Morgunblaðið - 13.07.1971, Qupperneq 24
IHtfrguttfelðbUk
nucLVsmcnR
^-«22480
mnftttnflrlafrtfe
ÞBIÐJUDAGUR 13. JULÍ 1971
800 laxar ganga í Lárós
GÍFURLEG laxagengd er nú í
Lárós á Snæfellsnesi og nú ný-
lega hafa gengið i ósinn á að-
eins tveimnr dögum um 800
fimm og sex punda laxar og
miklar torfur eru fyrir utan ós-
inn. Fyrir nokkrum árum var
hafin þar vestra fiskirækt og í
fyrra voru sett i ósinn 550 þús-
und kviðpokaseiði og i ár 400
þúsund. Fréttaritari Mbl. í
Grundarfirði, Emil Magnússon,
sendi í gær eftirfarandi frétt:
Grundarfirði, 12. júlí.
JÓN heitir maður Sveinsson.
Hann er rafvirkjameistari að iðn
og á heima í Reykjavík. Jón er
fæddur undir þeirri gæfustjörnu
að sjá drauma sína rætast, en
þær draumsýnir eru fiskirækt í
stórum stíl. Fyrir þeim hefur
hann eldlegan áhuga og hefur
þegar unnið merkilegt afrek í
þessum efnum.
Núna um helgina var Jón
staddur hér í Grundarfirði, sem
oft áður að huga að búfénaði
sínum í Lárós, en svo heitir fiski-
ræktarstöðin. Hann hringdi til
min og bað mig að skjóta skjóls-
húsi yfir nokkra fiska, sem hann
væri með. Þegar hann svo kom,
reyndust þetta var 300 nýrunnir
laxar, sem settir voru inn í klef-
ann og var þetta vissulega falleg
aflahrúga. Alls mun Jón nú þeg-
ar hafa heimt á milli 700 til 800
laxa á tveimur dögum. Þegar
er farið að senda þennan afla á
markað í Reykjavík. Þetta eru 5
og 6 punda fiskar, sem verið hafa
eitt til tvö ár í sjó og sézt hafa
fyrir utan garðinn í lóninu fiski-
torfur með allt að 500 löxum.
Sl. ár settu Jón og félagar
hans 550.000 kviðpokaseiði í stöð-
ina og 400.000 í ár. 1 stuttu sam-
tali við Jón sagði hann mér að
sér sýndist sem björtustu vonir
sinar um starfsemina myndu nú
senn rætast og svo bætti hann
við kankvís og brosandi: „Ef þú
verður lifandi, vinur minn, munu
barnabarnabörnin þín leggja fyr-
ir þig þá spumingu, hvað þið
Fi-amhald á bls. 23.
Gjaldeyri
stolið
BROTINN var upp fataskáp-1
ur í Laugardalssimdhöllinni i
, um helgina og stolið andvirði (
um 30 þúsund króna í gjald-
eyri frá belgískum ferða-!
manni. Auk gjaldeyrislns voru (
á þriðja þúsimd krónur ís-,
lenzkar í veskinu. Þjófurinn'
var ófundinn í gærkvöldi.
Mikill hluti gjaldeyrisins (
Framhald á bls. 23.
Síldarsölur fyrir 33,9 milljónir
i Danmörku síðastliðna viku
ALLMARGAR síldarsölur voru
f Danmörku á tímabilinu frá 5.
til 10. júlí og seldu skipin sam
tals fyrir kr. 33.888.379,00 og
var meðaiverð 14,12 krónur. —
Samtals var aflinn 2.399,6 smá-
lestir. Af þessum afla fóru 207,9
lestir í gúanó og fékkst fyrir
það 709.793,00 krónur. Þá voru
seldar 3 lestir af makril fyrir
Ólafur gengur á
fund forseta í dag
ÓLAFUR Jóhannesson, formað-
ur Framsóknarflokksi ns, mun
ganga á fund forseta Islands kl.
