Morgunblaðið - 12.08.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1971
Ekkert samband milli Vín-
landsferðanna og Kolumbusar
segir S.E. Morison. Dregur
mjög í efa gildi Vínlands-
kortsins
„Fjöldi manna er frá Karls-
efni kominn, ok er hann kyn-
sæll maðr orðinn. Ok hefir
Karlsefni gerst sag:t allra manna
athnrði um farar þessar allar,
er nú er nökkut orði á komiö.“
Svo segfir i lok Grænlendinga-
SÖRU. Og þegar Samuel Eliot
Morison hefur rakið stuttlega
hvað varð mn fjölskyldu Eiríks
rauða eftir að hún kom til ís-
lands og drepið á hina mikils-
virtu afkomendur Snorra Þor-
finnssonar, . . . „litla drengs-
ins, sem fæddist í Vínlandi“, held
ur hann áfram að ræða sögu
Grænlands og Vínlands.
Vínland hverfur nú að mestu
úr skráðri sögu, segir hann, eini
atburðurinn sem vitað er um —
og þó ekki með vissu — er dul-
arfull heimsókn biskups að
nafni Eirikur Gnúpsson, vel-
þekkts manns, sem norrænir
kölluðu Upsa. Árið 1121 herma
íslenzkir annáiar, að Upsi hafi
farið það ár að leita að Vínlandi
og aldrei komið til baka og á Vín
Jandskortinu „gengur þessi
grunsamlegi klerkur aftur“, eins
og Morison kemst að orði.
„Eiríkur sendiboði páfastóls
og settur biskup yfir Grænlandi
og nærliggjandi löndum sótti
heim þetta víðlenda og mjög svo
auðuga land í nafni almáttugs
Guðs síðasta æviár okkar marg-
blessaða föður Pascais og dvald
ist þar langdvölum bæði sumar
og vetur og hélt aftur heimleið-
is í norðaustur til Grænlands
og þaðan áfrarn leiðar sinnar í
auðmjúkri undirgefni við vilja
yfirboðara sinna," segir á Vín-
landskortinu.
Siðan segir Morison, að svo
framarlega, sem þetta sé ekki
verk siðari tíma falsara — sem
hann sjálfur hafi grun um —
bendi þessi tilvísun til þess, að
á þessum tima hafi menn ennþá
gert ráð fyrir kristnu samfélagi
einhvers staðar í strandhéruð-
um Norður Ameríku — sam
félagi, sem biskupinn taldi sig
þurfa að vitja og því hafi hann
farið þessa Vínlandsferð. En
burtséð frá hugmyndinni um
fölsun kortsins segir Morison,
að saga þess sé að öðru leyti
vafasöm. Pascal II páfi hafi
dáið í janúar 1118 en ekki 1126.
Eiríkur hafi verið skipaður
biskup „in partibus" 1112-13 en
aldrei yfir Grænlandi; fyrsti
grænlenzki biskupinn hafi ver-
ið vigður fyrst tólf árurn síðar.
EFAR GILDI VÍNLANDS
KORTSINS
Morison gerir Vínlandskortið
að umtalsef-ni i athugasemdum
sinum aftan við þennan kapitula
bókarinnar. Hann segir frá út-
komu kortsins og mikilvægustu
upplýsingum varðandi Vínlands
ferðirnar, þ.e. um ferðir Bjama
og Eiríks biskups, annars vegar
og lögun landanna hins vegar.
„Efnafræðilegar rannsóknir á
bieki o.s.frv. eiga ef til vill eft-
ir að sýna að það sé ósvikið,“
segir hann og bætir við að sjálf
ur sé hann haldinn „alvarlegum
efasemdum" um það sem sé
kurteislegt orðalag fræði-
tnanns yfir grunsemdir hans
um fÖlsun. „Orsakir tortryggni
minnar eru þessar;“ bætir hann
við: „Meiri hluti kortsins, senri
gert er ráð fyrir að hafi fylgt
Tartarafrásögninni er í stil við
heimskort Andrea Bianco frá
því um 1436, með venjuiegum
Ptólemalskum skekkjum og
ímynduðum eyjum, en „Iso-
landa," Gronelanda" og Vin-
landa“ svara svo nærri útlínum
og staðsetningu Islands, Græn-
lands, sunnan 72. gr. norðl.
