Morgunblaðið - 04.06.1971, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.06.1971, Qupperneq 5
MORGtfNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1971 5 Svar við athugasemd Gylfa Þ. Gíslasonar Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra, hefur látið frá sér fara athugasemd vegna fréttatil- kynningar frá upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins um ummæli menntamálaráðherrans í sjón- varpi 3. maí sl. Ummæli þessi lúta að hlutdeild landbúnaðar- ins í þjóðarframleiðslu og fram- leiðni í landbúnaði. Þar sem ég undirritaður er höfundur þessarar fréttatilkynn ingar, þykir mér rétt að gera um mæli ráðherrans í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali, svo og athuga- semd hans í Morgunbiaðinu, að nánara umræðuefni. f viðtalinu sagði ráðherrann orðrétt samkvæmt afriti sjón- varpsins: „Bændur eru að tölu til um 13% þjóðarinnar, og land búnaðurin.n noitar um 10% þjóð arauðsins, en landbúnaðurinn framleiðir ekki nema 6 -7%' af þjóðartekjunum og eru þá með- taldir þeir styrkir, sem hann fær og ekki tekið tillit til niður- greiðslnanna, með öðrum orðum, framleiðni landbúnaðarins er að meðaltali aðeins helmingur á við það, sem hún er í öðrum at- vinnugreinum. Ef styrkirnir yrðu dregnir frá þessum tekjum og tekið tillit til niðurgreiðsl- anna, þá minnkar þáttur land- búnaðarins i þjóðarframleiðsl- unni enn verulega, jafnvel ofan í 3—4% Þessi litla framleiðni í landbúnaði er meginvandinn sem við er að etja á þesu sviði, og ég segi meginvandinn, sem við er að etja í islenzkum efnahags- málum í dag.“ 1 fréttatilkynningu upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins voru færð gild rök fyrir því, að slysatryggðar vinnuvikur væru ekki réttur mælikvarði á vinnu- aflsnotkun i landbúnaði, enda upplýsir ráðherrann í Morgun- blaðsathugasemd sinni, að þessi tala sé að verulegu leyti tekin af handahófi. í fréttatilkynningunni var þess getið, að samkvæmt Hagtíð indum væru 7,9% af kvæntum körlum á aldrinum 25 66 ára bændur og liðlega 8,2% af öll- um framteljendum i landinu hefðu aðaltekjur af landbúnaði, samkvæmt atvinnumerkingu Hagstofunnar. Ég held því ekki fram, að þess ar tölur sýni nákvæmlega hlut- deild landbúnaðarins í atvinnu- starfseminni. En ég held því fram, að þessar tölur gefi mjög ákveðnar bendingar um, að þær fullyrðingar ráðherrans, að „framleiðni landbúnaðarins sé að meðaitali aðeins helmingur á við það, sem hún er í öðrum atvinnugreinum“ séu byggðar á svo haldlitlum forsendum, að ósæmilegt sé af ráðamanni i efna hagsmálum þjóðarinnar að flytja landsmönnum þær í áhrifamesta fjölmiðlunartæki hennar. Þess vegna er eðlilegt, að spurt sé, hver tilgangur menntamálaráð- herrans sé með þessum mála flutningi. Er hann sá, að kalla til samstöðu með lausn erfiðs vandamáls? Er hann sá, að auka á skilning stétta í milli og á vandamálum landbúnaðarins sér staklega? Eða hver er tilgangur inn? í athugasemd sinni í Morgun- blaðinu 23. maí s.l. segir mennta málaráðherrann: „Þá telur Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins mig hafa van- rækt að láta þess getið, að land búnaðurinn framleiði mikil- væg hráefni fyrir verksmiðju- iðnað." Með þessum orðum er vikið að þeim ummælum í fréttatilkynn- ingunni, þar sem talað er al- mennt um gildi landbúnaðar og það véfengt, að ummæli mennta- málaráðherrans í sjónvarpinu