Morgunblaðið - 24.03.1971, Page 15

Morgunblaðið - 24.03.1971, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971 15 Miðvikudaginn 17. nmrz hittust að Hraínistu fyrir- svarsmenn Hrafnistulieimilis- ins og Handritastofnimar fs- lands. Tilefni þessa fundar var að raeða það nýmæli að hefja á Hrafnistu skipulega liljóðritun á segulbandsspól- ur frásagnir vistmanna. Af Ihlállfu Hraflnistumanna vonu þama mættir þeir Auð- unn Hermannsson, forstjóri, Guðmundur H. Oddsson, rit- ari Sjámannadagsráðs og Pétur Sigurðsson, alþingis- maður en af hálfiu Handrita- stofnunarimiar þeir Jónas Kristjáinsson, forstöðumaður sbofnunarinnar og tveir sér- fróðir starfscmenn í söfnun munnlegar geymdar, þeir Frá vinstri til hægri: Auðunn Hermannsson Guðm. H. Oddsson, Ásgeir Jakobsson, Jón Samsonarson, Jónas Kri stjánsson, Pétur Sigurðsson, Hallfreður Örn Eiríksson. Frásögnum Hrafnistumanna safnað á segulbandsspólur HaMifreður Örn oig Jón Sam- sonarson. Hrafnistumenn höfðu boðað til þessa fundar og hafði Pét ur Sigurðsson orð fyrir þeim og rakti gang máiisins. Hann sagði þá hugimyind hafa lengi verið á döfiinni hjá Hrafnistu mönnum að safna á segul- bandsspólur ýmisuim fróðleik, sem vistmenn geymdu með sér. Á Hrafnistu væri jafnan margt manná, sagði Pétur sem myndu langt aftur og geymdu með sér mikla vitn- eskj'u um liínaðar- og at- vinnuhætti .sem nú væru liðn ir undir lok og einnig upphaf nýrra atvinnuhátta upp úr aldamótunuim, svo seon upp- haf vélbátatímans og togara 'flímans, en rík nauðsyn væri einmitt að afla I tæika flíð öruggra heimilda um sllik söguleg tíimamót. Pétur sagði, að á Hrafnisflu væru alda mótamenn hvaðanæva að af landinu, og vafalaust væri hvergi að finna á einum stað jafn Víðtækan fróðleik um eitt oig annað í liifi þjóðarinn ar árabuginn fyrir aldamótin og fyrstu áratugi þessarar aldar. F*étur leitaði siðan eÆt- ir aðstoð hinna sérfróðu Handri'tastofnunarmanna og þá fyrst og fremst að þvi leyti, hvemig haga skyldi vinnubrögðunum, sivo að verkið hefði sem almennast gildi, þó að um nokkurt sér- svið hlyti eðlilega að verða að ræða á sjómannaheimili. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Handritastofnun- arinnar svaraði fyrir sína stofnun og sagði þetta fram- tak Hrafnistumanna gleðja sig og sína menn mikið. Það væri enn svo, þó að Hand- ritastofnunin væri komin á lagjgirnar, að þörf væri áhuga manna við söfnun og varð- veizlu munnlegrar geymdar. Það væri eklki sízt þörf á að ganga rösklega fram nú í því að safna fróðleik hjá því fólki, sem kynni skil á hin- um miklu breytingatimum um og eftir aldamótin. Það fólk væri nú óðum að hverfa af sjónarsiviðinu. Jónas sagði, að Handritastoifnunarimönnunum væri sérstakur fengur að skipulegri söifnun á Hrafn- isbu, því að á sjávarútvegs- sviðinu væru Handritastxxfn- unarmenn einmibt veikastir fyrir. Jónas sagði Handrita- stofnunina hafa yfir að ráða ágætum geyimslum fyrir segul bandsspólur og bauðst til að geyma Hrafnistuspólurnar, þegar vélritað hefði verið upp af þeim. Handritastofnunarmennim ir sögðust fúsir til að leið- beina við verkið og varð það að ráði að verkið skyldi unn ið með tilsjón Handritastofn- unarinnar og spólumar gevmdar hjá henni, en að öðru leyti væri verkið unnið á vegum Hrafnistu. Seguil- bandsspólunum á að fylgja efnisskrá, þar sem getið er helzta efnis sem á þeim er. Svo mefnt sé dærni um spólu sem búið er að hljóðrita á, þá er efnisskráin svohljóð- amfli: 0-543 Um upphaf drag nótaveiða ísiendin.ga sjálfra. 543—1050 Um isaárin 1915 og 1918 við Eyjafjörð. 1050— 1230 Mannskaðaveðrið 1922. 