Morgunblaðið - 12.03.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1971, Blaðsíða 28
3.5 AUGLVStNGASTOFA KRISH'NA? 28 MOEGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1971 haffi LAUGAVEG 178 — Já, það var ætlað til þess að villa fyrir, sagði Priestley. — Einmitt. Og af því má ráða, að framburður ungfrú Black- brook sé sannleikanum sam- kvæmur. Hún fékk bréf frá frænda sínum, sem endaði á orð- unum „Good sport“ — og var undirritað Ben. Þetta bréf reif hún seinna og fleygði því. Ein hver náði í það og gerði asr ljóst, að hægt væri að nota það. — Nú getur ungfrú Black- brook ekki sagt okkur hvar og hvenær hún eyðilagði bréfið. En það er engin ástæða til að efast um, að hún hafi verið stödd hjá bróður sínum þegar hún fékk það. Það er hugsan- legt, að hún hafi rifið það þar og að annað hvort bróðir henn- ar eða kona hans hafi náð i það. En svo er það líka alveg eins hugsanlegt, að hún hafi ekki rifið það fyrr en hún var komin aftur til Lydenbridge. — Ef hún þá hefur fleygt bréf inu í körfuna, annað hvort heima hjá sér eða í bókasafn- inu, hvaða möguleikar eru þá á þvi, að einhver annar fyndi það? Ég hringdi til Appleyard fyrir tveim dögum og spurðist fyrir um þetta, og i morgun fékk ég svarið frá honum. Hann sagði mér, að körfurnar í bókabúðinni og bókasafninu væru tæmdar á hverjum morgni, og ráðskona Woodsprings geri það, og noti síðan blöðin til uppkveikju. Ung frú Blackbrook tæmir sjálf körf una heima hjá sér og brennir blöðunum á vetuma þegar hún kveikir upp, en á sumrin tæmir hún körfuna í ruslafötuna, en hún er tæmd vikulega af hreins unarmönnunum frá bænum. Til þess er notaður opinn vagn og það hafa oft borizt kvartanir yf- ir þvi, að ruslið fjúki út um all ar götur í bænum. — Þannig er sá möguleiki til staðar, að hver sem er i öllum bænum eða nágrenni hafi getáð náð í þetta blað. En þar getur annað komið okkur að gagni: Mikill meirihluti þorpsbúa, jafn vel þeir sem eru þar gamlir i i hettunni, mundu alls ekki geta sér til um það, hver Ben væri, né heldur þekkja rithöndina. Það mundu ekki aðrir geta en þeir, sem þekkja Glapthomefjöi skylduna vel. Hanslet hristi höfuðið við þessu. — Nú held ég þú gangir of hratt að verki, Jimmy, sagði hann. — Setjum nú svo, að ég væri afbrýðisamur gagnvart þér vegna skjóts frama þíns í lög- reglunni og ákvæði að skjóta þig við fyrsta gefið tækifæri. Meðan ég væri að búa mig til þess, fyndi ég bréfmiða, sem á stæði: „Ég skaut þennan mann. Jack.“ Ég mundi auðvitað hirða þenn^in miða og binda hann um hálsinn á þér eftir að hafa kál að þér — heldurðu það ekki? Mér væri alveg sama, hver þessi Jack væri. Samverkamenn mínir fengju að komast að því. Hvað segið þér prófessor? Það sé fjarri mér að fara að dæma mál ykkar, sagði Pri- estley hátíðlega. — Við skulum heyra, hvort fulltrúinn hefur eitthvað annað í pokanum, sem gæti þrengt leitarsvæðið. -— Það er eitt atriði enn, sagði Jimmy. Þetta að stinga skotun- um í bílinn hjá Mow- bay. Nú býst ég ekki við, að glæpamaðurinn hafi þorað að trúa neinum öðrum fyrir því. Það er hér um bil víst, að hann hefur komið bögglinum fyrir sjálfur. Og það þýðir aftur, að hann hefur verið í Lydenbrigde þann 6. ágúst. T-BONE STEIK SIRLOIN STEIK VEIZLUBRAUÐ BRAUÐTERTUR Takið með ykkur heim. Sími 34780. Einbýlishús • bolir • leðurjakkar • útsaumaðar skyrtur • denlm skyrtur • denim irakkar • finnsk föt • ensk föt • íslenzk föt • enskir smokingar m. vesti Til sölu er einbýlishús (járnvarið timburhús) á góðum stað við Skólavörðustíg. Húsið er kjallarí, hæð og rishæð. i kjaliara eru góðar geymslur, þvottahús o. fl. Á hæðinni eru 2 rúm- góðar stofur, eldhús, snyrting og stór ytri forstofa. í rishæð- inni eru 2 svefnherb. og bað Húsið hefir verið endurnýjað að mestu leyti að innan. Þar eru nú nýtizku innréttingar úr harðviði og plasti. Ný teppi Góður garður. Getur hentað sem ibúðarhús eða atvinnuhúsnæði. ARNI STEFANSSON, hrl. Málflutningur. Fasteignasala Suðurgötu 4. Simi: 14314. Alyjor nýjung Sjúkra-og slysatrjjfjiinjí Hringið og ieitið tiiboða. 