11 árdegis í dag og skýra hon-
um frá samkomulagi flokkanna
þriggja um myndun nýrrar rík-
isstjómar. Búizt er við því, að
ríkisstjómin taki formlega við
völdum á morgun.
Framsóknarflokkurmn, Alþýðu
bandalagið Samtök frjálsliyndra
og vinstrimanna náðu samkomu
lagi um stjórnarmyndun s.L laug
ardag og þá sendi Ólafur Jóhann
esson frá sér svohl'jóðandi frétta
tilkynningu: „Þeir þrír flokkar,
sem tekið hafa þátt í viðræðum
um stjórnarmyndun, hafa náð
samkomulagi um málefnasamn-
ing og verkaskiptingu. Frá þess-
ari niðurstöðu hefi ég skýrt for-
seta Islands og frá stjórnarmynd
un verður ekki gengið formlega
fyrr en í næstu vifcu."
Engin yfirlýsing hefur enn ver
ið gefin út um málefnasamning
ríkisstjórnarinnar, en nokkurn
veginn er ljóst að verkefnaskipt
ingin milli flokkana 3ja verður
þessi: Framsóknarflokkurinn
fær forsætisráðuneytið, dóms- og
kirkjumálaráðuneytið, fjáirmála-
ráðuneytið, landbúnaðarráðuneyt
ið og utanrikisráðuneytið. Al-
þýðubandalagið fœr sjávarútvegs
ráðuneytið, viðskiptaráðuneytið,
iðnaðarráðuneytið, heilbrigðis-
ráðuneytið og tryggingaráðuneyt
ið. Samtök frjálslyndra og vinstri
manna fá menntamálaráðuneyt-
ið, félagsmálaráðuneytið, sam-
göngumálaráðuneytið og Hag-
stofu íslands.
Talið er fullvist, að rikisstjórn
Framhald á bls. 23.
48.661,00 krónu og var meðal-
verð þar 16,22 krónur.
Hæsta ealan var hjá Jóni
Kjartanssyni SU, sem seldi 5.
júlí 93,4 lestir fyrir 1.979.288,00
krónur, meðalverð 21,20, sem
þó var aðeins næst hæsta meðal
verð. Hæsta meðalverð fékk
Ljósfari ÞH hinn 6. júlí, en
seldi þá lítið magn af makril
aðeins 0,9 lestir fyrir 21.538,00
kr. og var meðalverð 24,35 kr.
Skýrsla L.Í.Ú. um síldarsölur
er á bls. 23.
14. Iandsmót UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um helgina. Mjög
margir þátttakendur voru í hinum ýmsu íþróttagreinum og
voru þeir víðsvegar að af landinu. Þessi mynd er frá úrslitum
í 100 metra hlaupi, en sigurvegari varð Sigurður Jónsson,
HSK, en síðan koma Jón Benónýsson, HSÞ, Sævar Larsen,
HSK og Guðmundur Jónsson, HSK. 1 íþróttafréttum Mbl. er
ítarleg frásögn af landsmótinu. (Ljósm. Friðþjófur.
510 milljón króna endurbæt-
ur á flugbraut
Flugmenn gagnrýna að
framkvæmdir hafa tafizt
FYRIRHUGAÐAR eru á Kefla-
víkurflugvelli umfangsmiklar end
urbætur á flugveUinum, lenging
þverbrautarlnnar og endurbót á
ljósaútbúnaði við hana. Fyrsti
áfangi þessara framkvæmda,
sem kosta mun um 510 milljón-
ir króna hefur þegar verið hann
aður og er unnt að hefja fram-
Gjaldeyrisforðinn yfir
4000 milljónir
Hefur aukizt um 800 milljónir
króna frá áramótum
í LOK júnímánaðar nam
gjaldeyrisforði landsmanna
um 4075 milljónum króna og
er það um 800 milljón króna
hækkun frá sl. áramótum. 1
júnímánuði einum jókst
gjaldeyrisforðinn um 400
milljónir króna. Þessar upp-
lýsingar koma fram í greinar-
gerð, sem Morgunblaðinu
barst í gær frá ráðuneyti Jó-
hanns Hafstein, um stöðu
þjóðarbúsins.
