Morgunblaðið - 18.09.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971
17
Kosningarnar í Danmörku:
Fylgi litlu flokkanna
skipt miklu um úrslit
Eftir Gunnar Rytgaard
0 Búizt er við, að meiri-
hluti borgaralegu stjórnar
flokkanna minnki verulega
við kosningarnar til danska
þjóðþingsins, sem frant
eiga að fara þriðjudaginn
21. septemher n.k. Þó
gera flestir stjórnmálasér-
fræðingar ráð fyrir því, að
þeir haldi meirihluta, enda
þótt niðurstöður skoðana-
kannana bendi til annars.
Forsætisráðíterrann, Hilm
ar Baunsgaard, viðurkenn
ir, að jafnvægið milli
stjórnarflokka og stjórn-
arandstöðu geti orðið
mjög svo viðkvæmt á kom
andi þingi.
Mikilvægt atriði verður,
hvort þeir tveir flokkar,
sem nú eiga sæti á þingi, en
teljast tilheyra borgara-
lega arminum, korna mönn
um inn á Þjóðþingið. Það
eru Réttarsamhandið, sem
er nú orðið 52 ára, en hef-
ur ekki haft fulltrúa á
Þjóðþinginu frá því árið
1960 og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn, sem stofnaður
var á síðasta ári. Hvorugur
hessara flokka hefur fyrir
fram látið uppi hvernig
stjórn þeir mundu styðja.
Stjórnarflokkarnir þrír,
íhaldsflokkurinn, Vinstri-
flokkurinn og Róttæki vinstri
flokkurinn hafa haft öflugan
meirihluta á Þjóðþinginu, 98
sæti af 179. Andspænis stjórn
arflokkunum stóðu Sósíal-
demókratar, Sósíalski þjóðar
ig meirihlutann. En þéssi skoð
anakönnun, sem frá var skýrt
5. september, var gerð í ág-
úst, áður en forsætisráðherr-
ann hafði tilkynnt hvenær
kosningarnar yrðu. Skoðana-
könnun, sem dagblaðið Poli-
tiken gekkst fyrir 9. septem-
ber, benti hins vegar líka til
getur
stjórnmálaflokkar verði að fá
minnst 2 prósent af heildar-
atkvæðamagni atkvæðis-
bærra kjósenda til þess að
komast inn á Þjóðþingið.
Þetta þýðir að flokkur kemur
minnst fjórum mönnum inn
eða engum.
Þó e.r önnur leið inn í Þjóð-
þíngið. Fái flokkur í einmenn
ingskjördæmi nægilegt at-
kvæðamagn til þess að fá
mann kjördæmakosinn, er
honum tryggður aðgangur að
Jacob Christensen
flokkurinn og Vinstri sósíalist
a,r með 75 þingsæti, að við-
bættum tveimur klofnings-
mönnum frá Vinstri sósíalist-
um. Annar þeirra hefur nú
gengið inn í Kommúnistaflokk
inn, sem ekki hefur fengið
mann kjörinn á Þjóðþingið
frá því í kosningunum 1957.
Síðasta Gallupskoðanakönn
un, sem frá hefur verið skýrt
opinberlega bendir til að
stjórna-rflokkarnir missi þrett
án þingsæti til stjórnarand-
stöðuflokkanna og missi þann
Jens Otto Krag
þess, að st j órnarf lokkarnir
mundu missa meirihlutann.
FJÓRIR FLOKKAR
VIO 2% MÖRKIN
En skoðanakannanirna,r gefa
engar ljósar upplýsingar um
möguleika litlu flokkanna í
kosningunum. Annars vegar
eru prósentutölur skoðana-
kannana alltaf mjög óvissar,
þegar minnstu flokkarnir eiga
í hlut og hins vegar er gild-
andi í Danmörku hindrunar-
regla, sem kveður svo á, að
Hilmar Baunsgaard
Þjóðþinginu. En minnstu
flokkarnir fá næstum aldrei
kjördæmakosna menn. Þeir
komast inn á uppbótarþing-
sætum.
Nú eru hvorki meira né
minna en fjórir flokkar við
2% mörkin. Það eru Réttar-
sambandið, Kristilegi þjóðar-
flokkurinn Vinstri sósíalistar
og Kommúnistaflokkurinn. í
Gallupskoðuninni frá ágúst
voru einungis Vinstri sósíalist
ar yfir 2% marki hindfunar-
reglunnar. En verið getur að í
kosningabaráttunni hafi at-
hyglin beinzt meira að hinum
flokkunum, svo að þeir eigi
nú sina möguleika. Sérstak-
lega á þetta við borgaralegu
smáflokkana tvo.
Kristilegi þjóðarflokkurinn
var stofnaður í mótmæla-
skyni, einkum við afstöðu
íhaldsflokksins og Vinstri-
flokksins til fóstureyðinga-
málsins og klámmyndamáls-
ins, sem mörgum fannst allt of
f rj álslynt. Stjórn borgara-
flokkanna hefur fengið fóstur
eyðingarlögin rýmkuð þannig
að nú þarf ekki að liggja ann-
að til grundvalla.r fóstureyð-
ingu en félagslegar ástæður,
ef 1 hlut eiga mjög ungar kon
ur eða konur yfir 38 ára aldri,
sem eiga mörg börn fyrir.
