Morgunblaðið - 22.09.1971, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMRER 1971
MBL. barst í gær greinargerð
um virkjunarmál Lands-
virkjunar, J>. e. um stækkun
Búrfells, sem lýkur næsta
vor og framkvæmdir við
Þórisvatn næsta sumar, svo
og ákvörðun um næstu virkj-
um, sem verður í Tungnaá við
Sigöldu og virkjunartilhögun
þar. Segir m.a. í yfirlitinu:
„Stækkun Búrfellsstöðvar fel
ur í sér fjölgun véla í stöðinni úr
þremur i sex, og verður fyrata
vélin af þremur þeim seinni tek
in í notkun í næsta mánuði. Hver
vél er 35 MW, og eykst þvi afl
stöðvarinnar við stækkunina í
heild úr 105 MW í 210 MW miðað
við ástimplað afl. Landisvirkjun
sér sjálf um niðursetningu vél-
Kortið sýnir staðsetningu miðlu narmannvirkja við Þórisós, fyrirhugaða virkjun við Sigöldu
Búrfeilsvirkjun lengst til hægri —
Búrfellsorka fullnýtt 1975
, Orkuvinnslugeta Landsvirkjunar eykst um 850
I kwst. með virkjun Sigöldu
anna, en steypuvinna við það
verk er framkvæmd af ístaki h.f.
ÞÓRIS V ATN SMIÐLUN
UM ÁRAMÓT
Við Þóí'isvatnsmiðlun vinna
tveir verktakar á vegum Lands-
virkjunar. Annars vegar Þóris-
ób s.f. við Þórisóssstíflu og Köldu
kvísiarstíflu og hins vegar ístak
h.f. við Vatnsfellsveitu. Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsen
s.f. hefur með höndum eftirlit
með íramkvæmdum við Þóris-
vatn. Miðlunin verður alls um
1000 gígalitrar eða einn milljarð
ur teningsmetra, og er gert ráð
fyrir, að hún verði að hluta kom
in í notkun um næstu áramót.
Verður miðlunin þannig úr garði
gerð, að hún komi að fullum not
um jafnt fyrir virkjanix í
Tungnaá og við Búrfell. Meðfylgj
andi mynd sýnir staðsetningu
miðlunarmannvirkjanna í stór-
um dráttum.
Kostnaður við um<ræddar fram
kvæmdir áætlast 351,5 millj. kr.
við stækkun Búrfelisstöðvar og
708,3 millj. kr. við Þórisvatns-
miðlun, hvort tveggja án vaxta
á byggingartíma.
Starfsmannafjöldinn við þess-
ar framkvæmdir hefur á si. sumri
verið mestu.r 257 manns við Þór
isós og Köldukvísl, 123 við Vatns
fell og 52 við Búrfellsstöð, eða
alls 432, og eru þá meðtaldítr
starfsmenn Landsvirkjunar og
eftiriitsmenn.
Áætlanir Landsvirkjunar gera
ráð fyrir því, að orkan í núver-
andi kerfi fyrirtækisins að með-
talinni stækkun Búrfellsstöðvar
verði fullnýtt í árslok 1975. Er
þar gert ráð fyrk orkusölu til
Áburðarverksmiðjunnar og ISAL
samkvæmt gildandi samningum
og 7—8% árlegum vexti í orku
sölu til almenningsveitna. Eftir
árið 1975 er reiknað með, að ár-
legur vöxtu.r í orkusölu til al-
menningsveitna verði heldur hæg
Landhelgismálið;
ísland vill semja
um umþóttunartíma
segir brezkur þingmaður
eftir heimsókn til Islands
JAMES Johnson, þingmaður
fyrir Vestur-HuH, kom í heim
sókn til íslands fyrir skömmu
til að kynna eér landhelgis-
málið frá sjónarmiði Islend-
inga. Johnson er formaður
þingmannanefndar Verka-
mannaflokksins sem fjallar
um fiskveiðar, og ritari brezk-
islenzkn þingnef ndarinnar.
Brezka blaðið Daily Mail í
Hull átti viðtal iið Johnson
þegar hann kom heim aftur,
og birti einnig leiðara um
heimsókn hans. Viðtalið fer
hér á eftir í orðréttri þýðingu:
— Islendingiar eru dauð-
hræddir við hina stóru, 4000
lesta, rússneslkiu, austur-þýzku
og pólsku togara, sem nú eru
að fá féiagisskap japanskra
íiskiskipa. Þeir óttast að
þessi skip muni þurrausa
íiskimiðin á nokkrum áruim.
Hr. Johnson sagði að hann
heifði uimibúðalaust sagt þeim
hvaða álhriif útilokun brezkra
togara myndi hafa á Humiber
side.
