Morgunblaðið - 12.08.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐUR
178. tbl. 58. árg.
FIMMTUDAGUR 12. AGIJST 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Flugslys í Sovét
Talið að um 100 manns hafi farizt
Sporðagrunn var valin feg- /
ursta g-ata borgarinnar af
Fegrunarnefnd Reykjavíkur \
árið 1971. Þrjár aðrar götiir, |
sem hlutn viðurkenningu, i
voru Selvog-sgrunn, Hvassa-
leiti og Brekkugerði. Þessa'
mynd tók ljósmyndari Mbl., |
Brynjólfur Helgason, af hluta j
Sporðagrunns síðdegis í gœr. .
137.852
hafa flúið
— síðustu 10 ár
BERLÍN 11. ágúst — NTB.
Alls hafa 137.852 Austur-Þjóð-
verjar flúi-ð vestur eftir að kom
ið var á algerum tálmunum við
Vestur-Berlín með byggingu
múrsins þann 13. ágúst 1961.
Kom þetta fram á blaðamanna-
fundi i Vestur-Berlín i dag. Lang-
flestir flóttamannanna hafa kom-
izt annað hvort um þriðja land-
ið eða á fölsuðum skilrikjum.
Tœp 30 þúsund f-lóttamannanna
hafa lag-t sig i þá hættu að fara
um jarðsprengjusvæði eða að
kiifra yfir múrinn.
Samtals 151.697 Austur-Þjóð-
verjar fengu leyfi yfirvalda ti-1 að
flytjas-t þaðan á þessum tá-u ár-
um. Sextíu og fimim manns hafa
a-ustur-iþýzkir verðir drepið á
flótita yfir múri-nn, en a. m. k. 81
hef-ur verið drepinn við landa-
mæri Austur- og Vestur-Þýzka-
lands.
MOSKVU 11. ágúst — NTB, AP.
Farþegaflugvél af ge.rðinni TU-
104 hrapaði í fluglaki á flugvell-
Inum í Irkutsk í Síberíu í fyrri
viku og létust allir sem með vél-
inni voru, að líkindum um 100
manns. Opinberlega hefur ekki
verið sagt frá siysinu í Sovét-
ríkjunum, enda er það ekki vani
þegar vél í innanlandsflugi ferst.
Heimildir um slysið eru aðallega
frá ferðamönnum komnar og
segja þeir að véliii liafi verið í
flugtaki, en skyndilega liafi lnin
„misst hæð“ og hrapað logandi
til jarðar.
Sovézka flugmálaráðuney tið
sagði 5 dag, að engar fregnir
hefðu boriz-t af sl:ysi þess-u. Síð-
ast var sagt opin-berl-ega frá flug-
slysi, sem varð á Mos-kvuílug-
vedli í ágúst 1969, þegar sextán
ferðamenn á leið i sumarleyfi
Belfast:
Ekkert lát á bardögum
Sjúkrahús vantar blód
og matvælaskortur ágerist
Belfast, 11. ágúst. NTB. AP.
ÁSTANDIÐ á Norður-írlandi,
sér í lagi í Belfast versnar
með hverjum degi; ekkert
lát var á bardögum og blóð-
ugum óeirðum í dag og hafa
nú yfir tuttugu manns látið
lífið í borginni og hundruð
hafa særzt alvarlega. Sjúkra-
hús geta ekki hlynnt að særð-
um, nema að takmörkuðu
leyti, þar sem blóðbankar eru
tómir og matvælaskortur í
borginni er farinn að vera í-
skyggilegur. Þúsundir manna
eru heimilislausar og stór
hverfi í Belfast eru rjúkandi
rústir. Á annað þúsund
manns hafa flúið úr horginni
og leitað yfir til írska lýð-
veldisins.
Brezkir hermenm réðust til at-
lögu á tvær bækistöðvar IRA —
hiin-s bannaða írs-ka lýðveldishe-rs
— í Belfast í dag. önimur bæki-
stöðin var i bakaríi og stóð um-
sátrið alllanga stund, en her-
mönsnum tókst að yfirbuga
Maltar bíða eftir
svari frá NATO
BRUSSEL, Valetta, 11. ág„ NTB.
Fastaráð Atlantshafsbandalags-
Ins náði sanikomnlag'i um tilboð
til stjórnar Möltu, vegna leigu
á ílotaaðstöðu bandalagsins þar,
að þvi er heimildir við aðalstöðv-
arnar í Briissel upplýstu í kvöld.
Ekki liefur verið írá þvi skýrt,
hversu hátt lelgutilboðið er, en
sagt að það sé undir tíu milljón-
um sterlingTspunda. Dom Mintoff,
forsætisráðherra Möltu, hefur
krafizt að minnsta kosti 30
miiijón sterlingspunda, elia verði
Bretar og Atlantsliafsbandalagið
að Iiverfa á brott nieð allt sitt
lið. Bretar greiða nú til Möltu
5 milljðnir punda árlega fyrir
aðstöðu sfna.
Ibúar Mödtu eru um 320.000 og
5.000 þúsund þeirra hafa a-tvinnu
á stöðum þeim, sem Bretland og
Atilantshafsbandalagið nota á
eynni. Libýa hefur boðið Möltu
efnahagsaðstoð og vitað er að
Sovétríkin hafa og hug á að
au-k-a áhrif sín á eyrani. Mintoff
hefur kvatt þingið saman til
fundar þann 16. ágús-t og er bú-
izt við að þá verði fjallað um
imálið.
Komi -það upp á tenin-gn-um, að
Malta ha-fni tilboði Bretlands og
Atlantshafsbandalagsins, get-ur
það orðið ti'l þess að Maltar
hætti þátttöku í varnarsamstarfi
veistrænna ríkja, segir i skeyti
NTB fréttastofumnar.
