Morgunblaðið - 30.01.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1971 Erfiðleikar Giereks Þótt kyrrt sé orðið í Póllandi eftir uppþotin á dögunum líkja sérfræðingar ástandinu við púðurtunnu, og meginverkefni nýju valda- mannanna með Edvaed Gierek í broddi fylkingar verður að koma í veg fyrir frekari vandræði. Helzti samstarfsmaður Giereks er hinn nýi forsætisráðherra, Piotr Jaroszewicz, en margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að yfirmaður leyni- lögreglunnar Mieczyslaw Moczar hershöfðingi muni sí- fellt láta meira að sér kveða. Skoðanir Giereks og Moczars eru um margt ólik- ar, og þeir hafa verið taldir pólitískir keppinautar um árabil. Gierek er talinn raunsær „tæknikrati", harð- ur i horn að taka og dugleg- ur, en Moczar hefur orð fyrir að vera harðlínumaður. Gierek hefur lengi verið tal- inn koma til greina í stöðu flokksforingja, og talið er að hann verði fáanlegur til að koma til leiðar einhverjum stjómmálaumbótum, ef hann kemst að raun um að það sé nauðsynlegt til að rétta við bágan efnahag Pólverja. Moczar er á hinn bóginn foringi hreyfingar svokall- aðra partísana, sem eru öfga- fullir og hægrisinnaðir þjóð- emissinnar, sem hafa verð viðriðnir aðgerðir gegn Gyð- ingum. Moczar er hlynntur ströngu pólitísku eftirliti, en sérfræðingar telja að Rússar geti ekki sætt sig við hann í æðsta valdaembætti af ótta að hann kynni að ala á rót- gróinni andúð Pólverja á Rússum. Margir telja það bera vott um að málamiðlun hafi verið gerð, að stuðningsmenn Giereks og Moczars og þeirra hópa, sem þeir eru foringjar fyrir, voru valdir í stjóm- málaráðið eftir fall Gomulka. Bent er á, að Gierek geri sér grein fyrir þvi að hann kemst til valda með svipuðum hætti og Gomulka á sínum ■ •, • •• É ■ Moscar: harðlinumaður tima og að hann verði að forðast að baka sér óvild verkalýðsstéttarinnar, sem varð Gomulka að faili. LOFORÐ Eftir valdatökuna sagði Gierek, að verkamenn hefðu „látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur“ en hann skildi að „ástæður þessara aðgerða voru í mörgum til- vikum heiðarlegar." Spum- ingin er, hvort Gierek geti gert nógu skjótar breytingar til að friða verkalýðsstéttina. í þingræðu 23. desember gerði hann grein fyrir eftir töldum loforðum: Stjómin mun banna verð- hækkanir á matvörum I tvö ár. En verðhækkanirnar, sem leiddu til uppþotanna, verða sennilega látnar standa óbreyttar. Fundir verða haldnir i verksmiðjum til að ræða kaup hækkanir. Verð á neyzluvörum verð- ur lækkað. Sérfræðingar telja þetta gefa til kynna, að ekki verði lögð eins gífur- lega mikil áherzla á þunga- iðnað og á liðnum árum. Tekjulágar fjölskyldur fá aðstoð. Gierek mun að öllum lík- indum forðast stjórnmálaum- bætur í anda þeirra umbóta sem voru á döfinni í valda- tið Dubceks í Tékkó3lóvakíu. Það sem heldur hvað mest aftur af Gierek er ótti við sovézka hernaðaríhlutun. Talið er, að vald hafarnir i Moskvu hafi viij- að forðast hernaðaríhlutun i uppþotunum á dögunum, og þeir sendu eftirmönnum Gomulka heillaóskaskeyti án þess að minnast á