Morgunblaðið - 20.02.1971, Side 21

Morgunblaðið - 20.02.1971, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971 Sveitarstjómarfulltrúar skoða frystihús. — Lagfæring Framhald af bls. 5. kom út í nóvember sl. Þá er væntanleg ný reglugerð um framkvæmd heilbrigðiseftirlits hér á landi og eftir því sem ég hefi heyrt, eru þar gerðar sömu kröfur til skolpræsa og ég hefi nefnt. Þá skýrði Þórður frá því að fenginn hefði verið ráðgjafi frtá Bandaríkjunum, gerlafræðing- ur og fyrrv. starfsmaður hjá matvælaef tirliti Bandaríkj anna, og skoðaði hann hér 20 frysti- hús víðs vegar um land, sum þau stærstu og líka sum þau smæstu og lélegustu. Samdi hann skýrslu um hvert einstakt hús og loks almenna skýrslu um öll 20 húsin. Tók Þórður fram að skýrslur hans hefðu ver ið fjarri því að vera einhliða fordæming á starfsháttum og starfsaðstöðu í frystihúsum hér á landi. Taldi hann margt vel gert í frystiiðnaðinum og annað setti hann út á. Fátt varð til þess að hneyksla hann nema helzt umhverfið. Um það hafði hann þetta að segja í hinni al- mennu skýrslu sinni. Síðan las Þórður orðrétta þýðingu á þess um kafla skýrslunnar: UMHVERFI FRYSTIIIÚSA, ATHAFNASVÆÐI, AKBRAUT- IR O. S. FRV. a) Mörg frystihús standa við almennar umferðagötur og ak- brautir, sem ekki eru þaktar neinu slitlagi eða lélegu slitlagi, þegar bezt lætur. Rykið, sem umferð og vindur þyrla upp, veldur alvarlegu vandamáli inni í frystihúsunum, jafnvel þótt þess sé gætt, að halda dyr- um og gluggum lokuðum. Ak- brautir og umferðarsvæði inni á athafnasvæði frystihúsa, eru einnig í mörgum tilfellum án slitlags, þannig að yfirborðið er víða mjög ójafnt og alsett djúp- um holum, en slíkt veldur miklu ryki í þurru veðri og er jafnalvarlegt í vætutíð, því að þá safnast þar fyrir for, og mengunarhætta stafar af stöðu- pollum. Með því er fastlega mælt, að allar akbrautir, sem liggja að frystihúsum, verði þaktar slitlagi þegar í stað. Öll umferðarsvæði við frystihús ætti að þekja slitlagi, t.d. mal- biki eða blöndu af olíu og tjöru til þess að varna rykun eða pollamyndun. Holur verður að fylla. Svæði umhverfis frysti- hús verður að láta halla frá byggingunni og staðsetja niður- fallsop á hyggilegum stöðum til að taka við vatninu. Ef látið verður undir höfuð leggjast að koma þessu í lag, fer ekki hjá því að framleiðsluvörurnar og pakkarmir mengist af sýklum. Mjög nfekvæmt og reglulegt eftirlit er haft með fiskinnflutn ingsvörum, er þær koma til Bandaríkj anna, og að því kem- ur fyrr eða síðar að vörur, sem mengazt hafa á fyrrgreindan hátt, verða gerðar afturrækar. Þegar slíkt kemur fyrir, verða athuganir tíðari og strangaTÍ, og endursendingum fjölgar. Þetta getur orðið alvarlegt fjárhags- áfall fyrir íslenzkan fiskiðnað. b) í svæði, sem ekki eru ætl- uð umferð ökutækja, ætti að sá grasi og halda því snyrti- lega slegnu til að draga úr ryki og gefa umhverfinu aðlaðandi svip. Við flest þau frystihús, sem heimsóknir 'náðu til, höfðu þessi svæði verið gerð að kirkjugörðum fyrir ónotuð og ónýt tæki, þar sem þau ryðga og grotna niður. Ofan á þetta bættist, að rotnandi fiskur, kló- settpappír, rifnir pappakassar og rusl og úrgangur af öllu tagi var á víð og dreif umhverfis mörg frystihúsanna. Þetta at- hæfi verður að stöðva án tafar og gera umhverfið eins ásjálegt og framast er unnt. Þær að- stæður, sem hér hefur verið lýst, eru hinar tilvöldustu gróðr arstíur fyrir nagdýr