Morgunblaðið - 20.02.1971, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971
• • 18 • •
ið fróðlegt að vita, hve mörg eru
eftir i henni . . .
Hann tók að telja hylkin og
lagði þau á dragkistuna eitt og
eitt.
— Þrjátíu og fjögur, sagði
hann, er hann hafði lokið taln-
ingunni, — það væri rétt að fara
með þau til Lydenbridge og láta
Newsham líta á þau.
Hann snarstanzaði, er hann
kom auga á pappírsmiða á botn-
inum á öskjunni. Hann athugaði
hann vandlega stundarkorn
gekk siðan til Jimmy og rétti
honum blaðið. — Lítið þér á
þetta, sagði hann.
Jimmy gerði það. Á mið-
ann var ritað með sterklegri
karimannshönd:
,,good sport,
Ben“.
5. kafli
Jimmy rétti miðann að Apple
yard, sem stakk honum i veskið
CORTINA1971
^HR.HRISTJÁNSSÖNHi
SúDOBLANDSBgAUT 2 S>V i b) 00
sitt. — Þú segist ekki vita, hver
sendi Caleb þessi skot, Horn-
ing? sagði hann kæruleysislega.
— Nei, ég er hræddur um, að
ég viti það ekki, svaraði Horn-
ing, — en ég man þegar þau
komu. Það var eitt föstudags-
kvöld, að bílstjórinn kom með
böggul til hr. Calebs og sagði að
flutningsgjaldið væri þrjú pens.
Ég náði í peningana og þegar
Caleb kom inn að borða, fékk
ég honum böggulinn. Hann opn-
aði hann að mér ásjáandi, og
þetta var askja með Nimrod-skot
hylkjum. Þetta hýtur að vera
sama askjan, ef mér ekki skjátl-
ast. —Sagði Caleb nokkuð, þeg
ar hann sá, hvað var í böggl-
inum?
—Nei, hann sagði nú ekki
margt. Sagðist bara ekki hafa
pantað þau, en hr. Newsman
hlyti að hafa sent honum þau til
reynslu. Og sagðist ætla að
reyna að geyma þau þangað tii
akurhænutíminn hæfist.
— Manstu hvernig böggullinn
var áritaður?
— Að því er ég bezt man var
böggullinn í umbúðapappír og
krossbundinn og heimilisfangið
skrifað á hann: „Hr. Caeib
Glapthorne, Farningcoteklaustri.
— Heldurðu að þú gætir
fundið þessar umbúðir?
— Ég er hræddur um ekki.
Það er sjálfsagt búið að brenna
þeim fyrir löngu.
— Jæja, það gerir nú ekkert
til. En geturðu sagt okkur,
hvar Benjamín er staddur núna?
— Hann er sjálfsagt um borð
i skipinu sínu. En hvar það
kann að vera statt hef ég enga
hugmynd um.
— Kannski hr. Símon viti það?
— Það þætti mér óliklegt,
svaraði Horning. — Hr. Símon
hefur lítinn áhuga á slíku. En
ég er hér um bil viss um, að
ungfrú Joyce mundi vita
það, ef þér vilduð spyrja hana.
— Er hún hérna enn? spurði
Appleyard.
— Nei. Hún lagði af stað héð-
an þegar ég fór að koma
herra Símoni í rúmið um
klukkan níu í gærkvöld.
Appleyard sneri sér að
Jimmy. — Jæja, það er nú víst
ekki miklu meira hér að gera,
sagði hann. — Við skulum fara
aftur að turninum, aka hér um,
taka hina byssuna og skotin og
fara svo aftur til Lyndenbridge.
Þeir gerðu svo. En þegar þeir
sátu í bílnum á leiðinni til lög-
relgustöðvarinnar, veik Jimmy
aftur talinu að skotunum.
— Þetta pappírsblað gæti haft
þýðingu, sagði hann. — En svo
er annað eftirtektarvert. Þér
tölduð skotin og þau voru þrjá-
tíu og fjögur. Og á undan vor-
um við búnir að finna sex not-
uð skothylki í móanum. Það eru
fjörutíu. Þar við bætast þau sem
voru í tösku Calebs og
eitt, sem Newsham dró út úr
vinstra hlaupinu, það eru fjöru-
tíu oig níu. Þá er aðeins ógerð
grein fyrir einu skoti af þeim
fimmtíu, sem i öskjunni voru.
Þá er það rökrétt að halda, að
það fimmtugasta hafi sprengt
byssuna.
— Við skulum heyra álit
Newsham á þessum þrjátíu
og fjórum skotum, sagði Apple-
yard. — Við förum framhjá hon
um á leiðinni á lögreglustöðina,
og skulum skilja eftir skotin og
hina byssuna hjá honum. En í
bili stendur málið eins og hér
segir: Caleb fær senda öskju
með skotum í frá bróður sínum,
sem lætur miða fylgja, þar sem
honum er óskað „good sport“ —
góðrar veiði. Og þar sem þessi
skot eru betri tegundar en þau
venjulegu, geymir Caleb sér
þau til akurhænuveiðanna. Þann
1. september tekur hann
sextán þeirra úr öskjunni og læt
ur þau í töskuna sína. Skýtur
sex þeirra og nær í tvær akur
hænur og eina kanínu. En þegar
hann hleypir því sjöunda af,
springur byssan og ríður hon-
um að fullu. Eruð þér á sama
máli, það sem komið er?
— Já, fullkomlega, svaraði
Jimmy. — Þetta liggur í augum
uppi.
