Morgunblaðið - 24.03.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971
19
Minning:
Tómasína Ingibjörg
Tómasdóttir
Fædd 27. apríl 1884.
Dáin 25. jantiar 1971.
Við þá fregn að hún væri
horfin sjónum, horfinn sá mögu
leiki að mæla hana málum og
njóta yls frá auðugu hjarta
hennar, titraði tregasár streng-
ur í hverju brjósti, setm unni
henni. Tillfinnimg saknaðarins
var lík og þegar hárfínn hörpu
ómur líður út í þögnina, ilmur
blómsins hverfur og mildur
geislinn hnígur að djúpi. Ást-
vinir áttu hér mikið að missa,
en eru þó auðugir eftir, því að
þeir og aðrir, sem áttu hér sam-
leið um lengri eða skemmri veg,
geyma minningu, sem mun fegra
liíf þeirra fram að hinzta kvöldi.
Hver sern slík áhrif hefur á
föruneyti sitt og umhverfi má
með réttu heita óskabarn auðnu,
Góðir vættir gáfu Tóanasínu
Tóimasdóttur í vögguigjötf það
gul, sem í höndum hemnar á
langri awileið reyndist hvort
trveggja: Kyndill og liyfsteinn
sem lýsti og græödi og varð þann
iig hennar eigin og anmarra auð-
legð. Slíkir menn munu eigi
hverfa, þótt móðir jörð feli í
skauti sér það, sem henni er
helgað. Þeir lifa með okkur í
verkum sinum og í vin-
arástúð og perlunum fjölgar á
festi minninganna.
Tómasdna Ingiibjöng Tómas-
dóttir var fædd þann 27. apríl
árið 1884 að Hróarsstöðum í
Fnjóskadal. Foreldrar hennar
voru Tómas Jónasson bóndi og
skáld á Hróarsstöðum og kona
ihans, Björg Emilía Þorsteins-
dóttir frá Hlíðarenda i Bárðar-
dal. Tómas var af Reykjaætt í
Fnjóskadal. Jónas faðir hans
var Bjarnason, Jónssonar Pét-
urssonar frá Reykjum. Kona
hans og móðir Tómasar var
Sigríður Jónsdóttir, fósturdóttir
Tómasar Jónssonar bónda á Vet
urliðastöðum. Ein af systrum
Tómasar á Hróarsstöðum var
Sigríður kona Hallgríms Ólafs-
sonar bónda í Fremstafelli í
Köldukinn, en þau voru foreldr
ar Jónasar Hall friðdómara í
Norður-Dakota, föður Stein-
gríms Hall tónskálds. Önnur
systir Tómasar var Guðrún, gift
Bjarna Jóhannessyni ættfræð
ingi frá Sellandi í Fnjóskadal.
Þriðja systirin var Guðný kona
Guðlaugs Jóhannessonar bónda
á Þröm í Eyjafirði. Þau voru,
sem kunnugt er foreldrar sr.
Siigitryggs á Núpi og þeirra systik
ina.
Tómas missti föður sinn árið
1852, en móðir hans var þá lát-
in fyrir nokkrum árum. Allmörg
næstu árin mun Tómas hafa ver
ið vinnumaður eða lausamaður
i Fnjóskadal, Bárðardai og
Eyjafirði. En þagar hann kvænt
ist heimasætunni á Hlíðarenda,
tók hann þar við búi, en flutt-
ist vorið 1874 að Hróarsstöðum
í Fnjóskadal og bjó þar til ævi-
loka.
Þau Tómas og Björg eignuð-
ust margt barna og komust sex
á fullorðinsaldur: Sigrún, Jón
Emil, Helga, Ármann, Jónas og
Tómasína. Hún fæddist að föð-
ur sínum látnum og var eftir
honum heitin.