og skor- dýr, auk þess sem þær hafa mjög neikvæð áhrif á starfs- fólk, gesti og einkum og sér í lagi eftirlitsmenn, sem í heim- sókn koma. Að lokum ræddi Þórður frest þann sem við hefðum til að kippa málum í lag í sam- ræmi við nýjar reglur í Banda- ríkjunum. Sagði hann að reglu- gerðir þar mundu liggja fyrir innan árs frá því fé var veitt til framkvæmda, en það yrði væntanlega á næsta fjárhags- ári. Og síðan mundi líða um eitt ár til eitt ár og 2 mánuðir þar til lögin koma til fram- kvæmda. Ef þessi frestur reyn- ist ekki nægilega langur fyrir fiskiðnaðinn í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir í frumvörpun- um að framlengja megi hann um enn eitt ár. Það virðist því að sá frestur, sem við höfum, sé um það bil 3 ár, og ættu þá lögin að koma til framkvæmda þjóðhátíðarárið 1974. FRESTUR TIL STÓRFRAMKVÆMDA Næsti ^ fyrirlesari var Berg- steinn Á. Bergsteinsson, fisk- matsstjóri og nefndi erindið nútíð og framtíð. Ræddi hann tildrög reglugerðar þeirrar, sem unnið hefur verið að um um- bætur í samræmi við tilvonandi auknar kröfur um hreinlæti í f iskiðnaði vegna Bandaríkj a- markaðar. Sagði hann m.a,, að nefndarmönnum hefði verið ljóst, að við stærri og tímafrek- ar framkvæmdir yrði að gefa undanþágur um tímatakmörk, svo framarlega sem viðkomandi aðilar byrjuðu á þeim fram- kvæmdum og héldu þeim áfram eins hratt og ástæður leyfðu. Þó var nefndin sammála um, að ekki mætti veita undanþágur um atriði, sem spillt gætu efn- islegum gæðum fisks eða fisk- framleiðslu né skapað hættu vegna ónógra hreinlætisaðgerða. Með því að gefa frest til eins árs til endurbóta við frysti- húsin, eins og gert var, var tal- ið að það mundi herða á um að koma smærri framkvæmdum í verk, sem og hefur komið í ljós. En ekki varð eéð hve lang an tíma tæki að framkvæma sum staarri verkefnin og í ljós hefur komið á þessu ári að þarna er kallað á framkvæmdir sem tekur lengri tíma að leysa. Og nú hefur sjávarútvegsráðu- neytið heimilað Fiskmati ríkis- ins að gefa tímabundnar undan þágur, þegar sérstaklega stend- ur á og miklar framkvæmdir þarf að uppfylla. En frestur átti að renna út 20. marz. Bergsteinn rifjaði upp hvern- ig sjávarþorp hefðu þróazt hér á undan verulegu skipulagi, t.d. um staðsetningu fiskvinnslu- stöðva, umhverfi þeirra og at- hafnasvæði, vatnsveitur og skolpleiðslur o.s.frv. Og í þess- um efnum mun víða vera við mikla örðugleika að etja, sem verður að sigrast á. Á sama hátt hefur fiskiðnað- ur þróazt of hratt fyrir skipu- lag hinna ýmsu bæja, þannig að tiltölulega lítið af fisk- vinnslustöðvum er fyrirkomið á hafnarbökkum, heldur mis- jafnlega langt frá Er því fisk- inum ekið á milli í fiskvinnslu- stöðvar og til útskipunar, með tilheyrandi hættu á gæðarým- un, og einnig með auknum kostn aði. Kvaðst Bergsteinn hafa eft- ir góðum heimildum, að saman- lagðan aksturskostnað til viiniriislustöðva frá figkiskipi og á vörunni fullunninni til útflutn- ings mætti áætla um 1.30 per kg. miðað við fullunna vöru. Að sjálfsögðu gæti þessi upphæð verið eitthvað breytileg, en það hefði verið talið að árið 1970 hefði þessi kostnaður numið 135 milljónum króna við alla framleiðslu samanlagt. Kvaðst hann vona að hafnargerðir yrðu hér eftir skoðaðar í því Ijósi, að þar yrði unnt að byggja fiskvinnslustöðvar framtíðarinn ar með sj'álfvirkni í löndun. Inn í þetta mál fléttaðist vandi hinna mörgu smáframleiðenda, staðsettra