Morgunblaðið - 12.08.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1971, Blaðsíða 11
MOR-GÖNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1971 11 Straummælingar við Reykjavik og Hafnarfjörð Vegna skolps- og mengunar- hættu. Fluormælingar innan skamms HAFRANNSÖKNASKIPIÐ Bjarni Sæmnndsson var á föstu- dag við straummælalagn- fng-u við Reykjavik og Hafn- arfjörð, en það er m.a. liður í Btraummælinguni, sem hafnar voru í fyrra. Svend Aage Malmberg haf- fræðingur skýrði Mbl. frá þessu verki og bað jafnframt fyrir til- mæli til sjófarenda um að fara varlega i námunda við straum- mælaba u j umar. — Straummælum hefur verið lagt á ýmsum stöðum í sjónum umhverfis Reykjavík og Hafn- arfjörð, sagði hann. Liggja þeir við rauða belgi, merktir: „Haf- rannsókn og straummæling". Staðirnir eru: 1) Við olíubauju út af örfirisey. 2) Út af Gróttu, milli bauju og Kerlingarskers. 3) Út af Hvaleyrarholti, sunnan Helgaskers. 4) 1 Straumsvík, skammt norðaustur af höfninrii. Eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem leið eiga um þessar sióðir, að þeir láiti þessar bauj- ur vera. Jafnframt að þeir til- ikynni Ha fra nn sóknas tofn u n i nn i á Skú'lagötu 4, ef þeim virðist eittihvað úr lagi fært. — Því miður hafa verið brögð að þvi að óþekktir aðilar hafi eyðiiagt mælingar sem þessar, með gáleysi og jafnvel viljandi, sagði Svend Aage ennfremur. — Sl. sumar voru gerðar mæl- ingar í sjónum umhverfis Reykjavík á vegum gatnamála- stjóra, til könnunar á því hvern- ig bezt væri að koma i veg fyr- ir mengun frárennslis. Voru þá gerðar straummælingar af starfs mönnum Hafrannsóknastofnun- ar, bætti haffræðingurinn við til skýringar. Þær mælingar, sem nú er verið að gera á vegum Sjófræðideildar Hafrannsókna- stofnunar eru í beinu framhaldi af þeim í fyrrasumar. Eru straumar milli Straumsvikur og höfuðborgarsvæðisins teknir sérstaklega til athugunar, bæði með skolpið í huga en ekki síð- ur vegna hugsanlegrar mengun- ar af völdum stóriðju í Straums- vík. — Þá mun Hafrannsókna- stofnunin á næstunni láta fara fram mælingar á fluorinnihaldi sjávrar á sömu slóðum og mun Jón Ólafsson, haffræðingur, vinna það verk. — Ég tel rannsókn á efna- magni sjávar hér við land brýnt verkefni, sagði Svend Aage að lokum. Svo vil ég aftur minna á að farið sé með gát í nánd við straumamælabaujurnar, sem fyrr eru nefndar. Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og frú Gandhi, forsætisráðherra Indlands, að iokn- um viðræðunum er leiddu til vin áttusamnings ríkjanna. Rússar gagnrýna heræfingar Svía Stokkhólmi, 9. ágúst NTB SVEN Andersson, varnarmála- ráðherra Svíþjóðar, visaði á bug í dag gagnrýni á leynilegar æf- ingar, sem Svíar héldu í vetur í sálfræðilegum hernaði og leyfðu blaðamönnum að fylgjast með. Frá þessum æfing- um hefur ekki verið sagt opin- berlega fyrr en nú nýlega í sænska myndablaðinu „Fib- Aktuelt", og sagði Andersson að grein „Rauðu stjörnunnar" væri byggð á röngum upplýsingum. Andersson sagði, að greinin í „Fib-Aktuelt“ væri röng i nokkr- um atriðum. Hann sagði, að herráðið rannsakaði nú greinina til þess að fá úr þvi skorið hvaða rangar upplýsingar þar væri að finna, en ekki hefði enn verið ákveðið hvort niðurstöður rannsóknarinnar yrðu birtar. Nýtt náttúrugripa- safn á Neskaupstað í „Rauðu stjörnunni" var gagnrýnt að sænska yfirher- stjórnin hefði látið sér til hug- ar koma að Rússar gerðu árás á strönd Svíþjóðar með herskip- um, settu herdeildir á land, her- tækju Gotland og gerðu loft- árásir á Gautaborg, Visby ' og fleiri staði. Blaðið segir, að yfir- herstjórnin hafi gert ráð fyrir stuðningi bandarískra herskipa og flugvéla í baráttu gegn Sovét rikjunum. „Rauða stjarnan" sagði að æf- ingarnar væru beinlínis ögrandi óg óþverraleg árás á Sovétrík- in. Blaðið sagði, að slíkar æf- ingar væru til þess eins fallnar að spilla góðum samskiptum Svía og Rússa. V egaf r amk væmdir í Víkurkauptúni Litla-Hvamimi, 10. ágúst. HEYSKAPUR hefur gengið vel í sumar og eru einstöku bæ-ndur alveg búnir með slátt. Hefur víð- ast farið saman mikil grasspretta og góð nýting beyja. Má segja að veturinn, vorið og sumarið, sem af er, sé óslitið góðæri. Vegaframkvæmdir hafa verið nokikrar hér í sumar. Byggð hef- Ur verið ný btrú á Deildará. Einnig hefur verið breytt vegar stæði í Skarphól, er var erfiður stórum bílum. Þá er unnið við steypu á Aðalgötu í Víkurkaup- túni og er það verk um það bil hálfnað. Undirbúningur að því hófst í fyrrasumar og voru þá lagðar nýjar skolpleiðslur og gangstéttar í þorpinu að nokkr- um hluta. — Sigþór. Neskaupstað, 10. ágúst. I.AUGARDAGINN 7. ágúst var fréttamönnum, bæjarstjórn og nokkrum öðrum gestum boðið að skoða nýja náttúrugripasafnið í Neskaupstað, sem er til húsa á neðri hæð í húsi Hjörleifs Gutt- ormssonar, en hann var einn aðal Útsvör í Grundafirði Grundafrfirði, 10. ágúst. NÝLEGA var Iögð fram fjár- hagsáætlun sveitarstjóðs Grund- arfjarðar, og nema niðurstöðu- tölur hennar 8 milijónum og 470 þúsund krónum. Hæstu gjaldalið Ir eru almennar tryggingar og lýðhjálp, 2,3 millj. kr., og verk- legar framkvæmdir, 2 millj. kr. Heiztu tekjuliðir eru útsvör, 5 milljónir króna, og aðstöðugjöld, 1,6 millj. kr. Hæstu aðstöðugjöld einsta&l- inga bera Soffanías Cecilsson, út- gerðarmaður, 256 þús. kr., og Ragnar Kristjánsson, umboðs- maður, 50 þús. kr. Hæsrtu að- srtöðugjöld íélaga bera Hrað- írystihús Grundarfjarðar hf., 413 þús. kr., Verzlunarfélagið Grund hf., 179 þús. kr., og Kaupfélag Grundfirðinga, 155 þús. kr. — Hæstu útsvör bera Soffanías Cecilsson, 171 þús. kr., N.B. Far- sæll, 198 þús. kr., og Niðursuð- ain hf., 111 þús. kr. — Emil. frumkvöðuU að stofnun safnsins. Bauð Hjörleifur, sem er formað ur safnsnefndar, gesti velkomna og lýsti safninu nokkuð, en bauð síðan gestum að Uta á gripina. Safngripum er haganlega fyr- ir komið í glerskápum. Þarna gefur að líta 57 tegundir fugla, steina af ýmsu tagi, marga mjög sérkennilega og fagra. Þarna eru lika mörg botndýr, svo og plöntur frá Austurlandi og steingervingar. 1 6 ár hefur nefnd unnið að söfnrm þessara gripa en safnið hefur haft styrk frá bæj- arstjórn Neskaupstaðar og einn- ig fengið fjárveitingu frá ríki síðan 1967. 1 safni þessu verð- ur aðstaða til rannsókna og þar er einnig fullkomin smásjá. Safnið verður opið almenningi kl. 16—18 þennan mánuð, en sið- ar einu sinni í viku. Á sunnudaginn, er forsetahjón in voru hér í opinberri heimsókn skoðuðu þau safnið og létu I Ijós hrifningu yfir þvL — Fréttaritari. Leiðrétting AÐ gefnu tilefni skal þess getið, að bók Jane Austen, „Pride and Prejudice“, sem nú er verið að sýna hér sem sjónvarpsmynd undir nafninu „Þótti og þröng- sýni“, hefur komið út í íslenzkri þýðingu og nefndist þá „Ást og hleypidómar". Kvennabúr á f lækingi Paris, 9. ágúst NTB. HANS háitign, Abdul Aziz El- feni, prins af Saudi Arabiu varð fyrir þeirra lífsreynslu i gær að týna um stund ferða- kvennabúri sínu á flugvelli-n- um í París. Búrið og kvinnurn ar komu þó í leitirnar seint og síðar meir. Upphaf málsins var að prins inn og konur hans voru