11 v VALMENNAR TRYGGINGARf . rðlTHÚ»TH>ETI • SlMI ITTOð ,*/ »1 — Þegar ég talaði við Arthur Blackbrook, sagði hann mér, að hann hefði verið i Margate frá 'því 31. júli til 14. ágúst. Ég hef talað við húsbændur hans og þeir sögðu mér, að hann hefði verið í frii þessa daga. Black- brook sagði mér nafnið á gisti- húsinu, sem hann hafði verið í og ég talaði við húsmóðurina þar. Hún staðfesti, að hann hefði verið þar þessa umræddu daga. En hún sagði líka, að hann hefði stundum verið burtu allan daginn frá morgni til kvölds. Og auðvitað kom henni ekkert við, hvemig gestir henn- ar skemmtu sér á daginn. Það er þess vegna hugsanlegt, að Arthur og kona hans hafi kom- ið til Lydenbridge þann 6. ágúst. Og þar sem bréf- ið kann að hafa verið rif- ið sundur heima hjá honum, verð ég að hafa Arthur með á skrá yfir þá, sem höfðu tæki- færi. — Þessi. tækifæraskrá þín, eins og þú kallar hana, er nú orðin býsna löng, sagði Hanslet. — Hver er ibúatalan i Lyden- bridge? — Ég býst við, að hún sé um fjögur þúsund, sagði Jimmy. — Og eins og ég hef bent á, getur hver sem er hafa náð í þennan bréfmiða. En svo fjandalega vill til, að Caleb virðist hafa verið uppá kant við flesta þeirra. —- En honum var nú sérstak- lega illa við þennan bónda, sem þú varst að segja okkur frá, sagði Hanslet með áherzlu. — Chudley? Já. Appley- ard hefur talað við þessa dóttur hans, Veru. Hún fór nú heim á laugardaginn var, en Appleyard talaði við hana með- an hún var enn hjá frænku sinni í Lydenbridge. Og hún sór og sárt við lagði, að það hefði aldrei verið neitt milli þeirra Calebs nema meinlaust kossaflens bak við limgerðin. — Hvaða bréf hefur þú fyrir þvi, að hún segi satt? sagði Hanslet tortrygginn. — Sjálfsagt 'engin, svaraði Jimmy. — Appleyard segir mér, að hún virðist ekki taka sér dauða Oalebs neitt nærri. Sann- ast að segja virðist hún miklu frekar vera fegin, að vera laus við hann. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Hver er sjálfum sér næstur í seinni tíð, og þér er hollara aö treysta ekki um of á aðra. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Ef ekki vill betur, er þér óhætt að hefja verk, sem þú ætlaðir að geyma fram á vorið. Tvíbiu-arnir, 21. »naí — 20. júní. Liklcgast er, að fólk hyggi ekki á hefndir fyrst um sinn, svo að þú hefur cnnþá frjálsar hendur ef þú vilt rétta hlut þinn. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Sumpart finnst þér þú hafa hlaupið á þig, og það er rétt, en það eru alltaf tvær hiiðar á öllu, og þvi má ekki gleyma. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Víðsýni þína er ýmsum kunnugt um, og hafa notið góðs af. Það væri ekki úr vegi að láta skína dálítið meira í hana, en þú hefur gcrt. Meyjan, 23. á^úst — 22. september. Ef ekki er annað framundan en ládeyða, cr rétt að reyna að sökkva sér niður í verkefni, sem þú hefur áhuga á og nauðsyn krefur að innt sé af hendi. Vogtn, 23. september — 22. október. Þú ert kominn í sjálfheldu, en getur sjálfum þér um kennt. Nú reynir á ráðsnilld þína. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ilverjir eru það, sem þér standa næst á örlagastundu? Ef fólk hefur stutt þig fyrr, er eins gott að leita hófanna á sömu slóðum á ný. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú stefnir augljóslega að marki, scm þér cinum cr hagkvæmt og er ekkert við því að segja. Það getur samt oft verið kostnaðar- samt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þér er margt auðvelt, þó ekki allt. Þú verður að vanda þig betur í smáatriðum og muna, að þú ert ekki einn í hciminum. Því er ónauðsynlegt að láta ljós þitt skína svo bjart. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Sumir eru alltaf að amast við þér og hógværð þeirri, sem þú sýnir. Er ekki rétt að hafa svolítið hærra? Fiskarnir, 19. febrúar — 20. mara, Svo bregðast krosstré, sem önnur t.ré. Það er þó ekki ástæða til þess að láta hugfallast, heldur ætti það þvert á móti að herða þig upp og hvetja Ul dáða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.