Morgunblaðið - 12.08.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1971, Blaðsíða 2
2 MOftGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1971 t Verðákvörðun á Norðursjávarsíld YFIRNEFND Verölagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað í gær eftir- farandi lágmarksverð á síld, sem veidd er í Norðursjó og landað hér á landi til söltunar og beitu- frystin-gar. Gildir lágmarksverð- ið frá og með deginum í dag tn 31. desember 1971. Heimilt er fulltrúum i Verðlagsráði að segja lágmarksverðinu upp fyrir 15. október og skal þá nýtt lág- marksvérð taka gildi frá 1. nóv- ernber 1971. Síld til beitufrystingar, hvert kg 10,75 kr. Kirkjuvígsla STÓRA-Vatnshornskirkja verður vígð sunnudaginn 15. ágúst n.k. og mun biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjöm Einarsson vígja hina nýbyggðu kirkju að Stóra- Vatnshorni i Dalasýslu. Athöfnin hefst ki. 14. Bygging kirkjunnar hófst su-marið 1965. Síld til söltunar, hvert kg 8,60 krónur. Verðið er miðað við að síldin sé ísuð í kassa. Ekki skal setja rneira en 40 kg af síld í hvern kassa. Við sildinni sé tekið sam- kvæmt mati fulltrúa kaupenda við löndun að fulltrúum seljenda viðstöddum. Er heimilt að vega allt að 10. hvem kassa. Meðal- vigt þeirra kassa, sem vegnir eru, skal lögð til grundvaliar yið útreikning heildarmagns. Verð á sUd til beitufrystingar var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fuiltrúa síldar- seljenda, en verð á síld til sölt- unar með atkvæðu-m oddamanns og fulltrúa kaupenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Bjami Bragi Jónsson, oddamað- ur, Guðmundur Jörundsson og Jón Sigurðsson, fu-lltrúar síldar- seljenda, og Halldór S. Magnús- son og Jón í>. Ámason, fulltrúar síldarkaupenda. Myndin er tekin þegar forsetahjónin komu til Fáskrúðsfjarðar á ferðalagi sínu um Austur- land. (Ljósm. Mbl.: Albert). Forsetahjónin með fríðu fylgdar- liði í Austur-Skaftafellssýslu Opinberri heimsókn um Austurland lauk í gær > Endurskoða tekju öflun ríkisins MEÐAL markmiða ríkisstjórn- arinar skv. máléfnasamningi hennar er að endurskoða tekju- öflunarleiðir hins opinbera með það fyrir augum, að skattabyrð- inni verði dreift réttlátlegar en nú er gert. Er þar gert ráð fyr- ir, að slik endurskoðun haldist í hendur við endurskoðun trygg- ingalöggjafar. Hér er í raun um að ræða því- þætt verkefni, 1. tekjuöflun ríkissjóðs, og 2. tekjuöflun sveitarfélaga með tilliti til verkaskiptingar milli þessara aðila, og loks 3. tryggingakerfið. Þegar hefur verið skipuð nefnd til endurskoðunar á trygg- ingakerfinu og innan skamms mun félagsmálaráðherra skipa nefnd til endurskoðunar á tekju- ^ öflunarkerfi sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hefur skip- að af sinni hálfu nefnd til að endurskoða tekjuöflunarkerfi rikissjóðs. 1 nefndinni eiga sæti: Björn Jónsson, alþingismaður, Guðmundur Skaftason, lög- giltur endurskoðandi, Gunnar R. Magnússon, lög- giltur endurskoðandi, Magni Guðmundsson, hag- fræðingur, og Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, sem skipaður hefur ver- EINS og kunnugt er af fréttum stendur nú yfir íegrunarvika 1 Reykjavik, sem hófst sL mánu- dag og stendur til sunnudags- kvölds 15. ágúst. Fegrunairvik- an er haldin að tiistuðlan Fegr- unarnefndar Reykjavikur í til- efni af 185 ára afmæli Reykja- víkur þann 18. ágúst, í þeim til- gangi að hvetja alla Reykvík- inga til þess að stuðla að því, V að Reykjavik sé á afmælinu, og ævinlega, fögur og snyrtileg borg. Að undanförnu hefur Fegrun- amefnd átt samstarf við fjölda aðila, — flestar sóknirnar, þjón- ustuklúbbana, samtök iðnaðar og viðskipta, auk fjölda einstakl- inga. Þakkar nefndin þetta sam- starf um leið og hún hvetur þessa aðila til áframhaldandi starfs. Nefndin hefur skrifað fjölda aðila, einstaklingum, fyr- irtækjum og stofnunum vegna ið formaður nefndarinnar. Gert er ráð fyrir, að þær þrjár nefndir, sem ofan er getið vinni samhliða að þessum verkefnum og formenn þeirra annist sam- ræmingu á störfum þeirra. Skátamót í Krísuvík FRÉTTATILKYNNING frá Boy Scouts of America, Troop 364, Keflavíkurflugvelli: Nú um helgina (13.