Stjórnin hefur einnig fengið
afnumin ákvæði hegningar-
laganna um bann við útgáfu
klámmynda.
Stofnendur Kristilega þjóð-
arflokksins litu svo á, að bæði
þessi lög stríddu gegn venju-
legum siðaskoðunum krist-
inna manna. Flokkurinn hef-
ur á sinni skömmu ævi átt
sína erfiðleika vegna þess, að
sterkur armur biblíutrúar-
manna, sem naut stuðnings
afla úr Hvítasunnuhreyfing-
unni, Postulakirkjunni og
einnig hópa, er teljast til
hinnar almennu þjóðkirkju,
leit svo á, að mek'ihluti
stjórnar flokksins legði of
litla áherzlu á, að flokkurinn
væri kristileg hreyfing en
vildi þess í stað auka hreina
pólitíska atorku flokksins og
möguleika hans til pólitískra
áhrifa.
Þótt margir telji, að það
hafi veikt flokkinn, að hann
hefur orðið „venjulegur
stjómmálaflokkuir“, kann vel
að vera, að hann fái tækifæri
til að safna að sér óánægðum
borgaralegum kjósendum. og
jafnvel einnig til að taka eitt
hvað frá Sósíaldemókrötum. í
röðum beggia eru kjósendur
Framhald á bls. 19.
Ingólfur Jónsson:
Miklar framfarir í fiskirækt
Á FYRSTU öldum Islandsbyggð-
ar var mikill fiskur í ám og
vötnum landsins. Þannig var það
fram eftir öldum, að veiði var
talsverð i mörgum stöðuvötnum
og flestum ám landsins. Af eðli-
legum ástæðum fór veiðin
minnkandi, þegar tímar liðu.
Fiskirækt var óþekkt en veiði
alltaf stunduð af þeim, sem veiði-
rétt höfðu. Það, sem bjargaði
vötnunum frá auðn, var sú fyrir-
hyggja og skilningur, sem sýnd-
ur var í því að takmarka veiðina
að nokkru leyti. Voru settar
reglur sem sýndu, að menn
skildu það fyrr á tímum að
hverju takmarkalaus veiði stefn-
ir. Saga fiskiræktar hér á landi
á sér ekki langan aldur. Árið
1884 fékk Tryggvi Gunnarsson
danskan kunnáttumann til þess
að athuga, hvort mögulegt væri
að koma á hér á landi lax- og
silungsklaki. Einhver árangur
mun hafa af þvi orðið. Sérstak-
lega að því leyti, að áhugi
margra var vakinn á málinu. Á
öðrum áratug þessárar aldar
starfaði Þórður Flóventsson frá
Svartakoti að þvi að koma á
lax- og silungsklaki viða um
land. Ferðaðist hann mikið og
glæddi áhuga manna á málinu.
Mun hann hafa fengið nokkum
styrk af opi-nberu fé til starfsins.
Árið 1932 eru sett lög um lax-
og silungsveiði. í þeim lögum er
ákvæði um veiðimálastofnun og
skipun veiðimálastjóra. Ólafur
Sigurðsson, bóndi á Hellulandi í
Skagafirði, kynnti sér laxaklak
og fiskirækt í Noregi árið 1929
og var hann ráðunautur í laxa-
og fiskiræktarmálum til ársins
1946. Það ár kom Þór Guðjóns-
son, fiskifræðingur, til starfs og
var hann skipaður veiðimála-
stjóri. Með því komst föst skip-
an á málin og gerðu margir sér
vonir um góðan árangur, þai
sem ungur, áhugasamur og sér-
menntaður maður var tekinn við
starfinu.
AUKNAR FJÁRVEITINGAR
Vissulega hefur mikill árangur
orðið af starfi veiðimálastjóra og
Veiðimálastofnunarinnar. Veiði-
málastjóri hefur starfað að fiski-
ræktarmálum í aldarfjórðung.
Fyrri hluta þess tíma voru litl-
ar fjárveitingar til Veiðimála-
stofnunarinnar. Ef flett er upp í
fjárlögum og fjárveitingar born-
ar saman frá ári til árs, er aug-
ljóst, að ekki hefur mikið verið
unnt að gera með þeim fjárveit-
ingum fyrir veiðimál landsins.
Fjárveiting fyrir árið 1951 var
aðeins 60 þús. kr. og 1952 70 þús.
kr. til veiðimálanna, Árið 1956
er fjárveitingin 261 þús. kr., 1958
271 þús. kr., en 1960 809 þús. kr.
1964 hefst vinna við tilraunastöð-
ina í Kollafirði og hækkar fjár-
veitingin fyrir það ár í 2 millj.