breiddar og Baffinsiands á nú-
tímakortum, að þau hljóta að
hafa verið sett inn á miklu síð-
ar af einhverjum snjöllum fals-
ara. Takið eftir því hversu mjög
„Vinlandia Insula“ líkist Baffins-
landi. Cumberlandsund og
Frobisherflói eru þar og Nettin-
ingvatn með afrennsli í austur
en ekki vestur, tii þess að það
líkist „Hópi“ norrænu sæfar-
anna. Takið eftir, að Grænland
er eyja. Það var aldrei teiknað
þannig á neinu korti fyrir 1650
heldur sem skagi út úr Asíu.
Takið eftir hve Island er ná-
kvæmt og austurströnd Græn-
lands, sem á Cantino-kortinu
frá 1502 er réttilega sýnd um-
lukin ís. Takið eftir stöðum á
austurströndinni eins og Ang-
magsalik, um 65°30‘ norðlægr-
ar breiddar og Scoresbysundi
við 70° norðl. breiddar, sem
óhugsandi er, að hafi verið
kannaðir svona snemma, hversu
mjög sem maður reynir á hug-
myndaflugið. Og á Vesturströnd
inni eru staðir sem svara ná-
kvæmlega til Syðri Straumfjarð
ar, Diskoflóa og Karretsfjarðar.
Athugið, hvernig ströndin norð-
ur af Upernavik sveigir til vest-
urs. Nei, þetta kort af norður-
svæðunum er of nákvæmt til
þess að hafa verið teiknað ár-
ið 1450 eða jafnvel næstu tvær
aldir þar á eftir. Það er í greini
legri mótsetningu við áberandi
ónákvæmni Evrópu- og Asíuhluta
kortsins, sem gert er ráð fyrir, að
hafi fylgt Tartarafrásögninni.
Og hvað sýna norðdægu eyjarn-
ar þrjár annað en fégræðgi ein-
hvers snjalls falsara. Enginn
þeirra dönsku og íslenzku fræði
manna, sem ég ræddi við í
Kaupmannahöfn í maí 1969 telja
að Vínlandskortið sé ósvikið, þó
svo þeir hafi fullkomnar ástæð-
ur, bæði þjóðernislegar og tilfinn
ingalegar, til þess að hafa það
fyrir satt.“
4. grein
Loks segir Morison, um leið
og hann vísar í him ýmsu rit
um þetta mál, að latmesku at-
hugasemdimar á kortinu um
Eirík biskup og Vínland séu
grunsamlega líkar atriði, sem
fram kemur í handriti nokkru
af Grænlandslýsingu frá 1669,
er finna megi í Konungsbók-
hlöðu í Kaupmannahöfn. Þar er
minnzt á Bjarma, Leif, Ericus
Rufus og Ericus Gronlandiae
Episcopus, sem sagt er að hafi
dáið á ferð sinni til Vín-
lands 1121.
PÁFABRÉF UM
GRÆNLANDSMÁL.
Og svo vikið sé aftur að yfir-
iitinu um sögu Grænlands -
eftir þessa vafasömu ferð Eiríks
biskups upsa til Grænlands lið-
ur meira en öld þangað til aftur
er minnzt á Vínland eða nær-
liggjandi svæði. íslenzkir ann-
álar ársins 1347 herma, að skip
hafi komið frá Grænlandi,
smærra en þau skip sem sigli
til Islands undan hafstraumum.
til íslands . . . það hafi haft
ankeri og um borð verið sautján
menn, sem verið hafi á Mark-
landi en skip þeirra hafi hrak-
izt til íslands undan hafstraum-
um.
Þetta segir Morison að sé skýr
vísbending um samband milli
Græniands og greniskóganna í
Labrador, skammt frá Furðu-
ströndum á Marklandi Leifs
heppna. Það hafi ekki verið
neinum erfiðleikum bumdið fyrir
norræna menn að sigla á sumr-
in yfir til Marklands til þess
að ná sér í timbur — sem að
sjálfsögðu hafi verið þeim nauð-
synleg vara.