Tómas Jónasson var flug-
greindur og um margt hinn
merkilegasti maður. Hugur hans
miun snemma hafa hneigzt til
bóika, þó að eisgi væri kostur
skólagöngu. Má það teljast mik-
iil skaði að hæfileikar þessa sér
stæða manns fengu ekki notið
sín sem skyldi sökum efnaskorts
og erfiðrar aðstöðu. Lætur að
líkum að búsýsla hafi ekki ver-
ið beint við hæfi Tómasar. Dag-
bækur hans og minnisblöð frá
árunum 1857—1883 munu sýna
mjög glögglega hvert hugur
hains stefndi, — til bóklegra
fræða og skáldskapar, Tómas
var prýðilega skáldmæltur og er
nokkuð til af skáldskap hans.
Væri verðugt að safna slíku til
varðveizlu og taka saman þátt
um þennan bökmenntamann í
bændastétt. Akureyrarblöðin
munu hafa flutt efni eftir
Tómas, einkum minningargrein-
ar og erfiljóð. En hann mun
einnig hafa ritað ýmislegt um
uppeldismái, búskap og garð-
rækt. Birtist sumt af því í sveita
blöðum, sem út voru gefin í
heimahögum hans.
Tómas hafði án tilsagnar kom
izt svo niður í dönsku og ensku
að hann gat lesið bækur á þeim
málum sér að gagni. Þrátt fyr-
ir kröpp kjör tókst honum að
afla sér merkra bóka. Bóka-
reikningar hans sýna, að hann
hefur keypt dýrar orðabækur
og ýmis rit á dönsku og ensku,
einkum um skáldskap og heim-
speki. Einnig mun hann hafa
verið áskrifandi að ritum eftir
Shakespeare og fengið þau í
hendur allmörg. Þá má sjá að
hann hefiur keypt Biblíuna á
ensku, vafalaust til hjálpar við
enskunámið. í bókmenntafélagið
gekk hann árið 1864 og efalaust
hefur hann notfært sér þær
bækur íslenzkar, sem völ var á.
En mesta áhugaefni Tómasar
var leikritagerð. Frá hans hendi
eru til fjögur leikrit og er
„Yfirdómarinn“ þeirra þekktast
og vinsælast.
Tómas á Hróarsstöðum lézt ár
ið 1883, aðeins 48 ára að aldri.
Við það áfall sundraðist heimil-
ið. Ekkjan varð að skiljast
við börn sín og fela þau öðr-
um á hendur, utan yngstu dótt-
urinnar, Tómasínu, sem fylgdi
henni að Steinkirkju í Fnjóska-
dal. Þar gafst þeim mæðgum hið
bezta athvarf hjá hjónunum Sig
trvggi Guðlaugssyni og Þor-
björgu Hallsdóttur og börnum
þeirra. Tengdust þar þau bönd
traustrar viriáttu, sem ekki
slitnuðu í straumi áranna. Er
Ólöf Sigtryggsdóttir frá Stein-
kirkju og sr. Sigtryggur Guð-
laugsson fluttust að Þórodds-
stað í Köldukinn, þar sem sr.
Sigtryggur þjónaði i nokkur ár,
fór Tómasína með þeim, en
hvarf síðan vestur til ísafjarð-
ar. En þangað voru þá fluttar
systur hennar, Sigrún og Helga
og einnig var þar búsettur bróð
ir hennar, Jónas, tónskáld og
söngstjóri, sem með störfum sín-
um að margþættum menningar-
málum markaði djúp spor vest-
ur þar, svo sem kunmugt er.
Dvöl Tómasínu á ísafirði varð
ekki löng. Fnjóskadalur heimti
dóttur sína aftur heim. Þar óf-
ust örlagaþræðimir og gafst
auðlegð þeirrar auðnu sem
aldrei brást. Þann 23. febrúar
árið 1907 giftist Tómasína Stein
grími Þorsteinssyni frá Lundi,
glöðum og hjartahlýjum dreng-
skaparmanni, sem bar mörg
beztu einkenni ættar sinnar og
umhverfis. Lundur var eitt af
beztu heimilum í Fnjóskadal,
garður gleði og góðvildar og al-
hliða menningar. Ungu hjónin
hófu búskap á næsta bæ við
Lund, Vöglum, en voru þar að-
eins i eitt ár. Fluttust þau frá
Vöglum i Víðivelli, í tvíbýli við
Ármann bróður Tómasínu. Það
an fóru þau að Végeirsstöðum,
þar sem þau bjiuggu í átta ár,
eða til vors 1921, að þau fluttust
til Akureyrar, þar sem þau áttu
heima æ síðan.