Þar kemur einnig fram, að
í lok maímánaðar námu heild
arinnlán banka og sparisjóða
um 18,9 milljörðum króna og
höfðu aukizt um nær 2,2
milljarða eða um 13,2% frá
áramótum. Á sama tíma juk-
ust útlán bankanna um 2000
milljónir eða 12,8%. Á árinu
1970 námu ný útlán fjárfest-
ingarsjóða nær 2000 milljón-
um króna. Hér fara á eftir
þeir kaflar í greinargerðinni,
sem fjalla um ofangreind
efni. (Sjá að öðru leyti mið-
síðu).
GREIÐSLUJÖFNUDUR
OG GJALDEYRISSTAÐA
Eiixs og nú horfir, er úflit
fyrir, að greiðslujöfnuðurinn
verði í heild hagsitæðuir á árinu
1971. Að visu er reiknað mieð
verulegum viðsikiptahaUa, en
hann er meira en veginn upp af
eðMIegum erlendum lántökum
vegna framkvaamda. Samkvæmt
bráðabirgðatölum hefur gjaid-
Framhald á bls. 23.
kvæmdir, fljótlega eða um leið
og fjármagn er tryggt tll fram-
kvæmdanna. Hafa flugmenn
mjög gagnrýnt, að endurbætum-
ar hafa ekki verið gerðar.
1 Viðtali, sem MbL átti við Emid
Jónsson, utanrikisráðherra í gær,
sagði hann að ítarfegar viiðræður
hefðu átt sér stað við bandarisk
stjórnvöld um þessa framkvæmd
og aðrar á KefiavíkurflugvelM.
Leiddu þær viðræður til þess að
Bandarikjastj órn lagði fram fjár
veitingarbeiðní að upphæð 5.8
miljóniir dollara, þ.e. 510 milljón
ir króna og hefur mál þetta hlot
ið venjuiega afgreiðslu fyrir
Bandaríkjaþingi. Fjárhagsárið
þar vestra er frá 1. júM til 30.
júní, en afgreiðsla fjiárlaganna
hefur dregizt á íanginn að þessu
siinni o.g þvl hefur fjárveitingin
ékki hlotið samþykki enn.
Lenging sú, sem um er að
ræða er þannig að brautin verð-
ur eftir framkvæmdimar 10 þús-
und fet, en er nú 6560 fiet. Þá
hefur Bandarikjastjóm og á-
kiveðið að kosta ýmsar endurbæt
ur á tækjabúnaði við aðalflug-
brautina að upphæð 26,5 millj. kr.
Þá kvað Em.il Jónsson á síðasta
ári hafa farið íram ýmsar aðrar
viðræður um framkvæmdir á
Keflavlkurflugvelli, en ekiki hef-
ur endaniega verið gengið frá
þeim samningum.
Ökuför á hemlalitlum bíl:
Konan datt út
neðarlega í Kömbum
LÖGREGLAN á Selfossi tók 6
ökumenn fyrir meinta ölvun við
akstur um helgina, þar af var
einn bilstjóranna næstnm búinn
að fara sér að voða í Kömbum,
er hann réð ekkert eða lítið við
hemlalítinn bO sinn, sem þar að
auki var framrúðiilaus. Var hrað
inn orðinn æði mikill, neðarlega
í Kömbum og datt þá kona, sem
var farþegi í bílnum út úr hon-
um. Hún mtin þó ekki hafa slas-
azt alvarlega.
Fraimrúðan brotnaði á Hellis-
heiði. Það var þó ekki látið aftra
för. Þegar bíllinn var síðan skoð
aður á Seifossi kom ýmislegt
fleira athugavert i Ijós. Ljós
voru t.d. engin á bíinum og
hurðalæsingar lélegar.
Þá valt bifreið um helgina á
Hellisheiði og ónýttist að sögn
Selfosslögreglunnar. Ekki urðu
slys á mönnum. ökumaður í þvi
tiiviiki var al'lsgáður.