Tveir
og um
hry ð j u verkamennin a.
þeirra létust, tódtf særðust
300 voru handteknir.
Lögregla og hermemn urðu
hvað eftir annað að beita tára-
gasi, kylfum og ógleðíspren'gj-
um í Belfast í dag, húsleit var
gerð í mörgum hverfum, en engu
að síður hafa leyniskyttur óspart
lá-tið að sér kveða og gera lög-
reglu og herliði erfitt fjrrir að
koma á friði. Öllum ber samam
um, að ekki hafi komið til meiri
bardaga og blóðsúthellinga á
írlandi í fimmtíu ár.
í Londonderry er búizt við, að
ástandið þar geti versnað í
kvöld, þar sem mótmæfliendur
hafa í hyggju að minnast þess í
kvöld, að þennan dag fyriir þrem
Framh. á bls. 17
Leyniáætlun
um innrás i
Vestur-Eyrópu
París, 11. ágúst, NTB.
TÉKKNESKUR hershöfðingi,
Jan Sejna, sem flýði til Banda-
ríkjanna 1968, segir i viðtali við
franska tímaritið Paris Match, að
Rússar hafi gert skrá yfir rúm-
lega 10.000 Vestnr-Þjóðverja, sem
yrðu tafarlaust handteknir, ef til
styrjaldar kæmi.
Sejna segir í viðtalinu írá
leyn-ilegum áætlunum Varsjár-
bandalagsi-ns um styrjöld gegn
löndum Vestur-Evrópu. Sam-
kvæmt þeim er gert ráð fyrir
þriggja da-ga sökn með milljón
m-an-na heríiði að Rín. Þaðan
skuli gerðar árásiir með eldflaug-
um á skotmörk í Vestur-Evrópu
og hefja inn.rás í FrakSUand,
Belgíu, Holland, Luxemborg og
Enigland.
Sérsta'kir herdómstólar hafa
verið settir á laggirnar, að sögn
Sejn-a, og eiga þeir að fylgja sov-
ézfka innrásairíiðinu í sókninni
inn í Vestur-Evrópu og dæma
hugsan-lega „stríðsglæpamenn".
Gerð hefur verið skrá yfir tugi
þúsunda Fr-akka er skal leiða fyr
ir þessa herdómistóla, að sögn
Sejna.
Sej-na tók ekki fram í viðtalinu
hvenær þessar áætlanir voru
geirðar eða hvorí síðar hafi verið
gerðar nýjar áætlanir í þeirra
stað. Sejna -hershöfðdnigi fiýði frá
Tékkósflóvakíu þegar vorþíðan
svokallaða byrjaði eftir fall Ant-
onin Novotnys snemma árs 1968.
Þegar hann flýðd var hann for-
maður varn arimálnefndar tékkó-
slóvakíska kommúinistaflokksins.
Að sögn Sejna starfar næstum
því þriðjungur allra starfamanna
Framhald á bls. 2
létiust. Mikið flu'gslys varð á
Lemingradvelli þann 31. des.
1970, er Ilyushin-18 farþegavél
fórst og milili 90 og 100 manns
biðu bana. Um það slys bár-
ust sovézka flugimálaráð'uneyt-
inu aldrei neinar fregnir, að þvi
er falsimaður þess greindi frá
þá.
Irkutsk er stór iðnaðarbor.g í
Suður-Síberíu, 240 km frá landa-
mærunum . við MongóíMu. Óopin-
berar heimildir segja að vélin
hafi verið á leið frá Odessa til
Vl'adivostok með millilendingu í
Irteutsk.
4 létust
— er hótel-
svalir brustu
Malaga 11. ágúst. AP—NTB.
AÐ minnsta kosti fjórir létu
lífið og nokkrir 'slösiuðust, er
svalir hrundu á Hótel Riviera í
Torremiolinos i morgun, niður í
matsal þar sem fjöldi gesta, allt
erlendir ferðamenn, var að
snæða árbít.
Hótel Riviera var byggt fyrdr
sjö árum. Ekki er vitað um or-
sakir slyssins. Þeir sem létust
voru hjón frá Luxembourg og
tveir Þjóðverjar.
Mettala
liðhlaupa
Washington, 11. ágúst. NTB
FJÖLDI liðhlatipa úr banða-
ríska hernum hefur aldrei verlð
hærri frá lokum síðari heims-
Framh. á bls. 17
John Lindsay.
Lindsay yfir
til demókrata
New York, 11. ágúst AP—NTB.
JOHN Lindsay, borgarstjóri í
New Vork, kunngerði í dag að
hann hefði sagt sig úr Republi-
kanaflokkntim og gengið I Demó
krataflokkinn. Hann kveðst ekki
hafa tekið neina ákvörðun um
hvort hann mimi freista þess að
ná útnefningu Demókratafiokks-
ins sem forsetaefni á næsta ári.
Við yfiríýsingu af rílíku taigi
hefur verið búizt um hrið, þar
sem ágreiningur hefur verið með
Lindsay og ýmsum forystumönn
um republikana í Bandaríkjun-
um og við síðasta endurkjör han»
ti-1 borgars'tjóraembættis, naut
hann opinbers stuðnings demó-
krata.
Ýrnsir framámenn meðal demó
krata hafa fagnað þeirri ákvörð-
un Lindsays að ganga í flokkánni
og boðið hann velkominn til
starfa, þ. á m. Hubert Hump-
hrey, fyrrverandi varaforseti og
einn af líklegum forsetaefnum
demókrata árið 1972. Talsmaður
Hvíta hússins vildi ekkert láta
hafa eftir sér um flokkaskipti
Lindsays borgarstjóra.