Þau Tómasína og Steingrímur
áttu margt sameiginlegt eins og
söng og tónlist, áhuga á leik-
starfsemi og næmleikann fyrir
yl og birtu mannlifsins og góð-
vild til samferðafólksins. Þau
tóku virkan þátt í félagslifi
sveitar sinnar og hvar sem þau
fóru um huga sínum og höndum
greri eitthvað gott. Steingrím-
ur Þorsteinsson stundaði nám i
Gagnfræðaskóla Akureyrar
(1903- 1905) og hafði með
höndum kennslustörf i Háls- og
Grenivíkursóknum á árunum
1905—1909. Hann var góður
söngmaður og mjög hneigður
fyrir tónlist, enda stundaði
hann (árin 1901—1903) tónlist-
arnám hjá Magnúsi Einarssyni
á Akureyfi, og nuitu margir góðs
af þeim lærdómi hans. Var hann
organleikari við Háls- og Drafla
staðakirkjur í Hálsprestakalli
og stundum einnig við Uluga-
staðakirkju. Þá tók hann nem-
endur i orgelleik og æfði söng.
Mikinn áhuga mun Tómasina
hafa sýnt þessari starfsemi
manns síns og lagt henni lið, eft
ir því sem frekast voru föng til.
Hafði hún yndislega söngrödd,
mun henni og hafa verið lotn-
ingin fyrir sönglistinni i blóð
borin og ri'k ánægjan af sam-
skiptunum við hana sem þeim
systkinum öllum.
Heimiili þeirra Steingríms oig
Tómasínu ómaði af söng og org
elleik. Þar héldust igleði oig góð-
hugur í hendur og gestrisnin
leiddi að þeim arni, sem gott var
að orna sér við. Nutu þau mik-
illa vinsælda, jafnt innan heim-
ilis sem utan. Þótti að því mik-
I ið tap og vakti söknuð, þegar
þau kvöddu dalinn sinn og
fduttuist á brott með hóp barna,
sem bjartar vonir voru við
tengdar. En þeirra vegna mun
þessi ráðabreytni fyrst og
fremst hafa verið gjörð. Hið
nýja umhverfi gaf mun betri
skilyrði til menntunar og bjó
yfir fjölþættari möguleikum. En
svo traustir reyndust þeir þætt
ir, sem tengdu þessi ágætu hjón
við átthaga og ættmenn, að þeir
urðu ekki slitnir. Dalurinn með
fegurð sína og friðsæld, með
angan skógarins og strengjaspil
árinnar var þeim ætíð ,,kær og
hjartabundinn“, vafinn töfrum
yls og ástar. Og fólkið, sem þar
bjó var þeim tengt i gleði og
sorg.
Á sömu lund var þeirra
miinnzt heima i dalnum, af þeirri
föiskvalausu hlýju, sem aðeins
hin beztu kynni fá vakið. Er
mér í fersku minni allt frá
bernsku, það einlæga vinarþel,
sem foreidrar mínir báru til
þessara hjóna, og hversu þau
söknuðu þess, að þau hefðu horf
ið af vettvangi dalsins. Ég hug-
leiddi, hvort ég myndi nokkru
sinni bera gæfu til að þekkja
þessa fjölskyldu og fá rækt við
hana frændsemi og vináttu.
Árin liðu. Ég fór til náms í
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
þekkti til að byrja með harla
fáa i bænum. Eins og ósjálfrátt
dróst ég að þeim heimilum, sem
byggð voru fnjóskdælsku
frændfólki mínu, enda stóð ekki
á, að ég væri boðin velkomin
þangað.
Þeirra á meðal var heimilið
við Hrafnagilsstræti 6, þar sem
þau Steingrímur og Tómasína
bjuggu þá með börnum sínum.
