Morgunblaðið - 24.03.1971, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971
Þessi sportlegi klæðnaður er trá
Courréges í París. Stuttbuxurnar og
jakkinn eru úr köflóttu efni í blá-
uni, rauðum og gulum lit, og húfan,
sem er úr vínil-efni er gul.
Fallegur samkvæmiskjóll úr þunnu rósóttu efni. Grunnliturinn í efninu
er hvítur, og rósirnar eru í pastellitum.
Svartur brókaði-kjóll, hnepptur að
framan. Svartar stuttbuxur úr sama
efni eru notaðar undir kjólinn. —
Perluhálsband með blómi er notað
við kjólinn, sem er frá Givenchy.
KVENFATATIZKUNNI
ÁRIÐ 1971
KVENFATATÍZKAN í ár virðist ætla að verða fjölbreyttari
en oft áður ef dœma má eftir myndum frá sýningum helztu
tízkuhúsa heimsins. Konur geta klætt sig í kjóla í hvaða sídd,
sem þœr helzt óska án þess að þurfa að vera hrœddar um að
þœr séu ekki klæddar samkvæmt nýjustu tízku og þær geta
mætt í sam.kvæmi í stuttbuxv/fn, síðbuxum eða jafnvel poka-
buxum, ef þœr kæra sig um. Kjólar með tilheyrandi stuttbuxum
virðast œtla að verða mjög vinsœlir í ár og eru þeir þegar
farnir að sjást í samkvœmum í Reykjavík. Það sama er að
segja um stuttbuxurnar, sem telja má með athyglisverðustu
nýjungum í kventízkunni í ár. Hér á eftir koma nokkur sýnis-
horn af þeim. fatnaði, sem tízkuhúsin bjóða upp á fyrir árið
máiis
■ ■
Glæsilegur hvítur samkvæmiskjóll.
Túrban úr sama efni er notaður við
kjólinn.
■
'S- •
Látlaus síðdegiskjóll frá Nínu Ricci.
Kjóllinn er úr gulu krep-efni með
smáum rósum. Túrban hattur úr
sama efni fylgir.
' !
■ ••••• :<■
•:V: ••'. ■
■
1971 er byggð á hug
Frumlegar buxur, sem gætu verið
þægilegar til þess að bregða sér í á
kvöldin. Buxurnar eru úr Ijósu efni
skreyttu með myndum af zebradýr-
um. Svört peysa er notuð við bux-
urnar.
Hér er sérkennilegur kjóll frá Ung-
aro. Kjóllinn er úr gráu, þunnu efnl
og bróderaður með bláum rósum. —
Bryddingarnar eru hvítar. Buxur úr
sama efni eru undir.
1 111 iw f
Im ■
gr u- ÍÉlr •<■ ' 'v é ' ! I i f x' * 1
\ il *