592. Citroen Pallas.
R-25411, Ford Cortina.
Þ-1683, Fiat 850.
% LmboftSÍBS
/ í Reykjavik
Aðalumboð, Austurstræti 6, Reykjavik
Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, Reykjavik
Hreyfill, bensínsala, Fellsmúla 24, Reykjavik
Skrifstofa SlBS, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík
Dregiö ll.janúar
Aðstoðorstúlko ósknst
á tannlæknastofur i Miðbænum nú þegar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf sendist Mbl fyrir föstudagskvöld merkt: „Aðstoðar-
stúlka 8094".
DANSSKÓLI IBEN S0NNE
KEFLAVÍK: Aðalveri
Kennsla hefst aftur mánudaginn 4. jan.
1971.
Innritun nýrra nemenda hefst sama dag
í Aðalveri frá kl. 3 e.h. í síma 1516.
Barnadans — unglingdans — jassballett.
Barnaflokar — unglingaflokkar —
frúarleikfimi.
IRovöimblaþib
mnrgfaldar
markað uðar