fyrrver andi valdhafa. Rússar óttast mest, að upp- námið í Póllandi breiðist út til annarra fylgirikja þeirra og jafnvel til Sovétilkjanna. KEPPINAUTARNIR Edvard Gierek, hinn nýi flokksleiðtogi, er 57 ára gamall sonur námuverka- manns og hóf námustörf 13 ára gamall er hann hafði flutzt til Frakklands. Hann gerðist kommúnisti og var vísað úr landi I Frakklandi 18 ára gömlum fyrir verkfalls starfsemi. Seinna vann hann í námum í Belgiu og var leiðtogi Pólverja í belg- ísku andspyrnuhreyfingunni í seinni heimsstyrjöld- inni. Hann sneri aftur til Pól- lands 1948. Moczar hershöfðingi var leiðtogi andspymuflokka kommúnista i Pðllandi á stríðsárunum. Síðan hefur hann smátt og smátt komizt til aukinna áhrifa í flokkn- um. Hann var um tíma innan- Edvard Gierek talinn raimsæisinaður ríkisráðherra, en hefur ber- sýnilega seilzt eftir stöðu Gomulka og var sviptur emb- ætti. Jaroszewicz forsætisráð- herra var eitt sinn skóla- stjóri. Hann var um 18 ára skeið aðstoðarforsætisráð- herra og hefur gegnt mikils- verðum embættum þar sem hann hefur aðallega fjallað um efnahagsmál. Allt bendir til þess, að undir niðri kraumi allt og sjóði í Pöllandi. Flestir sér- fræðingar eru þeirrar skoð- unar að Gierek muni eiga fullt í fangi með að koma á sæmilegu jafnvægi og að ógemingur sé að segja um hvað geti gerzt í næstu fram- tið. Ræða um lækkun kosningaaldurs 1 ÁGÚSTMÁNUÐI s.I. skipaði stjóm Æskulýðssambands Is- lands nefnd til að gera könnun á réttindum og skyldum ungs fólks, einkum með tilliti til kosn ingaréttar og lágu niðurstöður fyrir í desember s.l. Var þá á- kveðið að efna til ráðstefnu um þessi mál, með aðildarsambönd- um ÆSl og fleiri aðilum, þar sem einkum yrði rætt hvort Lufthansa lamast FRANKFURT 29. janúar — NTB. Hlaðstarfsmenn v-þýzka flugfé- lagsins Lufthansa Iögðu niður vinnu í dag með þeim afleiðing- um að félagið neyddist til að aflýsa flestum ferðum innan- lands og utan. Þetta er fyrsta verkfall í 44 ára sögu félagsins. Talið er, að verkfaúið kosti félagið 2,5 millljónir marka á diag og ekki eru horfur á að saiminLnigafundur verði boðaður í bráð. Veirkalýðsforiinigj'ar telja að félagið þoli ekki meira en viku- verkfall. í Bretlandi aflýstu flugvallax- stairfsmenn í dag verkfalli því sem lamað hefur starfgemi brezka flugfélagsins BEA í þrjá daga. Heinemann til Rúmeníu BERLÍN 29. janúar — NTB. Gustav Heinemann, forseti Vest- ur-Þýzkalands, fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu 17. maí, að því er tilkynnt var í dag. Hann verður þar með fyrsti for- seti Vestur-Þýzkalands er heim- sækir kommúnistaríki. Rúmenski forsætisráðherrann, Gheorghe Maurer, bauð Heinemann til Rúmeníu er hann heimsótti Bonn í júní í fyrra. lækJka bæri kosnfagaalduir úr 20 árum niður í 18 ár. Ráðstefna þessi verður haldin í Norræna húsinu og hefst hún kl. 14.00 á morgun. Fréttatilkynning. fráÆSÍ. Engin ákæra SAKSÓKNARI ríkisins hefur úr- skurðað, að málsgögn í máli mannanna tveggja, sem ákærðir voru fyrir nauðgun á gamlárs- kvöld, nægi ekki til sakfellingar. Sem kunnugt er sátu mennimir