— Þeir bentu á að 90 pró-
sent efnahags þeirra byggðist
á fiskveiðum, og þeir yrðu I
gríðarlegum vandræðum ef
fiskimiðin yrðu þurrausin,
sagði herra Johnson.
— Það sem þeir vilja að
við og Vest.ur-Þjóðiverjar geri,
er að leggja fram á næstu
tólf mánuðuim áætlun um tiu
ára umíþóttunartima.
Johnson sagði að svo væri
litið á (á Islandi) að Bretar
og V es t u r-Þ jöðver j ar hefðu
sérstakan hefðbundinn rétt til
fiskimiðanna, og islenzka
stjómiin, og sjávarútvegurinn
vonuðust eflir tillögum frá
þessum tveim löndum, sem að
öllurn liikindium flælu i sér tak
markanir á afllamagni.
Að umiþóttunartímabilinu
lokn'U, ætluðu íslandingar að
halda öllum skipium utan fisk
veiðilögisögunnar, lika sinum
eigin.
James Johnson kom til Is-
landls í boði utanríkisráðherr-
ans, herra Einars Ágústsson-
ar.
— Og mér var getfið tæki-
flæri til að hitta alla sem ég
viildi, og flara hvert sem ég
vildi. Ég flékk þá tilfinningu
að litið væri á þá sem ekki
styddu útfærslu landheiginn-
ar sem óheila landi sinu, nokk
urs konar kvislinga, sagði
Johnson.
Hann sagði að Islendingar
vildu ekki að mállinu yrði vis
að til alþj'óðadómstólsins í
Haag, eða til annarra sjórétt-
ar- eða SÞ-stofnana, þvi þeir
teldu að vemdun fiskimið-
anna rnætti ekki biða.
— Mér fannst á þeim að
þeir yrðu ánægðir með ein-
hvers konar samlkomulag v*ið
ökkur og Vestur-Þjóðverja.
MIKIÐ TAP
Herra Johnson sagði að Is-
lendingar skildu að missir
fiskimiðanna yrði geysilegt
tap flyrir Humberside.
— Þegar ég sagði þeim að
stjómarandstaðan i Bretlandi
myndi styðja aillar aðgerðir
stjómarinnar til að vemda
fiskiðnað okkar, sögðu þeir
að þeir væru þrjózk þjóð.
— Ég flékk þá tilfinningu
að þeir yrðu nokkuð harðir
í horn að taka, en ég varaði
þá við þvi að við yrðum alveg
jafn ákveðnir.
FORYSTUGREININ
Porystugrein Daiiy Mail
var á þessa leið:
Poimaður fiskveiðinefndar
þingdeildar Verkamarina-
flokksins, hr. James Johnson,
kom aftur úr kynnisÆerð sinni
■til Islands með miörg alvarfleg
umhugsunarefni. Eins og
skýrt var frá í gær skildist
honum á íslendingium að hót
un þeirra um að flæra út fisk
veiðilögisöguna, væri til kom-
in vegna ótta þeirra við að
tímjatöff gæti hafit hroðalegar
affleiðingar fyrir verndun fisk
stofna.
Það getur ek'ki verið vafli á
að þetta er raunverulegur ótti,
þvi Island er lítil þjóð sem
byggir aflkiomiu sina mjög á
ari eða um 6%, enda þá ekki með
taiin aukning í húsahitun með
rafmagni umfram það, sem nú er.
í athugun er hins vegar, hvort
ekki sé fjárhagslega rétt að stuðla
að stóraukinni rafhitun. Vinna
nú tvær nefndir að þeirri athug
un, önnur á vegum Orkustofnun
ar og hin á vegum Landsvirkjun
ar. Jafnframt fara fram viðræð
ur við erlend iðjufyrirtæki til að
kanna, hvort grundvöllur sé fyrir
samvinnu við þau um orkufrekan
iðnað á þann hátt og með þeim
skilyrðum, sem iríkisstjórnin set
ur. Nokkrar samanburðaráætlan
ir hafa verið gerðar með mismun
andi mikilli rafhitun og iðnaðar-
notkun og benda þær eindregið
til þess, að Sigölduvirkjun geti
Framh. á bls. 18
fiskveiðum. Sanngjarn.t fólk
mun skiljia afistöðu þeirra. En
það iítur út flyrir að það eigi
að reflsa Bretlandi, nánar til-
tekið Hull, Grimsby og Fleet
wood, flyrir syndir annarra.