En þau eru: Þórhildiu- íþrótta-
kennari, gift Hermanni Stefáns
syni, menntaskóiakennara, frá
Miðgörðum á Grenivik, Tómas
stórkaupmaður, giftur Nönnu
Tuliníus kaupmanns á Akur-
eyri, Margrét saumakona, Ingi-
björg söngkona, (d. 1969), Bryn
hildur verzlunar.stjóri og Bagri-
hildur leikkona.
Á' þeim tíma, er kvnni mín
hófust við fjölskylduna voru all
ár dæturnar heima í foreldra-
húsum. Hin elzta Þórhildur bjó
þar með manni sínum og börn-
um. En sonurinn, sem • einnig
hafði stofnað eigið heimili var
fluttur að heiman. Minn fyrsta
skólavetur á Akureyri bjó ég í
næsta nágrenni við Hrafnagils-
stræti 6 og kom dögum oftar í
heimsökn. Brugðust aldrei mót-
tökumar og átti ég innan
veggja þessa húss fjölmargar
ánægjustundir, er ég hlýddi á
slaghörpuleik og söng og naut
gkemmtilegra vjðræðna, skiln-
ings og alúðar.
Fyrir það er mér bæði skylt
og ljúft að þakka.
Heimilin tvö í Hrafnagils-
stræti 6 stóðu opin fyrir menn-
ingu mennta og lista. Þar ómaði
söngur, þar var harpa slegin og
þar léku um ferskir straumar
leiklistar, íþrótta- félags- og
menntamáia. En bakgrunnur
þessa var trú á höfund tilver-
unnar og lotning fyrir fegurð
lífsins.
Þau Steingrímur og Tómasína
attu barnaláni að fagna. Öll
börn þeirra hafa í lífi sínu og
störfum borið vitni um menn-
ingu síns heimilis og góðar ætt-
arerfðir. Sérgáfur ganga oft
mjög i ættir og epli fellur sjald
an langt frá eik.
Bókmennta- og leiklistar-
áhuga bóndans á Hróarssfööum,
sem lærði af sjálfsdáðum er-
lend tungumál og samdi leikrit
við hin erfiðustu skilyrði, hefur
gætt mjög hjá börnum hans og
bamabörnum.
Og sönggyðjan hefur borið
þeim gjafir sínar, gjafir, sem
hafa veitt þeim glaða geisla
gæfu og sigra og orðið öðrum,
sem notið hafa gleði ög vinn-
ingur, sem gott er að muna.
Segja má að tónlistin hafi verið
hvort tveggja: sérgáfa og sam-
eign þessa ættfólks. Þaðan frá
hefur mörg mild hönd snert
nótnaborð og hörpustreng, svo
að sætlega hefur ómað, og söng
urinn reynzt töfrar sælu og sátt
argjörð i sorg.
Er ekki unnt að minnast Tóm-
asínu Tómasdóttur, nema þessa
sé getið. Söngurinn bjó í sái
hennar, var dýrasta gleði á há
tiðardögum og hamingustundum
i lífi hennar og brá birtu yfir
rúmhelgina, svo að hún varð
eigi tómleg eða þreytandi eins og
fyrir þann, sem sönglaus er
fæddur og sér lítið út fyrir
þröngan hring hversdagsstrits.
Tómasina, var mjög fíngerð kona
með bjart yfirbragð óg fallegt
svipmót og þá háttprýði í allri
framgöngu að eftirtekt vakti.
Mildi og hófstilling einkenndi
hana og var aðal hennar ti'l
hinztu stundar. Hún vandaði
mjög orð sín og verk og hugur
hennar var opinn fyrir fegurð-
inni, hvaðan sem hún barst. Sér
hvert gott málefni varð henni
hugfólgið. Andiblærinn utan
frá vakti til um'hugsunar, auðg-
aði og gladdi. En arninum
heima var ævin helguð og glóð
hans var gulli dýrri.