— Rétt. En nú skulum við
ganga feti lengra. Kunnáttu-
maður á borð við Newsham,
segir okkur að þessi sprenging
hafi ekki getað orðið fyrir til-
viljun. Við erum á einu máli um,
Aðeiits
f y r i r
eiginm e n n
‘xbjjs BJBq npSuijji
•jsuSSnjo ja qecl
'0SS8C J13 JRqijo uuiuiis
>m»sy
•i§0p Rjpijs uinssa^ r ntq jj0qq0 g-e as jS3n
-jq oas ‘muuious nSqu BJotysitqnSpj qia punq
-UIRS RJRq QB UIUQJ0A QIA IAC[ ‘BJUBCl So (pjOAq
I 08 S2 'R m uuruiis QIA uinj0 qia) jr
-qqo pj §np i jbSoíJ BfSuijq qr 3ic[ qia uinfQtq
‘qij nqæj i nss0c[ uinúu qia qb qs jSSnjo qb oAg
íij uuRq uinnq qta ua ‘QiQ.ioq b
uuijbui uaq JiujiuuauiutSia qr ns ja uipuAui
-Snn 'uutjBuisiSapisq gaui pj uindjBfq 3o rnn
-uuouiuiSia uiuqoS uinqq qoui Qq i qta uinSuoS
ssac[ iuj0|ij j — 'uuunSRpnuoq ja uuSjoui y
Hrúturinn, 21. marz — 19. april.
Nú er allra veðra von og eins gott að þú takir á honum stóra
þínum.
Nautið, 20. apríl — 20. mai.
Nú gefst þér langþráð tækifæri til að létta þér upp.
Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júní.
Sjálfsagt aS gera ekki ráð fyrir hinu versta.
Krabbinn, 21. júní — 22. júli.
Reyndu að heimsækja ættingja sem þú hefur ekki séð lengi.
Þeir munu gleðjast við komu þíha.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Eítir að skyldustörfum er lokið i dag væri þjóðráð að bjóða
nokkrum vildarmönnum heim með kvöldinu.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
I»ú hefur verið mikið á flandri undanfarið og ættir að nota
daginn til að hvíiast vel.
Vogin, 23. september — 22. október.
thugaðu vel þíin mál í dag og fram eftir kvöldi. Hafðu sam-
ráð við þá sem þú treystir.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev.
l>ú ert að hugleiða einhver viðskipti, en skalt ekki flana að
neinu.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Pú átt dálítið erfitt um vik. Gróðavonir geta orðið tvisýnar.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Kannaður ástæður fyrir ágreiningi við vin þinn og reyndu að
meta þær hlutlægt.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú ert að vísu ekki sem bezt fyrirkallaður, en ekki livað sízt
fyrir þá sök skaltu létta þér upp.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Áætlanir þínar eru vafasamar og geta komið þér i koll fyrr en
varir.
að jafnvel þótt Caleb hafi vilj-
að fremja sjálfsmorð, þá hefði
hann ekki farið svona að því.
Við erum því neyddir til að
halda, að einhver annar maður
hafi viljað hann feigan og kom-
ið því til leiðar, að
byssan sprakk. Lengra getum
við vist ekki farið í taili.
Nú voru þeir komnir í útjað-
ar Lydenbridge, og skömmu
seinna staðnæmdist Appleyard
hjá Newsham. Hann afhenti þar
byssuna og skotin og síðan óku
þeir áfram til lögreglustöðvar-
innar, og komu þangað samtím-
is Darlington lækni, sem sagð-
ist hafa komið þarna við á heim
leið frá líkhúsinu.
— Það er viðvikjandi
Caleb Glapthorne, sagði hann,
er þeir voru setztir inni í skrif-
stofunni. — Líkskoðarinn bað
mig og einn starfsbróður minn
að fremja rannsókn á líkinu, og
við vorum rétt að ljúka við það.
Þér viljið sjálfsagt heyra, að
hvaða niðurstöðu við höfum kom
izt.
— Þetta er fallega gert af yð-
ur, læknir, sagði Appleyard. Vit
anlega langar okkur til að
heyra, hvað þér hafið að segja
okkur.
— Þér viljið nú sjálfsagt
heyra öll smáatriði. 1 stuttu
máli og á venjulegu máli sagt,
þá teljum við, að maðurinn hafi
dáið af áfalli hægra megin á
höfðinu.
— Getið þér gefið okkur
nokkra bendingu um hvenær
þetta hafi orðið?
-— Já, ég hef enga ástæðu til
að breyta upphaflegu áliti minu
um það, sem sé, að þetta hafi
gerzt milli klukkan hálfþrjú og
þrjú síðdegis í gær.
— Rétt hjá staðnum þar sem
líkið fannst, að því talið er, tók
um við upp byssuna hans með
sprungið hlaupið. Og að yðar
áliti eru meiðslin þannig, að
þau hljóta að stafa frá spreng-
ingu, þegar hleypt var úr byss
unni?
Darlington læknir brosti. —-
Stendur heima.
Gætu þessi meiðsli stafað
af nokkrum öðrum orsökum?
sagði Appleyard.
— Að sjálfsögðu gæti það ver
ið, en byssan sem fannst þarna
hjá, eins og hún var útleikin,
útilokar, að mér finnst, slíkan
möguleika, finnst yður ekki ?
— Jú, það virðist svo. En mig
langar samt að koma með þessa
spurningu, læknir: Gæti sárið
stafað — ekki frá sprenging-
unni á byssunni, heldur af því
að byssuhlaupi hafi verið haldið
upp að höfðinu og síðan hleypt
af ?
— Að hann hafi verið skot-
inn, eigið þér við? sagði lækn-
irinn. — Ég hafði nú ekki lát-
ið mér detta sá möguleiki i hug,
sem við hefðum áreiðanlega
gert, hefði hann verið drepinn