Morgunblaðið - 24.03.1971, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.03.1971, Qupperneq 4
4 RAUÐARARSTIG 31! HVERFISGÖTU 103 VW Set)diferfebifreiJ-VW 5 menre-VW svefiwegn VW 9marma-Landrover 7manna HTIA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. JOHNS - VlWVIllf glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina með álpappímum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið áfika fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappir með. Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. J ' Blaðburðarfólk óskast í eftirfalin hverfi .. Skerjafjörður, sunnan flugvallar Talið við afgreiðsl- una í síma 10100 MORGUfíBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971 0 Er tóbaksbann rétta leiðin? Jón Vigfússon frá Brúnum skrifar: Kæri Velvakandi! Ég er nú máski farinn áð þreyta þig, en ætla nú samt ennþá einu sinni að trejrsta á gestrisni þína. Það er þá fyrst tóbaksfrum- varpið á alþlngi. Eru menn búnir að gleyma áfengisbanninu sæla? Væri ekki meira vit í að vinna að útrýmingu sígarettureykinga ’ á annan hátt? Ég hefi heyrt, að vinnuflokkar í Reykjavík og máski víðár hafi myndað sam- tök um að hætta við að reykja sígarettur. Ég held, að allir geti verið sammála um, að bönn verka ekki vel á fs- lendinga, og aðrar leiðir eru færar. 0 Hlutverk móðurinnar í þjóðfélaginu Svo var það húsmæðrastarf- ið utan húss, og það að láta börnin eiga sig, máski á barna heimilum, eða ef þau eru orð- in stálpuð, þá láta götuna sjá um uppeldið. Ég á 4 ára barnabam, sem var hálfan mánuð á barnaleikvelli, og þegar hann kom heim, notaði hann stærstu blótsyrði máls- ins, sem hann hafði aldrei heyrt, meðan hann var heima, og þegar mamma hans tók við honum aftur, var hún fljót að láta hann hætta að brúka þessi ljótu orð, sem hann hafði lært þessa daga, þegar hann var að heiman. í Morgunbl. fl. 9. ’70 er grein í Velvakanda, sem ég hafði ánægju af að lesa. Hún er rituð af Þorbjörgu Daníels- dóttur. Það er kona, sem veit, hvað móðurhlutverkið er. Skyldi ekki vera minna um afbrot unglinga, ef móðirin skildi það, að það er hún, sem getur alið upp þjóðina? Geti hún ekki fylgzt með börnum sínum frá því fyrst og þar til þau eru orðin stálpuð, þá er hún ekki fær um að eiga börn, og ef eiginmaðurinn getur ekki séð fyrir heimilinu, án þess að konan vinni úti og láti börnin eiga sig, þá á hann ekki að stofna heimili. Ég tala af reynslu, því að ég eignaðist sex börn með minni konu, og það var hún, sem ól þau upp, enda hafa þau öll reynzt svo vel, að ég get ekki óskað betra. Ég veit vel, að það eru gjörðar miklu meiri kröfur nú en þá, er mín börn ólust upp, en konan mín vissi, hvað hún gat leyft sér, — og að láta börnin fara út á göt- una gat ekki komið til mála. Hún vissi, hvaða skyldu hún hafði við börriih og þjóðina, og hún brást ekki þeirri skyldu. Ætli það, væri ekki minna um afbrot unglinga, ef mæð- urnar hugsuðu um skyldur sín- ar gagnvart uppeldi þeirra? Ég ætla að endurtaka þakk- læti mitt til þessarar.. konu, sem ég minntist á áður, því að hún skilur, hvaða skyldur hvíla á móðurinni, og hvaða vald móðirin hefir í þjóðfélag- inu, ef hún aðeins vill nota það. Jón Vigfússon, frá Brúnum." Dagskrá miðvikudaginn 24. marz kl. 21.00. Pólska litmyndin ALLT ER FALT frumsýnd hér á landi. Leikstjóri Aridrzej Wajda. Kvikmynd sem hlotið hefur frábæra dóma erlendis. Sýnd aðeins einu sinni. TIL SÖLU Um 180 ferm., mjög falleg sérhæð í nýlegu húsi á bezta stað í borginni, bílskúr. Mikið útsýni. íbúð í sérflokkt. 150 ferm., mjög góð sérhæð m/bílskúr á Seltjarnamesi. Efri hæð og ris á góðum stað nálægt Miðborginni, 2 íbúðir. 