Tómasína var prýðilega
greind kona og aflaði sér
ánægju og fróðleiks með lestri
góðra bóka, sem hún mat að
verðleikum. Og hún vildi gefa
öðrum hlutdeild í þessum auði
sinum. Sagði hún mjög vel frá
því, sem hún las og ræddi um
það af rikum skilningi. Hún las
mikið fram til hins síðasta og
átti trútt minni og mjög skýra
hugsun. Hinn hái aldur megn-
aði ekki að leggja fjötur á anda
hennar, og heilsubrest um
margra ára skeið bar hún með
einstöku þolgæði. Til siðasta
dags var hún söm við sig. Auð-
ugt hjarta hennar sló af sömu
ástúð fyrir ástvini, ættingja og
vini við kveðju aftanroðans,
sem við árblik æsku. Hópur-
inn var orðinn stór, en hún átti
nóg til að miðla öilum. Og hún
hlaut laun að verðleikum. Vin-
sældir og traust þeirra, sem með
henni voru á vegi, einlæga virð
ingu og óþrotlega umhyggju og
ástúð þeirra, sem stóðu henni
næst. Það er gæfa hverjum, sem
á för lífsins fær að vera vitni
að svo fögrum samskiptum.
Steingrímur Þorsteinsson lézt
arið 1962. Eftir það bjó Tómas-
ína með dætrum sínum og dótt
ursyni og hans fjölskyldu. Á fal
legu heimiii þeirra að Byggða-
vegi 88 voru ljósin kveikt af
gagnkvæmri ástúð. Þegar ég,
við þau þáttaskil, sem orðin eru
minnist Tómasínu Tómasdóttur
og reyni að tjá þakkir mínar
fyrir birtuna og hlýjuna, sem
hún bar mér frá fyrstu kynn-
um til siðasta samfundar, þá
verður hún mér ekki hugstæð-
ust í gleði og hamingju hinna
góðu daga, þó að þar sé margs
að minnast, sem aldrei gleymist,
heldur í reynsluþraut, þegar
sorgin sótti hana heim. Þá sá ég
hana stærsta og þá gaf hún öðr
um mest. Missir eiginmannsins,
sem á lanigri samléið ha.fði gefið
henni hinar dýrustu gjafir,
mun hafa gengið henni nærri.
Og við andlát elskulegrar dótt-
ur, fyrir rúmu ári mun henni
hafa fundizt, sem slökkt væri
híð bjartasta ljós augna sinna.
En eigi heyrðist hún mæla
æðruorð. Hugarró hennar og
trúarvissa var slík að aðdáun
hlaut að vekja. Eins og hún
hafði áður íundið Guð sinn í
gei'sl'unum frá sólarfjöllum lifs-
ins, eins fann hún hann nú í
döggfallinu, sem varð við snert-
ingu dauðans og átti örugga
vissu um að „anda. sem unnast
fær aldrei eilífð að skiiið.“
Og ljósin mörgu, sem enn log
uðu hjá henni hér — í heimi tím
ans, færðu henni djúpstæða
gleði og urðu henni óbreytan-
legt þakkarefni.
Það var tveimur dögum fyrir
siðustu jól, að ég sá Tómasínu
í hinzta sinn. Við höfðum setið
saman nokkra stund á heimili
hennar og ræðzt við. Og eins
og jafnan áður var ég ðuðugri
eftir.
Svo leið að kveðjustund. Hún
fylgdi mér til dyra og bað mér
blessunar Guðs, og mér er sem
ég finni enn mHda hönd henn-
ar á vanga mér, er hún mælti
sín kveðjuorð.
Utan af myrkri götunni horfðl
ég til hennar. Hún brosti við
mér og birta og ylur hússins
bjuggu að baiki henni og vöfð-
ust um hana. Þannig er mynd
hennar - hin síðasta, sem hug
ur minn geymir. Eftir fáa daga
var leið hennar lögð um Fögru-
brú ljóssins, til þeirra heima,
þar sem laun trúfesti og ástúð-
ar gefast í gróanda vorsins.
Þín heiða minning hugum
birtu ber,
nú brosir árdagssól á ný við
þér,
og söngur berst um
sumargrænan iund,
hve sælt er þá að hverfa á
vinafund.
Jórunn Ólafsdötf ir
frá Sörlastöðum.
Aðstoðarlœknisstaða
Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild Landspítalans er laus
til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi l.æknafélags
Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna.
Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, send-
ist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir
23. apríl n.k.
Reykjavík, 22, marz 1971
Skrifstofa ríkisspitalanna.