á leið frá Genf til Parísar í sérstakri flugvél. Vagn átti að koma til móts við prinsinn á velliinum og hirða hans hafurtask og aka þvi að gljáfægðum Kádil ják sem beið við aðaldyr flug- stöðvarinnar. Vagninn reynd- ist hins vegar ekki nægilega rúmur fyrir prinskonurnar — en þær voru 22 að tölu — og eftir japl og jaml og fuður var ákveðið að karlmennimir yrðu fluttir fyrst í Kádilják- inn og konurnar síðan fíurttar í næstu lotu. En sem vagninn með prins- inn og fylgdarsveina hans inn anborðs hafði ekið á braut renndi annar upp að, hvar blæjubúnar konumar biðu og tók sá bfll þær upp i vagninn. Ekki tókst þó betur tii en svo með flutninginn — m.a. vegna málakunnáttuleysis — að konunum var varpað út úr bílnum kippkorn frá fflugvell- inum og stóðu þœr þar veg- lausar og bitu í blæjur sínar, en vegfarandur höfðu góða skemmtun af. Víkur þá sögunni til prins- ins, sem fékk á skotspónum fregnir af hrakförum kvenna sinna og lét hann stöðva Kádi ljákinn og hljóp í spretti til flugvallarins ásamt aðstoðar mönnum sínum. Voru þá kan umar á bak og burt sem fyrr segir og lá við borð að lögregl an yrði fengin til að leita kvennabúrsins. Bárust honum þá fréttir af því að 22 blæju búnar konur virtust á ver- gangi skammt frá og brá hann við hinn glaðasti, ók á vett- vang og smalaði konunum í bílirm. Þrengimgar Abduls prins voru þó efcki á enda, þvi að ekki reyndist rými fyrir allt hans föruneyti á þvi gistihúsi sem hann hafði pantað á og það var ekki fyrr en á Hilton hótelið kom að prinsinn og kvinnur hans gátu l»ks þveg- ið af sér ferðarýkið og hvflzt eftir annasaman dag. Bruni í London London, 10. ágúst. AP-NTB EINHVER mesti bruni í Lond on síðan í heimsstyrjöldinni síðari varð í gær og það var ekki íyrr en undir hádegi í dag, þriðjudag, að slökkvi- liðsmenn höfðu ráðið niður- lögum eldsins. Þá hafði slökkvistarf staðið í séxtán stundir og átta slökkviliðs- menn höfðu meiðzt eða brennzt nokkuð. Eldurinn kom upp i geysilega stóru sjö hæða vöruhúsi i grennd við London Bridge, síðdegis í gær. Þar voru geymd ýmis mjög eldfim efni og breiddist eldurinn út um húsið með ógn- ar hraða. Á þriðja hundrað slökkviliðsmenn á 80 bifreiðum komu von bráðar á vettvang og beindist aðalstarfið að því fram- an af að verja nærliggjandi hús. Svo þykkur mökkur lá yfir mið- borg Lundúna, meðan eldurinn var mestur, að helzt var líkt við það, þegar loftárásir Þjóðverja á borgina í heimsstyrjöldinni voru í algleymi. Geysilegur hiti varð í næsta nágrenni eldsins og mikil ring- ulreið komst á umferð alla úr miðborginni, en um þetta leyti voru menn að halda heimleiðis úr vinnu. Málið er í rannsókn, en talið er að eldsupptök hafi verið þau að verkamaður sem var að starfi í byggingunni, fór ógætilega með mjög eldfimt gas. Gáfu 50 þús. kr. - til sundlaugar Grundarfirði, 10. ágúst. SUNNUDAGINN 8. þessa mán- aðar afhenti Guðjón Eiísson, Grundarfirði, formanmi kvenfé- lagsins í Grundarfirði, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur, 50 þúsund kr. Þetta er gjöf frá systkinunum frá Vatnabúðum í Eyrarsveit til mimningar um látinn bróður þeirra, Snorra Elísson. — Gjöf þessi skal renna í sundlaugar- sjóð kvenfélagsins, sem stofnað- ur var íyrir nokkrum árum. — Til er líka í Grumdarfirði annar sjóður, sem til er orðinn í sama tilgangi og er hanm í vörzlu sjó- mammadagsráðs. Mikill og vax- andi áhugi er fyrir því hjá Grund firðingum, ungum sem öldnum, að hér verði byggð sundlaug á næstu misserum. — Emil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.