150 ferm. einbýlishús í Smáíbúðahverfi, bílskúr. Góð 120 ferm. sérhæð í Austurborginni. Upplýsingar aðeins á skrifstofu minni, ekki í síma. KRISTINN EINARSSON, hrl., Búnaðarbankahúsinu v/H!emm. 0 „Húsmóðirin inn á heimilið, en ekki út af því“ „Kæri Velvakandi! Ég er ein af þeim konum, sem enn hef trú á þessari að því er virðist úreltu og gamal- dags skoðun, að konan eigi heima innan veggja heimilis- ins á meðan hennar er þörf þar. Nú virðist hins vegar vera í tízku að vinna utan þess, jafnvel þótt konan hafi frjálsan vilja til að velja og hafna húsmóðurhlutverkinu. En úr því að hún er gift og orðin móðir tel ég ekki að nein hreyfing, hvort sem kölluð er „Rauðsokkur“ eða eitthvað annað, geti breytt því; ég tel því að það sé að berja hausn- um við steininn að ætla að neita að ala upp börnin, sem við érum þó búnar að koma inn í þennan heim, og því hlutverki, sem við höfum þar með valið okkur. Úrlausnin yerður aldrei að henda þeim inn á eirihverjar stofnanir, sem þjóðfélagið sjái um. Nei, það á að vera neyðarúrræði, að konan þurfi að láta opin- berár stofnanir ala upp börn sín. Ég tel brýna nauðsyn fyr- ir húsmæður, sem vinna að sínu heimili, og vilja ekki þurfa að vinna utan þess, að þær fái vinnu sína viður- kennda af þjóðféíaginu, en þeim sé ekkl gleymt, og þeirra hagur fyrir borð borinn. En það er mikill misskilningur, að það eigi að hefja launabar- áttu húsmóðurinnar með því að miða við efstu launaflokka, eins og fram kom í útvarps- þætti um þessi mál. Það verð- ur að byrja á byrjuninni, það er að fá stöðuna viðurkennda og fá þjóðfélagið til að skilja þýðingu þá, sem heimilin hafa, og þar með talin konan sem stjórnandi innan þess. Það væri góð byrjun að breyta nafninu á fjölskyldubótunum, (sem margir telja óþarfar, sér- staklega með einu barni), en því þá ekki að nefna þetta húsmæðrabætur, eða hús- mæðralaun, sem kæmu til með að aukast því fleiri börn sem hún elur? Og hver er svo réttur konunnar, að hún skuli ekki geta fengið þessar bætur út á sitt eigið nafn- númer, heldur verður nafn- númer eiginmannsins að koma til, svo 'að hún fái þær greidd- ar? Þessu þarf að breytá, og láta svo orlof húsmæðra fylgja á eftir, því að það er sagt, að allar stéttir eigi heimt ingu á orlofspeningum, — eru húmæður ekki stétt í þjóð- félaginu? Hvar eru öll þessi húsmæðrafélög og kvenfélaga- samtök? Jú, þau hafa komið á orlofsheimiladvölum fyrir konur, sem vissulega er spor í rétta átt, en það þarf að taka konuna frá heimilinu, svo að hún geti notið þess. Því ekki að koma til móts við konuna til að gera haná ánægðari ímni á heimilinu? Og svo, að lokum þetta umtalaða rótleysi æsk- unnar, skyldi ekki mega að einhverju leyti rekja það til upplausnar heimilanna, og þar af leiðandi jafnvægisleysiS í þjóðfélaginu? Þetta er nú mín skoðun á málinu, Velvakandi góður, og ég vona, að þú sjáir þér ffeert að koma henni á framfæri. Ein, sem hvorki er Rauð- sokka, né hlynnt karlmanna- þjóðfélagi.“ 0 Þurfa tollverðír úrskurð til að mega afklæða fólk? Maður, sem biður um það af sérstökum ástæðum, að nafn hans verði ekki birt, skrifar: „Kæri Velvakandi! Viltu vinsamlegast koma eftirfarandi fyrirspurn á frám- færi við lögreglustjórann á Keflavíkurflugvelli eða dóms- málaráðuneytið, ef það á bet- ur við? Hefur toilvörður heimild til þess að afklæða farþega við komu til landsins að eigin geðþótta? Þarf tollvörður ekki úrskurð dómara til að afklæða farþega, jafnvel þótt leit fíknilyfja sé átylla til slíkrar meðferðar? Loks þetta: Hvaða viðurlög getur farþegi treyst á til áð koma í veg fyrir, að tollverðir noti aðstöðu sína til slíkrar leitar án rökstudds gruns um smygl? B.“ Til sölu við H áaleitisbraut 3ja herb. íbúð á 1. hæð ! blokk. íbúð og sameign í mjög góðu ástandi. Hlutdeild ! fullkomnu vélaþvottahúsi, fundaherbergi og húsvarðaríbúð m. m. Þá fylgir góður bílskúr. Lóð fullfrá- gengin. Upplýsingar um þessa íbúð verða ekki veittar í síma. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN. Austurstræti 17, (Silli & Valdi) 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.