Smám saman hverfur Græn-
land úr vitund Evrópumanna.
Síðasti Garðabiskupinn, sem vit
að er til að hafi farið til Græn-
lands lézt árið 1372. Norskt
skip var vetrartíma í Vestri-
byggð einhverntíma á árunum
1406-1410 en fann þar ekkert
fólk, aðeins kvikfénað sem lék
lausum hala. Nikulás páfi V
skrifar árið 1448 bréf til erki-
biskupsins í Þrándheimi að þá
þrjátíu árum fyrr hafi floti
viillimanna f-rá nærliggjandi
strönd gert innrás í landið, eytt
það með báli og brandi og
la-gt í eyði allar nema níu kirkj-
ur. Fer páfi þess á leit við bisk-
up, að hann rannsaki málið og
sendi presta norður til þess að
sinna þeim, sem eftir kunni að
lifa. Ekkert var gert í því máli,
en um það bil 45 árum siðar,
sést, að Alexamder páfi VI er
farinn að bera hag þess-
ara fjarlægu trúbræðra fyrir
brjósti. Hann sfcrifar íslenzku
bisfcupunum og bendi-r þeim á,
að ekkert skip hafi farið til
Græn-lands í áttatíu ár. Og þó
Innooent páfi VIII (1484-1492)
hafi skipað Matthías nokku-m
Grænlandsbiskup, hafi ekkert
frá honum heyrzt, páfi viti ekki
einu sinni hvort ha-nn hafi nokk
urn tíma farið til Græn-
lan-ds. Fer páfi þess á leit við
íslenzku biskupana að þeir láti
málið til sín taka og tekur fram,
að Grænlendingar þurfi ekki að
óttast reikning frá páfa, þeir
skuli undanþegnir gjöldum til
hans.
DAPURLEG ENDALOK
Siðan er þögn og hvað hefur
gerzt? spyr Morison. Ýmsar skýr
ingar eru hugsanlegar en
þá liklegustu telur hann að megi
rekja ti-1 þess, að sambandið
milii Grænlands og Noregs
slitnaði. Hann segir, að engin
evrópsk nýlenda í Ameríku
hefði getað haldizt við lýði til
len-gdar, ef skorið væri á bönd-
in við heimalandið og bendir á
fyrst-u ensku nýlenduna i
Virginia sem dæmi. Og ástæðuna
fyrir sambands-slitunum telur
hann helzt að meg-i rekja til
skorts á hagkvæmum viðskipt-
um. Botninn hafi dottið úr sölu
rostungstanna vegna samkeppmi
við fíiabeinið sem Portúgalar
kom-u með heim, aðalsmenn hafi
hætt að sækjast eftir hvit-
um fálkum; þá hafi efnaha-gslíf
norrænna manna orðið fyri-r
miklu áfalli af völdu-m Svarta-
dauðafaraldursins 1349, sem
felldi þriðjun-g íbúa Norður-
landa og jafnvel meira á
Islandi. Ennfremur hafi það
komið til, að skip Hansakaup-
manna og Engiendin-ga hafi orð-
ið ofan á í sa-mkeppni við nor-
rænu kaupförin og í staðinn
fyri-r ránsferðir norrænna vík-
inga um strendur Norður-
Evrópu hafi nú enskir og skozk-
ir sjóræningjar tekið að herja
a-llt n-orður tii Islands. „Skipin,
sem send voru frá Noregi til
Grænlands, að mi-nnsta kosti á
nokkur-ra ára fresti,“ segir Mori-
son, „hættu að kom-a. Sumarhiti
á Grænlandi lækkaði meira en
akuryrkjan, sem alltaf var
erfið, þoldi. Ýmisleg-t bendir til
en-gisprettuplágu. Prestarnir
dóu og frá Róm komu ekk-i aðrir
í þeirra stað. Karl-mennirn-ir,
sem höfðu hrörnað líkamlega,
að þv-í er beinagrindur benda
til, urðu of veikbyggðir til að
stunda veiðiskap.“
Höf-undur segir að lokum, að
það sé dapu-rleg mynd sem við
sjáum fyrir okkur af hnignun
Framhald á bls. 20