Morgunblaðið - 10.06.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 10.06.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1971 Þorlákshöfn: Ung stúlka í garðiímiin fyrir ut an heimili sitt í Þorláksliöfn lei kur sér við kettiing. Herjólfur siglir nú 5 daga vikunnar milli Vestniannaeyja «g Þorláksitmíf nar. Iákshöfn, sem nú telur um 500 íbúa hefur byggzt upp á tæp- um tveimur áratugum algjör- Iega. Pál Jónsson einn af hrepps- nefndarmönnum hittum við að máli í Þorlákshöfn og inntum frétta af helztu málum sveitar- félagsins. Hann sagði að fyrir lægi að vinna við gatnagerð og holræsagerð, en vonir stæðu einnig til að áframhaldandi framkvæmdir yrðu við höfnina. Sagði hann að hreppsnefndin hefði sent frá sér ályktun um hafnarframkvæmdamálið til þess að ýta á eftir framkvæmd- um, en það sem þeir hafi fengið í staðinn væri vanþökk hjá formanni hafnarnefndar, Gunnari Markússyni. 13 bátar eru nú gerðir út frá Þorlákshöfn og um 10 hús eru þar í byggingu. Páll sagði að unnið væri að þvl að koma af stað byggingu félagsheimilis og nýta það jafnframt í sambandi við skólann, sem orðinn væri of lítill. Þvi er áætlað að hafa að stöðu fyrir almenna kennslu og íþróttakennslu í félagsheimil ihu og jafnframt skrifstofuhús næði fyrir hreppinn. Þá kvað Páll hitaveitufram- kvæmdir á döfinni í samvinnu við aðra nálæga hreppa, en frumborun verður gerð á Eyr- arbakka í sumar og taldi Páll að hún myndi gefa hugmynd um möguleika fyrir aðra hreppa til hitaveituborana. Þá sagði Páll að verið væri að I Þorlákshöfn heita götumar bókstafsnöfniim, A gata, B, C, D o.s.frv. eins og götur New York borgar heita 43. stræti og áfram í þá átt, en það er eng- inn stórborgarbragur í Þor- lákshöfn. Þar er vaxandi fal- legur bær, sean lætur litið yfir sér í fyrstu en vinnur strax á við nánari kynni. Þar er sitt- hvað á döfinni eins og í öðrum islenzkum byggðum, en Þor- Páll Jónsson. Þessi skemmtilega rótarhnyðja prýðir einn húsgarðinn. Byggðin í Þorlákshöfn þetnst ört út og allir byggja einbýlishús. og minnir það á götunöfn á Manhattan í New York ríki þar sem göturnar eru aðeins númeraðar. Bæjarbragurinn í Þorláks- höfn er þó öllu kristilegri og engir eru þar skýjakljúfar, því allir byiggja einbýlishús og hef ur bærinn vaxið mjög siðustu ár, enda eru stafirnir í staf- rófinu senn upptaldir og þá liggur fyrir að skýra upp með nöfnum eða taka upp tvöfalt bókstafaheiti. Ölfushreppur, en svo heitir hreppurinn, sem Þorlákshöfn er í, er nú að kaupa hrepps- landið og þar með getur hrepp urinn sjálfur úthl-utað lóð- um og haft ótvíræðan rétt tit að nytja þau hlunnindi, sem kunna að koma í ljós vegna jarðhita eða annars. Sagði Páll að kaupsamningur væri frá- genginn, og aðeins væri eftir Framh. á bls. 12 vinna að nýju skipulagi fyrir þorpið. Erfitt er að eiga við hafnar- gerð í Þorlákshöfn vegna hins opna úthafs, og þess vegna sagði Páll að mikill áhugi væri nú fyrir athugun á því hvort ekki væri hæigt að stækka höfn ina inn i landið með því að sprengja og flytja til jarðveg. Höfnin, eins og hún er í dag, er nægilega stór fyrir heima- báta, en þegar bátafjöldinn kemst upp í 30 og þar yfir eins og á vertíðinni, skapast vand- ræðaástand og i vetur kom það meira að segja fyrir að heima- bátar komust ekki fyrir vegna plássleysis og einn bátur varð að fara til Vestmannaeyja. Það sýnir vel hve viðkoma að- komubáta er mikil í Þorláks- höfn að af 17 þús. tonnum, sem landað var þar á s.l. ver- tíð fóru aðeins 5 þús. tonn til vinnslu í Þorlákshöfn. Hinu magninu var ekið til Reykja- víkur og annarra vinnsiustaða. Ibúar Þorlákshafnar eru um 500 og sagði Páll að næg vinna væri þar og meira til, því að fólk vantaði sérstaklega í fisk- iðnaðinn. Þó er miikih hluti aif því fólki aðkomufólk, sem vinnur nú i frystihúsinu og á bátunum. Göturnar í Þorlákshöfn heita A. B. C. D. og svo framvegis V axandi þorp — dugmikið fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.