í viku í gæzluvarðhaldi vegna máls þessa. Konan, sem málið kærði, bar að memnimir tveir hefðu elt sig úr gamlárskvöldsfagniaði, sem haldimn var í fjölbýlishúsinu, þair sem þaiu búa, og síða/n nieytt sig tiil kynmaka. Mennimir héldu báðir fram sakleysi sínu og hvik- aði hvorugur miálsaðilinn frá sín- um frambuirði. Litla Grund EFTIRTALDAR gjafir hafa borizt frá 26. október 1970 til 21. janúar 1971: Stefán Gísla- son 100.00 krónur, V.J. 5.000.00 kr., Sigrún Stefánsdóttir 3,000.00 kr„ áheit N.N. 200,00 kr„ S.E. 2.000.00 kr. N.N. 200.00 br„ S. 1.000.00 kr„ N.N. 3.000.00 kr„ minningargjöf um hjónin Maríu Ólafsdóttur og Magnús Jóhanns son frá bömum þeirra 7.000.00 kr„ öldruð hjón 5.000.00 kr„ ung hjón 3.000.00 br„ Lilja Bjarnadóttir 1.000.00 kr„ G.G. 5.000.00 kr„ A.E. $125.00 (kr. 10.973.80). Færi ég öllum gefendum enn á ný innilegar þakkir. 21. 1. 1971 Gísli Sigurbjörnsson. — Mengun Framh. af bls. 28 lenzku, leyfum við undirritaðir líffræðingar okkur að vekja at- hyglii á eftiirtBairanidi aitsráðum. Óvarlegt er, að okkar dómi, að miða við skaðleysismörk þau sem nefndin getur um, enda teljum við þau hvorki í sam ræmi við vísindagreinar þær, sem vitnað er til í skýrslunni, né álit Ranmsóknastofnumar iðn aðarins, dagsett 21. marz 1966, sem prentað var sem fylgiskjal með frumvarpi til iaga um laga gildi samnings milli ríkisstjórn- ar íslands og Swiss Aluminiúm Ltd„ um álbræðslu við Straums vík. f skýrslu flúornefndar segir, að 50—60 ppm (50—60 hlutar af milljón) í heyi og grasi, sem fóðrað sé með árum saman, sé skaðlauist fyrir nautgripi. f þeim tveimur fræðiritum, sem þar er vitnað sérstaklega til (J. L. Shupe et al.: The Effect of Fluorime on Daxry Cattle. II. Clinical and Pathologic Effects. American Journal of Veterin- ary Research, 24, 102: 964—979, 1963, og J. L. Flatla and F. End- er: Industrial fluorosis in. cattle in Norway. 4. Intermationale Tagung der Weltgesellschaft fur Buiatrik, Zurich, 1966), eru skaðleysismörk fyrir mjólkur- kýr hins vegar talin 30 ppm af þurrefni fóðursins. í áliti Rann sóknastofnunar iðnaðarins, sem áður er getið, segir að jórtur- dýr þoli flúormagn, sem sé allt að 30-—40 ppm af þurrefni fóð- ursinis, en 60—100 ppm orsaki alvaríeg veikindi. Ranmsóknir þeirra Björns Sigurðssonar og Páls A. Pálssonar á flúoreitrun í sauðfé eftir Heklugosið 1947 —48 (Fluorosis of Farm Ani- mals during the Hekla Eruption of 1947—1948. The Eruption of Hekla 1947—1948, III, 3. Reykja vík 1957) benda til þess, að flúoreitrunar megi vænta fari flúormagn yfir 30 ppm í þurr- efni fóðurs. í skýrslu flúornefndar segir ennfremur, að á birkilaufi í Nor egi með 100 ppm flúors hafi ekki verið neinar sjáanlegar skemmdir og að 50—60 ppm or saki yfirleitt ekki neinar sjáan legar skemmdir á furutrjám. í áliti Rannsóknastofnunar iðnað arims segir hins vegar í kafla um jurtir og trjágróður, að rétt sé að reikna með 30 ppm í þurr efni jurtanma sem hættumarki. LÍFFRÆÐIN GAR STARFI MEÐ MENGUNARNEFNDINNI Þar sem ekki liggja fyrir ná- kvæmar rannsóknir á skaðleys ismörkum varðandi