Morgunblaðið - 30.01.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1971 Frá vinstri: Klemenz leikstjóri, Ingibjörg, Jón, Arni Tryggvason, Bessi i hlutverki Stóra-Kláusar, Geirlaug, Erlingur og Halla (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Þjóöleikhúsiö Það hefur verið föst venja hjá Þjóðleikhúsinu að svið- setja eitt barnaleikrit á ári og hafa þær sýningar yfir- leitt orðið mjög vinsælar. Flestar sýningar á barnaleik riti hafa orðið á Karde- mommubænum, en það leik- rit var sýnt um 100 sinnum. Eins og svo margir muna Framh. á bls. 18 Litli-Kláus Björg Árnadóttir leikur Lisu konu Litla-Kláusar, Guðbjörg Þorbjannardóttir leikur ömmuna og Jón Júlíus ALLIR þekkja hin vinsælu ævintýri H. C. Andersens. Næstkomandi laugardag mun Þjóðleikhúsið frumsýna eitt af hang vinsælu ævintýrum, Litla-Kláus og Stóra-Kláus. Þetta bamaleikrit hefur áð- ur verið sýnt hér á landi og til gamans má geta þess að Bessi Bjarnason, sem leikur Stóra-Kláus í leikritinu nú lék Litla-Kláus í sama leik- riti fyrir 19 árum í Þjóðleik- húsinu og var það þá hans fyrsta hlutverk. Sama er að segja um Margréti Guð- mundsdóttur. Hún lék Lísu konu Litla-Kláusar á móti Bessa fyrir 19 árum, en nú leikur hún konu Stóra-Klá- usar. Við fylgdumst með æfingu á Stóra- og Litla-Kláusi eitt kvöldið, en fjölmargir leik- arar taka þátt í sýningunni. Nokkur börn voru með á æfingunni og fylgdust þau með af mikilli athygli og tóku þótt í gleði og sorg þeirra sem þau stóðu með í leikritinu, en fjarri var að börnin væm hlutlaus þegar á reyndi hvort menn voru góðir eða slæmir í leikrit- inu. Ósjaldan hrópaði eitt- hvert barnið aðvaranir til leikaranna á sviðinu og lítill drengur spurði mig undrun- araugum hvort það gæti verið einhvers staðar í heim- inum til svona vont fólk eins og stundum kom fram í Litla-Kláusi og Stóra-Klá- usi. Klemenz Jónsson leik- stjóri stöðvaði æfinguna af og til og gaf leikurunum fyr- irmæli um ýmislegt sem bet- ur mátti fara og leikmynda- gerðarmaðurinn, Gumiar Bjarnason, hripaði hjá sér eitt og annað um útbúnaðinn á sviðinu, en ævintýrið hélt áfram og það var auðséð að hinum ungu áhorfendum þótti þetta mjög spennandi, sérstaklega þegar Litli-Klá- us var að leika á Stóra-Klá- son leikur Bertel 100 árj gamlan kúasmala, en alh leika um 30 leikarar í leik- ritinu. í leikritinu er sýnd kvik- mynd af því þegar bóndinn, Árni Tryggvason, eltir djákn ann, Gísla Alfreðsson, og var það mjög spaugilegt. Mörg lög eru sungin í æv- intýrinu og leikur Carl Billich undir á bíóorgel. Þór- hallur Sigurðsson leikur að- alhlutverkið, Litla-Kláus og auk fyrrgreindra leikara leik ur Erlingur Gíslason Halta- Hans, sem er sögumaðurinn í leiknum, Bryndís Péturs- dóttir leikur konu bóndans, Erlingur sem Ilalti-Hans í ryskingum við tvo aðra leikara og á myndinni til hægri er I>ór hallur í hlutverki Litia Kláusar að tala við Árna í hlutverki bóndans. Nei! Annaier 3flf! afrit! AFRIT EÐA FRUMRIT? FRUMRIT EÐA AFRIT? - og þess vegna breyta svo margir yfir i jAí þurrafritun. Hrein svart/ hvít afrit, sem verða til ncestum sjálfkrafa, i nýtýzkulegum vélum, sem anna svo að segja allrí afritun. Myndritun af lausum blöðum eða úr bókum - nákocem, skýr afnt, sem ekki fölna-ennfremur glœrur fyrir allar myndvörpur. Biðjið um sýningarheimsókn, sem er ókeypis og án skuldbindingar. Siminn er 2-023$ eða 2-4250 Einkaumboð G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H Grjótagötu 7 Sími 2-4250 Söluumboð FILMUR OG VÉLAR S. F. Skólavörðustíg 41 Sími 2-0235 3M myndritun nær öllu og glcymir ekki að láta það kosta litið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.