216 þús. kr. Árið 1970 er varið
til veiðamála 8 millj. 800 þús.
kr. Á yfirstandandi ári verður til
ráðstöfunar nokkuð á tólftu
millj. kr., og er þá með talinn
fiskiræktarsjóður. Tekjur fiski-
ræktarsjóðs fara vaxandi og ráð-
stöfunarfé til veiðimála eykst
með þeim hætti. Eftir að fjárveit-
ingar hækkuðu til veiðimálanna
hefur laxveiðin stöðugt farið vax-
andi.
VAXANDI VEIÐI
Árið 1970 var metveiði og er
líklegt talið, að veiðin í ár verði
talsvert meiri en var i fyrra.
Fullnaðartölur liggja ekki enn
fyrir um það. Veiðileigur hafa
hækkað mikið og eftirspurn eft-
ir veiðileyfum vaxið, ekki sízt
erlendis frá. Margar íslenzkar
laxveiðiár eru nú metnar í veiði-
leigu, eins og beztu ár erlendis.
Árið 1958 voru veiddir i íslenzk-
um ám 21 þúsund laxar, en tíu
árum síðar, 1968, 41 þúsund.
Árið 1970 veiddust 56 þúsund
laxar og eins og áður var sagt
mun veiðin verða meiri á þessu
ári. Vegna aukins fjármagns
hafa margvíslegar ræktunarfram
kvæmdir verið gerðar síðustu ár-
in. Með fiskvegagerð hafa ný
ársvæði opnazt um 300 km að
lengd. Stíflur til vatnsmiðlunar
og aðrar endurbætur í ánum
hafa gert mikið gagn. Göngu-
seiðum, sem sleppt er í árnar,
hefur stöðugt fjölgað.
SAMSTARF VEIÐIEIGENDA
OG STANGVEIÐIFÉLAGA
Föst stjórn og skipulag á veiði-
málunum hefur ýtt undir þá þró-
un, sem orðin er. Veiðieftirlit,
starfsemi veiðifélaga og stang-
veiðimanna er mikilvægur þáttur
í allri starfsemi veiðimálanna. Er
gott til þess að vita, að veiðirétt-
areigendur og stangveiðimenn
hafa gert sér fulla grein fyrir
þvi, að þeir eru ekki andstæðing-
ar heldur samherjar, sem eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta
og geta helzt ekki hvor án ann-
ars verið. Stangveiðifélögin eru
góðir viðskiptavinir veiðieigenda
og heppilegur dreifingaraðili
veiðileyfa. Hér á landi eru 80—90
laxveiðiár, fjöldi silungsveiðiáa,
einnig eru hér á landi 83 stöðu-
vötn, einn ferkílómetri að flatar-
máli eða stærri. Tólf þeiira eru
stærri en 10 ferkílómetrar, en
flest vatnanna eru 1—5 ferkíló-
metrar að stærð. 1 mörgum vötn-
um er nokkur veiði, en litil og
jafnvel engin veiði í ýmsum
vötnum, sem góð skilyrði virðast
hafa. Verkefnin eru mörg og
mikil framundan í veiðimálum
landsins. Stefna ber að þvi að
fylla árnar og stöðuvötnin af
laxi og silungi. Mikið hefur áunn-
izt síðustu árin i þessum málum.
II FISKELDISSTÖÐVAR
Fiskeldisstöðin i Kollafirði hef-
ur haft mikil áhrif og miðlað
fróðleik til margra af þeirri
reynslu, sem fengizt hefur. Starf-
andi eru nú 11 fiskeldisstöðvar í
landinu, en 14 aðilar reka klak-
hús. Framleiðsla gönguseiða var
árið 1970 um 300 þús., þar af
160 þús. í Kollafjarðarstöðinni.
Brautin i fiskeldis- og fiskirækt-
armálum er mörkuð. Unnið er
nú að stofnun veiðifélaga og hafa
20 félög verið stofnuð siðan nýju
laxveiðilögin voru afgreidd árið
1970. Leiðbeiningarstarfið hefur
aukizt með tilkomu fleiri sér-
fræðinga á vegum Veiðimála-
Ingólfur Jónsson
stofnunarinnar. Halda þarf
áfram gerð fiskvega og fá þannig
ný ársvæði til veiðanna. Með
því mætti fjölga stangveiðidög-
um og auka veiðina mjög mikið
á fáum árum. Með því verður
einnig unnt að veita öllum veiði-
leyfi, þótt eftirspurn vaxi. Halda
þarf áfram að vinna að bættri
nýtingu stöðuvatnanna og stofna
veiðifélög þar sem þau eru ekki
fyrir hendi. Veiðimálin eru á
réttri leið og því nauðsynlegt að
slaka ekki á í þeirri sókn, sem
hafin er. Verkefnið er mikilvægt
og ánægjulegt. Með fiskirækt-
inni er stofnað til atvinnugrein-
ar, sem gefur mikinn arð i þjóð-
arbúið og bætir stöðu margra
byggðarlaga. Með stórauknum
og nýjum ársvæðum, sem koma
við gerð fiskvega, ásamt vaxandi
veiðimöguleikum i stöðuvötnum
landsins, ættu allir, sem sækjast
eftir veiðileyfum, að geta fengið
leyfi til veiða sér til ánægju og
heilsubótar.