Morgunblaðið - 10.06.1971, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDA GUR 10. JÚNl 1971
SAMGÖNGUÁÆTLUN AUSTURLANDS:
300 milljónir til vegaframkvæmda
á Austurlandi 1971 — 1975
EFNAHAGSSTOFNUNIN
Jiefur lagt fram samgöngu-
áætlun Austurlands, og er
það áætlun um vegafram-
kvæmdir árin 1971—’75. Er
hún samin að tilhlutan At-
vinnujöfnunarsjóðs og í sam-
vinnu við yfirvöld samgöngu-
mála og aðra hlutaðeigandi
aðila svo sem Vegagerð ríkis-
ins, Samband sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi og
þingmenn kjördæmisins.
Ákveðið hefur verið að veita
60 m. kr. lánsfé á þessu ári
(1971) til framkvæmda sam-
kvæmt Austurlandsáætlun. Gert
er ráð fyrir sömu upphæð næstu
4 ár, þannig að á 5 árum (1971
til 1975 verði veitt 300 m. kr.
lánsfé til framkvæmda samkv.
Austurlandsáætlun. Samkvæmt
vegaáætlun 1971 og bráðabirgða
vegaáætlun 1972 eru fjárveiting
ar til þeirra vega- og brúafram
kvæmda, sem teknar eru inn á
áætlunina, 36,2 m. kr. Af óskiptu
fé á vegaáætlun 1972 mundu
koma 6,4 m. kr. i hlut Austur-
lands alls (þjóðbrautir og lands
brautir), miðað við sömu hlut-
failslegu skiptingu vegafjár og
fyrir eir í áætluninni, eða með
sama hætti 3,5 m. kr. til þeirra
vega, sem hér hafa verið tekn-
ir til athugunar.
Samkvæmt líklegum lánskjör
um, verður lántökukostnaður
1971 1,5 m. kr., 1972 vextir og
lántökukostn. 6,9 m. kr., 1973
10,8 m. kr., 1974 14,7 m. kr. og
1975 18,6 m. kr. Vextásr og af-
borganir fara síðan hækkandi
og ná hámarki 1981 og eru þá
46,0 m. kr. Miðað við sömu
skiptingu og nú og sömu tekju
stofna vegasjóðs er líklegt, að
fjárveiting alls til Austurlands
verði 65,1 m. kr. Ljóst er því,
að greiðslur þessar verða mjög
veruleg byrði fyrir Austurland,
ef fjárveitingaæ þangað í sama
hlutfalli og nú verða látnar
standa undir þeim ásamt frek-
ari framkvæmdum á Austur-
landi.
Framkvæmdir samkvæmt
Austurlandsáætlun
Algengt er, þegar arðsemis-
reikningar eru gerðir og úr mik
illi framkvæmdaþörf er að
velja, að gerð sé krafa um 10%
afkastavexti. Aðeins tveir vegir
standast þá kröfu, Grímsstaðir
— Jökulsá og Reyðarfjörður —
Fáskrúðsfjörður. Má aegja, að
framkvæmdir þar séu því sjálf
sagðar. Auk þess verða fram-
kvæmdir á öllum þeim vegum,
sem hafa afkastavexti niður í
6%. Undanitekningar eru þó
Lónsheiði (6% afkastavextir),
en endurmat þarf að fara fram
á þeirri framkvæmd og vegin
um út með ströndinini í sam-
bandi við væntanlegan veg yfir
Skeiðarársand; kaflinn Hátún —
Neskaupstaður, en fjárveiltling
(5,4 m. kr.) er í hanm á vega-
áætlun og þyrfti að veita á
næstu vegaáætlun fé til lúkn-
ingar honum; kafMnn Háhliðar-
horn — Hátún, þ.e. Oddsskarð,
en arðsemi hans (9%) er miðuð
við, að ekki séu gerð jarðgöng,
og fellur hann því sjálfkrafa
úr við ákvörðun um jarðganga
gerð. Undantekningar á hinn
KOHT -:2.
\ í <.\! ’.Ull V 1 iilllt .'<71 - ! )""
VEGAGERD RÍKISINS
AUSTURLANDSÁÆTLIÍN
api-íí 'n.gg.