út um holt og hæðir, og inni í íbúðarhverfum. Benti hann á það dæmi, að 1970 hefðu verið á skrá hjá Fiskmati ríkis ins um 150 framleiðendur á salt fiski á svæðinu Stokkseyri- Snæfellsnes og að sjálfsögðu margir með mjög litla fram- leiðslu. HREINT OG NÆGT VATN Nú voru flutt erindi um mik- ilvægan þátt í hreinlæti í fisk- iðnaði — vatnið. Sigurður H. Pétursson gerlafræðingur ræddi gerlarannsóknir á vatni til neyzlu og notkunar í matvæla- iðnaði. Og Unnar Stefánsson las erindi Jóns Jónssonar, jarð- fræðings um öflun neyzluvatns. Sigurður Pétursson ræddi smitræn óhreinindi í vatni. Rakti hann í ítarlegu erindi hættuna af ýmsum sýklum, sem geta borizt í mat með vatni og hvernig. Sagði hann að yfir- borðsvatn væri alltaf varhuga- vert, en margir bæir hér þurfa að nota yfirborðsvatn. Talaði hann um hreinsun á slíku vatni. Hér á landi væru aðstæður til- tölulega góðar. Hér þurfi aðeins að setja upp sandsíur, sem taka burtu föst óhreinindi og blanda síðan kl/ri í vatnið til að drepa gerlana. Stofnkostnaður er tals- verður, en rekstrarkostnaður lítill. Þetta væri það úrræði, sem tiltækt væri hér á landi, þar sem Jarðboranir ríkisins gætu ekki bjargað málinu. Ræddi Sigurður gerlafræði- legt eftirlit með vatni, en stöð- ugt eftirlit með hreinleika neyzluvatnsins væri mjög nauð- synlegt. Erindi Jóns Jónssonar jarð- fræðings fjallaði um öflun neyzluvatns og voru þar út- skýrðir möguleikar á að ná hreinu vatni úr dýpri jarðlög- um með borunum. Var þar fjali að um góða eiginleika gicágrýtis svæðisins til neyzluvatnsmáms og slæma eiginleika blágrýtis- svæðisins t.d. á Austurlandi og Vestfjörðum til neyzluvatns- náms. Helzt væri að fá það þar í malarlögum. Helztu gallar vatnsins hér væru, að það væri of járnauðugt. Einmig varaði Jón mjög við þeim möguleika að olía færi í vatnsból, sem þá væri sennilega eyðilagt um alla framtíð. En olía geymist lengi í bergi og getur einnig verið lengi að berast gegnum berglög. Eftir hádegi' var efnt til um- ræðufundar, þar sem rædd var aðstaða sveitarstjórna tál úr- bóta að því er varðar vatnsöfl- un, gerð holræsa, sorpeyðingu og almennan þrifnað við vinnslustöðvar. Og í annan stað um hverrar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvalds þau sveitar- félög geti vænzt, sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til við- hlítandi úrlausnar í þessum efn um á tilsettum tíma. Meðal þátttakenda voru Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ______________________21_l ráðuneytinu og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingam,álaráðuneytinu. Sagði Jón Arnalds m.a. í um- ræðunum, að næstu daga yrðu sendar til sveitarstjórna fyrir- spurnir um kostnaðaráætlanir framkvæmda og þeim ætlað að svara fyrir sumarið. Kvað hann það ekki liggja ljóst fyrir hvort eða hve mikið sveitarfélög'in ættu að teljast aðstoðarþurfl um fjármögnun þessara fram- kvæmda. Síðdegis var heimsótt fisk- vinnslustöð Bæjarútgerðarinnar og skoðuð með tilliti til hrein- lætis. iR-ingar — skíðafólk Dvalið verður í skála fé- lagsins um helgina. Skíða- lyfta í gangi og brekkur upplýstar á laugardags- kvöld. Veitingar seldar í skálanum. Farið verður frá Umferðamiðstöðinni laugar- dag kl. 2 og 6 e.h. og sunnudag kl. 10 f.h. St.jórnin. Næturgestir athugið'. Gistikort seld i ÍR-húsinu við Túngötu, föstudags- kvöld milli kl. 7 og 8 e.h. Þeir sem ekki hafa keypt gistikort geta ekki verið vissir um gistingu. Stjórnin. St. Georgsskátar. 