byggist á réttu mati hans á mik- iívægi landbúnaðarins sem at- vinnugreinar. Tekið var dæmi um ullina, sem bóndinn fær sára lítið verð fyrir, en sér þó um- fangsmiklum verksmiðjuiðnaði fyrir hráefni. Og þá er einmitt komið að því, sem ég tel veiga- mesta þáttinn í þessu máli, og það er túlkun hugtaksins framleiðni hinna ýmsu vinnu- stétta. Ég viðurkenni að bóndinn hef ur lágt tímakaup við að smala fé sínu til rúnings, taka af því ullina, þurrka hana, hreinsa og Vrrtja á verzlunarstað. En „fram leiðnina" við þessi störf mætti auka með þvi einfalda ráði að hækka verð ullarinnar. Hvers vegna á ekki bóndinn að hafa sitt fulla kaup við rún- ing, og hvers vegna á ekki ifll- arvérðið að greiða sinn hluta öllum þeim kostnaði öðrum, sem afurðir / sauðSindarinnar eiga að endurgreiða bóndanum? SjáKsagt verður þvi svarað til, að heimsmarkaðsverð á ull eigi að ráða ullarverðinu hér á landi. Það er vel hægt að flytja inn ódýra ull. En það er ekki íslenzk ull. Það væri líka hægt að flytja inn ódýrt vinnuafl, t.d. frá vanþróuðu löndunum. En það dettur engum i hug að gera það. Auðvitað fær enginn inn- fluttur verkamaður að bjóða nið ur vinnuna fyrir íslenzkum starfsbræðrum sínum. En með með innflutningi erlendrar ull- ar er í raun og veru verið að bjóða niður vinnuaflið fyrir ís- lenzka bóndanum. Landbúnaður á Islandi á við margvíslega erfiðleika að etja. Landbúnaðurinn er mjög við- kvæmur fyrir verðbólgu. Ör verðbólga skapar misrétti innan stéttarinnar og veldur örðugleik um í sambandi við útflutning. Kólnandi tiðarfar undangeng- inna ára hefur valdið ræktuninni miklum örðugleikum, sem enn hafa ekki verið yfirstignir. Ýms- ar rekstrarvörur landbúnaðar- ins eru að stórum mun dýrari en í nágrannalöndunum, og þeg- ar á allt er litið, býr landbún- aðurinn við erfið lánakjör, stutt fjárfestingarlán og háa vexti. Landbúnaðurinn geldur þess líka, að fólkinu fækkar í sveit- unum, unga fólkið flyzt burtu og vinnur öðrum starfsgreinum langa vinnuævi, en meðalaldur bænda er mjög hár. Það er rétt, að mörg bú eru fremur litil á Islandi. Þó eru mörg lönd Ev- rópu, sem hafa smærri meðalbú en Island. En það hefur komið i 'jós, að meðalbúin gefa engu siðri arð en þau stóru. Fjár- magnskostnaður er þar hlutfalls lega lægri miðað við afurðir. ís- lenzkir bændur hafa lagt hart að sér til þess að auka rækt- un og að búa að öðru leyti i hag inn fyrir betri búskap. Einka- neyzla þeirra hefur verið lítil, en fjárfesting í atvinnuveginum hlutfallslega mikil. Nú er þeim legið á hálsi fyrir að nýta sem bezt framleiðslugetu landbúnað- arins og framleiða of 'mikið. Um réttmæti útflutnings ís- lenzkra landbúnaðarvara mætti ýmislegt segja, en það verður að bíða betri tima. Mennlamálaráðherrann hélt því fram i sjónvarpsþætti sínum, að þáttur landbúnaðarins í „þjóðarframleiðslunni“ væri að- eins 3—4%, ef styrkir væru frá dregnir og tillit tekið til niður- greiðslna. Hvað á ráðherrann við með „þjóðarframleiðslu"? I- randiald á bls. 24. HUÓMLIST ^ 10? KYNNING í dag klukkan 5—7 verður kynning á Philips rafmagnsorgelum í verzlun okkar. Hinn vinsæli hljóðfæraleikari, Ólafur Pétursson, leikur á orgel, sem jafnt eru framleidd fyrir hljómsveitir, samkomuhús, heimili og kirkjur. KOMJÐ — SKOÖIfl — HEYRIf). PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI HEIMILISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.