Morgunblaðið - 12.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.1971, Blaðsíða 17
MOUGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971 17 dagurinn 400 þúsund — komið við Hvað síðar verður, skal ég ekkert segja um. Kannski verða framfarirnar það miklar, að gufan leysi vatnið einhvern tíma af hólmi sem orkugjafi. Gufan getur verið svar fram- tíðarinnar, en svar dagsins I dag er Laxá. — Hvers vegna einmitt Laxá af öllum ám? — Aðrar mögulegar vatns- virkjanir yrðu það stórar, að markaðurinn tæki ekki við þeim fyrr en að löngum tíma liðnum. Það þýðir, að orkuverð frá þeim yrði óeðlilega hátt. Hér er aftur á móti byggt stig af stigi og þörfinni svarað á þann hentugasta og bezta máta, sem til er. Við skulum einnig hafa í huga, að aðrar lausnir tækju svo langan tíma, að við höfum hreint ekki efni á að biða þeirra þess eins vegna. — En hvað með „h-und“ að sunnan? — Það tæki líka sinn tíma að undirbúa hann. Auk þess hef ég ekki til þessa séð neina útreikninga, sem sýna annan ódýrari möguleika en Laxá III. — En kemst Laxá III af með eina vél svo sem sáttatillaga in gengi sæmilega og að dísil- keyrslu þyrfti þá ekki nema mjög stuttan tíma. Hver metri þar fyrir neðan eykur óörygg- ið mjög og um leið bætir hver metri afar drjúgri tryggingu við. „Laxárþorp“ SPRENGING A SPRENGINGU OFAN -— Hvað þarf framkvæmda- aðili að svona verki á miklum mannskap að halda, Rolf Árna son? — Við erum með um 80 manns hérna. — Hvernig skiptist þessi mannskapur? — Við höfum fjóra tækni- menn, einn verkfræðing, tvo tæknifræðinga og einn mæl- ingamann. Við höfum þrennt á skrifstofu; sjö í mötuneyti, níu verkstjóra og flokksstjóra, fjóra bifvélavirkja og einn smyrjara á verkstæði, tvo vél- virkja í verkstæði við göng og — Hvernig er framkvæmd- um háttað? — Sjálfar virkjunarfram- kvæmdirnar eru . ósköp ein hliða verk — sprenging eft- ir sprengingu. Annars byrjuð- um við hér á aðstöðunni og að laga húsnæði; mötuneyti og íbúðarskála. Einnig breikkuð- um við vegi hér um svæðið. — Veiztu hvernig mannskap urinn skiptist? — Við höfum ekki gert neina skoðanakönnun um álit manna á Laxárdeilunni, ef það er það, sem þú átt við. Hins vegar mundi ég frekar ætla, að menn væru framkvæmdunum hlynnt ir, þó eitthvað kunni að vera Frainli. á bls. 19 í Laxárvirkjun EFTIR 55 metra inn i fjallinu. Rolf Arnason t.v. og Hjálmar Þórðar son t.h. sex bílstjóra. Við höfum einn- ig tvo rafvirkja og eina sex tækjastjóra, tvo járnsmiði, einn múrara og sjö trésmiði. Restin er svo almennir verka- menn í byggingavinnu og við göngin. —Hvað þarf verktaki eins og þið að leggja i stóra fjár- festingu? —■ Það er nú býsna mikið. Ef við lítum á göngin fyrst, þá höfum við þar fimm loftpress- ur samtals 375 kw, og til vara f jórar dísilpressur. Hvað gangnagerðina snertir keyptum við nýjan borvagn frá Finnlandi, sem kostaði um fimm milljónir króna — að visu undanþeginn tollum og söluskatti. Ennfremur höfum við keypt ýmsan handborbún- að. Við keyptum nýja hjóla- skóflu til útmokstursins — hún kostaði okkur um fimm milljónir ef ég man rétt. Til gamans vil ég geta þess, að bara keðjurnar á slíkan grip kosta um kvart milljón króna. Við keyptum nýjan dráttar- bíl og steypustöð erum við bún ir að byggja, sem kostaði okjf- ur langleiðina í tvær milljónir króna i innkaupi. Þetta eru að eins hlutar þess kostnaðar, sem við höfum orðið að leggja út í sem framkvæmdaaðilar. — Hvað heldur þú að liggi hér i peningum? — Ég gæti trúað að nýjar fjárfestingar vegna þessa verks nemi nú um 40 millj- ónum króna og það sem við átt um fyrir, gerði svona 27 millj- ónir. Ég hefi látið mér detta i hug, að hér á Laxársvæðinu liggi að meðaltali um 50 millj- ónir króna bundnar að stað- aldri, þó það geti eitthvað rokkað til eftir aðstæðum. FREYSTEIN JÓHANNSSON, FRÉTTAMANN MORGUNBLAÐSINS Meðan Laxárvirkjunarstjórn og landeigendur sitja hvern fundinn á fætur öðrum — án nokkurs raunhæfs árangurs, seni leyst getur þann Gordíons linút, sem Laxárdeilan nú er orðin, ríkir friður og ró á fram kvæmdasvæði