flúormagn, sem gilda við íslenzkar aðstæð- ur, teljum við nauðsynlegt, að líffræðingar með sérþekkingu á íslenzkum staðháttum verði fengnir til að starfa með nefnd þeirri, sem fylgjast á með meng un frá álverinu við Straumsvík enda er í fyrmefndu áliti Rann sóknastofnunar iðnaðarins gert ráð fyxir því, að samráð sé haft við dýralækni og jurtasérfræð- ing við rannsóknir á sjúkdóms- einkennum og skemmdum af völdum flúoris. MENGUNARRÁÐ Þá viljum við lýsa yfir þeirri skoðun okkar, að brýna nauð- syn beri til þess að koma á fót sérstöku mengunanráði, sem fal ið verði það hlutverk að hafa eftirlit með mengun almennt hérlendis. Slíkt ráð ætti að vera skipað mönnum með líffræði- lega og efnafræðilega sérþekk- ingu. Eyþór Einarsson Guðmundur Eggertsson Þorsteinn Þorsteinsson Alfreð Árnason Bergþór Jóhannsson Agnar Ingólfsson Aðalsteinn Sigurðsson Gunnar Jómsson Jakob Jakobsson Unnur Skúladóttir Jón Jónsson Hrafnkell Eiríbsson Reyniir Bjamason Stefán J. Bergmann Sigrún Guðjórnsdóttir Jónas Jónsson Sig St. Helgason Jón Axelsson Guðmundur Pétursson Guðni Þorsteinsson Ingvar Hallgrímsson Fimnur Guðmundsson Guðm. Georgsson Páll A. Pálsson Friðrik Pálmason Stefán Aðalsteinsson Sturía Friðriksson Ingólfur Davíðsson Amþór Garðarsson örnólfur Thoríacius Hjálmar Vilhj álmsson. Þór Guðjónsson Ámi fsaksson Halldór Pálsson Ingvi Þorsteinsson Snorri Sigurðsson Hákon Bjarnason“ ENGIN ÍSLENZK SKAÐLEYSISMÖRK f SKÝRSLUNNI Morgunblaðið sneri sér til Pét urs Sigurjónssonar, fonstöðu- manns Rannsóknagtofnunar iðn aðarins, sem var forstöðumað- ur Flúornefndarinnar, og spurði hvað hann hefði að segja um þá gagnrýni, sem fram kemur í téðu bréfi. Pétur sagði, að f fyrsta lagi hefðu í skýrslunni aldxei verið sett fram skaðleys- ismörk, sem gilda ættu um ís- lenzkar aðstæður, heldur aðeins verið birtar þar tölur um reynslu Norðmanna, til þess eins að menn gætu áttað sig á hvað tölurmar þýddu í raun og veru. Engar miðurstöður væru dregn- ar fram í skýrslunni um það hvort setja bæri upp hreinsi- tæki í verksmiðjunni eða ekki, heldur aðeins birtar staðreyndir um ástandið, eins og það er, og þær rökstuddar samkvæmt efna greiniingum, sem gerðar voru í Noregi á sýnishomum, er Ingólf ur Davíðsson lét taka, þar sem fram komu jafnvel lægri tölur og að gróðurskemmdimar væru ekki af völdum mengunar. Hvað varðaði misræmið í töl- um í flúorskýralunni nú og greinargerðfani með álfrumvarp imu árið 1966 sagði Pétur, að töl ur þær, sem birtust með álfrum varpinu hefðu verið samkvæmt rannsóknum, er þá lágu fyrir í Noregi, en tölurnar í flúorakýrsl iJirmi væru h'ims vegar* sam- kvæmt nýjustu rammsóknum þar, en Pétur kvaðst aldrei hafa haldið því fram að þær skyldu gilda um íslenzkar aðstæður. Viðbeinsbrotnaði NÍTJÁN ára piltur, Steingrúnur Þorsteinsson Sporðagrunni 9, við- beinsbrotnaði, er hann varff fyrir jeppa á Langholtsvegi um þrjú- leytiff í gær. Steinigrímiur var á leið austar yfiir götamia, þegar hamm varð fyirir jeppamum, sem kom suður Langholt»veg,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.