1230—1850. Um siglingar í síðari 'heiimisstyrjöldinni. Þegar það verður, sem vænta má, að margir lýsi sömu atburðum og sömu vinnubrögðum, svipaðri sjó- sókn og svipuðum lifnaðar- háttum fóliks fyrrum, einkuim við sjóinn, þá hlýtur það að verða að í þessu spólusafni Hrafnistu verði að finna all- itarlegan og jafnvei tæmandi fróðlieik um ýmis atriði er frarn líða stundir. Ætlunin er að vélrita upp af spólunum það sem frásagn arverðast þykir með útgáfu fyrir augum til ágóða fyrir bókasjóð Hrafnistu en það er sá sjóður sem stendur straum af kostnaði við spólusafnið. Að loknum viðræðum voru spilaðir tveir kaflar af spóilu með frásögn viistmanns á Hrafnistu, Þorsteins Stefáns- sonar, skipstjóra, frá Akur- eyri, þar sem hann lýsti drag nótaveiðum á togaranum Rán 1922 og tundurtuflalögnum Breta hér við land í síðara stríði, en Þorsteinn kunni glögg deiii á því efni. Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur skrifar Vettvang- í dag, og nefnír greín sína Stofnanagleði — Fiskeldisstofnun ríkisins — Iðnþróunarstofnun íslands — Tilnefninga„snuðið“ — Fjöður í hattinn? STOFNANAGLEÐI Nokkur skjálfti fer nú um suma alþingismenn, enda skammt til kosninga. Fyrir Al- þingi liggur aragrúi frum- varpa og þingsályktunartil- lagna. Stofnanagleði alþingis- manna endurspeglast í frum- vörpunum og verður stofnana- kostur þjóðarinnar sýnu til- komumeiri eftir kosningaþingið en fyrir, ef tillögumar ná fram að ganga. Eftirfarandi upptaln- ing er alls ekki tæmandi, en gefur nokkra mynd af því, hvað alþingismenn telja þurfa af nýj- um stofnunum ef vel ætti að vera: Ráðgjafar- og rannsókna- stofnun skólamála, Atvinnumálastofnun, Fiskvinnslustofnun ríkisins, Verkfræðiskrifstofa Vestfjarðakjördæmis, Byggðajafnvægisstofnun ríkisins, Klak- og eldisstöð fyirir lax og silung í Þingeyjarsýslum, Innheimtu9tofnun sveitarfélaga, Ráðstefnustofnun ríkisins, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, Hagstofnun launþegasamtakanna og Iðnþróunarstofnun Islands. Tillögurnar eiga það allar sam eiginlegt að varða mál, sem njóta almenns velvilja, — eru jákvæð þjóðþrifamál. Þær eiga það einnig sameiginlegt að ætl- ast til ríkisafskipta og úrlausna ríkisvaldsins á verkefnum og vandamálum. Þær eru mjög mis- vel unnar og í sumum tilfellum geta menn freistazt til að halda, að þeim sé fyrst og fremst ætl- að að vera sönnunargögn um ágæti og tilþrif flutningsmanna, — sanna, að þeir séu ekki sof- andi á verðinum, heldur glað- vakandi og sinni skyldu sinni og semji frumvörp fram á næt- ur, eins og kjósendur vænta af góðum þingmönnum. 1 fljótu bragði kynni t.d. þingsályktunartillaga þing- eyskra alþingismanna um klak- og eldisstöð fyrir lax og silung I Þingeyjarsýslum að virðast sjálfsagt þjóðþrifamál, sem allir ættu að geta sameinazt um. En málið er ekki svo einfalt. í fyrsta lagi er athyglisvert, að frumkvæði og atorku þing- eyskra bænda skuli ekki treyst- andi til að leysa slíkt verkefni. 1 öðru lagi mun reynslan af rík- isreknu eldisstöðinni í Kolla- firði ekki auka á áræði, enda fá- ir, sem miunu telja sig geta snar- að út fjörutíu milljónum eins og þar hefur reynzt nauðsynlegt. 1 þriðja lagi mun áhugamönnum um fiskirækt ekki vera leyft að koma nærri verkefninu, þótt þeir hefðu bolmagn til þess að leysa það af hendi. En nú segir kosningaskjálftinn til sín og þess vegna á ríkisvaldið að sækja kostnaðinn í vasa alþjóð- ar og slá honum út í Þingeyjar- sýslum, þar sem bændur eru önnum kafnir við að bjarga nátt úruverðmætum. 