<yuROíA,
FJÁRVEiTiNGAR :
U7S i/'/'
......... 1971 ! Samkvœmt veg- v
í 1972 j ócetiun 1969 -’72
SKÝRINGAR :
Fullgerbur vegur.
Öfuilgerður vegur.
------------Vegur utan ramma
Austurlandsóaetlufiar.
Fjarveitíngar í millj, kr.
til vega og brúa
j®
m
6?!
veginn, þ.e. að fríamkvæmdir
séu ákveðnar þrátt fyrir minna
en 6% afkastavexti, eru Fjarð-
ariheiði, jarðgöng um Odds-
skarð og vegur að þeim, og
Vopnafjarðarvegur. Við allar
þasir framkvæmdir verður opn-
un, þ.e. að unnt verður að halda
viðkomandi vegi opnum all
miklu lengur á ári hverju. í
ákvörðun um að taka þær með
felst í raun og veru viðurkenn
ing á, að af þeim kunni að leiða
meira hagræði en unmt hefur
verið að taka með í airðsemis-
reikningunum hér að framan.
Sérstaklega á þetta við um
Fjarðarheiði og Oddsskarð, en
þar er um að ræða framkvæmd
ir til að ná vissum lágmarks-
áirangri með tilliti til þróunar
landshlutans. Ekki eru fram-
kvæmdir samkvæmt Austur-
lamdsáætlun alls staðar nægileg
ar til að ljúka viðkomamdi veg-
arköflum, en nánari lýsiing á ein
stökum framkvæmdum fer hér
á eftir.
Einstakar framkvæmdir
Grímsstaðir — Jökulsá. Stefnt
er að því að ljúka veginum á
Jökulsdalsheiði, sem unnið hef-
ur verið við á undanfömum ár
um.
Síðan er haldið áfram út Jök-
uldal með nýjan veg og brýr.
Verður þá nýlegur vegur kom-
inn út fyrir Hauksstaði. Ástæða
er til að byggja upp þessa
kafla, þar eð þeir eru að jafm
aði lélegri en þeir, er sleppt
verður, einnig eru þeir samfelld-
ir.
Egilsstaðir — Seyðisfjörður.
Hér er tekinn fyrir sá kafli,
sem að jafnaði er verstur, þ,e.
háheiðin. Nauðsynlegt er að
taka aðra kafla í framhaldi af
þessu, og ekki sízt brú á Ey-
vindará.
Egilsstaðir — Reyðarfjörður.
Hér er gert ráð fyrir að ljúka
því nauðsynlegasta, en eftir
verður brú á Geithúsaá og veg
ur um hana, sem gjarna má
bíða.
Eskifjörður — Norðfjörður.
Gert er ráð fyrir, að göngin
verði gerð og þau tengd.
Reyðarfjörður — Fáskrúðs-
fjörður. Væntanlega tekst að
ljúka kaflanum frá og með
Götuhjalla og út á Vattarnes-
veg. Öðru verður sleppt, svo
sem kaflanum, Slétta-Götuhjalli,
sem er afleitur.
Fáskrúðsfjörður — Stöðvar-
fjörður. Verstu kaflarnir verða
byggðir upp, en þeir nœst verstu
ekki. Vantar því allmikið á, að
leiðin verði sæmilega veguð.
Stöðvarfjörður — Breiðdals-
vík. Ráðgert er að breikka og
laga veg í skriðunum og á
milli þeirra. Öðrum köflum verð
ur sleppt, þótt slæmir séu.
Breiðdalslvík — Djúpivogur.
Hér ér vaila nokkru sleppt, að
vísu vantar fé tíl viðbótar vegna
kaflans Runná — Kelduskógur.
Djúpivogur — Starmýri. Frá
Djúpavogi að Starmýri vantair
um 2,9 millj. kr. til að ljúka
vegi. Ólokið verður þá kafla ut
an Urðarhj alla.
Vopnafjarðarvegur. Væntan-
lega tekst að ljúka kaflanum
frá Langadalsvörðu og niður
undir Nykuirvatn, og einnig
þeim hluita vegarina, sem er í
byggð. Á fyrmefndum kafla er
um talsverða styttingu að ræða.
Verður þá ólokið kafla um
Burstafellsbrekku og efsta
Framh. á bls. 15