Norðurverks hf. við Brúar. Hvað kostar hver tapaður dagur þess fyrirtækis? „Ef við lítum í framkvæmda- og greiðsluáætlun okkar,“ seg- ir Rolf Árnason, framkvæmda- stjóri Norðurverks h.f., „má sjá, að tala marzmánaðar þar í er röskar tíu milljónir króna. Við getuni svo deilt í þá tölu með 25 vinnudögum — okkur til hægðarauka, og þá kemur út, að hver tapaður vinnudagur dregur 400 þúsund krónur út úr áætluninni." LAXÁ er lausn DAGSINS I DAG Morgunblaðið heimsótti Lax árvirkjun á þriðjudag og hitti þar auk Rolfs Hjálmar Þórð- arson, staðarverkfræðing Lax- árvirkjunar. Að vonum bar Laxárdeiluna fljótt á góma og sagði Hjálmar skorinort, að mál ið væri orðið „hrein fjarstæða". „Þessar framkvæmdir, sem nú er deilt um, þola í raun og veru enga bið. Þær eiga ekki að leysa neitt framtiðar- vandamál, að minnsta kosti ekki þær, sem nú er byrjað á. Þetta er lausn dagsins í dag og er reyndar orðin langt á eft- ir tímanum. Þessi fyrsti áfangi þyrfti nú þegar að vera að baki svo Laxárvirkjun gæti þó ekki væri nema að halda við- unandi i horfinu. í vetur varð að keyra geysi mikið með díselvélum til að mæta orkuþörfinni. Ég veit ekki betur en það hafi verið farið allt upp í 19 MW í afli; þar af ekki nema 12 í vatni. Gufustöðin getur lagt til 2.5 MW svo það eru minnst 4.5 MW, sem keyrð hafa verið á toppum, það er frámleidd með díslivélum. Það bætist svo ofan á, að þegar díslivélarn- ar eru keyrðar er venju- lega lítið vatn í ánni — oft ekki meira en til að gefa 10 MW og þá verða dísilvélarnar að bæta það upp líka.“ — En nú segja landeigend- ur gufuna geta leyst þetta vandamál. — Það væri svo sem gott og blessað, ef þær vélar, sem til þarf, væru til. Ég veit ekki til þess að svo sé ennþá. Gufan er því engin óþreifanleg lausn nú. iðnaðarráðuneytisins gerði ráð fyrir? —- Mér virðist lítil skynsemd á bak við aðeins eina vél. Slík tillaga er að mínum dómi að eins tilraun til að svæfa málið nú i von um, að síðar komi breyttir tímar og að þá megi skynsamleg rök sín einhvers. Hitt liggur aftiur Ijósit fyrir að annarrar vélar er ekki þörf svona næstu tíu árin, en þá Við Laxárvirkjun. áfangi Laxá III. Hvaða máli skipta eiginlega nokkrir metr- ar til eða frá. — Hver metri skiptir miklu i lónsstærð. Sem stærst lón fyr- irbyggir sem bezt ístruflanir og gerir kleift að mæta vatns- sveiflum i ánni um ákveðinn tíma. Tuttugu og eins metra há stífla myndi til dæmis tryggja nokkuð örugglega, að virkjun- Við skulum svo bara gera okkur ljóst, hvort og hverju við viljum fórna og á hvað við viljum þá hætta. — En sérð þú nokkra lausn á Laxárdeilunni eins og hún stendur nú? — Ég ætla mér nú ekki þá dul að svara óyggjandi þessari spurningu, sem svo mjög virð ist vefjast fyrir mér meiri og betri mönnum, segir Hjálmar og brosir við. En ætli það megi ekki lesa mitt svar nokkurn veginn út úr því, sem ég hef hér þegar sagt. verður hún líka að vera fyrir hendi. — Má þá ekki bíða með hana og athuga aðrar leiðir á meðan? — Eins og ég sagði áðan, get ur allt gerzt. Við skulum bara reikna með því. En það væri fjarstæða að útiloka alveg möguleikann á annarri vél nú, ef það sýndi sig,' að í stað henn ar gæti ekkert komið, þegar á þarf að halda. Við stæðum illa uppi þá með bundnar hendur. — Hvers vegna er önnur vél nauðsynleg eftir tiu ár? — Þó að ég fari ekki út fyrir svæðið hér-na, get ég tínt næg- ar ástæður til. Elzta stöðin, Laxá I, er nú orðin um 30 ára gömul og get- ur gengið svona í tíu ár enn — með talsverðum endurbótum þó. Til dæmis er önnur vél hennar orðin svo slitin, að það er varla hægt að gera neinar kröfur til hennar. Laxá II þarf líka ýmislegt að gera til góða en til þess að það sé hægt, þarf helzt fyrri vél Laxá III að vera komin í gagnið. Þetta er hér innan svæðisins. Utan þess eykst svo raforku- þörfin hröðum skrefum. Ein- hvern veginn verður að leysa þessi mál og öll skynsamleg rök benda á Laxá sem rétta svarið. —Nú er mikið rætt um. hversu stór stífla eigi að verða annar í>ar kostar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.