1 draumsýn en þó ekki svo langt undan geta þingmennirnir séð fyrir sér yfir stjórnarstofnun eldisstöðvanna. FISKELDISSTOFNUN RÍKISINS Þegar nokkrum klakeldis- stöðvum hefur verið komið upp í hinum ýmsu landshlutum, má fullkomna sköpunarverkið og fullnægja enn þá betur stofn- anagtéði alþingismannanna. Þá mun þykja tímabært að saim- ræma, sameina og efla þróun fiskeldismála með stofnun Fisk- eldisstofnunar ríkisins og setja henni þrítugt Fiskeldisráð sem stjórn. Þá verður hjáseta og andvaraleysi áhugamanna um fiskirækt verðlaunuð og þeim veittur sá heiður og traust að rnega tiilnefna einn af þrjátíu full trúum i Fiskeldisráð ásamt ýms- um fleiri fínum aðilum, svo sem Rannsóknaráði ríkisins, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, Stamgaveiðiféllagi og Veiði- vatnaeigendafélagi Islands, (sem stofna þyrfti hið fyrsta) o.fl. o.fl. Þannig má tryggja mik ilvæg „tengsl“ við alla aðila. Stofnunin á auðvitað að vera veiðimálaráðherra til ráðuneytis um fiskiræktarmál og önnur mál, sem Fiskeldisráði þykir ástæða tiil. Till að trygigja, að róð herra fái engar ónauðsynlegar ráðleggingar, er hann sjálfkjör- inn formaður ráðsins. Það mun einnig koma sér vel og koma I veg fyrir misskilning milli ráð- herra og ráðgjafa, ef hann vel- ur framkvæmdanefnd úr hópi ráðsins sjálfur. Að sjálfsögðu er bezt að fela framkvæmdanefnd- inni umsjón og yfirstjórn allra verkefna ráðs og stofnunar. Til þess að öðrum ráðsmönn- um þyki ekki sinn hlutur óveru legur, má setja í lög um stofn- unina að halda skuli a.m.k. tvo tveggja flíima fundi á ári. Á þeím fundum skal framkvæmda- nefnd skila einnar klukkustund ar greinargerð um störf ráðsins, veitá kaffi og kynna einn út- lending éf þess er nokkur kost- ur. Síðan má ræða önnur mál, ef tími vinnst til og önnur nefndarstörf formannsins leyfa. Flestum myndi víst finnast slík hugsuð ráðsmennska hlægi- leg, en hún hættir að vera hlægi leg, þegar hún reynist vera veruleiki, þá verður hún aumk- unarverð. IÐNÞRÓU N ARSTOFNUN ÍSLANDS Fyrir Alþingi liggur eins og fyrr er upp talið m.a. frumvarp til laga um Iðnþróunarstofnun Islands. Frumvarpið hefur það fram yfir önnur frumvörp í upptalningunni, að það gerir þó ráð fyrir að ein stofnun verði lögð niður jafnframt stofn un nýrrar. En því miður virðast höfundar frumvarpsins hafa val ið stofnuninni þá skopmynd að ramma, sem hér var lýst að framan. Þótt hér verði eingöngu fjallað um nokkur atriði frum- varps um Iðnþróunarstofnun Is- lands, er vafalaust ærin ástæða til, að lærðir og leikir bregðist vel við og varpi nýju ljósi á margvíslegar hliðar hinna ýmsu frumvarpa, þar sem lítil von er til þess, að þingmenn anni því að ræða til hlítar öll þau mál, sem afgreiða þarf fyrir þingslit. Nafn stofnunarinnar hefur verið valið rismikið og mætti því ætla, að stofnuninni væri fyrir- hugað að leysa brýn, vanrækt verkefni eða skjóta stoðum und ir atvinnugreinar með nýjum og glæsilegum hætti. Samkvæmt annari grein frumvarpsins eru verkefni stofnunarinnar m.a. eftirfarandi: 1. Að vera Alþingi og rikis- stjórn til ráðuneytis í málum, sem iðnað varða. 2. Að efla samvinnu stofnana og félagssamtaka, sem að iðnað armálum vinna. 3. Að stuðla að rannsóknum 1 iðnaði til aukinnar framleiðni. 4. Að stuðla að eflingu nýrra iðngreina og fjölþættara at- vinnulífi til atvinnuöryggis, þar á meðal stóriðju á grundvelli hagnýtingar orkulinda landsins. 5. Að kynna nýjungar I iðnaði og annast ráðgjafarstarfsemi og leiðbeiningaþjónustu, t.d. með rekstri bóka- og kvikmynda- safns og útgáfu fræðslurita og tímarits og leiðbeininga- og kynningastarfsemi fyrir hönn un iðnvarnings. 6. Að annast námskeiða- og fyrirlestrahald um tæknileg og rekstrarfræðileg efni og stuðla að endurbót á fræðslustarfsemi í þágu iðnaðarins í samvinnu við starfandi menntastofnanir og aðra, sem vinna að slíkum málum. 7. Að sjá um skipulagningu, stjórn og framkvæmd stöðlunar mála. 8. Að vinna að öðrum iðnþró- unarmálum eftir því sem iðn- þróunarráð ákveður hverju sinni. Allt eru þetta verkefni, «em verðugt og nauðsynlegt er að sinna. En eru þau vanrækt? Hefur ekki verið hugsað fyrir þeim áður? Má vænta þess að þeim verði betur borgið með til komu Iðnþróunarstofnunar Is- lands? Síðasti töluliður sr almenns eðlis og gegnir því hlutverki að opna möguleika til óskilgreíndra Fratnh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.