—15. ágúst) munu skátarnir á Keflavíkur- flugvelli gangast fyrir Jamboree- móti í Krísuvík. Verður þetta fyrsta mótið, sem amerískir skátar gangast fyrir. Þar sem mjög takmarkaður tími var til stefnu, var því mið- ur ekki hægt að koma út aug- lýsingu til íslenzku skátanna, en við viljum nota þetta tækifæri til að bjóða þá velkomna á þetta fyrsta mót okkar. Mótið verður sett kl. 20,00 á föstudag. Mótsgjald er mjög vægt, aðeins kr. 100. Þeir skátar, er kynnu að hafa áhuga á þessu móti, eru beðnir um að tilkynna þátttöku á fimmtudagskvöld milli kl. 6 og 11 í síma 11272 í Reykjavík. margs konar atriða, sem eru í ólestri hvað varðar umgengni og frágang lóða og húsa í borg- inni. Þessu starfi verður haldið áfram að lokinni fegrunarviku og verður reynt að fylgja eftir ábendingum eins og framast er unnt. Fegrunarnefnd starfar ekki aðeins við það að angra borg- arana með umkvörtunum, held- ur vill hún einnig koma til móts við þá og aðstoða þá við fegrun borgarinnar. Má þar nefna: 1. Hreinsunardeild gatnamála- stjóra mun aðstoða við að flytja drasl af lóðum nú í fegrunarvikunni. 2. Garðyrkjufélag Islands mun hafa fulltrúa sinn til viðtals í Skúlatúni 2, simi 18000 frá 1—3 e. h. í dag fimmtudag, og mun hann gefa almennar upplýsingar um garðrækt. 3. Einnig veitir fulltrúi Málara- Höfn, Homafirði, 11. ágúst. OPINBERRI heimsókn Forseta Islands, herra Kristjáns Eld- jám um Austurland, lauk í Austur-Skaftafellssýslu í dag með heimsókn þeirra hjóna til Hafnar í Hornafirði. Forsetahjónin komu með sínu fylgdarliði seint í gærkvöldi og gistu á Hótel Höfn í nótt. Síðan fóru þau í bítið í morgun að Jökulsá á Breiðamerkursandi ásamt fríðu fylgdarliði, þar sem voru allir fyrirmenn sýslunnar. Hádegisverður var snæddur í félagsheimilinu á Hrollaugs- stöðum i Suðursveit. Siðan komu forsetahjónin til Hafnar í Hornafirði aftur, þar sem aðalmóttakan var í félags- heimilinu Sindrabæ. Þar voru ræður fluttar og söngur. Þá voru kaffiveitingar, en opinberri heimsókn forsetans lýkur í kvöld. ísraelskur ráðu- neytisstjóri RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanrikis- ráðuneytis ísraels, Gideon Rafa- el, kemur i heimsókn til íslands i næstu viku ásamt konu sinni og sendiherra ísraels á íslandi. Mun hann ferðast um landið, en hann hefur lengi haft áhuga á að heimsækja Island og notar nú tækifærið á miiii opinberra ferðalaga í Belgiu og Hollandi. meistarafélags Reykjavikur, í dag, fimmtudag, upplýsing- ar um málningu, litaval o. fl. Hann hefur aðsetur í skrif- stofu félagsins, Skipholti 70, sími 81165. Fegrunamefnd vill einnig lofa það, sem vel er gert og hef- ur í þvi sambandi valið Sporða- grunn íegurstu götuna í ár, en bendir jafnframt á Selvogs- grunn, Hvassaleiti og Brekku- gerði, sem verð viðurkenning- ar. Ennfremur mun Safamýri haida merki Fegruna.rnefndar frá fyrra ári, en hún var þá val- in fegursta gatan. Að lokinni fegrunarviku mun svo Fegrun- amefnd veita einstaklingum, fyrirtækjum og stoínunum við- urkenningu. Skrifstofa Fegrunarnefndar í Skúlatúni 2, sími 18000, verður sem fyrr opin í fegrunarvikunni og tekur Árni Árnason, starfs- maður nefndaurinnar á móti ábendingum og tillögum. Forsetahjónin munu gista á Hótel Höfn í nótt, en ekki er mér kunnugt um hvenær þau fara héðan. Veðrið hefur verið alveg dásamlegt hér í dag, glaða Nýju Delhi, 11. ágúst. AP. INDLAND og Sovétríkin hafa í fyrsta skipti notfært sér ákvæði hins nýja samstarfs-, friðar- og vináttusamnings um „gagn- kvæmar viðræður“ til þess