Morgunblaðið - 30.01.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐUR | Nt) er vetur í borg og byggð | | og ungir sem gamlir nota , | tíekifærið og taka fram vetr- t aríþróttaútbúnaðinn. Kr. Ben. . Ijósm. Mbl. rakst á þessa tvo ungHi menn úti á Nesi i [ gser, þar sem þeir voru í rann sóknarleiðangri. Dómur í pillumáli Bandaríkin: Fj árlagafrum varpið 230 milljarðir dollara Aukin hernaðarútgjöld 12 milljarða halli OSLÓ 29. janúar NTB. i Vestur-þýzka lyfjafyrirtækið \ Schering AG var í dag dæmt ( borgarrétti Oslóar til að ( greiða 150.000 norskar krónur ‘ í skaðabætur vegna máis þess ' er Josef Hudecz, sem er af| ungverskum ættum, höfðaði i gegn fyrirtækinu eftir að, kona hans lézt í sjúkrahúsi' í Björgvin 12. nóvember 1964 I eftir að llafa notað getnaðar-1 vamarpillu „Anovlar". Hud-1 ecz hafði krafizt 320.000 króna í skaðabætur. Washington, 29. jan. AP-NTB NIXON Bandaríkjaforseti lagði f járlagafrumvarp sitt fyrir fjárlagaárið 1971—72 fyrir þingið í dag og eru nið- urstöðutölur þess um 230 milljarðar dollara, en í frum- varpinu er gert ráð fyrir 12 milljarða dollara halla, sem er mesti halli, sem repúblik- anskur forseti hefur lagt fyr- ir þingið. Útgjöld til hermála hækka nú í fyrsta skipti I fjögur ár og fer um þriðjungur allra útgjalda rík Gómúlka gagnrýndur í f lokksmálgagni isins til hermála. Nemur hækk- uniiin um 1,5 mMjörðum dofflara. Forsetinn sagði aðaiástæðuna fyrir hernaðarútgjaldaaukning- unni vera smíði nýrra vopna, auknar rannsóknir i sambandi við ný vopn og stækkun flotans, vegna mikillar stækkunar sov- ézka flotans á undanförnum ár- um. Þá leggur forsetinn einnig áherzlu á nauðsyn þess að að- stoða bandamenn Bandaríkjanna og nefndi þar NATO sérstaklega. Þá fer forsetinn fram á að sér verði veitt heimild til að ráðstafa eftir því sem þörf krefur 6 milljörðum dollara, vegna auk- inma ógniaina Sovétrikjamna á sviði hernaðarmála. Forsetinn segir að höfuðástæð an fyrir hallanum á fjárlögunum sé nauðsyn þess að nota mikið Varsjá 29. janúar AP—NTB. FLOKKSMÁI.GAGNIÐ Trybuna Robotnicza i Katowice-héraði gagnrýnir i dag harðlega Gó- mulka, fyrrverandi flokksleið- toga og segir einræðiskennd hafa einkennt stjórn hans. Þetta er í fyrsta skipti, sem Gómulka er gagnrýndur opinber lega af flokksmálgagni. Greinin er undirrituð af aðalritstjóra biaðsins sem er náinn vinur Gie reks hins nýja flokksleiðtoga. í greininni kemur einnig fram gagnrýni á hendur tveim nán um samstarfsmönnum Gómulka þeim Boloslaws Jaszzuks og Zenon Kiiszko, sem einnig var sparkað í hreinsuminni á dögun- um. Stjórnmálafréttaritarar teija að blaðagrein þessi eigi að vera ábending um hverja Gómulka eigi von á á 8. flokksþingi pólska kommúnistaflokksins, sem haid- ið verður eftir 10 daga. fjármagn til að lyfta bamdarisku efnahagslífi upp úr lognmollunni og draga þannig úr atvinnuleysi, en um s.i. áramót var atvinnu- leysi í landinu um 6%, sem er Franih. á bls. 19 — verði lax- veiðum hætt Svolvær, Noregi, 29. jan. — NTB FORMAÐUR norska fiski- mannasambandsins, Johan J. Toft, sagði í viðtali við Lo- fotposten í dag að hann ótt- ist að rækjumiðin meðfram ströndum N-Noregs og í Bar entshaf yrðu ofveiði að bráð, ef danskir fiskimenn, sem stundað hafa laxveiðar skipta yfir á rækjuúthald í staðinn, vegna takmarkana á úthafslaxveiðum Dana. — Ummæli Tofts eiga rætur sínar að rekja til frétta um að allt að 18 danskir laxveiði bátar búist nú á rækjuveið- ar. Toft sagði að mikil aukn- ing rækjuafla myndi fyrst hafa í för með sér lækkandi verð á rækju á heimsmark aðnum, en síðan myndi afh' fara síminnkandi vegna ofi mikillar sóknar í stofninm. Sagði Toft, að það væri að fara úr öskunmi í eldinn, að friða einn stofn með því að stofna öðrum í hættu. Toft sagði það rétt að alþjóðleg samþykkt svipti marga danska fiskimenn lífsviður- væri af laxveiðum, en sagði ennfremur að nú yrðu það bara ríkir, enskir landeigend ur og barónar, sem græddu, þvi að þeir fengju meiri lax í árnar sínar, sem þeir myndu veiða og selja. Væri hér því verið að taka bit- ann frá einum til að stinga honum upp í anman. Enn umferðartrufl- anir til V-Berlínar Berlin, 29. janúar AP—NTB. Austur-þýzkir landamæraverðir héldum í dag áfram að trufla umferð á þjóðveginum milli V- Þýzkalands og V-Berlínar og mynduðust langar biðraðir flutn ingabíla og fólksbifreiða. Nam töfin allt að 14 klukkustundum og raðirnar voru um 5 km lang- ar þegar verst var. Talið er að tilgangur a-þýzkra yfirvalda sé að knýja V-Þjóð- verja til að undirrita umferðar- samning um V-Berlín, án þess að Vesturveldin þrjú komi þar nálægt. Einnig er talið að A-Þjóð verjar séu að mótmæla fundi frjálsra demókrata, sem nú er haldinn í V-Berlín. í dag var þriðji dagurinn í röð, sem um- ferðin til V-Berlínar var trufiuð. Sambandi Guineu og Bonn slitið í»jóðverjar sakaðir um þátttöku í innrás Abidjain, Filabeiinisisrtröndiinná, 29. janúar. — NTB STJÓRN Vestur-Afríkuríkisins Guinesi tilkynnti i dag að hún hefði slitið stjórnmálasambandi við Vestur-Þýzkaland vegna meintrar hlutdeildar Vestur- Þjóðverja i niisheppnaðri inn- rásartilrann sem var gerð í land ið 22. nóvember í fyrra. Skömmu áður en tfiQlkynnit var um ákvörðiundna í útvarpirnu i Comiaikry vair opinberlega táll- kynnit að tveir málaMðar tfil við- bótair hefðu verið tekndr af iiE með hengimgu vegna imnirásamtEl- raunarinnar. Máiliailfiðariniir voru ekki naifhigredndir, en aftakan fór flram í Fourta Djalon-héraiði fyrir norðan höfuðborgina Conakry. Sitjómfin hefur enn ek’ká tfil- kynnit hve mairgir hafa verfiS teknir af l’ífi með hengingu síð- an fjöldaréttarhöldin fóru frasn Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.