1 tilefni 22. febrúar efna St. Georgs-Gildin í Reykjavík til hátíðafundar í Safnaðarheimili Lang- holtssóknar sunnudaginn 21. febrúar n.k. Fundurinn hefst með helgistund í Langholts- kirkju kl. 8,30. Fjölmennið. Undirbúningsnefndin. Skíðaskáli K.R. er ekki opinn til gistingar um helgina, en öll önnur starfsræksla er opin eins og venjulega. Æfingar hjá yngri flokk- um laugardag. Ferðir frá Umferðamiðstöðinni laug- ardag kl. 2 og sunnudag kl. 10 f.h. og til baka kl. 5. Keppnisfólk hafið sam- band við Viggó Benedikts- son í síma 42255. Stjórnin. Kvenfélagskonur Keflavík Sýnikennsla á grill-steik- um og fleiru verður í Tjarnarlundi sunnudaginn 21. febrúar kl. 3 síðdegis. Kennari Aðalbjörg Hólm- steinsdóttir. Stjórnin. Heimatrúboðið Samkomuvika hefst á morgun að Óðinsgötu 6a, kl. 20,30. Ræðumaður sunnudags- kvöld: Guðlaugur Sigurðs- son, mánudagskvöld: Sig- mundur Björnsson. Sunnu- dagaskóli kl. 14. Allir velkomnir. Vahir — Skíðadeild Dvalið verður í Valsskál- anum um helgina. Ferðir frá Umferðamiðstöðinni á laugardag kl. 2 og sunnu- dag kl. 10. Stjórnin. Barnastúkan Svava heldur skemmtifund 1 Templarahöllinni Eiriks- götu 5 sunnudag kl. 2. Gestir velkomnir. Gæzlum. tifélagsferð sunnudagsmorgun kl. 1 frá B.S.f. Gönguferð Tröllafossl og víðar. Fcrðafélag fslands. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10,30 f.h. Sunnudaga- skólinn við Amtmannsstíg. Drengjadeildirnar Kirkju- teigi 33, Langagerði 1 og i Félagsheimilinu við Hlað- bæ í Árbæjarhverfi. — Barnasamkoma í barna- skólanum við Skálaheiði í Kópavogi og í vinnuskála F.B. við Þórufell i Breið- holtshverfi. (Bílferð frá barnaskólanum kl. 10,15 f.h.) Kl. 1,30 e.h. Drengjadeild- irnar við Amtmannsstíg og drengjadeildin við Holta- veg (árshátið deildarinn- ar). Kl. 8,30 e.h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amtmannsstig á vegum „Hins íslenzka Biblíufé- lags". Séra Sv. Smaadahl, framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu Biblíufélögun- um, talar. ■—Einsöngur. Allir hjartanlega velkomn- Ármenuingar — Skíðafólk Skálinn í Jósepsdal er op- inn um helgina. Ferðir frá Umferðamiðstöðinni, laug- ardag kl. 2 og sunnudag kl. 10. Veitingasala í Skálanum. Skiðakennsla og lyfta í gangi. Keppendur athugið tímataka á sunnudag. Stjórnin. Hafnarfjörður Kl. 8,30 í kvöld verður samkoma í húsi K.F.U.M. og K. við Hverfisgötu. Baldvin Steindórsson flyt- ur ávarp. Einar Th. Magnússon talar. Skýrt verður frá starfinu á kristniboðsstöðinni í Konsó. Allir eru hjartanlega vel- komnir á samkomuna. Æskulýðs- og kristniboðsvikan. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristileg samkoma sunnu- daginn 21. þ.m. kl. 4. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Bænastund virka daga kl. 7 e.h. Allir velkomnir. Kvenfélag Háteigssóknar gefur öldruðu fólki í sókn- inni kost á fótsnyrtingu gegn vægu gjaldi. Upplýs- ingar í síma 82959 á mánu- dagínn milli kl. 11—12. H jálpræðislierinn: Sunnudag kl. 11.00 Helg- unarsamkoma. Kl. 14.00 Sunnudagaskóli. Kl. 20.30 Hjálpræðissamkoma. Foringjar og hermenn taka þátt í samkomum sunnu- dagsins. Allir velkomnir. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja heldur fund mánudaginn 22. febrúar 1 Aðalveri kl. 8.30. Erindi flytur Hafsteinn Björnsson. Spurningum svarar Guð- mundur Einarsson. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.