að fjalla um ástandið í Austur-Pak- istan, að því er haft var eftir op- inberum heimiidum í Nýju Delhi í dag. Utanríkisráðherrarnir Andrei Gromyko og Swaran Singh rædust við samkvæmt þessu ákvæði í dag, en ekki hef- ur verið frá því skýrt hvað þeim fór á milli. Umrætt ákvæði sáttmálang er taliran kjami hains og kveður á um að „verði annair hvor samn- íngsaðili fyrir árás eða hótun um árás, skuli þeir þegar í stað hefja gagnkvæmar viðræður til þess að eyða slikri hættu og ákveða viðeigandi og öruggar ráð stafanir tiQ þess að tryggja lönd- um sínum frið og öryggi." Þótt játað sé að Austur-Pakistan hafi verið aðalumræðuefni ráðherr- anna, er ekki sagt hvaða „örugg- ar ráðstafanir“ hafi verið ræddar til þess að eyða hættunni, sem öryggi Indlands sé búið vegna ástandsins. f yfirlýsingu, sem var birt að lokinni heimsókn Gromykos sagði aðeins að brýraa nauðsyn bæri til að grípa til skjóta ráð- stafana til að finna p>ólitiska lausn á vaindamálum Ausitur-Pakisrt- ans. Gromyko hefur dvalizt fjóra daga í Nýju Delhi og held- ur heimleiðis í fyrramálið án þess að heimsækja flóttamannabúðim ar hjá landamærum Austur-Pak- — Leyniáætlun Framhald af bls. 1 verzlunarskrifstofa Tékkósló- vakíu á Vesturlöndum að njósn- um og undirróðri. Hann segir að Varsjárbandalagið vinni að því að semja skýrslur um menn, sem hugsanlega megi fá til skemmd- arverka. Fram kemur í viðtalinu að Varsjárbandalagslóndin telja auð veldara að lama efnahags- og stjómmálalíf Norður-Ameríku en landanna í Vestur-Evrópu. — í Bandaríkjunum geti útsendarar kommúnista útvegað sér þann út- búnað er til þurfi til skenramdar- verka. í Evrópu séu strangari innflutningsreglur og seinkandr alltaf meiri. sólskin og blankalogn og allt hefur hjálpazt að til þess afl gera þeim dvölina hér sem ánægjulegasta, að ég vona. — Þ. G. istans eina og talið var að gaeti komið til mála. Um nýja sáttmálann segir í yfirlýsingunni, að hann sé merk- ur sögulegur viðburðuir og rök- rétt afleiðing ágætra samskipta landanna. Tekið er fram, að skoð anir beggja aðila séu samhljóða eða svipaðar i þeim ýmsu mái- um, sem rædd voru í heimsókn- inni. Indverjar láta í ljós þakk- læti fyrir auðsýndan skilning Rússa á vandamálum flóttamairun anna. í Moskvu sagði stjómar- málgagnið Izvestia í dag að sátt- málinn þjónaði heimsfriðnum, friði í Asíu og hagsmunum Ind- lands og Sovétrikjanna. f Rawalpindi sagði „Pakistan Times'1, sem túlkar skoðanir stjórnarinnar, að samninguriim jafngilti tilraun til þeas að eyða áhrifum Kínverja og gera Ind- verjum kleift að ráða»t á Pak- istan. Stuðningur Rússa við Ind- verja eigi að koma í veg fyrir kínverska aðstoð við Pakistara. Vó salt Akureyri, 11. ágúst. STÓR vöruibíil fór úit af vegin- uon í einni beygjunni austan i Vaðlaheiði kL rúmlega 6 í kvöLd. Hann var á leið frá Akureyri til Húsavikur og munu hemlar sennilega hafa bilað þegar hann kom í beygjuna. ökumaður mun hafa gripið til þeas örþrifaráðs að aka beinit áfram og út af í stað þess að reyna að taka beygjuna, en við það lenti bfll- iirun upp á háum moldarbing og vó þar salt. Alldjúpt gil hefði þá tekið vifl ef bíllinn hefði ekki stöðvazt. Ökumaður hlaut höfufl högg og var fluttur i sjúkrahús- ið á Akuneyri, en ungan son hans sem sat við hlið hans, sakaði lít- ið sem ekki. Bíllinm skemmdisrt lítilsháttar. — Sv. P. HARÐUR árekstur varð hjá Varmá í ölfusinu í gær, þegar jeppi o*g fólksbifreið skullu sam- an. Jeppinn valt, og kona, sem var farþegi í homum, skarst á höfði. Hún fékk þó að fara heim til sin að lokinni aðgerð í sjúkra- húsi. Báðír bílamir voru óötou færir eftir áreksturiran. Borgin aðstoðar við lóða • hreinsun og gar ðrækt — fegrunarvika í Reykjavík til sunnudagskvölds Gromyko ræðir um „hættuástand“ Skjótra ráðstafana krafizt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.