Mr. Johnson, sem er þingimað-
ur fyrir Vestur-Hull, skýrir
frá þvi að Islendimgar séu
dauðhræddir við hina risa-
stóru rússnesku, austur .þýzku
og pólsiku togara, sem kunna
að þurrausa fiskimiðin. Þess-
ar þjóðir hafa flengið illt orð
á sig flyrir aðflerðir sinar, og
íslendingar eru ekki einir um
að mótmiæla. En það er hart
flyrir Hull, ef togarasjómenn
hennar verða bannfærðir
veigma þessa.
Athyglisverðasta atriðið
sem kom upp í fimm daga
ferð hr. Johmsons var að Is-
land vill ræða við Bretfland og
Vestur-Þýzkaland um tiu ára
umþóittunartíma. Það viður-
kennir að við höfum sérstak-
an hefðlbundinn rétt til fliski-
miðanna, og vill heyra tillög-
ur frá oöffkur.
Gailinn er sá að foland hef-
ur tekið svo óbilgjítma af-
stöðu — a.mjk. að því er al-
menningi finnst — að viðræðu
grundvöll er varla að finna.
Það heiflur gert svo mikið úr
neitunum um að leiita til al-
þjóðadómsl ólsins, eða annarra
stoffnana, að óMklegit virðist
að samninga gætu hafizt
með réttu hugarflari. Það er
rétt hjá hr. Johnson að vara
gestgjafia sína við því að við
erum jafn ákveðnir og þeir í
þessu máli. Það er ætlun okk-
ar að sjá um að alþjóðasam-
þj’kktir verði ekki rofnar, og
að máiið gangi sína réttu leið.
Eff þetta er skilið, gætu fram-
tíðarviðræður verið nyitsam-
legar.
STAKSTEIIVAR
Neyðaróp!
Eftirfarandi neyðaróp birtist i
Þjóðviljannm í gær. Höfundur
þess er Svavar Gestsson ábyrgð-
armaðnr Þjóðviljans: „Þegar
Svavari Gestssyni var falið að
gegna störfum ritstjóra Þjóðvilj-
ans um sinn hófust þegar um
hann níðskrif í Morgunblaðmiu.
ÖIl eru þau þakkarverð. —
Mogganíð er hverjum sæmilcg-
um manni hrós — en ástæða er
til að benda á að jafnan er reynt
í Morgunbl. að gera hlut Svavars
(!!) og annarra blaðamanna Þjóð-
viljans sem minnstan með því að
höfða til æsku þeirra. Þar er
talað um „uppalninga" og „ungu
mennina“ í fyrirlitningartón,
„uppskafninga" og svo framveg-
is. Þessi skrif eru til marks um
andúð Morgunblaðsins, íhaldsins,
á ungu fólki.“ Eina athugasemd-
in, scm ástæða er til að gera vUlF
þetta neyðaróp ábyrgðarmanns
Þjóðviljans er sú, að þau skrif
um sjálfan hann, sem Svavar
Gestsson telur að hafi átt sér
stað í Morgunblaðinu, hljóta
fremur að hafa orðið til i hans
eigin hugarheiml. — Morgun-
blaðið hefur ekki séð tilefnl fil
að sýna honum þann sóma að
gera hann að sérstöku umtals-
efni á síðum blaðsins.
„Tímabil
mannkyns-
frelsara“
Amór Hannibalsson skrifar
grein i Vísi í gær um bók Krist-
ins E. Andréssonar, Enginn er
eyland, og segir í lok greinar-
innar: „Staðreynd er að flokkur
sá, er höf. starfaði í hér á lanði
og eitt sinn hét Kommúnista-
flokkur, en nú eitthvað annað,
hafði þar til mörgum árum eftir
leyniræðu Krúsjeffs, þá ófrávíkj-
anlegu kreddu, að sovétvaldið
væri framtíðarmark „íslenzkrar
alþýðn“. Um síðir gaf foringinn
út hirðisbréf um að allt væri
að visu í lagi um borð í sovét-
skútunni, en skipstjórinn hefði
verið misjafnlega vel fyir kall-
aður. Á að trúa því að allur
sovétáróður islenzkra kommún-
ista hafi verið af einlægni gerð-
ur? Að þeir hafi i raun og veru
ekki verið að leyna söfnuði sím-
nm staðreyndum, heldur hafi
þeir ekki vitað betur? Sé svo
þá hefur foringjaliði islenzkra
kommúnista tekizt furðuvel að
ganga strípaðir nm götur og láta
söfnuðinn halda þá klædda f
dýrðarkápu alvissunnar um heilð-
arlausn þjóðfélagsvandamála
heimsins. Tímabili þessara sér-
kennilegu mannkynsfrelsara er
nú að Ijúka. En þeir eiga sina
arftaka. Og þeir (hinir siðar-
nefndu) vita vel hvað þeir gera.
Þeim bregður ekki, þótt bliki á
bensíntunniir.“